Helgarpósturinn - 03.07.1997, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997
Af hverju grípa unglingar
svo mjög til ofbeldis í sam-
skiptum við náungann? Ný-
verið hafa komið upp
ógeðfelld ofbeldismál þar
sem stórfellt líkamstjón
hefur hlotist af. Hafa ger-
endurnir flestir verið ung-
lingar og sumir mjög ungir.
HP talaði við Einar Gylfa
Jónsson deildarstjóra
Forvarnadeildar SAÁ, sem
töluverða reynslu hefur af
málum af þessu tagi.
Af hverju ofbeldi?
„í fyrsta lagi verðum við að
átta okkur á að fjölmennasti hóp-
ur ofbeidismanna er karlar á
milli 18 og 25 ára. Hins vegar er
það ljóst að unglingar nútildags
eru oft í aðstæðum þar sem mik-
ið er um ölvun og lítil hand-
leiðsla fullorðinna til staðar.
l'etta eru aðstæður sem hugsan-
lega gætu aukið líkur á ofbeldí.
Svo má á það
benda að ekki eru all-
ir á einu máli um
hvort ofbeldi hafi í
raun aukist. Hvort
ekkí sé bara meiri til-
hneiging til þess að
tilkynna um það en
áður, en margt bendir til þess að
gróft og tilhæfulaust ofbeldi hafi
aukist verulega. Ein aðalorsök
þess er án nokkurs vafa vaxandi
amfetamínneysla ungs fólks. Am-
fetamín er jú örvandi efni sem
kemur fólki auðveldlega úr jafn-
vægi og við endurtekna neyslu
kemur fram árásarhneigð og
segja má að kveikiþráðurinn
verði stuttur í fólki. Bent hefur
verið á í sambandi við amfeta-
mínið að neysla þess auki ekki
aðeins líkurnar á ofbeldi af hálfu
neytandans, heldur smiti þessi
ofbeldisstemmning út frá sér.
Því hefur verið lialdið fram að nú
séu t.d. ákveðnir hópar ungra
drengja, sem kannski hafa aldrei
prófað amfetamín, að koma nán-
ast vígbúnir í bæinri um helgar.
Eru varir um sig og búast við
vandræðum. Þeir eru líklegir til
að bregðast við minnsta áreiti
með ofbeldi. Amfetamín hefur
sem sagt tvíþætt áhrif í þessu
samhengi.
Önnur vel þekkt skýring sem
sett hefur verið fram er að kvik-
myndir sem höfða til ungs fólks
nú til dags sýni ofbeldi í mjög
svo upphöfnu ljósi. Þar vega
hetjurnar mann og annan og
beita mjög grófu ofbeldi, en í
þágu „góðs málstaðar“. Þetta er
sýnt mjög nákvæmlega og smá-
atriðin, t.d. blóð að spýtast eða
brak brotnandi beina, vel sýnileg
og heyranleg. Nú er það ekki
endilega svo að ungir drengir
sem sjá þetta standi upp og fari
að fremja þessi sömu verk, held-
ur eru áhrifin frekar þau að þetta
slævir virðingu okkar fyrir rétti
annarra og tilfinninguna fyrir því
að við getum valdið þeim sárs-
auka ásamt því sem það gerir
menn hugsunarlausa um alvar-
legar afleiðingar ofbeldis. Löng
endurhæfing og óbætanlegt lík-
amstjón, jafnvel örkumlun, sjást
ekki í eins og hálfs klukkutíma
langri kvikmynd.
Eins má benda á glæfraskap,
t.d. æsilegan bílaeltingaleik, sem
oft má sjá í kvikmyndum. Þá er
töluvert vinsælt að láta einn eða
tvo aulalega, saklausa borgara
lenda inn í miðjum hasarnum og
sleppa naumlega. Skilaboðin
eru: „Ef þú ert góði gæinn þá fer
ekkert úrskeiðis." Raunveruleik-
inn er að sjálfsögðu allt annar.
Það er ekki bara vondi gæinn
sem fær makleg málagjöld. Það
eru þessi langvarandi áhrif
ofbeldismynda sem eru vara-
söm.“
Hvernig er hœgt að bregðast
við þessu?
„Eitt af því væri til dæmis að
vera meðvitaðri um hvað við er-
um að bjóða börnum og ungling-
um upp á í kvikmyndum og sjón-
varpi. Þar á ég ekki við að rit-
skoða hlutinn í smáatriðum.
