Helgarpósturinn - 03.07.1997, Síða 9
FIMMTUDAGUR 3 JÚLÍ1997
Pólitísk púðurkerling
í Firðinum
Umdeilda fasteignin til sölu í fjölda ára. Fasteignakaup Jóa Begg átylla
til aö losna við hann úr bæjarstjórn? Kratar og allaballar vinna að nán-
ara samstarfi og sameiningu.
Arni Hjörleifsson, bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði, kveðst vera mjög
ósáttur við þá gagnrýni, sem
beinzt hefur að Jóhanni Berg-
þórssyni, bæjarfulltrúa minni-
hluta sjálfstæðismanna, vegna
kaupa á fasteigninni Strand-
götu 28. „Þetta mál er stormur
í vatnsglasi," sagði Árni í sam-
tali við Helgarpóstinn. Valgerð-
ur Guðmundsdóttir, bæjarfull-
trúi krata, lýsti yfir því í sjón-
varpi á mánudagskvöld, að
kaup Jóhanns á umræddri fast-
eign kynnu að vera lögleg, en
þau væru siðlaus. Áhrifamenn
á meðal krata í Hafnarfirði
segja, að „nú sé nóg komið“.
Árni sagðist ekki skilja hvað
Valgerður ætti við, þar sem
það væri ekki rétt eftir haft, að
Hafnarfjarðarbær hefði haft í
hyggju að kaupa eignina. „Ég
er mjög ósáttur við þennan
málatilbúnað, og ég sé ekki
betur en ummæli hennar séu
byggð á misskilningi," sagði
Árni, og bætti því við, að sam-
starfið við Jóhann hefði að
mörgu leyti verið mjög gott
„enda er Jóhann dugmikill
maður.“ „Ég kalla eftir svörum
frá Valgerði Guðmundsdótt-
ur,“ sagði Árni Hjörleifsson um
yfirlýsingu hennar þess efnis,
að vinnubrögð Jóhanns hefðu
verið óverjandi.
Hjá Hafnarfjarðarbæ fékk
Helgarpósturinn þær upplýs-
ingar, að einkakaup Jóhanns
hefðu ekki verið vel séð, því í
viðræðum við lífeyrissjóðinn,
sem átti Strandgötu 26-28 og
öflug veð í Strandgötu 30, hefði
komið til greina að leysa málið
á einu bretti með byggingar-
hagsmuni bæjarins í huga. Sú
lausn hefði fallið um sjálfa sig
með kaupum Jóhanns.
Búið er að ákveða sérstakan
neyðarfund bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokksins.
Á meðal alþýðuflokksmanna
eru menn ósáttir við aðdrag-
anda þessara kaupa og virðist
meirihluti áhrifamanna í
flokknum vera á sama máli og
Valgerður. Þessir einstaklingar
leggja áherzlu á það, að Jó-
hann hafi gengið til samninga
við lífeyrissjóðinn Framsýn um
fasteignakaup á sama tíma og
hann og Tryggvi Harðarson,
fulltrúi krata, hefðu átt í við-
ræðum við sama sjóð. Fram-
ganga hans hefði verið siðlaus.
Hann hefði a.m.k. átt að bera
málið undir samstarfsflokkinn.
„Jóhann kann ekki að greina á
milli einkahagsmuna og al-
mannahagsmuna,“ sagði
áhrifamaður í hópi Hafnar-
fjarðarkrata við HP.
Samkvæmt heimildum Helg-
arpðstsins eru þrír af fimm bæj-
arfulltrúum Álþýðuflokksins
þeirrar skoðunar, að þetta mál
gefi alls ekki tilefni til þess að
slíta samstarfi við Jóhann
Bergþórsson og Ellert Borgar
Þorvaldsson. Þeir eru, auk
Árna Hjörleifssonar, Ómar
Smári Haraldsson og Ingvar
Viktorsson, bæjarstjóri. Eftir
því sem Helgarpósturinn
kemst næst hallast Tryggvi
Harðarson, formaður bæjar-
ráðs, að því að affarasælast sé
að ljúka kjörtímabilinu án Jó-
hanns og Ellerts. M e i r i h 1 u t i
bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins
virðist þó þeirrar skoðunar, að
ekkert sé athugavert við kaup
Jóhanns Bergþórssonar á
Strandgötu 28.
„Byrjaður í braskinu
eignalaus maðurinn“
Samkvæmt fréttum hefur
virzt, að fasteignakaup Jó-
hanns hafi aðallega hleypt illu
blóði í Hafnarfjarðarkrata. Um
þetta sagði einn af forystu-
mönnum krata þar í bæ:
„Þessar fréttir eru fyrst og
fremst til marks um uppsafn-
aða þreytu í þessu samstarfi
við þessa tvo sjálfstæðismenn.
