Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.06.1997, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjórí: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Evrópa hikstar John Major, formaður breska íhaldsflokksins, tapaði þingkosningunum og stjórnarmeirihlutanum vegna inn- anflokksdeilna um afstöðuna til Evrópusambandsins. Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, missti emb- ættið í kosningum þar sem franska þjóðin lét í ljós óánægju með efnahagsaðgerðir síðustu missera sem voru undirbúningur að aðild Frakklands að Efnahags- og myntbandalaginu, EMU. í Þýskalandi varð Helmut Kohl kanslari að beygja sig fyrir andstöðu þýska seðlabank- ans við áformum kanslaras um að beita bókhaldsbrögð- um til að uppfylla skilyrðin að EMU. Efnahags- og myntbandalagið er næsta skref í fjörutíu ára þróun Evrópusambandsins. Ströng skilyrði fyrir að- ild að EMU eru sett til að sefa verðbólguótta. Verðbólga hefur aðra merkingu fyrir meginlandsþjóðir Evrópu en íslendinga sem bjuggu við langvarandi og samfellt fall krónunnar samtímis sem uppgangur var í efnahagslíf- inu. Á meginlandinu er óðaverðbólga órjúfanlega tengd falli Weimar-lýðveldisins og uppgangi öfgafullrar þjóð- ernisstefnu sem leiddi hörmungar yfir alla álfuna. Evrópusambandið er rökrétt niðurstaða af þráteflinu í valdatafli evrópskra stórvelda sem hófst á miðöldum og fékk nýjar áherslur á 19. öld með sameiningu Þýska- lands og Iauk með þráskák og skiptingu Þýskalands í austur og vestur eftir seinni heimsstyrjöld. Samvinna Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja í vestri átti sér almennan og víðtækan stuðning framan af. En rétt eins og stjórnmálamenn fóru of geyst í valdataflinu á sínum tíma fóru þeir fram úr þjóðum sínum í ákafanum að sam- eina Evrópu. Maastricht-sáttmálinn, sem kveður á um stofnun myntbandalags og tilfærslu valds til yfirþjóðlegra stofn- ana, fékk dræmar undirtektir í Frakklandi og bresk stjórnvöld höfnuðu ýmsum ákvæðum sáttmálans auk þess sem Danir felldu hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir aðvaranir héldu ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands ótrauðar áfram undirbúningi að gildistöku sameiginlegrar myntar. í þingkosningunum í Frakklandi gagnrýndu sósíalistar hraðferð stjórnvalda og sögðu baráttuna gegn atvinnuleysi hafa orðið útundan í efna- hagsaðgerðum stjórnarinnar. Maastricht-sáttmálinn set- ur ströng skilyrði fyrir verðbólgu og halla í ríkisfjármál- um en engin skilyrði eru um að atvinnuleysi megi ekki fara yfir tiltekið mark. Þegar atvinnuleysið mælist tólf til fjórtán prósent er ekki við því að búast að almenningur í Evrópu sé upprifinn af tilraunum stjórnvalda til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs. Þær efnahagsaðgerðir fela óhjákvæmilega í sér niðurskurð á velferðarkerfinu. Aukin áhrif sósíalista í Frakklandi og Bretlandi munu í sjálfu sér ekki breyta neinu um afstöðu stjórnvalda til Evrópusamrunans. Stóru jafnaðarmannaflokkarnir í Evr- ópu voru í öndverðu einarðir stuðningsmenn samein- aðrar Evrópu. En ef vel tekst til þá munu ríkisstjórnir vinstrimanna gefa nýrri þjóðfélagshugsun gaum sem tekur mið af fleiri þáttum efnahagslífsins en gallhörðum hagtölum og hætta að vera þrælar vafasamrar hagspeki er t.a.m. gerir ráð fyrir stórfelldum ábata af sameiginleg- um gjaldmiðli. Milliríkjafriður í Evrópu verður ekki keyptur með inn- anlandsófriði milli sífellt stækkandi þjóðfélagshópa sem hafa orðið útundan í samfélaginu og hinna betur meg- andi sem búa við efni til að nýta sér kostina sem fylgja falli gömlu landamæranna. