Helgarpósturinn - 03.07.1997, Side 16
16
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997
mm
Kvenleikinn er ekki lengur bannaður. Það er ekki lengur bannað að vera málaður, með langar neglur eða í há-
hæluðum skóm. Minipilsum. Semsagt konur geta undirstrikað sinn kvenleika alveg eins og þeim sýnist án þess
að það hafi nokkur áhrif á það hvort þær séu góðir eða slæmir feministar.
eneye. Hún ej; kannski ekkert
sérstaklega þögul en hún lætur
verkin tala. Og það er náttúru-
lega ákveðinn húmor í þessu.
Og hún heitir Onatopp!
Einmitt, og síðan er þarna í
Die Hard 3. Ljóshærða pían.
Og síðan ein svona sem er í
mjög litlu hlutverki en greini-
lega úr sömu klónavél í De-
sperado.
/ vonda genginu?
Ég held að hún segi aldrei
orð en hún er afskaplega ein-
beitt (hlátur).
Hún er enginn sérstakur kali-
ber?Hún bara deyrmeð hinum?
Jú, en hún er svona send út
eins og lethal weapon með hin-
um. Þegar það er einhver sér-
stök mission þá fer hún með
og það er hún sem er svona
soldið eindregið einbeitt í
þessum málum.
Var hún ekki einkalífvörður
vonda karlsins?
Gott ef ekki, en hún fór með í
svona central-missjónir. Rosa
góður punktur og þegar maður
fer að sjá þetta pattern þá fer
maður að rifja upp einmitt,
það er ein svona kona í
Strange Days. Þessi ljóshærða.
Og maður er að muna eftir
fleirum og fleirum svona hlut-
verkum.
Er vondi karlinn ekki með
þrjá kvenkyns lífverði í Strange
Days? Eða eru það kynskipting-
ar?
Já, þau er öll rosalega an-
drógen. Þannig að við fyrstu
sýn gætu þau öll verið hvort
heldur er, en við þriðju sýn þá
eru þetta ein kona og tveir
karlar. Svo er þetta náttúru-
lega fyrirbæri sem er mjög
stórt í sæberpönkinu.
Allir lífverðirnir í Johnny
Mnemonic voru kvenkyns?
Og það er mikið atriði hjá
William Gibson1. Þar eru kon-
urnar sérstaklega þjálfaðar og
það bara þykir sjálfsagt að það
séu konur sem eru lífverðir.
Ekki bara lífverðir heldur
hreinlega drápsmaskínur. Þær
láta breyta sér, setja á sig
þessar neglur og gleraugu og
pumpa upp einhver viðbrögð
og þær eru bara semsagt þjálf-
aðar og vélrænt tilbúnar sem
bardagakonur. Ég held þær
séu meiraðsegja kallaðar sam-
úræjar í bókum Gibsons. Þann-
ig að þeir geta bæði verið líf-
verðir og leigumorðingjar.
Svo eru það náttúrulega
kvendi eins og Michelle Khan
sem var í Supercop, og reynd-
ar fjöldamargar aðrar.
Supercop, hvernig er sú mynd
— á maður ekki að sjá hana?
Það fer bara eftir því hversu
mikill Jackie Chan-fan þú ert.
Hvað stíl þú fílar hjá honum.
Ég þekki Jackie Chan lítið —
en ég elska svona síllí bardaga-
myndir.
(Slökkt á bandinu meðan við
ræðum prívat og persónulega
um Jackie Chan).
Reyndar er það orðið svo að
framboðið á aksjónmndum frá
Hong Kong er nokkuð jafnt
skipt á milli kynjanna. Ef þú
vilt horfa á konur með byssur
þá ferðu bara í þann rekka.
Þú ert þá að tala um eins og
China O/Brian ogþessar?
Já, Cynthia Rothrock ein-
mitt. En hún hefur reyndar líka
verið að reyna fyrir sér í
Bandaríkjunum með litlum ár-
angri. Hún er þó á ágætum
status í Hong Kong.
