Helgarpósturinn - 03.07.1997, Síða 11

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Síða 11
FIMMTUDAGUR 3 JÚLÍ1997 11 Stóri j afiiaðamiannafLokk- urinn verður ekki á Islandi í lýðræðisríkjum er hlutverk stjórnmálaflokka að verja hagsmuni ákveðinna hags- munahópa og setja fram stefnumál sem kjósendur geta gert upp á milli í kosningum. Líkt og annars staðar eru ís- lenskir stjórnmálaflokkar sam- suða ólíkra hagsmuna og ólíkrar hugmyndafræði. Þann- ig er enginn þeirra boðberi einnar hugmyndafræði, heldur blandast þar saman ólíkar stefnur og veldur það stundum togstreitu innan flokkanna sem utan þeirra. Grunnurinn að vestrænni hugmyndafræði var lagður á 17. öld, á þeim tíma sem þing- ræðissinnar tókust á við fylgj; endur einveldis í Bretlandi. í vörnum sínum fyrir einveldi konungs lögðu menn eins og Edmund Burke grunninn að íhaldsstefnunni. Þó svo að álitamálin hafi breyst í tím- anna rás er kjarni íhaldsstefn- unnar enn sá að sú þjóðfélags- gerð og þau valdahlutföll sem við lýði eru hverju sinni séu af- sprengi langrar þróunar sem sannað hafa nytsemi sína. Því draga íhaldssinnar þá ályktun að breytingar séu ekki einung- is ástæðulausar, heldur hreint og beint skaðlegar þar sem þær rjúfi jafnvægið sem skap; ast hefur í þjóðfélaginu. í íhaldsstefnunni hefur löngum mátt greina föðurlega forsjár- hyggju. Þeir sem valdið hafa eru taldir hafa betri hæfileika og aðstöðu til þess að taka bindandi ákvarðanir fyrir þegnana en þegnarnir sjálfir. Hinni föðurlegu ábyrgð er hins vegar talin fylgja sú skylda að bera hag allra þegnanna fyrir brjósti. I íslenskri stjórnmálaum- ræðu hefur Sjálfstæðisflokkur- inn oft verið stimplaður mál- svari „íhaldsins“. En því fer fjarri að hann einn sé skjól íhaldsmanna Það má finna íhaldssinna í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum. Þannig er íhaldssemi t.d. einnig áberandi Þjóðmál Stefanía Óskarsdóttir skrifar innan Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins og vissu- lega bregður íhaldssemi líka fyrir í málflutningi Alþýðu- flokksins og Kvennalistans. Strax á 18. öld var íhalds- stefnunni hafnað af frjálsiynd- um hugmyndafræðingum eins og Adam Smith og John Stu- art Mill. Andstætt íhaldsstefn- unni gengur frjálslynd hug- myndafræði út á það að for- sjárhyggja gangi þvert á nátt- úrulegan rétt einstaklinga til þess að ráða lífi sínu sjálfir. Frjálslyndir hafa löngum barist fyrir afnámi alls kyns hafta og þeir hafa verið því hlynntir að draga úr afskiptum ríkisins af lífi fólks. Frjálslyndir hafa samt sem áður verið klofnir í af- stöðu sinni til markaðarins. Sumir hafa verið fylgjandi óheftum markaðsbúskap að hætti frjálshyggjunnar, en aðr- ir hafa viljað setja markaðinum nokkrar hömlur því annars sé hætt við að gengið sé á rétt og afkomu fjölda einstaklinga. Þetta seinna viðhorf kom t.d. fram í ræðu Davíðs Oddsson- ar, forsætisráðherra, sem hann flutti 17. júní sl. í íslenskum stjórnmálum hefur Kvennalistinn ætíð verið boðberi frjálslyndis. Þá hafa frjálslyndir einnig sett svip sinn á Sjálfstæðisflokkinn og þeir hafa verið virkir innan Al- þýðuflokksins. Innan Alþýðu- bandalagsins hafa frjálslyndir hins vegar ekki verið áberandi. Þess í stað hefur megin boð- skapur Alþýðubandalagsins verið jöfnuður. Jafnaðarstefn- an, sósíalismi, birtist í mörgum útgáfum. Hin marxíska útgáfa jafnaðarstefnunnar hafnar því að einstaklingurinn sé megin- eining þjóðfélagsins. Þess í stað er því haldið fram að þjóðfélagið samanstandi af tveimur meginfylkingum sem takist á; atvinnurekendum og launþegum. Á 19. öld setti Karl Marx fram þá kenningu að hreyfiafl sögunnar væri stétta- baráttan sem tæki fyrst enda þegar einkaeign hefði verið af- numin. Þó svo að Alþýðuflokk- urinn hafi aldrei verið hrein- ræktaður, marxískur flokkur né Alþýðubandalagið, sem er nokkurs konar stökkbreyttur afleggjari út úr Alþýðuflokkn- um, höfðu þessir flokkar til skamms tíma þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni. Boðskapur