Helgarpósturinn - 05.06.1997, Side 8

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 hús með gervitungladiski, gistihús í fjórum bláum litum, tveir menn að setja saman bíl- vél á þjóðveginum. Nýtt hreinlæti, skítur með sögu Prag er fegursta borg í heimi. Róm, Bologna, Flórens, Feneyjar detta dauðar niður í birtingu næsta morgun. Handbók Politikens segir, og vottar fyrir vorkunn biandinni fyrirlitningu, að Tékkar hafi misst stjórn á sér þegar járn- tjaldið lyftist, efnahagur batn- aði og þeir gátu byrjað að gera upp gömlu barokkhúsin sín. anna eru turnarnir úr ljósgul- um sandsteini. Einhvern dag- inn kemur röðin að þeim og þeir verða firrtir hefðbundn- um óhreinindum sínum, jafn- vel teknir borkjarnar fyrst svo vísindin geti greint samsetn- ingu elztu laganna. Prag, eins og hver önnnur stórborg, er bæði hrein og óhrein. Tékkar eru svo aftar- lega á merinni að sorpstampar á almannafæri eru úr keramiki eða málmi, en ekki plasti, og maður sér innfædda ganga frá sínum sígarettustubbum í stömpunum. Ferðamennirnir eru ekki með neinar slíkar hömlur og nota götuna. Þá kemur götusópari stökkvandi með kúst og litla fægiskúffu og sópar upp stubbnum. Svo á hann klípitöng til að plokka upp annað sem hrynur af ferðamönnunum. Það eru sorpstampar um allt og hrein- ar göturnar virðast hvetja ferðamenn (nema Þjóðverja, að vanda) til að gera sér er- indi í stampana, en Tékkar hafa ekki undan að tæma og þeir eru yfirfullir seinni hluta dags. I þeim hlutum Prag sem ferðamannaplágan lætur ósnortna eru göturnar öðru vísi hreinar. Þar eru mun færri götusóparar á hvern íbúa, en Tékkar vita til hvers sorp- stampurinn er. Hvergi í Prag hafa þó hundarnir frétt af þessu. Hundaskítsfundir okkar spanna frá mjúkum og 36 stiga heitum að steingervingum löngu látinna hunda. Samskipti Aldrei hef ég séð jafn mikið af snjáðum fötum á jafn æðru- lausu fólki. Aldrei hef ég hitt jafn geðgott fólk í jafn miklu magni. Aldrei hef ég orðið fyr- ir jafn mikilli vinsemd af jafn litlu tilefni. Duga, drekka, drepast Á brautarpallinum í Ham- borg fylgjumst við með brum- hnöppum Þýzkalands flykkjast í helgarferð. Sex tröllvaxnir tú- tónískir skallanazistar steðja um borð með tútnar töskur. í töskunum eru hvorki tann- burstar né hreinir sokkar. Þær innihalda aðeins bjórflöskur. Á hæla þeim annar hópur ungra manna, með hár og án húðflúrs. Einn þeirra er með lítið veski sem rúmar tann- burstana og upptakarann, hin- ir aka vörupalli á hjólum með bjórkassastæðu. Sex drengir, tólf kassar af bjór. Á landamærum Tékklands fá nazistaspír- urnar tilboð frá lögreglunni: Snúa við eða láta friðlega. Þeir eru stilltir í tuttugu mínútur, braggast þá, en ná ekki upp fyrra trukki. Séu yfirburðir of- urkynstofnsins mældir í há- vaða, skítkasti og sóðaskap, þá er það rétt að Þjóðverjar bera af öðrum mönnum. Hundruð tómra bjórflaskna velta um ganga og klefa. Litlar, sætar öldur í bjórhafinu á gólf- inu og aðfall og útfall í beygj- unum. En klósettin halda áfram að vera hrein. Andstæður æpa Handan landamæranna skynjar maður hvernig landið byltir sér á hnúðóttu beði tveggja tíma: Yfirgefin verk- smiðja að hruni