Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.06.1997, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 tímarits Máls og menningar finnur samsvörun með Shakespeare og Hallgrími Helgasyni. Máls og menningar er Hall- grímur Helgason vanmetinn rithöfundur. Síðasta skáldsaga Hallgríms, 101 Reykjavík, fékk harkalega útreið um síðustu jól, jafnvel frá fólki sem er hon- um hlynnt samanber Kol- brúnu Bergþórsdóttur í Dags- Ijósi. „Innantómt rúnk,“ skrif- aði Illugi Jökulsson í HP. Eirík- ur segir 101 siðferðilega skáld- sögu sem birti okkur kynslóð sem heldur að „lífið sé allt saman komið í einu póstnúm- eri“. Hann finnur samsvörun milli Hlyns, aðalpersónu 101, og Hamlets Shakespeares. Rit- dómur Eiríks er skemmtilegur, en til að sannfærast um að 101 sé siðferðileg skáldsaga þarf lesandinn að fallast á þau und- irmál að Hlynur sé dæmigerð- ur fyrir heila kynslóð. Og smá- borgari úr plássi suður með sjó gerir það ekki. Eg verð að segja að fælni manna frá því að bjóða góðan daginn keyrir alveg um þverbak í þessu landi. Ég ætlast kannski ekki til að fólk faðmi og kyssi alla sem það hittir úti á götu en það er allt í lagi að ávarpa vingjarnlega þá sem maður á viðskipti við í það og það skiptið, hvort sem kynnin við viðkomandi eru persónuleg eður ei. Það er ekki oft sem ég fer á kaffihús, en í gær settist ég inn á eina slíka stofnun og vitið þið af hverju? Af því að ég var orðinn miður mín af þessu þurra sinnuleysi sem ég fékk eins og gamalt hrossatað í andlit- ið í hvert sinn sem ég freistaði þess að lífga upp á dag samferða- manna minna með því að bjóða þeim góðan daginn. Ég veit að fólk í þjónustustörfum er oftar en ekki skikkað til að bera fram þessi tvö, að því er virðist sáraóþörfu orð, sem fela í sér ósk um ánægjulegan dag, svo ég vatt mér inn á næstu kaffisölu til að fá uppreisn æru, stóð nokkra stund keikur og brosandi frammi fyrir afgreiðsludömunni og beið. - Ætlarðu að fá eitthvað? spurði hún að lokum og virtist eitthvað brugðið. - Góðan daginn! svaraði ég með áhersluþunga. - Já, góðan og blessaðan daginn, sagði hún þá og svei mér ef hún brosti ekki örlítið út í annað. Svo settist ég á næsta borð og fylgdist með stúlkunni kasta kveðju á þá sem komu inn af götunni. Einu svör- in sem hún fékk voru: „Jatla fá einn kaffi.“ „Hvað kostar þessi kaka?“ og „Jájá.“ Stundum fékk stúlkan ekki einu sinni að ljúka setningunni, hún náði bara að segja: Góðan... áður en óþolinmóður viðskiptavinur greip fram í fyrir henni í frekjutón. „Jatla fá einn kaffi.“ Og hvernig dettur fólki í hug að segja jájá þegar því er boðið upp á góðan og blessaðan dag? Það var ekki ætlunin að vera með eitthvert nöldur en ég segi bara eins og hvert annað hugsjónafífl: Þetta á ekki að vera svona! Svo að þið íslendingar skammist ykkar enn meir get ég ekki látið vera að segja frá því að sá eini sem svaraði kveðju stúlkunnar var hor- að útlendingsgrey, í rauðum vindjakka, sem leit út fyrir að hlakka mikið til að fá heita súpu í kaldan og mjóan kroppinn. En samt gaf sem leggja sig nið- ur við hégómlega tímaeyðslu eins og að bjóða fólki góð- an daginn og þakka fyrir sig? Á meðan almennilegt fólk veit að það er fljót- legra og þægilegra fyrir alla aðila að heimta bara for- málalaust það sem það vill og sýna þakklæti sitt með því einu að strunsa burt eins hratt og það getur í stað þess að eyða tíma í eitthvert flaður.