Helgarpósturinn - 05.06.1997, Page 16

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Page 16
Allt í lagi að taka smápásur Gunnar segir að óneitanlega geti verið ein- manalegt að sitja einn og semja tónlist. „Ein- semdin þjakar mig þó ekkert verulega, að minnsta kosti ekki ef tarnirnar eru ekki of langar. Svo fer ég nú alltaf og hitti fólk þegar ég er að spila. Og mér leiðist aldrei að spila eða semja. Enda væri ég þá varla í þessu starfi.“ Gunnar semur tónlistina í litlu stúdíói sem hann hefur komið sér upp á heimili sínu. „Auðvit- að þarf maður að beita sig svolitl- um sjálfsaga þegar maður vinn- ur svona einn heima hjá sér. En það er nú allt í lagi að taka smápásu af og til,“ segir Gunnar og augljóst að streita þjakar ekki þennan mann. Maður skyldi ætla að börn sem alast upp í slíku návígi við tón- listarsköpun væru leiftrandi áhugasöm um að feta í fót- spor föður- ins. „Ég á nú fimm börn en ekkert þeirra hefur sýnt tónlist nokkurn áhuga. Undan- farið hef ég verið að læða því að yngsta syni mínum, átta ára, að læra á eitthvert hljóð- færi. En áhugi hans virð- ist bókstaflega enginn,“ segir Gunnar og hlær við. eiga mörg áhugamál fyrir utan tónlistina. „Það sem ég get helst nefnt eru hestaferð- ir út á land. Ég held að það sé eitt- hvað það skemmtilegasta sem ég geri. Maður kemst í eitthvert sérstakt ástand þegar maður er á hestbaki. Draumurinn er að komast í hestaferð upp á hálendið. Útlendingar eru þar stanslaust á ferð á með- an við íslendingar höfum mörg hver ekki stigið fæti óbyggðirnar. En þó svo ég fari ekki í villtustu óbyggðir lands- ins í sumar þá fer ég ásamt vinum mínum í fimm daga hestaferð frá Reykholti í Borgar- firði um Þingvelli, Laugarvatn og end- um á Geysi.“ Þrátt fyrir hestaáhug- ann á Gunnar ekki neina hesta sjálfur. „Vinir minir hafa reddað hrossi undir mig og ég læt þá um alla skipu- lagningu á ferðunum. En hver veit nema ég fái mér hesta einhvern tím- ann í nánustu framtíð svo ég geti upplifað þetta frelsi sem heltekur mann á hestbaki hvenær sem ég sjálfur kýs.“ Hestlausi nesta- áhugamaðurínn Aðspurður segist Gunnar ekki Karimenn án sjálfstrausts í fyrstu hélt Gunnar því fram að hann ætti alls engin áhugamál fyrir utan tónlistina. Svo mundi hann eftir hestamennskunni og einnig kannast hann við að eldamennsku megi kannski flokka undir áhugamál hjá sér. „Lengi framan af ævi kom ég ekki nálægt eldamennsku og trúði því statt og stöðugt að ég gæti alls ekki eldað. Svo fór ég að fylgjast með konunni minni elda og síð- an að prófa mig áfram sjálfur. Ég held að margir karlmenn hafi þessa vantrú á sjálfum sér í sam- bandi við eldamennsku. Auðvitað geta allir eld- að og haft gaman af — það er bara að byrja." Gunnar segist skoða matreiðslubækur og velta fyrir sér þeim réttum sem hann fái hjá vinum og vandamönnum og síðan spinni hann sína rétti. Enda má augljóst vera að maður sem vinnur við tónlistarsköpun gæti ekki farið nákvæmlega eft- ir kokkabók; 1/2 tsk. pipar, 2 dropar kardi- momma o.s.frv. Rétturinn sem Gunnar gefur okkur uppskrift að er upphaflega frá vini hans Jónasi R. Jónssyni. Þetta er einfaldur, meinholl- ur og sérdeilis góður réttur sem allir ættu að geta ráðið við að matreiða. Ofnbakaður kjúklingur með grænmeti (fyrir fjóra) 1 kjúklingur, hlutaður niður Kjöt- og grillkrydd salt og pipar kartöflur paprika laukur gulrætur sveppir Raunar er hægt að nota hvaða grænmeti sem vill Kjúklingabitarnir eru kryddaðir með kjöt- og grillkryddi, salti og pipar og lagðir á ofngrind. Grænmetið er skorið í bita og sett í ofnskúffu sem er undir kjúklingagrind- inni. Stillið ofninn á grill og eldið í u.