komin, hús í niðurnízlu, sorphaugur í garði, bílhræ á hlaði, þá nýmálað Heill þér, Derrick Enska er ekki komin til Tékk- lands. Flestir kunna meira eða minna í þýzku. Nema ég, síðast þeg- ar ég vissi. Benda og brosa gengur ágætlega, en vont að koma fyrir spurning- armerki á eftir. Þriðja daginn tala ég reip- rennandi þýzku, sem stenzt engar málfræðikröf- ur, en sjálfri finnst mér framburðurinn allþónokkuð heppnaður. Viðskipti Ég reisi við hag afskekktrar bókaverzlunar sem enginn ferðamaður sýnir áhuga. Út- stillingin er í tésskum stíl. Þar kaupi ég 60 póstkort fyrir 700 ísl. krónur og læri þrjú orð. Konurnar horfa blíðlega á út- lendinginn sem ryksugar upp jóla-, páska- og afmæliskortin þeirra. Þau eru í aldamóta- stílnum, fersk úr prentun. Ég get ekki tjáð þeim hvílíkur fengur kortin eru. Mér er sagt að laun meðal- mannsins séu innan við tíu þúsund ísl. á mánuði. Matur kostar lítið, en innlendur fatn- aður kostar örlitlu minna eða svipað og hjá okkur. Erlend merkjavara hleypur á stjarn- fræðilegum upphæðum. Það er enginn vandi að kaupa einn hlut í Prag. Erfiðleikarnir byrja, ef maður ætlar að kaupa tvennt eða þrennt. Það getur tekið afgreiðslufólk 45 mínútur að trúa því að ein- hver kaupi meira en eitt í einu. Bari, þar sem - steypuklasar drjúpa af hverju hús- horni. Fljótið Vltava rennur í gegn- um borgina, brúað milli borgarhluta með sýnishorn- um í brúar- smíði, þar á meðal Karls- brúnni með svörtum varð- turnum við sitt hvorn sporðinn. Undir úrfelli ald- Aundan mér er eldri kona að panta sæti fyrir hvíta- sunnuferð þeirra hjóna. Hún er „forfinet", eða haldin áunn- inni viðkvæmni. Konan segir lágstemmdri, þýðri röddu: „...og svo vildi ég biðja um að sætin væru í rólegum, hljóð- látum klefa.“ Það fara hundruð lesta frá Kaupmannahöfn á dag. í hverri lest eru átta til tólf vagnar. í hverjum vagni eru tíu til tólf klefar, í hverjum klefa sex til átta sæti. Konan vill, að afgreiðslustúlkan rifji snöggvast upp fas og fram- komu þeirra áttatíu þúsunda sem væntanlega leggja upp frá Kaupmannahöfn sama dag og muni í hvaða klefa fjórir þeir hljóðlátustu fengu sæti. Ég get ekki lofað neinu, segir stúlkan þegar tungan í henni fær máttinn aftur. Fargjaldafrumskógurinn Við barnið fáum farmiða í mörgum bindum: Að landa- mærunum erum við fjölskylda (við erum óskyld, en bind- umst tímabundnum böndum upp á afsláttinn). í gegnum Þýzkaland erum við örhópur á örhópsafslætti að viðbættum stjörnuafslætti fyrir að vilja fara heim aftur innan fimm daga. Á landamærum Tékk- lands klofnum við í tvo ein- staklinga sem enginn hefur neytt til flækings og fáum að borga fullt verð að viðbættu tvígreiddu aukaálagi fyrir að vilja ekki aðeins kaupa farseð- il, heldur líka taka lestina. Höfundur handbókarinnar get- ur bara fengið tilbaka í t sömu mynt: Svona verð- ur maður flateygur af að alast upp í hvítum ferning- ■H|Bk um. Hvað er ||ShH barokkhús? Hr Það er hús ■ sem er allt nema flatt og J!? kassalaga. Húsin i miðborg Prag eru með brúnum, syllum og bogum, flúri og styttum, skjöldum og skreytingum, lágmynd- um og rósamynztri. Öllu á sama húsinu. Á sumum eru djöflar og