Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 10
RMMTUDAGUR 3 JÚU1397
10
HELGARPÓSTURINN
Útgefandi: Lesmál ehf.
Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson
Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson
Prentvinnsia: Prentsmiðjan Oddi hf.
Miðjan færist til
vinstri
Þjóðhátíðarræða Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, er
órækur vitnisburður um að miðjan í stjórnmálum er að færast til
vinstri. Davíð komst til valda í Sjálfstæðisflokknum á skeiði ný-
frjáishyggjunnar og fyrsta ríkisstjórn hans var mjög lituð óheftri
markaðshugsun. Ekki síst var það fyrir tilstilli hins litla, ístöðu-
lausa og spillta Alþýðuflokks að hugmyndir um stóraukna einka-
væðingu í heilbrigðismálum og stórfellda sölu ríkiseigna komust
á dagskrá. Stjórnarandstaðan og hófsöm öfl innan Sjálfstæðis-
flokksins komu í veg fyrir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks ynni óbætanlegan skaða á velferðarkerfinu.
í ávarpi sínu 17. júní varaði forsætisráðherra við þeirri hugsun
að markaðsöflin ein leysi allan vanda. „Markaðsöflin eru að hluta
eins og vatnsmikið og straumþungt fljót. Fljótið verður að beisla,
svo að nýta megi orku þess. En hinn frjálsi markaður á ekki
hömlulaust að fá að fljóta yfir hvað sem fyrir verður eða vera eins
konar allsherjarlausn. Fólkið í landinu metur að verðleikum það
afl, sem í markaðnum býr, til að knýja fram aukna ávöxtun lands-
ins gæða og mannlegs hugvits. En það gerir jafnframt kröfu til
kjörinna stjórnvalda sinna um að gæta þess, að þeim sem höllum
fæti standa, sé ekki fórnað á altari þessara kennisetninga frekar
en annarra, eins og gert var forðum tíð.“
Borgaraleg mannúðarhyggja á sér sterka hefð í Sjálfstæðis-
flokknum. Lengst framan af lýðveldistímabilinu sótti Sjálfstæðis-
flokkurinn í hugmyndabanka stóru jafnaðarmannaflokkanna á
Norðurlöndum enda gegndi Sjálfstæðisflokkurinn sambærilegu
hlutverki á íslandi og flokkarnir sem byggðu upp velferðarríkið
hjá frændþjóðum okkar.
Til að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur trúverðugur boðberi sí-
gildrar, borgaralegrar stjórnmálahugsunar í þessari ríkisstjórn
verður að hemja sérgæsku Framsóknarflokksins. Forysta Fram-
sóknarflokksins var í vetur tilbúin að fórna lífeyrissjóðakerfinu til
að þóknast leifunum af SÍS-veldinu og sérhagsmunum flokksgæð-
inga. Framsóknarflokkurinn er hugsjónalaus flokkur og gerir flest
að söluvöru. Lífeyrissjóðakerfi verkalýðshreyfingar og atvinnu-
rekenda er ein öflugasta stoðin undir velferðarþjóðfélaginu og
hana má ekki veikja. Aftur voru það hófstiiltari öfl Sjálfstæðis-
flokksins sem komu í veg fyrir pólitískt stórslys þegar stríðið um
lífeyrissjóðina stóð sem hæst á liðnum vetri. í þjóðhátíðarávarpi
sínu tók Davíð Oddsson undir sjónarmið skynsamlegrar íhalds-
stefnu og er það vel.
Jón, ríkissaksókn-
ariogHP
Jón Ólafsson, stjórnarformaður Stöðvar 2, óskaði eftir því að
ríkissaksóknari rannsakaði sakargiftir „sem Helgarpósturinn hef-
ur borið á mig,“ eins og segir í yfirlýsingu stjórnarformannsins.