Frekar að fræða krakka um þenn-
an óraunveruleika sem birtist
þeim þarna og muninn á honum
og daglegu lífi venjulegs fólks.
Einnig ætti að framfylgja betur
reglum um aldurstakmark
mynda. Ef mynd er bönnuð inn-
an 16 ára þá er einhver ástæða
fyrir því og hana ber að virða. Ég
veit líka að þorri unglinga er
mjög andvígur ofbeldi og ég held
að öll umræða meðal þeirra sé
mjög mikilvæg. Það eru til hópar
unglinga gegn ofbeldi, t.d. í Hinu
húsinu og mörgum félagsmið-
stöðvum hafa verið haldnar
átaksvikur gegn ofbeldi. Ég held
að unga fólkio geti sjálft breytt
þarna mörgum hlutum til batn-
aðar með umræðu sín á milli.“
Vinnuskóli Reykja-
víkur hefur í ár-
anna rás oft verið
skotspónn nöld-
Urseggja sem
kvarta yfir slæleg-
um vinnubrögðum
unglinganna. Sú
neikvæða og
ósanngjarna
ímynd er nú sem
betur fer á undan-
haldi því fólk er
farið að átta sig
betur á mikilvægi
starfs Vinnuskól-
ans að land-
græðslu og á
fleiri mikilvægum
sviðum. En Vinnu-
skólinn snýst um
meira en að tína
arfa og raka gras.
Þar er einnig
haldið uppi öflugri
fræðslu fyrir ung-
lingana, starfs-
krafta og nem-
endur skólans,
um ýmsa hluti
sem máli skipta í
samfélaginu.
„Vinnuskólinn er
alltaf að vinna að
því að koma sinni
réttu ímynd á
framfæri," út-
skýrði Einar Þór
Karlsson, en
hann sér um
„Fræðsluna“
ásamt Áslaugu
Traustadóttur.
Fræðsla á lullu kaupi
„Hjá Vinnuskólanum
vinna unglingar sem
eru 14, 15 og 16 ára.
Vinnan er mislöng eftir
árgöngum og einnig er
fyrirkomulagið, þ.e.
hvar og hvenær krakk-
arnir vinna, nokkuð
mismunandi. Þannig
vinna 14 ára krakkarnir
þriggja og hálfrar
stundar vinnudag í sex
vikur og fimmtán og
sextán ára sjö stunda
vinnudag í sex og sjö
vikur. Krökkunum er
svo skipt upp í hópa
innan hvers árgangs og
fær hver hópur fjóra
fræðsludaga sem eru
mismunandi eftir ár-
göngum. Þá er farið í
ýmsar vettvangsferðir
og forvitnast um hitt og
þetta. Krakkarnir eru á
fullum launum þessa
fjóra daga enda skyldu-
mæting. Að því leyti eru
þeir alveg eins og venju-
legir vinnudagar, bara
með öðru sniði. Þeir eru
ætlaðir til þess að
brjóta upp vinnuna hjá
krökkunum á fróðlegan
en jafnframt skemmti-
legan hátt og eru því
skipulagðir þannig að
ýmis konar leikir og
íþróttir, og fróðleikur
um viðfangsefnið hald-
ist í hendur."
Af hverju nafnið
„Frœðsla“?
„Vinnuskólinn snýst
um það að kenna krökk-
unum, það sést á nafn-
inu, en um leið eru þeir
að vinna og þess vegna
fá þeir laun. Þau skila
ákveðnum verkum, t.d.
í „elligörðunum" þar
sem þeir vinna hjá elli-
lífeyrisþegum, snyrta
garðinn þeirra á alla
lund og gera hann fínan.
Fyrir þetta borgar
gamla fólkið og finnst
þetta skipta máli en
krakkarnir gera þarna
mikið gagn. Það er mjög
jákvætt. Um leið læra
þeir öll vinnubrögðin
sem þeir mundu ella
kannski ekki gera.
Hvernig á að taka upp
þungan hlut — beinn í
baki, hvernig á að beita
garðverkfærunum rétt
o.s.frv. Sjálf fræðslan
miðar að því að nem-
endur, starfsmenn
Vinnuskólans, fái
fræðslu um alls konar
hluti sem þeir myndu
kannski ekki fá í hefð-
bundnum skóla, að
minnsta kosti ekki á
fullu kaupi!“
Getur þú nefnt
dœmi um frœðslu af
þessu tagi?