forynjur úr miðalda- list, á öðrum svo fíngerð skreyting að húsið virðist út- saumað. Gluggar eru ekki staðlaðir, heldur enn eitt tæki- færi til breytileika. Flötu flet- ina á milli íburðarins þætti mörgum duga að mála hvíta, en í gleði sinni hafa Tékkar lit- að þá bláa og bleika og sæ- græna og sítrónugula og fjólu- bláa og eplagræna. Þó oftast aðeins einn, stundum tvo skylda liti á hvert hús. Iburður er orð sem ber í sjálfu sér fremur neikvæða merkingu. Þar mun vera á ferðinni dumbungslega, sauða- lita hugmyndafræðin. Þó skyldi greina á milli smekklegs og ósmekklegs íburðar og hús- in í Rrag eru fagurskreytt, en ekki ofurliði borin. Þeim sem áhuga hafa á smekkleysi í bar- okkbyggingum skal vísað á A rússneska rauðróítibeltinu . Maturinn í Prag er vondur, sögðu útlendingarnir þar. Þetta var fólk sem hefur ekki reynt matarkvarðann frá núll upp í hundrað. Hundrað, það er uppáhaldsrétturinn manns úr beztu fáanlegu hráefnunum, núll er tíu daga svelti. Á þessum kvarða nær maturinn í Prag 85. Þriggja daga rannsókn er ekki nóg til fullyrðinga, en svo virðist sem Tékkar hafi komist yfir erlenda matseðla, en ekki uppskriftirnar að baki réttunum. Sítrónukjúklingur, réttur sem hefur verið fundinn upp allt frá Senegal til Dan- merkur, er í tésskri útgáfu kjúklingabringur í raspi og utarlega á diskbrúninni hírist í útlegð einn sítrónu- bátur sem fólk getur, að eigin vali, notað til að breyta kjúklingnum í sítrónukjúkling. Piparsteik er alltaf með pipar. Hún brestur þó stundum á steikinni, enda er sitt hvað nautavöðvi eða hásin úr sjálfdauðri belju. Á „ítölskum" veit- ingastað fékk ég hveiti- ræmur með svepp. Þær heita ræmur með svepp- um og er þetta í fyrsta sinn sem ég hitti þær með ein- um svepp, skornum í sex sneiðar. Sósan var volgur G-rjómi. Ég mátti ráða hvort ég hafði matinn með eða án salts. Að reyndum nokkrum misskildum erlendum rétt- um hallaði ég mér að bæ- heimskum sérréttum. Þá vænkaðist hagur maga míns. Kjúklingur meyrður í smjöri og ávöxtum = ljúffengur kjúk- lingur með kínakenndum trefjaríkum niðursoðnum ávöxt- um í skál við hliðina á. Svo virðist sem veitingastaðir matreiði kjötið löngu áð- ur en gestirnir koma til landsins. Það er síðan hitað upp þegar einhver vill fá af birgðunum og getur maður gengið út frá að Tékkar séu almennt vel tenntir, því upphitun þar þýðir hert í eldi. Allt, sem einhvern tíma hefur ver- ið lifandi, telst ferskt. Meðlæti kem- ur að mestu úr dós og þá veit mað- ur að Tékkar eru ekki nógu vitlausir til að flytja inn grænmeti og ávexti úr öllum heimshornum, eins og sumar þjóðir. Enginn réttur kemur á borðið án tryggrar fylgdar rauð- rófunnar. Hvaða erlendu nafni sem hann nefnist er leynisveit rauð- rófuteninga undir einhverju salat- inu á diskinum. Varist frönsku kartöflurnar. Þær eru steiktar í ol- íu sem hefur átt náin kynni við alls óskyldar fæðutegundir. Jákvæð- ara viðhorf væri, að allur matseð- illinn er innifalinn í frönsku kart- öflunum. Það er nóg af öðrum og mjög góðum kartöfluútgáfum í boði. Það er mikill matur á diskunum og aldrei vondur, bara misgóður.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.