þeirra var að áætlanabúskapur tæki markaðsöflunum langtum fram þegar kæmi að því að gja réttlátt þjóðfélag. Norðurlöndum lutu jafnað- armenn, sem afnema vildu einkaeign, snemma í lægra haldi fyrir þeim jafnaðarmönn- um sem vildu samvinnu við at- vinnurekendur og fjármagns- eigendur. Markaðssinnaðir jafnaðarmenn komust að sam- komulagi við hina síðarnefndu, með samvinnu bænda, um fyr- irkomulag sem síðar varð hið norræna velferðarríki. Sam- kvæmt þessu fyrirkomulagi var reynt að finna jafnvægi milli þarfa markaðsaflanna og áætlunarbúskaps. Sá strengur sem tryggði þetta jafnvægi var skattlagning sem miðaði að til- færslu fjármagns frá hinum efnameiri til hinna efnaminni. Það varð hlutverk ríkisins að skipuleggja og sjá um þessa til- færslu með tilheyrandi stofn- anauppbyggingu. I upphafi níunda áratugarins rofnaði hins vegar þessi jafn- vægisstrengur í flestum ríkjum N-Evrópu. Atvinnurekendur drógu til baka samþykki sitt og til liðs við þá gengu hátt laun- aðir starfsmenn sem sáu sér lítinn hag í því að greiða stóran hluta launa sinna til ríkisrekst- rar er virtist hafa misst sjónar á helstu markmiðum sínum. í kjölfarið töpuðu t.d. jafnaðar- menn í Svíþjóð völdum eftir áratuga langa stjórn, en nokkru fyrr hafði Margrét Thatcher komist til valda í Bretlandi. Hægri bylgjan skall á og náði hámarki sínu méð falli Berlínarmúrsins og inn- reið markáðsbúskapar í A-Evr- ópu. Við slíkar aðstæður hefur það reynst jafnaðarmönnum erfitt að halda uppi vörnum fyrir ríkisrekstur og áætlana- búskap. Það sem blasir við þeim nú er að kjósendum stendur ógn af hárri skatt- heimtu og atvinnuleysi. Þetta hefur leitt til þess að evrópskir jafnaðarmenn hafa í sívaxandi Innan allra stjórnarandstöðuflokkanna eru uppi sterkar raddir um að jafnaðar- mönnum hvar í flokki sem þeir standa sé fyrír bestu að sameinast því að nú sé lag til þess að ná völdum. í þeirrí umræðu hefur samt ekki veríð rætt undir hvaða hugmyndafræðilegu formerkjum sú sameining eigi að vera. í Reykjavík stefna sjálfstæðismenn að því að endurheimta borgarstjórnarmeirihlutann í kosningum næsta vor. Helgarpósturinn innir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson eftir því hvað undirbúningi líði og hver verði næsti borgarstjóri. Kemur í okkar hlul að effha krforð R-listans? Eru sjálfstœðismenn í Reykja- vík famir að undirbúa kosn- ingaslaginn? - Undirbúningurinn er lítið farinn af stað en það er í gangi mikil umræða og starfið er haf- ið að því er varðar ýmsan hefð- bundinn undirbúning. Þetta starf fer fram bæði í hverfafé- lögunum og almennu flokksfé- lögunum. Hversu mörg eru eiginlega Sjálfstœðisfélögin íReykjavík? - Hverfafélögin eru 13 en al- mennu félögin eru Hvöt, Heim- dallur og Óðinn. Þegar fulltrúa- ráðið er talið með eru félögin í Reykjavík alls 17. Þetta skipulag stendur á gömlum merg og hef- ur gefist mjög vel. Verður prófkjör? - Um það eru skiptar skoðan- ir í flokknum en engin ákvörðun hefur verið tekin. Viltþú prófkjör? - Ég er heldur fylgjandi próf- kjöri og hef alltaf verið. Ég kom sjálfur inn í stjórnmálin gegn- um prófkjör. Þetta er þó ekki trúaratriði í mínum huga. Próf- kjör er ekki endilega undanfari hagstæðra kosningaúrslita. Við höfðum ekki prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990 en unnum engu að síður glæsilegan sigur. Hver verða, í sem allra stystu máli, helstu stefnumál ykkar fyr- ir kosningamar á nœsta ári? - Við ætlum að leggja niður holræsagjaldið. Þegar R-listinn lagði þennan skatt á, þá hækk- uðu fasteignagjöld Reykvíkinga um 26% á einni nóttu. Ef ég nefni nokkur áhersluatriði af handahófi þá leggjum við líka áherslu á að breyta aðalskipu- lagi þannig að íbúðabyggð verði í Geldinganesi að hafnar- svæðinu einu undanteknu. Við viljum breyta nokkuð um áherslur í leikskólamálum og taka aftur upp heimgreiðslur. Auk þess munum við leggja mikla áherslu á bætt innra starf í grunnskólunum og átak í mál- efnum aldraðra, m.a. byggingu