Já, ég las um hana sem Hong
Kong-píu.
Þetta hlýtur að segja okkur
að Bandaríkjamenn séu alls
ekki tilbúnir fyrir almennilegan
kven-harðhaus.
Nei, maður sá bara hvað
Long Kiss Goodnight átti erfitt
uppdráttar þar. Síðan er ein-
mitt fyndið viðhorfið síðan til
þessara kvenna innan mynd-
anna. Það veit enginn almenni-
lega hvað hann á að gera við
þessar kvenpersónur. Þær eru
þarna greinilega til að full-
nægja ákveðnum kvóta og síð-
an einhvernveginn lendir
handritshöfundurinn í vand-
ræðum.
Já, þegar þœr eru drepnar á
endanum, eru þær drepnar á
einhvern fáránlega auðveldan
máta?
Já, og þetta að þær eru yfir-
leitt afskaplega þöglar og það
sem er svo sérstaklega
skemmtilegt og á mjög vel við
einmitt ýmsar feminiskar þeor-
íur; er að þær eru morðóðari
og áberandi brenglaðari en
karlmennirnir. Og þetta hefur
verið stúderað, félags- og
mannfræðilega í sambandi við
kvenmorðingja. Myra Hindley
er mjög frægur raðmorðingi í
Bretlandi. Hún og kærastinn
hennar rændu nokkrum börn-
um, pyntuðu og drápu og
grófu síðan í mýrum. Þegar
þau eru á endanum tekin til
fanga, þá er hann afgreiddur
svona fremur snögglega hann
bara bætist í fríðan flokk
fjöldamorðingja en hún verður
að monsteri. Við sjáum svipað
núna nýlega í Rosemary West-
keisinu, þá endurtekur mynstr-
ið sig; hann er bara einn af
mörgum en hún, af því að hún
er kona, verður að miklu meira
monsteri. Ofbeldi er eitthvað
sem fylgir karlmennskunni en
viðbjóður og monstrous hjá
konum. Og þetta er náttúru-
lega viðhorf sem alltaf skín í
gegn í öllum þessum þöglu,
morðóðu konum í bíómyndum
í dag. Því ef kona er partur af
svona þjálfuðum morðingjum
þá hlýtur hún að vera sérlega
brjáluð.
Og auðvitað kynferðislega
brjáluð líka?
Svo hefur þetta náttúrulega
tengst því kynferðislega og
það er náttúrulega bara púra
exploitation. Bara ekta sexual-
exploitation til að karlarnir
geti fengið smá thríll. Svo fara
þeir heim og dreymir um dóm-
ínatrixur og allt þetta.
En hvað um Skin? Er hún
ekki svona sterk týpa...?
Ég fór á tónleikana, og það
er voða lítið varið í þessamús-
ík. En það sem er skemmtilegt
við Skin er hvað hún minnir á
Grace Jones og allt hennar bo-
dy-attitude hennar líkams-
tungumál er mjög skylt Grace
Jones. Þær eru einmitt gott
dæmi um það sem er að gerast
í nýja feminismanum. Þær eru
að taka þessa ímynd, svörtu
konuna sem maður sér sem
hálfan villimann og hálft dýr
samanber Grace Jones þegar
hún er mynduð í búrinu. Og
þær exploitera þessa ímynd,
nota sér hana, sjálfa, í sína
þágu. Svo syngur Skin beinlín-
is; You try to intellectualize
my blackness.
Var ekki einmitt eitthvert
tímabil hjá Grace Jones þegar
hún markaðssetti sig sem bæ-
sexúal?
Jú, en hún hefur alltaf haldið
þeirri ímynd á lofti. Og bæði
söng: Looking like a man fee-
ling like a woman og svo lét
hún mynda sig með tvíbura-
bróður sínum. Og hún er ekki
beint brjóstamikil, sko, þannig
að þegar þau stóðu hlið við
hlið þá voru þau eiginlega al-
veg eins bara hann var með
tippi en hún ekki.
