Helgarpósturinn - 05.06.1997, Síða 22

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Síða 22
RMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 22 Brian Wilson Wouldn’t lt Be Nice Bloomsbury 1996 Sjáffsævisaga Brians Wilson Brían Wilson er öllum sem fylgj- ast meö poppsögunni vel kunnur. Hann er af mörgum talinn einn besti upptökustjóri sögunnar. Brian Wilson er einnig höfuöið á bak viö hljómsveitina Beach Boys sem nó hefur starfað í um þrjátíu ár. Auk lagasmíöanna hefur Wilson veriö aöal bas.sa- og hljómborösleikari sveitarinnar frá upphafi. Nú hefur Brian skrifaö ævisögu sína þar sem hann rekur langan og viöburöaríkan feril sinn. Brian rekur æsku sína, sem var oft á tíöum erf- iö, enda faöir hans, Murry Wilson, afar stjórnsamur. Þaö var reyndar Murry sem ýtti hljómsveitinni Beach Boys úr vör en í henni voru einnig tveir bræöur Brians, þeir Carl og Dcnnis (sá síöarnefndi er látinn). Meö árunum versnaöi andlegt ástand Brians og þunglyndi og eit- urlyfjaneysla uröu sífellt stærri þættir í lífi hans, en þaö var ekki fyrr en áriö 1980 sem hann sneri þeirri óheillaþróun viö, enda lá þá fyrir aö hann yröi rekinn úr hljóm- sveitinni. Brian Wilson skilar góöu dags- verki meö þessari ævisögu og hann gerir um leiö tilraun til þess aö gera upp viö erfiöa æsku sína og sjálfan sig. Raunar minnir bókin stundum á risavaxna tímaritsgrein (tæplega 400 stöur) en þaö er líklega vegna þess hversu léttur og meðfærilegur stíll hennar er. Þá hefur bókin hvarvetna hlotiö mikla hrifningu gagnrýnenda og það er hiklaust hægt aö mæla meö henni. Bókin er 398 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.795 krónur. Oliver Sacks The Island of the Colorblind Vintage 1997 Eyja hinna litblindu - ferðasaga Oliver Sacks er taugasjúkdóma- fræöingur sem auk vísindastarfa hefur getiö sér frægð fyrir ritstörf. Meöal frægustu bóka Sacks eru trúlega An Anthropologist on Mars, The Man Who Mistook His Wife for a Hat og Awakenings, en sú síöast- nefnda hefur veriö kvikmynduö eins og flestir þekkja trúlega. Oliver Sacks er fæddur á Bretlandi, þar sem hann var alinn upp til þess aö veröa læknir, en foreldrar hans og tveir af þremur bræörum hafa lagt læknavísindin fyrir sig. í þessari nýjustu bók sinni, The Island ofthe Colorblind, rekur Sacks heimsóknír sínar til Mikró- nesíu sem er eyjaklasi í Kyrrrahaf- inu rétt fýrir austan Rlippseyjar. Meginhluti bókarinnar fjallar um heimsókn Sacks til eyjunnar Pingel- ap, sem telur aöeins nokkur hundr- uö íbúa. Ibúarnir höföu veriö um eitt þúsund rétt fýrir aldamótin 1800 þegar hvirfilbylur gekk yfir eyj- una og olli miklu manntjóni og þeir sem komust af voru aöeins um tutt- ugu. Vegna innbyröis skyldleika eyjaskeggja kom upp augnsjúkdóm- ur sem hrjáir 12% íbúanna, en hann veldur því aö menn greina enga liti í umhverfinu. Þetta var eitt rannsóknarefna Sacks í feröinni til Míkrónesíu. The Island of the Colorblind er ævintýraleg feröasaga, enda hefur Sachs næmt auga fyrir öllu þvi sem er áhugavert í umhverfinu. Hafi menn kunnaö aö meta fyrri bækur Sachs þá er nær öruggt aö þeir veröa ekki fýrir vonbrigðum meö þessa. Bókin er 298 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 975 krónur. Alvara Bókabúð Máls og menningar er opin frá 10 til 22 alla daga vikunnar Robert Wright: The Moral Animal Why We Are The Way We Are Abacus 1996 Þróunarsáffræði mannskepnunnar Robert Wright skrifaöi af hvaö mestri skynsemi um bókina The Bell Curve þar sem Charles Murray og Richard J. Herrn- stein reyndu aö færa tölfræöileg- ar sönnur á aö svertingjar væru verr gefnir en hvitir, sem aftur fara halloka gegn Asíubúum. Verkfæri Wrights er þróunarsál- fræöi sem, í stuttu og einfölduöu máli, færir þróunarkenningu Darwins, en hún tók til líffræöi- legrar