hjúkrunarheimila. Við ætlum að draga úr því embættis- mannabákni sem R-listinn er búinn að koma upp í borgar- kerfinu og kostar rúmlega 50 milljónir á ári umfram það sem var þegar R-listinn tók við. Hversu margir embœttismenn missa vinnuna? - Það er ekki endilega víst að embættismenn missi vinnuna. Embættismenn hafa sín réttindi og njóta þess. En sem dæmi get ég nefnt að við ætlum að leggja niður Atvinnu- og ferðamála- stofu og við verðum ekki með sérstakan aðstoðarmann borg- arstjóra. R-listinn lofaði að gera stjórnkerfi borgarinnar opnara og skilvirkara en hefur í staðinn þanið það út. Það er orðið altal- að meðal þeirra sem þurfa að sækja til borgarinnar að kerfið sé orðið mjög svifaseint og þungt í vöfum. Mér virðast allar horfur á því að það muni koma í hlut okkar sjálfstæðismanna að efna það kosningaloforð R- listans að gera stjórnkerfi borg- arinnar opnara og skilvirkara. Hvemig hefur R-listinn staðið sig? - R-listinn hefur að minni hyggju staðið sig bæði vel og illa. R-listinn hefur gert margt gott og um það sem vel hefur verið gert hefur yfirleitt verið full sátt. Ég get nefnt breytingar á innkaupamálum borgarinnar og breytingar í stjórnkerfismál- um. Um þetta hefur verið full sátt. Aftur á móti tel ég að R- listinn hafi staðið sig mjög illa hvað viðkemur því að efna kosningaloforðin. Stærsta kosningamál R-listans var að efla atvinnu í borginni. Atvinnu- leysið er núna nákvæmlega hið sama og var í maí 1994, þrátt fyrir uppsveiflu í þjóðfélaginu og stórbætt efnahagsleg skil- yrði. Þetta eru harðar tölur sem tala sínu máli. Opnara stjórn- kerfi minntist ég á áðan. Það er orðið seinvirkara. í fjármálum hefur R-listinn líka staðið sig mjög illa. Á sama tíma og út- svarstekjur hafa hækkað langt mæli hafnað þeim boðskap Marx að markaðurinn sé upp- spretta ójöfnuðar. Þess í stað hafa þeir fært sig nær frjáls- lyndri hugmyndafræði. Eftir langa og stranga aðlögun að hinum nýju aðstæðum bauð breski Verkamannaflokkurinn fram stefnuskrá í síðustu kosn- ingum, sem er í flestum megin- atriðum samhljóma stefnu breska íhaldsflokksins í efna- hagsmálum, með þeim árangri að flokkurinn vann stórsigur og komst til valda eftir 18 ár í stjórnarandstöðu. Þessi sigur er jafnaðarmönnum víða um heim mikið gleðiefni, en gleðin er samt tregablandin því svo virðist sem klassískur sósíal- ismi eigi sér ekki viðreisnar von í náinni framtíð. íslenskir jafnaðarmenn hafa reynt að færa sér sigur jafnað- armanna í Bretlandi og í Frakk- landi í nýafstöðnum kosning- um í nyt. Innan allra stjórnar- andstöðuflokkanna eru uppi sterkar raddir um að jafnaðar- mönnum, hvar í flokki sem þeir standa, sé fyrir bestu að sameinast því að nú sé lag til þess að ná völdum. í þeirri um- ræðu hefur samt ekki verið rætt undir hvaða hugmynda- fræðilegu formerkjum sú sam- eining eigi að vera. Eins og nú er ástatt gengur hinum íhalds- sömu, frjálslyndu og sósíalísku sem finnast í öllum þessum flokkum illa að lynda saman. Það getur reynst hægara sagt en gert að fá þá alla til að fall- ast á að sameinast, hvað þá að starfa saman í einum, stórum flokki. Það má allt eins búast við því að hinar stöðugu til- raunir til að sameina jafnaðar- menn verði til þess að hópar innan flokkanna kljúfi sig frá heildinni og myndi nýja flokka þvert á þá sem til staðar eru, í stað þess að sameinast hinum fyrirhugaða stóra jafnaðar- mannaflokki. Við það myndu andstæður milli flokka skerp- ast sem e.t.v. er ekki vanþörf á. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. umfram verðlag, hefur R- listinn aukið skuldir borgarinnar og peningaleg staða hefur versnað verulega. Þó hefur R-listinn seilst eftir viðbótartekjum sem við höfðum ekki, holræsagjald- ið og viðbótararðgreiðslur af fyrirtækjum borgarinnar upp á samtals 1,2 milljarða á ári. Hver verður nœsti borgar- stjóri? - Það verður aðili sem borg- arbúar munu sætta sig mjög vel við.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.