Það er því miður einkenni Jó-
hanns, að hann gengur alltaf
skrefinu lengra en hann má, og
þannig reynir hann á langlund-
argeð þeirra, sem þurfa að
starfa með honum." Þessi krati
nefndi m.a. til sögunnar meið-
yrðamál Jóhanns gegn tveimur
flokksmönnum krata í Firðin-
um, Magnúsi Hafsteinssyni og
Sverri Olafssyni, og fasteigna-
kaupin við Strandgötu. „Og nú
er hann byrjaður í braskinu
aftur, þessi eignalausi maður.“
Þeir kratar sem HP ræddi við
lögðu allir áherzlu á, að Al-
þýðuflokksmenn gengju ekki
út úr þessu samstarfi fyrr en
ljóst væri að búið væri að
tryggja starfhæfan minnihluta
með meirihlutastuðningi áður
en látið verður til skarar skríða
gegn Jóhanni Bergþórssyni og
Ellert Borgar Þorvaldssyni.
„í fréttum fjölmiðla af þessu
máli hefur ekki verið greint
rétt frá þessum fasteignakaup-
um,“ segir Karl Benediktsson
hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn.
Karl greindi Helgarpóstinum
frá því, að það hefði ekki verið
að frumkvæði Jóhanns Berg-
þórssonar, að hann var skráð-
ur kaupandi að fasteigninni.
Hugmyndin að kaupum 4-5
leigjenda í húsinu væri komin
frá Jóhanni Jóhannssyni,
kaupmanni í Hafnarbræðrum,
sem er með verzlunarrekstur á
annarri hæð hússins. í húsinu
er Jóhann Bergþórsson leigj-
sœtir sofar
andi með starfsstöð fyrir verk-
fræðiskrifstofu, sem hann rek-
ur í eigin nafni.
„Þetta mál er orðið að
hringavitleysu,“ segír Karl
Benediktsson
„Það var Jóhann Jóhanns-
son, sem var aðalhvatamaður-
inn að því, að leigjendurnir í
húsinu keyptu það. í samráði
við Jóhann í Hafnarbræðrum
var boðað til fundar lífeyris-
sjóðsins og leigj-
endanna í húsinu
og í framhaldi af
því fóru leigjend-
urnir sjálfir fram á
það við Jóhann
Bergþórsson, að
hann sæi um
samningsgerðina
fyrir þeirra hönd,“
sagði Karl Bene-
diktsson í samtali
við HP.
Hann staðfesti
samtali við Helg-
arpóstinn, að
Tryggvi Harðarson
vill Ijúka
samstarfinu við
Jóhann og Ellert.
Omar Smari Armannsson er talinn
dyggur stuðningsmaður Ingvars.
Afstaða Ingvars Viktorssonar til
meirihlutans mótast af þeirri
staðreynd að sonur hans og dóttir
Eilert Borgars bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins eru
sambýlisfólk.
hann hefði sjálfur farið þess á
leit við leigjendurna, að ein-
hver einn þeirra tæki að sér
samningsgerðina vegna kaupa
af sjóðnum og þeir gerðu síðan
Jóhann Bergþórsson saklaus -
aldrei þessu vant.
upp sín mál í eigin hópi.
„Ég var að gæta hagsmuna
lífeyrissjóðsins og mat mitt var
og er, að bezt væri að skipta
við einn fremur en marga,“
sagði Karl og kvaðst sjálfur
hafa kosið að Jóhann sæi um
kaupin fyrir hönd hópsins.
Fasteignin fór á 34,5 milljónir
króna og sagði Karl, að hann
væri sáttur við það verð. Fast-
eignasalar hefðu sett 40 millj-
ónir á húsið, en sannast sagna
væri húsið ekki mjög vel farið
og þarfnaðist viðgerða.
Skráður. kaupandi er Verk-
fræðiskrifstofa Jóhanns Berg-
þórssonar, en skráðir eigend-
ur hennar eru eiginkona Jó-
hanns, börn hans og móðir.
Um skilmálana sagði Karl, að
Framsýn hefði lánað kaupend-
um 19 milljónir króna, sem
væri í samræmi við hefð-
bundna hlutfallstölu af kaup-
verði í svona tilviki, en aðal-
greiðslan hefði verið húseign
við Stekkjarhvamm, sem er
þegar búið að selja.