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Simi: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 ú mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Stundum berast fjölmiðlum hér athyglisverðar skýrsl- ur um land og þjóð utan úr hin- um stóra heimi (eins og sagt er á hátíðlegum stundum). Ef þessar skýrslur eru mjög neikvæðar birtast þær almenn- ingi sjaldnast, nema þá fyrir slysni. Þannig var um pistil Krist- ins Ólafssonar á dögunum. Hann greindi frá því að spænsk stjórnvöld hefðu haft útlend- ingaofsóknir Háskóla íslands til meðferðar og beint athuga- semdum til íslenskra stjórn- valda varðandi þau mál. Þessi lausmælgi Kristins hefur bersýnilega verið slys. Altént hefi ég ekki orðið var við að Fréttastofa Ríkisút- varpsins hafi fylgt þessari al- varlegu ásökun eftir með fyrir- grennslun hjá íslenskum (eða spönskum) stjórnvöldum. Ekkert blaðanna hefur held- ur verið að grafa neitt frekar upp um þetta mál. Víðast hvar mundi frétt um það að útlendingaofsóknir í há- skólastofnun landsins hefðu komið til umræðu í milliríkja- samskiptum þykja fréttaefni. En nóg um það að sinni. ís- Ienskir fréttamenn þekkja sín takmörk að vanda. Og þetta uml mitt átti líka að vera um allt aðra hluti. Önnur og „jákvæðari“ skýrsla barst nýlega frá ein- hverri frjálshyggjustofnun úti í heimi (eins og sagt var hér áð- ur fyrr). Hún fjallaði um frammi- stöðu þjóðanna í einkavæð- ingu. Þar hafði Landinn heldur betur verið að standa sig, gott ef við vermdum þar ekki fimmta sæti á heimslistanum (eins og í handbolta). Við höfðum semsé hækkað okkur um fjölmörg sæti á þess- um einkavæðingarlista. í lok skýrslunnar var þess getið með stolti, að við hefðum náð alla leið á toppinn og hlot- ið eitthvert verðlaunasætanna í einkavæðingarkapphlaupinu, ef ekki væri hér svona dýrt vel- ferðarkerfi og svona mörg rík- isfyrirtæki. Ég man ekki lengur hvort Ungverjarnir lentu fyrir ofan okkur á þessu sviði líica. En við sækjum á veraldar- Þorgeir Þorgeirson skrifar toppinn eins og Everestfararn- ir, sem heldur voru ekki beint ritskoðaðir, því fréttastofurnar okkar tíunda hvert skref sem íslendingar stíga upp á við. Sem vonlegt er. En var það ekki velferðar- kerfið sem ég ætlaði að skrifa um? Jú, að vísu, en einn útúrdúr verð ég samt enn að leyfa mér: Um það bil sem handbolta- og einkavæðingarstrákarnir okkar voru að sækja upp heimslistana sína greip ég eitt- hvert gljátíkaritanna af borði rakarans míns og las þar þessi orð: „Lífið hefur svo margar hlið- ar og dauðinn er eðliiegur hluti þess ferils sem hefst þegar líf kviknar." Þetta segir stúlka, sem nýt- ur þeirra forréttinda hér í vel- ferðinni að mega daglega vera í návist dauðans. Ég sagði forréttinda. Fyrir nærri tuttugu árum komu (gott ef ekki sama árið) út tvær bækur, önnur í Dan- mörku, hin í Svíþjóð. Þessar bækur slógu öll þekkt sölumet, hvor í sínu landi. Vitaskuld er ég að tala um Vinterborn eftir Deu Trier Mprch og Babels hus eftir Jer- sild. Á sínum tíma velti ég því ögn fyrir mér hvað mundi valda því að lesendur tveggja mestu „velferðarríkja" heims- ins urðu svona bandbrjálaðir í þessar tvær bækur. Báðar gerast þær eiginlega á spítölum. Önnur á dauðadeild (Babels hus) hin á fæðingardeild (Vint- erborn). Út frá þessum staðreyndum var ég á sínum tíma að hugsa bæði eitt og annað. Velferðarríkið hafði flutt bæði fæðingu og sóttdauða út af heimilinu, inn á stofnanir. En fyrstu spítalafæddu kyn- slóðirnar, sem einnig höfðu misst af því að sjá afa og ömmu kveðja þessa veröld heima í rúmum sínum, voru svona yfirvættis sólgnar í tvær skáldsögur, sem önnur gerðist á fæðingardeild en hin á dauðadeild. Þetta var athyglisvert. Og þegar