þ.b. hálfa klukku- stund. Snúið kjúklingnum af og til á meðan I 0, é&. íb- á grillun ” ” ^ stendur til að hann brenni ekki. Gunnari Þórðarsyni tónlistarmanni Cunnar Þórðarson hefur fengist við tónlist allt frá því hann var unglingspiltur og bjó í sjálfri Mekka poppsins hér á landi, Keflavík. Mik- ið vatn er runnið til sjávar síðan og tónlistin hans Gunnars óneitanlega breyst mikið og fág- ast einhver býsn á þessum árum. Líklega fer best á því að kalla hann fyrrverandi poppara, því tónlistin sem hann skapar nú flokkast frekar undir sígilda tónlist. Enda segist Gunnar stein- hættur að hlusta á popptónlist, raunar segist hann hlusta mest lítið á tónlist en þá sjaldan það gerist sé það klassísk tónlist sem verður fyrir valinu. „Áður voru þessir tónlistarheimar alveg aðskildir í mínum huga og ég lifði og hrærðist í heimi poppsins,“ segir Gunnar. „En þegar ég fór að skoða heim klassískrar tónlistar uppgötvaði ég hvað þar var margt skemmtilegt að finna og smám saman fikraði ég mig lengra og lengra inn í þann heim.“ En Gunnar fór þó engan veginn hina klassísku leið í tónlistarnámi, hefur raunar aldrei verið í tónlistarskóla. „Ég lærði bara að spila hjá hinum og þessum og þreifaði mig áfram,“ segir hann og lætur þetta hljóma eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að tónlistarmaður hafi aldrei lært á hljóðfæri! Skapar stemmningu En það verða fáir feitir af að starfa við tónlist hér á landi og Gunnar segir ekki mögulegt að brauðfæða fjölskylduna með því að sitja og semja alla daga. „Til að lifa af tónlistinni þarf maður að fást við hitt og þetta, en það er líka til- breyting í því. í vetur hef ég til að mynda verið að spila uppi á Hótel íslandi og svo spilar maður stundum inn á plötur.“ Um þessar mundir situr Gunnar aftur á móti flestum stundum við sjón- varpsskjáinn og horfir á fegurð og glæsileika Þórsmerkur. Síðan reynir hann að túlka Þórs- merkurfegurðina og stemmninguna í hverju myndskeiði með tónlist. Hrísey er líka að eign- ast sína stemmningartónlist þessa dagana fyrir tilstuðlan Gunnars. Hann segir mjög skemmti- legt að semja tónlist á þennan hátt, enda hefur hann í gegnum tíðina búið til stemmningu fyrir okkur í hinum ýmsu kvikmyndum, þeirra þekkt- astar eru líklega Agnes og Oðal feðranna. Gunn- ar semur tónlist sína bæði á gítar, sem hann er nú þekktastur fyrir, en segir að píanóið skipi æ stærri sess hjá sér. Nú ef ekkert er hljóðfærið þá er bara að pára nóturnar niður, því þær hljóma hvort eð er í hausnum á Gunnari. Þannig að hann ætti ekki í vandræðum með að skrifa sína tónlist þó svo hann missti heyrnina! } * e 5 O « í • ■) í <9 í .J 0 O -■) í -5 í Lax, lax, iaxog aftur ix Laxveiðitíminn er hafinn. Reyndar er á boð- stólum eldislax allan ársins hring en mörgum, sér í lagi veiðimönnum, finnst eldislaxinn hreinasta óæti borinn saman við villtan lax. Vissulega er villti laxinn miklu þéttari í sér og betri, fyrir nú utan hvað það hlýtur að gefa honum mikið gildi að hafa sjálfur slöngvað honum yfir móðuna miklu. Að vísu heyrir mað- ur stundum um sérdeilis