Karl Benediktsson sagði, að
ekki hefði verið farið leynt með
að sjóðurinn vildi selja og því
fari fjarri, að Jóhann hafi verið
að notfæra sér aðstöðu sína
vegna málsins, eins og fram
hefði komið í fréttum. „Við vor-
um búnir að hafa þessa eign í
sölu í fimm ár og því áttu kaup-
in ekki að koma nokkrum
manni á óvart," sagði Karl, og
bætti við: „Þetta er orðið að
hringavitleysu."
Hann kvaðst hafa greint
fréttamanni Stöðvar 2 frá stað-
reyndum málsins og bent við-
komandi á að leita staðfesting-
ar hjá Jóhanni Jóhannssyni í
Hafnarbræðrum. „Það er bein-
línis rangt að bera það á Jó-
hann Bergþórsson, að hann
hafi beitt bellibrögðum í þessu
máli,“ sagði Karl Benedikts-
son.
„Þetta var dropinn sem
rýllti mælinn“
Þá segja kratar, að fram-
koma Jóhanns í málinu sé ekki
boðleg, þar sem erfitt sé annað
en að halda því fram að hann
hafi setið beggja vegna borðs.
Því hefði það verið lágmarks-
krafa á Jóhann, að hann bæri
fyrirhuguð kaup sín á fasteign-
inni undir samstarfsflokkinn.
„Framkoma bæjarfulltrúans
Jóhanns er einfaldlega drop-
inn, sem fyllti mælinn,“ sagði
toppkrati í Hafnarfirði.
Alþýðuflokksmenn, sem vilja
slíta samstarfinu við Jóhann,
benda á að ýmis atvik hafi átt
sér stað í samstarfinu við Jó-
hann Bergþórsson, sem rétt-
læti fyllilega samstarfsslitin.
Hann sé erfiður í taumi og hafi
of oft efnt til ófriða-
fagnaðar gagnvart áberandi
krötum í Hafnarfirði og gert
mönnum lífið leitt. Þá sitji það
enn í mörgum kratanum, að
fjármálaæfingar Jóhanns
vegna Hagvirkis og málaferli
hafi sett blett á bæjarstjórnina.
Samkvæmt eftirgrennslan
Helgarpóstsins virðist vera vilji
til þess meðal forystu krata í
Hafnarfirði, að undanskildum
þremur bæjarfulltrúum, að
slíta samstarfinu við Jóhann
Bergþórsson og Ellert Borgar
Þorvaldsson. Fyrir því er póli-
tískur vilji á meðal krata þrátt
fyrir afstöðu bæjarfulltrúanna
þriggja. Varðandi afstöðu Ing-
vars Viktorssonar, bæjar-
stjóra, er sérstaklega til þess
tekið, að hann og Ellert Borgar
séu nú bundnir böndum, þar
sem sonur Ingvars og dóttir
Ellerts búi saman.
Ekki verður annað séð en að
nota eigi umrædd fasteigna-
kaup sem átyllu til að hefja
hljóðlátt samstarf við Alþýðu-
bandalagsmenn. Forystumenn
allaballa og krata í Hafnarfirði
hafa um langt skeið rætt sam-
einingarmál flokkanna og telja
sumir samstarfsslit krata og
minnihluta sjálfstæðismanna
vera fyrsta skrefið í átt að sam-
starfi vinstri flokkanna og
hugsanlegu sameiginlegu
framboði í sveitarstjórnar-
kosningum á næsta ári. Sér-
fræðingar í bæjarmálum í
Hafnarfirði telur yfirgnæfandi
líkur á einhvers konar sam-
kruíli þessara tveggja flokka í
næstu sveitarstjórnarkosning-
um.
„Þetta upphlaup á ekki að
þurfa að koma neinum á
óvart,“ sagði annar stórkrati í
Hafnarfirði. „Jóhanni virðist
fyrirmunað annað en að fara
sýknt og heilagt yfir strikið,
þótt hann hafi setið talsvert
lengi á strák sínum í þessari
lotu.“
Allmargir viðmælenda Helg-
arpóstsins lýstu þeirri skoðun
sinni, að nýjustu tíðindi hafi
átt sér langan aðdraganda.
Fyrst hefði Jóhann Bergþórs-
son gengið fram af félögum sín-
um í Sjálfstæðisflokknum, þá
hefðu Álþýðubandalagsmenn
fengið sig fullsadda af honum
og nú, átta mánuðum fyrir
sveitarstjórnarkosningar, væri
mælirinn orðinn fullur hjá
krötum.
Fiiilii hann í áskrift
552 '»:l II