ég fór að rifja það upp hvernig fæðing og dauði voru sífelldlega nálæg í heima- húsum áður en velferðarkerfið með öllum sínum sjúkrastof- um og líkhúsum helltist yfir okkur eins og lýsólangan, sem vefur sig um allt og alla, þá vöknuðu spurningar, sem lengi vel leituðu á mig. Var það kannski ómetanlegt verðmæti að vaxa upp við að heyra angistina í fæðandi móð- ur gegnum þunnan timbur- vegg? Hafði það orðið manni vegarnesti að horfa á eðlilegan dauða gamals fólks, sem yfir- gaf veröldina hægt og fallega? Á ungum aldri, heima hjá „Og þegar ég fór að rifja það upp hvernig fæðing og dauði voru sífelldlega ná- læg í heimahúsum áður en velferðarkerfið með öllum sínum sjúkrastofum og lík- húsum helltist yfir okkur eins og lýsólangan, sem vefur sig um allt og alla, þá vöknuðu spurningar, sem lengi vel leituðu á mig. Var það kannski ómetan- legt verðmæti að vaxa upp við að heyra angistina í fæðandi móður gegnum þunnan timburvegg? Hafði það orðið manni vegar- nesti að horfa á eðlilegan dauða gamals fólks, sem yfirgaf veröldina hægt og failega?" sér, með fjölskyldu (sinni eða annarra). Hvernig getur sá sem elst upp í heimilishaldi þar sem upphaf og endir lífsins eru fjar- verandi gert sér raunverulega grein fyrir því sem þarna er á milli? Lífinu sjálfu. Um tíma fannst mér jafnvel að velferðarsamfélagið gæti aldrei orðið þroskavænlegur uppeldisstaður. Ekki fyrir heil- legar, raunhæfar manneskjur. Nú hef ég löngu vanist því, að fæðingar og heiftarleg gróska sé fjærri mínum hús- um. Og dauðinn komi ekki hér í stofuna mína nema í styrjald- artíðindum og umferðarslysa- fregnum sjónvarpsins. En frekjuleg síbernsk öskrin í fertugum óvitum, sem kölluð eru tónlist nútímans, láta mér ekki vel í eyrum. Sumu af því má þó venjast. Eiginlega var ég búinn að gleyma þessum efasemdum mínum um velferðarríkið. Var hættur að velta því fyrir mér hvernig það bæri dauða sinn í sér. Því uppeldi mitt segir mér að allir og allt beri dauðann í sér. Það segir líka stúlkan í gljá- tíkaritinu: „... og dauðinn er eðlilegur hluti þess ferils, sem hefst þegar líf kviknar." Spítalafæddir þegnar nútím- ans þurfa sérfræðinga til að segja þetta við sig. Fyrir mér rifjast þetta allt saman upp þegar ég heyri landkynningaróða fréttakonu sjónvarpsins, ljómandi af von- arbirtu, lesa þá fregn að við gætum orðið heimsmeistarar í einkavæðingu, ef við bara snerum af braut velferðarríkis- ins. Þá mundum við þurfa að flytja bæði fæðingu og dauða inn á heimilin á ný. Er ég að manna mig upp í það, vegna komandi kynslóða, að fórna velferð minni og ann- arra fyrir einkavæðinguna, sem að sínu leyti er jafn óum- deilanleg og hin forræðishyggj- an? Hvorugri grillunni kemur manneskjan raunar neitt við. 1 jmja mwmmar u n ih I Starfsmaður Iíknarsamtaka hringdi til að spyrjast fyrir um mann sem var til umfjöllunar í HP fyrir hálfu öðru ári. Maður- inn er orðinn sölumaður og starfsmaðurinn vildi vita hvers eðlis umfjöllunin hefði verið. :Lögfræðingur sendi inn afrit af grein sem Ástráður Har- aldsson hæstaréttarlögmaður skrifaði í maíhefti Lögmanna- blaðsins. Þar gagnrýnir Ástráð- ur lögmenn fyrir að grafa und- an tiltrú á dómstólunum með því að fara með dómsniður- stöður í fjölmiðla og gera lítið úr þeim. ■ Kona sem var gift lands- þekktum manni sendi ritstjórn bréf þar sem hún fór ófögrum orðum um eiginmanninn fyrr- verandi og óskaði eftir því að //P fletti ofan af viðkomandi. ■ Nokkrar fyrirspurnir hafa borist vegna dulnefnisins Gerts Fröbe. Viðkomandi er íslenskur í húð og hár og ber alíslenskt nafn en kýs að skrifa undir þessu dulnefni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.