Helgarpósturinn - 05.06.1997, Síða 15

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 15 „ En marqir femínistar halda á lofti þeim móöursýkis- lega áróðriað verði konafeir nauðgun sé þar meö buiö að eyðiíeögja sáfarlíf nennar og hún verði aidrei söm og áour. Pessu trúði ég líkaþegar ég varmjög ung og mjog saklaus. En nu gen ég mér grein fyrir þeim vamaríaust fórnaríamb er augijóslega graf- w ið undan sjáífstrausti hennar oq hún qetur ekki borið höfuðið hátt. “ Paglia er eftirlæti skopteikn- ara. Hér er henni stillt upp sem kvenkyns Marion Brando. Reðurinn á stýrinu varð til þess að myndinni var hafnað af Hearst-blaðinu San Francisco Examiner. Við viljum harða menn með hörð typpi í þágu mann- kyns, segir heimspekingurinn og þjóðfélagsrýnirinn Camille Paglia og deilir á tilhneigingu femínista til að kúska karl- menn til að vera ótrúir eigin náttúru, feimnir, viðkvæmir og þægilega hættulausir. Hún hef- ur komið eins og ferskur vindgustur í staðnaða um- ræðu um kynlíf í sinni víðtæk- ustu merkingu, eða ef til vill væri réttara að segja að hún hafi skekið Ameríku eins og fellibyiur með sínum róttæku skrifum. Ég efast ekki um að framlag hennar er gott innlegg í klisjurnar sem við tyggjum hér hvert upp eftir öðru og nefnum svo ranglega málefna- lega umfjöllun eða jafnvel framfarir. Það er að vísu ekki til siðs í Evrópu litiu að veita athygli amerískri nútímamenn- ingu, nema þá aðeins hún komi beint frá Hollywood, en Paglia á það skiiið að við lítum tvisvar í átt til hennar. Ekki fyrir að hún hafi uppi réttari skoðanir en aðrir, heldur fyrir þá djörfung að ganga með sverðið á lofti þvert gegn öll- um viðurkenndum gildum um samskipti kynjanna. Það er nauðsynlegt að hrista hraust- lega upp í hugmyndaboxinu öðru hverju og fáir eru betur tii þess fallnir en ítalskættaði spekingurinn sem um er rætt, and-femínískasti femínisti í heimi. Karlar óttast kynsvelti meira en nokkuð annað Eins og flest hörkutól hefur Paglia þá tilhneigingu að finna til með lítilmagnanum og halda yfir honum hlífiskildi. Það veikasta af öllu veiku er vitanlega karlfólkið sem opin- berar veikleika sinn með að- ferðum sem hafa fylgt því alla píslargöngu mannkyns og oft- ar en ekki verið rangtúlkaðar sem styrkur, þá á ég við kúg- unina og ofbeldið. Eg hef löng- um haldið fram þeirri kenn- ingu (án þess að fá út á hana mikinn meðbyr) að tilhneiging karla til að kúga konur og halda þeim niðri eigi rætur að rekja til Aristófanesar og Lýs- iströtu hans. Það er að segja að karlmenn óttist kynsveltið meir en nokkuð annað, — að konan rísi upp gegn þeim og hafni þeim, — að saklaus gam- anleikur reynist eftir allt skelfi- legur spádómur. Þess vegna leggja þeir allt kapp á að berja niður allt frumkvæði og sjálfs- traust í ógnvaldinum mikla, konunni. Líf karlmannsins er líf í skugga hótana Lýsiströtu: „En gleymið ekki einu: að grá fyrir járnum bíða að baki mér heil fjögur fylki kvenna í víga- hug!“ „Hvað hélstu maður? Hélztu að við bleyður einar væri að eiga? Vissirðu ekki að konur, þær kunna líka að ganga ber- serksgang?" Og hann bregst við þessum þöglu, undirliggj- andi hótunum á sama hátt og forfeður hans í gamla Grikk- landi sem lifðu hina erfiðu tíma þegar kvenskjáturnar breyttust í varga: „Ó, mér stendur ógn af öllu kvenfóiki, sjálfstrausti karlmannsins með því að reyna að gera hann að einhverju sem hann er ekki og slá á puttana á hon- um í hvert sinn sem náttúran kemur upp í honum, þ.e. að ganga of langt í skilgreiningu á kynferðislegri áreitni. Það hlýtur, öfugt við tilganginn, að leiða tii aukningar á ofbeldi því ofbeldi er afleiðing af óör- yggi. Það er augijóst að kolvit- lausar aðferðir hafa verið not- aðar til úrlausnar á vandanum og að þessar kolvitlausu að- ferðir hafa leitt okkur í blind- götu. Við þurfum að hætta að viðurkenna líkamlegt ofbeldi sem sigur karlkjmsins á kven- kyninu. Við þurfum líka að hætta þeim barnaskap að barma okkur yfir því að heim- urinn sé ekki eins og okkur finnst að hann eigi að vera en viðurkenna heldur að leikur- inn sem okkur finnst svo skemmtilegur er líka hættuleg- ur og að allir bera ábyrgð á sér sjálfir. Að frelsinu, eins dá- samlegt og frelsið annars er, fylgir óumflýjanlega ábyrgð og áhætta. Stundum á ég það líka til að gleyma mér í hlutverki hugsjónamannsins og segja: „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.