Helgarpósturinn hefur ekki borið neinar sakir á Jón heldur sagt
frá lögreglurannsókn á fíkniefnamáii þar sem nafn hans kom við
sögu og greint frá gögnum þar sem m.a. kemur fram að fíkniefna-
sölum er stefnt til fyrirtækis Jóns til að gera upp fíkniefnaskuldir.
Eins og aðrir með mannaforráð í þessu þjóðfélagi verður Jón að
una því að um hans hagi sé fjallað í fjölmiðlum. Viðbrögð Jóns við
umfjöllun blaðsins er annað tveggja vísbending um að hann hafi
ekki nægilegan þróska til að standa undir þeim kröfum sem gerð-
ar eru til manns í hans stöðu eða að hann hafi óhreint mél í poka-
horninu. Ósk um rannsókn ríkissaksóknara jafngildir beiðni um
hvítþvott opinberrar stofnunar og ber frumstæðum skilningi á
réttarþjóðfélaginu vitni. Maður sem er útvalinn stofnfélagi í sam-
tökum sem kenna sig við Harvard-háskóla ætti að vita betur.
Helgarpósturinn
Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332,
dreifing: 552-4999.
Netfang: hp@this.is
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með
greiðslukorti, en annars kr. 900.
ú eru örðugir tímar hjá
Páli Vilhjálmssyni, rit-
stjóra þessa blaðs.
Enda hefur maðurinn varla
gerst ritstjóri sér til einberra
þæginda.
Það er að vísu ekki nema
góðs viti að hann skuli liggja
undir málsóknum og „rann-
sóknarbeiðni" hörundsárra
einstaklinga.
Meiðyrðaákvæði íslenskra
laga búa við þá ámátlegu bækl-
un að þar er hvergi tekið fram
að sannleikurinn hafi meiri rétt
en lygin þegar til þess kemur
að refsa fyrir meiðandi um-
mæli. Lagareglan um exceptio
veritatis er hvergi til í íslensk-
um lögum.
Meðan sú illræmda 108.
grein hegningariaganna enn
gilti mátti þó bakálykta frá
lokaorðum hennar: „Aðdrótt-
un, þó sönnuð sé, varðar sekt-
um“ (eins og dr. Gunnar heit-
inn Thoroddsen gerir í bók
sinni „Fjölmæli") og segja sem
svo, að ekki væri verið að úti-
loka þessa reglu (um verndun
sannleikans) nema hún gilti að
öðru leyti í löggjöfinni aliri. Dr.
Gunnar taldi þannig 108. grein-
ina, þrátt fyrir allt, tryggja ein-
hver réttindi sannleikans í
meiðyrðamálum annarra en
opinberra starfsmanna.
Þegar löggjafarþingið tók
sig til og felldi 108. greinina
burt úr lögunum (eins og
nauðsyn bar til eftir dóm
Mannréttindadómstólsins 26.
júní 1992) hefði þurft að setja í
stað hennar ákvæði um það,
að sannleikurinn skyldi aldrei
vera refsiverður að íslenskum
lögum.
Eins og fram er tekið í meið-
yrðalöggjöf allflestra þjóða.
Þetta benti ég Svavari Gests-
syni, alþingismanni, á í bréfi,
sem sent var afrit af til allra
PfeiM Þorgeir
llj™! Þorgeirson
þingmanna á sínum tíma, en
þingheimur kaus að láta lygina
vera jafn réttháa sannleikan-
um enn um sinn.
Það er þó ein jafnræðisregla
sem Alþingi íslendinga heldur í
heiðri.
Almenningur veit þetta með
sínum hætti, þó fræðikenning-
in sé kannski ekki á allra vit-
orði. Þess vegna er litla upp-
reisn æru að hafa af meiðyrða-
málum hér, þó auðvelt sé að fá
sér kattarþvott hjá dómstólum
landsins.
Málshefjandinn situr uppi
með sinn augljósa kattarþvott.