„Það eru 16 dagskrár í
gangi og erfitt áð velja
en gott dæmi er til
dæmis það sem 16 ára
krakkar gera tengt list-
um. Á Kjarvalsstöðum
stendur nú yfir yfirlits-
sýning íslenskrar mynd-
listar í 100 ár. Þar má
m.a. sjá fyrsta, íslenska
málverkið og svo verk
frá öllum tímum allt
fram á okkar daga. Því
ákváðum við í sam-
vinnu við Kjarvalsstaði
að kynna unglingana
aðeins fyrir myndlist.
Það fer þannig fram að
á safninu tekur maður
að nafni Illugi Eysteins-
son, myndlistarmaður
sem notar listamanna-
nafnið Illur, á móti
krökkunum og leiðir
þau í gegn um
sýninguna frá upphafi
til dagsins í dag og
fræðir þau um íslenska
myndlist. En ekki ein-
vörðungu, og í því felst
munurinn á því sem við
erum að gera og hefð-
bundnum skólaheim-
sóknum. Illugi kafar
nefnilega dýpra í efnið
og bendir krökkunum á
að öll eiga þau líklega
eftir að verða listneyt-
endur. Þau koma til
með að hafa list fyrir
augunum alla ævi og
því reynir Illugi að
benda þeim á hvað
felst í málverkinu
— að listin
á sér
■ ' /
/
; l
tungumál sem hægt er
að læra og þar með
hvað listamenn eru að
reyna að segja með
myndum sínum. Iliugi
lætur þau einnig túlka
myndirnar með
líkamlegri tjáningu. En
svo er það flóknara en
þetta því líkt og þjóðir
heims tala mismunandi
tungumál tala
listamenn ekki allir
sama tungumál. Þetta
er í raun markmiðið
með öllu því sem við
gerum með krökkunum.
Að reyna að gefa þeim
fleiri og margslungnari
sjónarhorn á lífið og til-
veruna. Og mér sýnist
það ganga alveg bæri-
lega.
Einnig mætti nefna
Miðbæjarrölt fjórtán
ára krakka. Þeir fræðast
um líf fólks í Reykjavík
og þá sérstaklega ung-
linga fyrir hundrað ár-
um, mismunandi að-
stæður og viðhorf til
unglinga nú borið sam-
an við þá, hvernig þeir
skemmtu sér og hvern-
ig lífi þeirra var háttað."
Hvenœr var farið af
stað með frœðslu á
vegum Vinnuskólans?
„Nú er verið að gera
heimildarmynd um
sögu Vinnuskólans og
þetta kemur örugglega
vel fram þar en ég skal
reyna að svara eftir
bestu getu. Fræðslan
var í allt öðru formi þeg-
ar fyrst var farið af stað
með hana. Það var í
upphafi þessa áratugar
og gekk batteríið undir
nafninu „Ferðir, fjör og
fræðsla“. Leiðbeinend-
ur fengu einfaldlega
tíma með sínum flokki
til þess að gera eitthvað
fræðandi og skemmti-
legt. Ég bara þekki ekki
nógu vel sögu Vinnu-
skólans til að tjá mig ná-
kvæmlega um þetta, en
þetta lætur þú náttúru-
Iega ekki koma fram
að ég hafi sagt,“ seg-
ir Einar og glottir
kankvjs.
„Það er þó alveg
ljóst að þá valt
þetta algerlega á
leiðbeinandanum
og hversu hug-
mynda- og áhuga-
samur hann var.
Leiðbeinendur eru
að sjálfsögðu eins
misjafnir og þeir eru
margir og að
lokum var
s v o
€
komið að þetta var ekki
álitið alveg nógu mark-
viss fræðsla, það var
kannski bara farið í e!t-
ingarleik með krökkun-
um í hálftíma og svo
fóru allir heim. Það er jú
voða gaman en skilur
lítið eftir.“
Og hvað var þá
gert?
„Ákveðið var að
breyta um form og
skipuleggja meira hve-
nær og hvernig Fræðsl-
an ætti að fara fram.
Einnig voru markmiðin
skilgreind betur. í
fyrstu áttu leiðbeinend-
urnir að sjá um þetta,
þeim var bara sagt hvað
þeir áttu að gera en
þegar ég og Áslaug tók-
um við þá ákváðum við
að fá fagfólk í hverri
grein til að sjá um sinn
þátt fræðslunnar. Það
bæði léttir þeirri auka-
vinnu af leiðbeinendum
að kynna sér viðfangs-
efnið og skipuleggja allt
saman, og gerði Fræðsl-
una um leið mun mark-
vissari.“
Hvað finnst krökk-
unum?
