Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.06.1997, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Qupperneq 2
'sms \ RMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 Hjálmi bjan Buobá Bubbi Morthens væri líklega ekki á meðal vor nú, eftir að keyrt var á hann á hjóli nú á dög- unum, ef hann hefði ekki ver- ið með hjálm á höfðinu. Bubbi, sem var að hjóla á gangstétt á Grensásvegin- um, vissi ekki fyrri til en hann skall á húddinu á bíl sem kom út úr húsasundi. „Ég hentist á rúðuna og svo flaug ég hátt upp í loft og skall að lokum með hnakk- ann á götuna og steinrotað- ist. Höggið var svo mikið að hjálmurinn klofnaði og til þess þarf ansi vænt högg. Það er því alveg ljóst að ef ég hefði ekki verið með hjálm- inn á hausnum þá væri ég líklega dauður núna, — að minnsta kosti með mölbrot- inn haus! Það er því ekkert vafamál að ég álít mig hrein- lega heppnasta mann í heimi. Ég er að vísu illa hald- inn af hausverk síðan þetta gerðist því ég fékk ansi hressilegan heilahristing, en það verður bara að teljast vel sloppið. Það er deginum ljósara að hjálmurinn bjarg- aði lífi mínu. Sjúkraflutninga- mennirnir sögðu mér að þeir hefðu margoft komið að slysum þar sem hjálmarnir hefðu bjargað mannslífum og því væru þeir löngu búnir að sanna ágæti sitt. Einn læknirinn kom með þá hug- mynd að ég ætti að hengja hjálminn upp á vegg og skrifa undir: Lífgjafinn minn. Hreint ekki svo fráleit hug- mynd.“ Lögleidum hjálmana Bubbi segir að sér finnist furðulegt að ekki skuli vera búið að lögleiða notkun hjálma líkt og gert var með öryggisbeltin. „Á hjóli er maður mjög óvarinn og viðkvæmur fyrir meiðslum ef maður lendir í óhappi eða efi keyrt er á mann. Hjólreiðar hafa aukist gríðarlega hér á undanförn- um árum og hér er enginn „hjól- reiðakúltúr“ eins og t.d. í Dan- mörku, þar sem eru hjólreiðastíg- ar út um allt. Hér eru börn sem full- orðnir hjólandi út um allan bæ án þess að vera með hjálm á höfðinu Höggið var svo mikið að Bubbi rotaðist þegar hann skall í götuna og hjálmurinn klofnaði. Hann þakkar hjálminum lífgjöfina. og það bara gengur ekki. Stundum sér maður líka fólk á hjóli með börn í barnastól aftan á. Börnin eru með hjálm og allar græjur en ekki foreldrið, sem er auðvitað út í hött, því varla vill nokkur maður deyja frá barninu sínu og skilja það eftir mun- aðarlaust! Ég hef farið allra minna ferða á hjóli í mörg ár og var fljótur að fá mér hjálm og allar græjur. Aftur á móti þótti mörgum ég rosalega hallærislegur með hjálminn og voru ósparir á skotin, en sá hlær best sem síðast hlær. Að fenginni reynslu hvet ég alla hjólreiðamenn, börn sem fullorðna, til að snara sér út í hjólreiðaversl- un og kaupa hjálm á hausinn á sér, núna strax. Ef foreldr- arnir eru eitthvað tregir til að nota hjálminn þá eiga börnin hreinlega að vera með uppsteyt. Eins vil ég hvetja stjórnvöld til að gera hjálmnotkun að skyldu og hreinlega sekta fólk ef það er ekki með hjálm. Þetta er spurning um lífið eða dauð- ann,“ segir Bubbi, eilítið þjakaður af hausverk en sprelllifandi — fyrir tilstuðl- an hjálmsins! Amljótur Bjömsson, hæfur. Garðar Gíslason, hæfur. Guðrún Erlendsdóttir, eiginkona Arnar Clausen, vanhæf. Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi Haraldur Henrysson, fyrrverandi ríkislögmaður, vanhæfur. yfirsakadómari, vanhæfur. Hjörtur Torfason, hæfur. Hrafn Bragason, hæfur. Markús Sigurbjörnsson, hæfur. Pétur Hafstein, hæfur. Allan V. Magnússon héraðsdóm- ari, hæfur? Frímúrari dæmir um málatilbúnað fiímúrara Allan V. Magnússon héraðsdómari tek- ur sæti í Hæstarétti þegar rétturinn fjallar um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Allan er einn tiltölulega fárra frímúrara í dómarastétt á íslandi en einn reglubræðra hans, Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari, tengist Guð- mundar- og Geirfinnsmálum. Hann var vararíkissaksóknari þegar þau voru til rannsóknar og tók raunar virkan þátt í rannsókninni. Sævar Ciesielski hefur ítrekað lýst því yfir að hann telji Hallvarð bera verulega ábyrgð á málatilbúnaði og að hann ætti að svara til saka. Skipan Allans vekur athygli í ljósi ný- legra frétta frá Noregi þar sem dómari taldist vanhæfur til að dæma í máli sem reglubróðir hans var aðili að. Ríkisútvarp- ið flutti í febrúar fréttir af norskum dóm- ara sem taldist vanhæfur og var látinn víkja sæti í máli sem reglubróðir hans var aðili að. Dómarinn og málsaðilinn voru í norska tilvikinu báðir í sömu stúku frímúr- arareglunnar. Hallvarður Einvarðsson og Allan Magnússon eru báðir frímúrarar en þó ekki í sömu stúku. Allan V. Magnússon aftekur með öllu að hann kunni að vera vanhæfur í þessu máli vegna bræðralagsins við Hallvarð í gegn- um frímúrararegluna. „Þá hefði ég aldrei tekið þetta að mér,“ sagði hann þegar Helgarpósturinn bar þetta atriði undir hann í vikunni. Hallvarður er ekki beinn aðili að málinu á þessu stigi þótt hann á hinn bóginn kynni að tengjast því alvarlega síðar, þ.e. ef Hæstiréttur fellst á að taka málið upp. Ekki síst ætti þetta við ef dómurinn kæm- ist að þeirri niðurstöðu að embættismenn sem rannsökuðu málið á sínum tíma hefðu gerst sekir um alvarleg afglöp í starfi. Og til þess benda einmitt verulegar og sívaxandi líkur. Fáir draga lengur í efa að játningar sakborninga hafi verið fengnar fram með í það minnsta vafasömum, ef ekki kolólöglegum aðferðum. Pyndingar hafa meira að segja verið nefndar í því sambandi. Það er því alls ekki unnt að úti- loka að einhverjir þessara embættis- manna kynnu sjálfir að eiga dóm yfir höfði sér. Hæstiréttur er skipaður níu dómurum og eiga sjö að taka afstöðu til endurupp- tökubeiðni Sævars Ciesielskis. Þrír dómar- ar eru þó vanhæfir, tveir vegna aðildar að málinu á fyrri stigum og einn vegna fjöl- skyldutengsla. Gunnlaugur Claessen var ríkislögmaður þegar GG-málin voru til um- fjöllunar í réttarkerfinu, Haraldur Henrys- son, sem nú er forseti Hæstaréttar, var yf- irsakadómari í Reykjavík og dæmdi í mál- unum í undirrétti. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari telst einnig vanhæf í þessu máli en eiginmaður hennar, Örn Clausen, var á sínum tíma einn verjenda. Að þessum þremur hæstaréttardómur- um frátöldum eru aðeins sex eftir til að fjalla um endurupptökubeiðnina og því þurfti að bæta einum við. Til þess valdi rétturinn Allan V. Magnússon. Meintur fjársvflcari í forystu vinnuveitenda - Einar Jónatansson, maöurinn sem þjarkar við vestfirskt launafólk um 20 krónur á tímann, bíöur dóms fyrir fjársvik upp á 20 milljónir. K[inar Jónatans- Eson. formaður B Vinnuveitendafélags I Vestfjarða, er grun- aður um skattsvik og fjárdrátt upp á sam- tals um 20 milljónir króna. Opinber ákæra var gefin út á hendur honum í lok síðasta árs en málið verður af ein- hverjum ástæðum ekki tekið til dóms hjá Héraðs- dómi Vestfjarða fyrr en í haust. Einar var á sínum tíma framkvæmdastjóri Júpíters hf. sem gerði út