þróunar, yfir á andlegt líf manneskjunnar. Wright svarar hversdagslegum spurningum eins og þeirri hvers vegna karlar hafa tilhneigingu til aö vera fjöllyndari en konur meö því aö skoöa forsendurnar. Hann bendir á aö í öndveröu tileinkuöu karlmenn sér konur á sambæri- legan hátt og dýr merkja sér svæöi eöa hreiöurstæöi. Tilgang- ur karlsins var aö eignast af- kvæmi og kvenna aö fá vernd í meögöngunni og fyrir afkvæmi sitt. Konan lætur karlinn hafa fyr- ir sér því aö hún þarf fullvissu um aö hann yfirgefi hana ekki þegar samförunum er lokiö. Samskipti kynjanna eru aö- eins einn þáttur í bók Wrights. Hann ræöir trúarþörfina, sjálfs- blekkinguna (þó ekki í samhengi viö trúna), félagslega viöurkenn- ingu og sjálfsmoröstilhneigingar. Wright er blaðamaöur og stundum þegar þeir fara á vett- vang fræöa og vísinda veröur ár- angurinn hálfkák í besta falli en gervivísindi í versta falli. Wright tekst ágætlega aö sneiöa hjá ódýrum alhæfingum og lesand- inn er hvattur til aö máta eigin vitund viö þá greiningu sem hann kemur meö. Neöanmáls- greinar og heimildaskrá gefa les- andanum einnig tækifæri til aö kanna fræöilegan grundvöll þró- unarsálfræöinnar. En til þess þarf vitanlega nokkra nennu. Bókin kostar 1.795 kr. og fæst hjá Máli og menningu. Ríkisstjórnin um upplýsingasamfélagið... Internetid efli lýdrædi, Jafnretti... Ilok maímánaðar féll dómur fyrir alríkisdómi á Manhatt- an í New York-’borg, þar sem komizt var að þeirri niður- stöðu, að dómar dómstóla væru almannaupplýsingar. Af þeirri ástæðu einni væru dóm- ar og meðfylgjandi dómsskjöl ekki háð sérstökum útgáfurétti bókaforlaga almennt eða for- leggjara, sem hefðu sérhæft sig í útgáfu á laga- og dóma- textum. Ef þessi niðurstaða er yfirfærð á ísland væri ekki hægt að veita tilteknu bókafor- lagi réttinn til að gefa út ís- lenzka lagasafnið eða dóma Hæstaréttar og annarra dóm- stóla landsins. í pistli hér í HP sl. fimmtudag fjallaði ég um svipað vandamál vegna birtingar laga á Internet- inu og færði einkum rök fyrir því, að lög landsins væru og gætu ekki verið til sölu í skjóli samninga við ráðuneyti um birtingu. Hér var verið að gagnrýna dómsmálaráðuneyt- ið fyrir að ráðskast með al- mannaeign og það gegn gjaldi. Gjaldtaka ráðuneytisins á sér eicki stoð í veruleikanum. í grundvallaratriðum á Manhatt- an-dómurinn við hérlendis. í raun ber samfélaginu skylda til að nýta nýja tækni með því að gera dóma og málsskjöl að- gengileg á netinu. Dómar eru almannaeign Bandaríski dómurinn þykir í sumum kimum Bandaríkjanna allrótækur. Málið snerist um það, að fyrirtækið Hyperlaw, sem gefur út efni á CD-ROM- diskum, má samkvæmt niður- stöðunni skanna alla dóma, sem West Reporters, stærsta útgáfufyrirtæki dóma í Banda- ríkjunum, hefur tekið saman, án þess að það teljist brot á út- gáfurétti. Dómarinn sagði, að West gæti gert kröfu til þess að eiga útgáfurétt (höfundarrétt) á niðurröðun dómanna, tilvísun- um, athugasemdum og vali á dómum til birtingar. En bóka- forlagið getur ekki átt einka- rétt á uppkveðnum dómi sem slíkum. Hérlendis er þegar búið að kveða upp úr um það, að ís- lenzk lög eru ekki til sölu, með því að starfsmönnum Alþingis hefur verið falið að koma laga- safninu í vefrænt form. Hæsti- réttur er byrjaður að huga að netinu, en að öðru leyti skilst mér að dómstólar landsins séu vart farnir að hugsa sér til hreyfings. Ekki er ástæða til að ætla, að hérlendis verði dóm- stólaslagur um útgáfurétt dóma, enda gilda sömu grund- vallaratriði um almannaeðli dóma og laga. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt sitt af mörkum til þess að gera ísland að því, sem kallað er „opið samfélag", þótt betur megi, ef duga skal. Þetta var gert með setningu upplýsinga- laganna. Næsta stórverkefni er að stuðla að því, að upplýs- ingabyltingin nái víðtækri fót- festu hér á landi — með lág- marksafskiptum stjórnvalda þó. Sú samfélagsmynd, sem við nefnum gjarnan „upplýs- ingasamfélagið", er sífellt að Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar færa sig upp á skaftið hérlend- is og er það vel. Almenninpur hafi aðgang að upplýsingakerfum ríkis í „Framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfé- lagið“ segir m.a. í kafla um meginmarkmið: „Landsmenn hafi greiðan að- gang að upplýsingasamfélag- inu. Kostir þess verði nýttir til þess að efla lýðræði og auka lífsgæði, til hagsbóta fyrir al- menning og íslenskt atvinnulíf. Upplýsingatækni verði beitt á öllum sviðum, hvort sem er við nýsköpun, helbrigðismál, vísindi, listir og menningu eða á öðrum sviðum daglegs lífs.“ Aftar segir um almenning: „Jafnrétti borgaranna verði eflt með fulltingi upplýsinga- tækninnar. Svigrúm almenn- ings til að hafa áhrif á lagasetn- ingu og þjóðfélagsskipan, inn- an þess ramma sem lýðræðis- skipanin setur, verði aukið eft- ir því sem auðið er.“ I þessu stefnumótandi plaggi starfshóps ríkisstjórnarinnar er margt athyglisvert (og ann- að, sem vekur spurning- ar), en ánægjulegast er að sjá þá áherzlu, sem lögð er á aðgang almennings að upplýsingakerfum ríkisfyr- irtækja á netinu í því augljósa augnmiði að gera borgurunum kleift að taka afstöðu til mála á grundvelli þekkingar. En eins og dæmið um að- gang að lagasafninu, sem rætt var um í síðasta pistli, sýnir, eru ávallt sömu hætturnar á ferðinni. Aðgangur að laga- safninu var og hefur um skeið verið háður gjaldi. Það mun breytast. En hvað með dóma Hæstaréttar og annarra dóm- stóla? Verður almenningur rukkaður fyrir almannaeign, sína eigin eign? Og hvað með upplýsingakerfi ráðuneytanna og ríkisfyrirtækja? Munu geð- þóttaákvarðanir ráða því hvaða efni verður aðgengilegt? Verður e.t.v. gripið til þess að setja gjald á almannaupplýs- ingar stjórnarráðsins? Ef það yrði upp á teningnum væri lagður steinn í götu „upp- lýsingasamfélagsins". Vert er að leggja áherzlu á það, að upplýsingabyltingin er ekki einungis tæknilegt fyrir- bæri. Bandaríkjamenn nota gjarnan orð eins og „upplýs- ingahraðbrautin11, sem hefur beina tæknilega tilvísun. í Evr- ópu rekst maður oftar á hug- tök á borð við „upplýsinga- samfélagið". Þetta hugtak vís- ar fremur til félagslegra þátta, stjórnsýslu og þjóðfélagslegra breytinga. Hvað sem því líður eru hvor tveggja hugtökin góð til síns brúks. l * „Aðgangur að lagasafn- inu var og hefur um skeið verið háður gjaldi. Það ntun breyt- ast. En hvað með dóma Hæstaréttar og annarra dómstóla? Verður al- menningur rukkaður fyrir almannaeign, sína eigin eign? Og hvað með upplýsingakerfi ráðuneytanna og ríkis- fyrirtækja? Munu geð- þóttaákvarðanir ráða því hvaða efni verður aðgengilegt? Verður e.t.v. gripið til þess að setja gjald á almanna- upplýsingar stjórnar- ráðsins?“ &\\J ■ 6S*.?.................i "4TZ.._____ Bók sem skipti ir máli Vigdís Grímsdóttir rithöfundur „Bókin sem skiptir mig máli núna er enn- þá í handriti. Hún fjallar um ástina, valdbeitinguna, uppvöxtinn, frelsið, fjötrana og líkamsdýrk- unina. Hún fjallar um konuna sem á sér ekki viðreisnarvon af því hún er föst í viðjum klisjunnar um sjálfa sig, í viðjum þeirrar staðreyndar að konan er ekkert nema leik- soppur örlaga sem samfélagið hefur gert henni og hún hefur sjálf samþykkt. Bókin er ekki þokkafull, fyndin, björt og bjartsýn. Hún er svört, meiðandi, ágeng og falleg. Hún er um lífið eins og konur vilja ekki lifa því en gera það samt. Hún er um konuna, endalok hennar og fall. Hún er um mig og þig. Bókin heitir Nema ástin og er eftir Frið- riku Benónýs. Hún er ekki komin út. ' Hvers vegna haldið þið að svo sé?“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.