Dómstóllinn missir enn tiltrú
almennings. Blaðamaðurinn
(ritstjórinn) þarf að borga, en
kaupir sér með sektinni virð-
ingu almennings, einkanlega ef
ummælin eru dæmd „dauð og
ómerk“. Hann verður þá „einn
þeirra fáu sem þorir að segja
sannleikann", hvort sem hann
hefur verið að ljúga eða ekki.
Ef betur stæði á mundi ég
því óska Páli Vilhjálmssyni til
hamingju með rannsóknina og
málaferlin.
En fjendur Páls ritstjóra
þekkja til fleiri apparata en
dómskerfis miðalda.
Þeir hafa rannsóknarblaða-
menn á sínum snærum.
Og nú hefur Páll játað það
sem þetta vel launaða lið hefur
á hann borið.
Alþýðubandalagið á 40% af
fyrirtækinu sem gefur HP út.
Ekki neita ég því að mér brá
við þessi tíðindi.
Á sínum tíma hóf ég regluleg
skrif í HP á þeirri forsendu að
það væri í eigu starfsfólksins.
Það fannst mér gott fyrirkomu-
lag. En ég veit ekki hvort ég
hefði slegið til með þessi rit-
störf hefði ég vitað, sem satt
var, að pólitískur flokkur væri
með krumluna í fjármálum
blaðsins.
Það ætti út af fyrir sig ekki
að vera neinn háski þó heiðar-
legur, pólitískur flokkur ætti
hlutabréf í blaðaútgáfu. En
hvar er heiðarlegan, pólitískan
flokk að hafa?
Undanfarinn áratug a.m.k.
hefur íslenska pressan verið á
hröðum hlaupum frá pólitísku
flokkunum, sem áður fyrr áttu
dagblöðin hér og stjórnuðu
þeim.
Þessi einokun pólitíkusanna
(ásamt forneskjulegri meið-
yrðalöggjöO átti sinn þátt í að
eyðileggja blaðamannastétt-
ina.
Þegar pressan loks uppgötv-
aði frelsishugtakið var það um
seinan.
Það hefur verið ámátlegt að
sjá kvapholda risa Morgun-
blaðsins lafmóðan á hlaupum
undan Sjálfstæðisflokknum.
Hann þraut fljótlega örendið.
Og nú liggur hann dasaður við
túngarðinn og þrífst á eftir-
mælagreinum og fasteignaaug-
lýsingum.
Orðinn að víðáttumikilli
Nekrópólís borgaralegs „hlut-
Ieysis“.
Dagur og Tíminn runnir sam-
an í Síamstvíbura sem forðaði
sér á handahlaupum burt af
Framsóknarheimilinu og í fang
einhverra fjármagnseigenda.
Situr nú í kjöltu DV og skelfur
af skoðanahræðslu. Því DV er
líka voveiflegt skoðanaeftirlit.
Alþýðublaðið og Vikublaðið
hírast enn í heimahúsum sinna
örvasa foreldra við dapurlegan
kost blaðastyrkja og skyldu-
áskrifta.
En frjáls pressa?
Hún er ekki bara utan seil-
ingar heldur utan hugsunar ís-
lenskra blaðamanna.
En víkjum nú aftur að hlut
frú Margrétar Frímannsdóttur
ÍHP.
Margir eru að gera því
skóna að sú góða frú ritstýri
blaðinu, og varla get ég dregið
það í efa að hún og aðrir alla-
ballar hafi fullan hug á því.
Ég vil þó taka það fram að
hvorki hún né aðrir eigendur
blaðsins hafa reynt að hafa
áhrif á mín skrif. Páll ritstjóri
raunar ekki heldur. Satt að
segja hefur mér sjaldnast tek-
ist að draga orð upp úr honum
um greinarnar.
Hann bara birtir þær.