samnefnt skip en varð gjaldþrota í apríl 1993. Fyrir gjaldþrotið hafði Júpíter um alllangan tíma ekki staðið skil á virðisaukaskatti til ríkis- ins, né heldur hafði fyrirtækið greitt staðgreiðsluskatta, sem þó höfðu verið dregnir af laun- um starfsfólks. Þetta tvennt telst brot á skattalögum. En Einar Jónatansson er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Sem framkvæmdastjóri fyrir- tækisins dró hann iðgjöld til lífeyrissjóða af starfsfólki en greiddi iðgjöldin hins vegar Fyrsta Péturs-málið til Strassborgar Iannréttindanefnd Evr- ópuráðsins í Strassborg barst í gær fyrsta kæran vegna vanhæfis Péturs Hafstein hæstaréttardómara. Hér er um að ræða mál Elísar Þorsteins- sonar, fyrrverandi bónda á Hrappsstöðum í Dölum, en hann tapaði því í Hæstarétti 5. desember á síðasta ári. Spurningin um vanhæfi Pét- urs er mikilsverð í þessu máli vegna þess að dómurinn klofn- aði í málinu og atkvæði Péturs réð úrslitum. Eins og lesend- um Helgarpóstsins er kunnugt hafa verið leiddar líkur að því að Pétur sé almennt vanhæfur til setu í Hæstarétti eftir að hafa tekið við framlögum fjöl- margra einstaklinga og fyrir- tækja í kosningasjóð sinn í fyrra. Mál Elísar Þorsteinssonar snýst um landamerki milli jarð- anna Hrappsstaða og Fjósa, þar sem Búðardalskauptún stendur nú. Gagnaðili Elísar í málinu var Dalabyggð en odd- viti þess sveitarfélags er Sig- urður Rúnar Friðþjófsson, sem fyrir forsetakosningarnar í fyrra var eins konar kosninga- stjóri eða tengiliður Péturs í Dölum. Boðað hefur verið að fleiri dómum Péturs Kr. Hafstein verði vísað til Strassborgar og ætti að mega vænta tíðinda af þeim málum á næstunni þar eð frestur til að kæra til Mannrétt- indadómstólsins er sex mán- uðjr. Áður en Mannréttindanefnd- in tekur mál til efnislegrar meðferðar er byrjað á að kanna hvort það sé tækt til meðferðar og er í því sam- bandi einkum Iitið til þess hvort Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að hafa verið brotinn. Einar Jónatansson deilir við verka- fólk um smápeninga en er sjáKur ákærður fyrir tugmilljóna fjársvik. ekki til viðkomandi lífeyris- sjóðs. Sjálfur segist Einar draga réttmæti þessarar ákæru mjög í efa. „Það var í gildi samkomu- lag við Lífeyrissjóð Bolungar- víkur," segir hann, „og sömu- leiðis samkomulag við inn- heimtumann ríkissjóðs, sýslu- manninn í Bolungarvík. Allt bókhald var auk þess í full- komnu lagi. Ég ætla að halda uppi vörnum í þessu máli. Það eru sterkar varnir í málinu og sumir þeir sem hafa kynnt sér málið hafa sagt við mig að þessi ákæra sé með ólíkind- um.“ Kröfur í þrotabú Júpíters voru samtals milli þrjú og fjög- ur hundruð milljónir og Einar Jónatansson segir að ef lánar- drottnar hefðu haft nokkru lengri biðlund hefðu allir feng- ið sitt og meira en það. Skipið var selt fyrir 255 milljónir króna til Þórshafnar ör- skömmu áður en mikið góðæri hófst í uppsjávarútgerð. Nú telur Einar Jónatansson að meta megi þetta sama skip, með þeim kvóta sem var á því þegar það var selt, á hátt í milljarð króna. Einar Jónatansson er sonar- sonur Einars Guðfínnssonar, upphafsmanns ættarveldisins sem við hann var kennt á Bol- ungarvík. Einar er þannig ná- frændi Einars Guðfinnssonar alþingismanns og tók virkan þátt í stjórnun ættarveldisins síðustu árin áður en það hrundi til grunna. Nú rekur Einar Jónatansson loðnuverk- smiðjuna Gná hf. í Bolungarvík ásamt Elíasi bróður sínum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.