umhverfisvæna lax- veiðimenn sem sleppa laxinum eftir að hafa veitt hann. Þetta munu þó einkum vera erlend- ir, gjarnan bandarískir auðkýfingar sem hafa efni á að leyfa sér þetta einkennilega háttalag. Hvað sem því líður þá eru eflaust einhverjir sem eiga eftir að veiða vel af laxi í sumar og fyr- ir þá fylgja nokkrar uppskriftir, því lax eins og allt annað getur orðið leiðigjarn ef maður breytir ekki til. Lax með Teriyaki-sósu Sósa 1 1/2 tsk. rifin engiferrót 3 tsk. púðursykur 3 tsk. edik 3 tsk. þurrt sérrí 5 tsk. sojasósa 2 laxasneiðar 2 gulrætur, skornar í mjóa strimla 1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar olía Hitið innihald sósunnar á pönnu eða í litlum potti til að bræða sykurinn og kælið hana svo niður. Leyfið síðan laxinum að marínerast í sósunni í 15-20 mín. Látið suðuna koma upp á vatninu og léttsjóðið gulrætur og lauk í u.þ.b. 3 mín og hellið vatninu af. Hitið olíu í pönnu og steikið laxinn í þrjár mín. á hvorri hlið (fer að vísu eftir þykkt og stærð sneiðanna eða flak- anna). Takið laxinn af og haldið honum heit- um. Steikið grænmetið í 1- 2 mín. og hellið þá því sem eftir er af sósunni saman við og hitið og hellið síðan yfir laxinn. Sinnepslax 4 sneiðar af laxi 4-5 hvítlauksrif 3 msk. smjör 5 msk. Dijon-sinnep, helst grófkorna 1 dl hvítvín sítrónubátar Steikið hvítlaukinn við miðlungshita í smjöri í u.þ.b. þrjár mín. Komið laxinum fyrir í ofn- skúffu og hellið u.þ.b. helmingnum af hvít- laukssmjörinu yfir hann. Steikið laxinn í nokkr- ar mínútur og á meðan blandið þið saman sinn- epi og víni. Takið laxinn út úr ofninum, snúið bitunum og hellið blöndunni yfir fiskinn. Steik- ið í nokkrar mínútur. Borið fram með sítrónu- sneiðum, hrísgrjónum, kartöflum eða bara með góðu salati. Lax með tómat- og sítrónusósu 2 sneiðar af laxi 1/2 -1 púrrulaukur, skorinn smátt sellerí smátt skorið smjör eða olía 2 stór hvítlauksrif 1 tsk. steinselja 6-8 tómatar, smátt skornir 1 tsk. sykur safi úr hálfri sítrónu Worchestershire-sósa, smásletta salt og pipar vatn Mýkið lauk og sellerí í olíu eða smjöri. Bætið hvítlauk, steinselju, tómötum, sykri sítrónu- safa og worchestershire-sósu út í og hellið smávatni saman við. Saltið og piprið eftir smekk. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og leyfið þessu að malla í hálftíma. Setjið þá laxinn út í og látið hann soðna í sósunni. Freyðivínslax 2 laxasneiðar 3 dl þurrt freyðivín safi úr hálfri sítrónu 1/2 iaukur, skorinn í þunnar sneiðar 1 msk. kapers estragon salt og pipar Sjóðið iaxinn í kampavíni og kryddi og berið fram með góðum hrísgrjónum og salati. Laxa- og kapers-fiskikökur Það er tilvalið að búa þennan rétt til úr af- göngum (f. 2-3) 250 g lax 250 g kartöflumús 2 tsk. steinselja 2 tsk. kapers 2 harðsoðin egg 1 tsk. sítrónusafi múskat cayennepipar salt og pipar Blandið þessu öllu saman í blandara eða hrærið vel saman (verið þá búin að saxa kap- ersið smátt). Ef fiskurinn og kartöflumúsin eru heit skuluð þið leyfa því að kólna. Búið til kök- ur úr deiginu og veltið þeim upp úr eggi og brauðraspi. Steikið þar til þær eru farnar að brúnast. Þið stækkið og minnkið uppskriftina að vild eftir því hve mikinn fisk þið eigið í af- gang. Það er hægt að búa til svona kökur úr hvaða fiski sem er, t.d. ýsuafgangi. < ( < ( ( I < ( ( I

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.