Hinu er þó ekki að neita að
mér hefur þótt Páll gefa sjálf-
um sér takmörkuð veiðileyfi
þegar hann hefur verið að
fylgja eftir hugmyndum úr
greinum mínum. Dæmi:
Þegar ég bendi á það að
Hæstiréttur Islands (allir strák-
arnir og stelpan líka) geri sig
vanhæfan með því að blanda
sér ekki í framboðsmálefni og
fjáröflun Péturs Kr. Hafstein
þá fylgir HP því eftir með því
að leggja P. Kr. H. í einelti um
langan tíma, en vill ekki gera
neitt úr ábyrgð hinna.
Þetta er flótti frá því að taka
upp umræðu um grundvallar-
hugtök sem gamla flokkakerfið
sveikst um að sinna. Aftur-
hvarf til gömlu aðferðanna.
Og oftar hefur útfærsla HP
ilmað af gamla flokksveldisein-
eltinu.
Þetta gæti stafað af flokks-
uppeldi Páls. Eða fjárhagsleg-
um tengslum hans við flokks-
kerfið. Eða af blaðamannsupp-
eldinu á Þjóðviljanum.
Þar sátu dugnaðarblaða-
menn áratugum saman í nafni
flokkslínunnar. Þeir voru uppi
eins og nöðrur (fyrir hönd
verkalýðsins) ef einhver kapít-
alistinn hafði ekki greitt verka-
manni vikulaunin réttstundis á
föstudegi. En sjálfir fengu þeir
aldrei borgað fyrr en eftir
marga mánuði, á þeir þá fengu
borgað. Þessi tvískinnungur
var dæmigert uppeldisatriði
„róttækra blaðamanna“. Og
átti sinn þátt í að gera þá að
ruslahrúgum, því sá sem ekki
byrjar á því að standa á eigin
rétti hefur vafasamt umboð til
að verja rétt annarra manna.
Það eru þessi takmörkuðu
veiðileyfi sem ég nefndi (og
hlífð blaðsins við „góða flokks-
menn“ í öðrum tilvikum),
ásamt virðingarleysinu við gef-
in loforð í launamálunum, sem
hefðu strax átt að minna mig á
Þjóðviljann gamla og Eið Berg-
mann sem alltaf stundi eins og
doðaveik belja þegar lausa-
penni kom að rukka hann.
Þannig að sjálfstætt fólk missti
smám saman alla löngun til að
skrifa í blaðið.
Nú þyrfti Páll að losa sig
fyrst við hlut allaballa í útgáf-
unni og síðan við hlut þeirra í
uppeldi sínu. Þá gæti hann far-
ið að stýra fyrsta frjálsa miðl-
inum á ísiandi.
Þá mundi blað hans reyna
að fylla upp í það skoðanatóm
sem flokkarnir sálugu skildu
eftir sig. En fyrr ekki.
Frá lesendum
■ Listamaður sem kallar sig Tedda
hringdi til að láta í ljós óánægju með um-
fjöllun blaðsins um Jón Ólafsson sem
hann sagði „maníska". Hann kvaðst að
vísu aldrei hafa lesið neitt af því sem HP
hefur skrifað um Jón en sagðist samt ekki
vera í vafa um að umfjöllunin væri sjúkleg.
■ Bankamaður vakti athygli á því að upp-
lýsingar um uppsagnir starfsfólks ríkis-
bankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka,
hefðu birst í fjölmiðlum áður en starfsfólk-
ið fékk þær. Bankamaðurinn kvaðst sann-
færður um að viðskiptaráðuneytið hefði
lekið upplýsingunum en kunni ekki skýr-
ingar á því.
■ Maður í Breiðholti hringdi inn ábend-
ingu um misnotkun í félagslega íbúðakerf-
inu. Maðurinn sagði all mörg dæmi um að
fólk fengi niðurgreiddar íbúðir og leigi
þær síðan á almennum markaði. Þá sé
ekki óalgengt að fólk sem fær félagslegar
íbúðir eigi bílakost sem er dýrari en íbúð-
irnar. Hverju sætir? spurði maðurinn.