„Yfirleitt finnst þeim
þetta gaman. Þó er allt-
af eins og þeir hafi var-
ann á í fyrstu þegar þeir
heyra orðið fræðsla,
hvernig í ósköpunum
það eigi að vera
skemmtilegt. En þetta
eru unglingar og
kannski eðlilegt að þeir
bregðist svona við enda
er það oftast bara á yfir-
borðinu. Þegar upp er
staðið finnst flestum, ef
ekki öllum, mjög
skemmtilegt þó þau eigi
í sumum tilvikum erfitt
með að viðurkenna það.
Á það ber auðvitað að
líta að ferðirnar eru
misjafnar, sumar vin-
sælli en aðrar en flestar
a.m.k. þolanlegar. Við
reynum líka að hafa
fræðsluna markvissa og
fjölbreytta því ungling-
ar jafnt og annað fólk
geta ekki haldið athygl-
inni endalaust. En að
sjálfsögðu getum við
I ekki lagt þann mæli-
kvarða á þetta. Auð-
vitað reynum við að
i hafa þetta skemmti-
I legt en í sjálfu sér er
I það ekki aðalmark-
Bi miðið heldur hvað
B situr eftir og hvað
krakkarnir læra á
þessu.“
Ungt og gamalt
Flest álítum við framtíðina óskrifað blað og að erfitt sé að segja fyrir um hvað hún beri í skauti. 011 eigum við
okkur þó drauma sem við vonum að rætist einhvern veginn, hversu ósennilegir sem þeir eru. Börn virðast oft
ekki sjá muninn á þessum draumum og framtíðinni. Þeir eru framtíðin. Ef þau ætla sér eitthvað þá skal svo
vera. En hvernig fer? Verða þessir draumar að veruleika og ef ekki, hvað verður úr? HP spyr annars vegar börn
um „hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór?“ og hins vegar eldra fólk hvað það hafi óskað sér í æsku og
hvort draumar þess hafi ræst.
Sigríður Jónsdóttir, Sissa, er þriggja ára og ætlar
að verða leikskólastjóri eins og mamma hennar þegar
hún verður stór. Henni finnst svo gaman á leikskólan-
um að hún vill vera þar
alla ævi. Sissa var alveg
með á hreinu hvernig
skipulagið er á leikskólan-
um og undraðist fávísi
blaðamanns er hann
spurði hvort leikskóla-
stjórarnir hjálpuðu börn-
unum að leika sér: „Ne-
hei, fóstrurnar gera það
og leikskólastjórarnir
segja þeim
hvað þær
eiga að
gera.“
„Víst hafði maður löngun til að læra eitthvað en það
voru bara ekki efni til þess á barnmörgu, fátæku
bóndaheimili. Þetta kom svo bara af sjálfu sér þegar
maður fór að heiman en þá
reyndi maður fyrst og fremst
að vera heiðarlegur,“ sagði
Aðalbjörg Júlíusdóttir, 83 ára
á Hrafnistu. „Faðir minn var
bóndi og þau þurftu mikið að
vinna til þess að sjá sér og sín-
um farborða. Við vorum tíu
börnin og það var ekki um
það að ræða að allir fengju að
ganga menntaveginn — að-
eins ein systir
mín fékk að
fara á Kvenna-
skólann. Hin fóru að vinna."
Hvar vannst þú?
„Ég vann hjá yndislegum hjónum í Hafnarfirði sem
heimilishjálp. Þá var ég sextán ára. Kaupið var þrjátíu
krónur á mánuði. Hugsaðu þér, þrjátíu krónur! Svo
fékk ég að fara í fiskvinnu til þess að geta eignast föt
og sitt hvað annað.“
Var eitthvað sérstakt sem þig langaði, eða
dreymdi um að gera?
„Það var bara ekki nóg að láta sig langa þegar engir
peningar voru til. Foreldrar mínir gátu ekki kostað
mig til mennta þó svo við hefðum alltaf nóg að borða
og gott atlæti. Mig hefði helst langað til að fara á hús-
mæðraskóla. Mann langaði til að vera myndarleg
stúlka, geta gert sín verk, haldið heimili og hugsað um
fjölskylduna sína. En það var ekki allra að fara í skóla.
Peningarnir lágu ekki alltaf á lausu hjá þeim sem
þurftu að hafa mikið fyrir þeim.“