“ hann sér tíma til að bjóða góðan daginn eins og siðaður mað- ur. Hann var meira að segja með hring í nefinu og húðflúr, sem ég hélt að tengdist einhvers konar niður-með- kerfið- pönkhugsunarhætti, samt var hann sá eini sem sagði „takk fyrir mig“ á leið til dyra. Kannski hef ég misskilið þetta alveg frá grunni. Eru það kannski ekki nema mannleysur og aum- ingjar, sem passa ekki inn í þjóðfélagsmaskínuna, sem leggja sig niður við hégómlega tímaeyðslu eins og að bjóða fólki góðan daginn og þakka fyrir sig? Á meðan almennilegt fólk veit að það er fijótlegra og þægilegra fyrir alla aðila að heimta bara formálalaust það sem það vill og sýna þakklæti sitt með því einu að strunsa burt eins hratt og það getur í stað þess að eyða tíma í eitthvert flaður. Svo er líka hugsan- legt að það sem gengur að þessari þjóð sé ekki ókurteisi heldur heiðarleiki. Hinar hreinu og heiðarlegu sálir sem byggja landið geta ekki hugsað sér að hræsna fyrir hálf- eða bláókunnugu fólki með því að óska því góðs dags þegar þeim stendur í raun nákvæmlega á sama um hvort viðkomandi hef- ur það gott eða skítt. Það eru nú ekki liðin nema hundrað ár frá því að villimaðurinn Tuiavii frá Samóaeyjum heimsótti hvíta manninn evrópska sem að hans sögn „bjó milli steina eins og þúsundfætla í hraungjótum“. Tuiavii var vanur að faðma og kyssa nágranna sína þegar hann hitti þá á förnum vegi og var meir en lítið gáttaður á þurrum kveðjunum sem fólkið í steinkistunum hreytti milli sín í kurteisisskyni. „Og þegar þeir hittast við inngöngugatið heilsast menn önuglega eða suða hver á annan eins og geðill skordýr. Líkast því sem þeir væru reiðir yfir að þurfa að búa í grennd hver við ann- an,“ varð honum að orði þegar hann var að lýsa lífsháttum hvíta mannsins fyrir hinum villimönnunum, vinum sínum. Nei, þá er betra að þegja bara þunnu hljóði á íslenska vísu en að sýna náunganum einhverja uppgerðarumhyggju eins og þeir gera svo mikið í útlöndum. Supergrass gefa út nýjan singul af albúminu „In it for money“ 9. júní, lagið „Sun hits the sky“. Söngvarinn Gaz Coombes segir það miklu aðgengilegra lag en önnur á plötunni. Aukalög útgáf- unnar eru „Some girls are bigger than others", ábreiða af lagi Smiths af breiðskífunni „The Queen is dead“. Einnig „Evening session" og önnur útsetning af „Sun hits the sky“. Bentley Rhythm Ace hafa reyndar gert remix af laginu. Það er ekki með í þessari útgáfu, en kallast „BRA hits the sky“. Þessi endurblanda fer einungis til plötusnúða og klúbba og verður svo væntanlega fáanleg sem bakhlið á einhverjum framtíðarsingli Supergrass. Talsmaður bandsins segir þá hafa verið undir miklum áhrifum frá Smiths á upphafsárum sínum. Þeir hittu síðan Morrissey nýlega á verðlaunahátíð Q-tímaritsins og fór vel á með þeim. Radiohead hafa tilkynnt frekari tónleikahald í nóvember eftir að miðar á septemberdagana runnu út eins og heitar lummur. Nýju dagsetningarnar eru í Cardiff 15. nóv,. Wembley-leikvangin- um 16., Manchester 17., Birmingham 19. og Aberdeen 20. Miða- verð er 15 pund. Radiohead-menn eru þessa dagana að kynna nýja lagið sitt „Paranoid Android". Þeir komu fram í sjónvarps- þættinum „Later“ ásamt Foo Fighters, KD Lang og World Party- Breiðskífan „OK Computer“ kemur út, eins og áður hefur komið hér fram, 16. júní. Geneva breytti tímasetningu Electric Ballrooms- sýningarinn- ar sem átti upphaflega að vera í mars. Nýja dagsetningin er 12. júní og verður þá í beinu framhaldi af útgáfu frumburðarplötu Geneva þann 9. júní. Nude gefur gripinn út og er nafn hans „Furt- her“. Mike Hedges hljóðritaði, mixaði og framleiddi. Smáskífurn- ar „No one Speaks", „Into the Blue“ og hið nýútkomna lag „Tranquilizer" eru með á plötunni. Þessi þrjú lög eru fyrstu þrír singlar Geneva. Níu lög eru til viðbótar á plötunni. Bis léku á nokkrum tónleikum í Bretlandi til að fylgja eftir út- gáfu frumburðarins „The new transister heroes", sem Wiiija gaf út 7. apríl. Þau eru síðan forréttur á tónleikum Red Kross í Evrópu í maí. Nýtt smáskífulag plötunnar kom út 28. apríl, „Every- body thinks that they’re going to get theirs". Gorky’s Zygotic Myncy gefa út smáskífuna „Young Girls & Happy Endings” 9. júní hjá Fontana. Lagið var hljóðritað á sama tíma og albúmið þeirra „Barfundle”. Upphaflega átti þetta að vera bónuslag með síðasta singli, „Diamond Dew“. Þegar lagið var hins vegar tilbúið þá leist þeim í Gorky’s það vel á útkomuna að ákveðið var að gefa það út sem singul. Auka- lög verða „Dark Night“ af „Barafundle” og nýtt lag, „Marching Ants“. Hljómsveitin verður for- réttur fyrir Spiritualized á tónleikum í Glasgow 13. júní, Manchester 15., og London 16. Gorky’s Zygotic Myncy verða á tónlistarhátíðunum Phoenix, T in the Park og á Reading í ágúst. Guns N’ Roses hafa fengið til liðs við sig gít- arleikara Nine inch Nails, Robin Finck, í stað Slash á næstu breiðskífu. Finck yfirgaf NIN í apríl. Það hefur einnig verið tilkynnt að Mike Ciink, sem var upptökustjóri á „Use your Illusi- on“, verði í tökkunum á nýju plötunni. Moby hafði áður verið nefndur sem takkastjóri og verður það í einum tveimur lögum. Trommu- leikari Guns N’ Roses segir að upptökur hafi staðið yfir síðastliðið hálft ár, eftir standi 15 virkilega kröftug og sterk lög. Nýja efnið er sagt mitt á milli Soundgarden-rokksins og þess sem Nine inch Nails hafa fengist við. Svo sannarlega kominn tími á nýtt efni frá Axl Rose og komp- aníi eftir milibilsplötuna „Spaghetti incident" ‘93, sem innihélt ábreiður af eldri rokkperlum úr smiðju annarra. : fiS *■:’.-1 i ' Paul Weller sendir frá sér sína fjórðu sólóskífu, „Heavy Soul“, 23. júní. Gestir á plötunni eru t.d. Steve Cradock úr Ocean Colour Scene og Jools Holland. Albúmið var fínpúss- að af Weller og Brendon Lynch, Is- land Records gefur út. Öll lög verks- ins voru tekin upp læf í Wool Hall- hljóðverinu á fyrstu tveimur mánuð- um ársins. Innihaldið er 12 lög og fyrst er að telja smáskífuna „Pea Cock Suit“ frá síðasta ári, hin lögin: „Heavy Soul“, „Up in Suze’s Room“, „Brus- hed“, „Driving Nowhere", „I Should Have Been There to Inspire you“, „He- avy Soul part 2“, „Friday Street“, „Sci- ence“, „Golden Sands“, „As you lean into the light“ og „Mermaids“. Paul Weller verður á T in the park 13. júlí og á sinni eigin hátíð, „Day at the Rac- es“, 26. júlí í Sheffield og Crystal Pal- ace 2. ágúst. Fyrir þá sem ekki kveikja á perunni þegar þeir sjá eða heyra nafnið Paul Weller ætti að vera nóg að nefna tvö nöfn; Jam og Style Council. getur verið - bókina sem rýfur heimatilbúnu fréttastífluna sem íslendingar hafa búið við áratugum sam- an á sviði lyflæknisfræði. Þessi bók segir allt um lyflæknisfræðina sem HEIMILISLÆKNIRINN og STÓRA LYFJABÓKIN segja þér EKKI. Ef þú átt þessar tvær bækur þarftu að verða þér úti um LÍFSSPURSMÁL líka til að vita um alla möguleika þína varðandi áfamhaldandi góða heilsu eða rétt viðbrögð ef hún bregst. w W LIFSSPURSMAL fæst í öllum heilsuverslunum og í Pennanum, Máli og menn- ingu, Ásfelli, Betra lífi, Bókabúðinni í Mjódd og Bóksölu stúdenta. Og hjá bókaútgáfunni Lífi eftir fæðingu, talhólf 562-7644, box 1464, 121 Reykjavík. imwBBMitffiiiwiiiiiOTiiiinu:

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.