“ Það geta bara ekki öll dýrin í skóginum verið vin- ir því þau eru svo mörg og svo ólík og sum hver svengri en önnur. Það hlýtur að vera sterkasti leikurinn að álpast sem minnst inn í rjóður sem maður þekkir ekki og Iáta dimmasta hluta skógarins bara eiga sig. Vændiskona: fórnar- lamb eða drottning? Athugið að það er ekki hót verið að mæla ofbeldi bót, þvert í mót, heldur viður- kenna það sem hluta af mann- skepnunni. Hins vegar er hægt að verja aðra og mun saklaus- ari hluti, sem þó hafa verið út- hrópaðir af sama ofsa, út frá hvoru tveggja, hugmynda- en áfram, hefjum sókn.“ Typpaöfund eða móður- lífsofund? Flestum hefur þótt þessi kenning mín heldur langsótt og ég hef ekki uppskorið ann- að en undarlegar augngotur og áhugalausar axlaypptingar þegar ég hef reynt að útbreiða fagnaðarerindið. Það var mér því mikil uppreisn æru þegar svo virtur hugsuður sem Ca- mille Paglia hóf að predika fagnaðarerindi skylt mínu. Því þótt hún sæki ekki innblástur sinn til Aristófanesar, líkt og ég, þá er hún að tala um það sama. Méira að segja bætir hún um betur. Ótti karlmanns- ins er nefnilega tvíþættur og mun flóknari en mér hafði virst. Því þeir óttast ekki að- eins það að vera meinaður að- gangur að lífsuppsprettunni ógurlegu, heldur og hið dular- fulla afl hennar sem tælir þá til sín af slíkum ógnarkrafti að þeir fá ekki rönd við reist, og vekur upp í þeim öfund. Já, typpaöfundarhugmynd Freuds er hlægilega léttvæg í samanburði við móðurlífsöf- und Paglia. Þá hefur bæst enn við hótanir Lýsiströtu. Bæn hennar til Erosar er auðvitað ekkert annað en dulbúin hót- un: Ó hugljúfi Eros, unaðarguð og ástargyðja frá Kýpur! Ljáið oss máttykkar, laugið vort skaut og lendar mögnuðum ilmi, svo upp muni rísa óstöðv- andi, á öllum vígstöðvum Grikk- lands, ástarlöngun, stinn eins og stál, og stefna beint í vort fang! Konur ekki fórnarlömb heldur ógnvekjandi afl Femínistar hafa nefnilega misst af því mikilvægasta, að það er konan, lífsframleiðand- inn, sem býr yfir hinum raun- veruega styrk. Allir menn, meira að segja sjálfur Kristur er mér sagt, hófu göngu sína sem lítill frumuklasi innan í konu. Allir drengir reyna að skríða undan skugga móður sinnar, lífsgyðjunnar sem þeir komast aldrei undan svo heit- ið geti. Konur hafa það. Menn vilja það. Hvað er það? Leynd- ardómur allífsins, töfraserkur Afródítu. Það sem Óðinn hefði með ánægju fórnað fyrir báð- um augum og öllum sínum tíu fingrum. Konur eru því ekki fórnarlömb, eins og siðmenn- ing okkar hefur innprentað okkur síðustu áratugi, heldur ógnvekjandi, óstöðvandi afl sem maðurinn stendur varnar- laus frammi fyrir. Valdníðsla karlmannsins, til dæmis í formi nauðgunar, er þar af leiðandi ekki hinn sterki sem gengur yfir hinn veika heldur viðurkenning hins veika á yfir- burðum hins sterka. Karl- mennskunni fórnað í örvænt- ingaralgleymi til þess eins að vinna eina litla orrustu í stríði sem er fyrirfram tapað. Nátt- úruleg viðbrögð konu sem verður undir eitt augnablil^, í þessum hættulega leik sem kynlíf er, ættu því að vera: „Ertu þá svona hræddur við mig, auminginn þinn?“ því að þrátt fyrir sársaukann og nið- urlæginguna getur hún ekki lit- ið á sem jafningja neinn þann sem hefur á svo áþreifanlegan hátt játað vanmátt sinn til að takast á við hinn frumstæða, innbyggða ótta mannsins á konunni. En margir femínistar halda á lofti þeim móðursýkis- lega áróðri að verði kona fyrir nauðgun sé þar með búið að eyðileggja sálarlíf hennar og hún verði aldrei söm og áður. Þessu trúði ég líka þegar ég var mjög ung og mjög saklaus. En nú geri ég mér grein fyrir þeim skaða sem þessi hugsun hefur valdið, því ef kona trúir því að hún sé varnariaust fórnarlamb er augljóslega graf- ið undan sjálfstrausti hennar og hún getur ekki borið höfuð- ið hátt. Kolvitlausar aðferðir notaoar við skilgrein- ingu á kynferðislegri áreitni Á sama hátt er grafið undan fræði kristinnar og femínism- anum. Þá er ég að tala um vændi, klám og nektardans, sem Paglia upphefur í nafni styrks og fegurðar. Ég tek það að mér kinnroðalaust að kynna þær athygiisverðu en róttæku hugmyndir sem hún hefur um þessi viðkvæmu mál. Gamla femínismaformúlan yfir vændi er: Vændiskona = fórnarlamb (alltaf skal reynt að festa konuna í því hlut- verki). Það hefur alveg gleymst að votta henni virð- ingu, drottningu kynlífsins sem menn þurfa að greiða fyr- ir aðgang að. Þetta eru oftar en ekki stoltar, flottar konur sem sjá fyrir sér og sínum þó að hugmyndin sem við heila- þvegni almenningur gerum okkur um þær sé frekar ein- hvers konar blanda af Ólíver Twist og hinum rotna, bitra og brenglaða kvendjöfli í sam- nefndri sögu. Við sjáum fyrir okkur fátækar einstæðar mæð- ur sem sökum erfiðrar æsku og fátæktar hafa Ieiðst út á glapstigu sem aftur dregur fram það versta í persónu þeirra. Femínistar vilja bjarga þessum ógæfusömu stúlkum úr klóm þessara skítugu karla Boðskapur Camille Paglia er bannorð í kreðsum mennta- kvenna sem þykjast handhafar femínismans. (aftur eru helv. karlarnir ábyrgir fyrir öllu sem miður fer). Með þessari afstöðu vega þær að heiðri starfsstéttar sem leggur sig í bráða hættu til að inna af hendi nauðsyn- lega félagslega þjónustu. Klám helst fordæmt af þeim sem aldrei líta það augum Hvað varðar klám er það helst fordæmt af þeim sem aldrei líta það augum. Algeng- asta viðkvæðið er að með klámi sé lítið gert úr konum. Ég sé ekki betur en að ef það er verið að gera lítið úr ein- hverjum, þá eru það alveg eins karlar og konur. Annars eru ekki margir sem neyðast til að leggja þetta fag fyrir sig eins og haldið er fram, heldur veitir klámiðnaðurinn tækifæri fallegu, sjálfstæðu fólki sem lætur ekki ríkjandi viðhorf stjórna sér. Klám er framleitt á ísíandi eins og annars staðar ' og selt annað, helst til Asíu skilst mér á því unga fólki sem hefur sagt mér af vafasömum atvinnutilboðum sem því hafa borist eftir að hafa auglýst eft- ir vinnu í smáauglýsingum dagblaðanna. Klám er list og það sama má segja um er- ótískan dans. Það er okkur í - blóð borið að hrífast af falleg- um líkama sem hreyfir sig fag- urlega og eggjandi. Þeir sem ekki geta viðurkennt það eru þeir sem raunverulega eiga við vandamál að stríða. Nátt- úran í þeim hefur verið svæfð af femínískri og kirkjulegri hugmyndafræði. Ég fagna til- urð nektarklúbbanna á íslandi þó að „standardinn“ á þeim mætti vera hærri, þ.e. dansar- arnir færari og metnaðarfyllri. Það er sár skortur á karldöns- urum og eins íslenskum kon- um sem viðurkenna fyrir sjálf- um sér að það gæti verið skemmtilegt að skreppa á Bó- hem eða Vegas til að gleðja augað og sálina. Sjálf bíð ég spennt eftir að afrísk og lat- nesk áhrif nái að liðka aðeins þessar stirðnuðu, hvítu mjaðmir okkar íslendinga svo að við þurfum ekki iengur að flytja inn dansara frá fram- sæknari þjóðum. Þetta sýnishorn af frjóum hugmyndum Camille Paglia hlýtur að leiða til róttækrar niðurstöðu: Konur eru ekki fórnarlömb heldur hæfir þátt- takendur í leik sem er jafn skemmtilegur og hann er hættulegur, en mætti vera drengilegri. Sjálf segir hún í bók sinni Vamps and Tramps að hennar skilaboð til kynj- anna í lok þessarar geggjuðu aldar séu: Til karla: „Get it up“ og til kvenna „Deal with it“. Karlar: Náið honum upp. Kon- ur: Horfist í augu við hann.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.