Og mér fannst mjög gaman
að sjá Skin vinna áfram með
þetta. Af því á sínum tíma vissi
fólk ekki almennilega hvað átti
að gera við þetta hjá Grace
Jones.
Hún náttúrulega byrjar svo
rosalega snemma.
Fólk var ekki, og kannski sér-
staklega konur, ekki tilbúið.
Þó svo David Bowie hafi ver-
ið búinn að gera nákvæmlega
það sama fimm árum fyrr!
Karlmenn mega náttúrulega
alltaf meira. Fyrir utan að karl-
menn hafa náttúrulega alltaf
haft valdið (lesið; tippið) og
því ekki þurft að hafa áhyggjur
af því að skemma fyrir sér með
tilraunastarfsemi. Þannig að
það er auðvelt fyrir þá að leika
sér með að vera konur og vera
andrógen. Á meðan konur
setja sig á skjön við bæði fem-
inisku orðræðuna; kona sem
leikur sér með að vera villi-
kona og dýrið hún er ekki
beint vinsæl meðal hefðbund-
inna feminista. Sem einmitt líta
svo á að það er einmitt karl-
maðurinn sem hefur alltaf sagt
að konan sé villikona og dýr og
blablabla. Og síðan vita karl-
mennirnir ekki heldur hvað
þeir eiga að gera við þetta. Af
því að þegar hún markaðsset-
ur sig svona, þá er hún að
paródísera þeirra sýn á kon-
una.
En hvernig kemur lesbismi
inní feminismann?
Sko, þetta lesbíuissjú er al-
veg svakalega viðkvæmt það
er voðalega erfitt að tjá sig um
það án þess að stíga á allra
tær. Lesbismi hefur orðið að
ákveðinni tísku í feminisma
svona ákveðinni systrasam-
stöðu. En það er líka voða
þreytandi að um leið og farið
er að tala um sterkar og sjálf-
stæðar konur, þá leiðist um-
ræðan útí lesbíur. (Svona eins
og til dæmis hér og nú, í þessu
viðtali... Hní, hní.) Og um leið
er það alveg augljóst að það
eru lesbíur og svartar konur,
eða konur af öðrum kynþætti
en hvítum, sem hafa átt mjög
stóran og eiga líklega mestar
þakkir skildar fyrir að hafa
þröngvað feminismanum útí
þetta endurmat sem hann er í
núna.
Hvernig gerðu þær það?
Með því bara hreinlega að
benda á að þær konur sem
fyrst töluðu fyrir hönd allra
kvenna voru hvítar, heteró-
sexúal millistéttar- og yfirstétt-
arkonur. Velmenntaðar og vel
settar í sjálfu sér. Og með því
að krefjast réttarins til að fá
tala líka.
Það eru sumsé hvítar heteró-
sexúal konursem setja feminis-
mann afstað ogsvörtu lesbíurn-
arsem endurlífga hann?
Já. Eiginlega.
n
BORGARSKIPULAG
REYKJAVÍKUR
m BORGARTÚNI3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Kringlumýrarbraut -
göngubrú við Sóltún
Kynning átillögu um göngubrú yfir Kringlumýrar-
braut viö Sóltún. Tillagan er til sýnis í kynningar-
sal Borgarskipulags og byggingafulltrúa í
Borgartúni 3, 1. hæö kl. 9-16 virka daga og
stendur til 30. júlí 1997.
Upplýsingar veröa veittar á sama staö eöa í
síma 563 2340 á kynningartíma
það eru miklar og mjög hatrammar deilur milli femin-
ista núna. Og það eru ekki bara tveir hópar, átján hóp-
ar minnst — átta hundruð — átján þúsund. En það
er einmitt þessi deila milli kvenna um það hvað sé
feminismi — hvað sé aðalatriðið og hvað sé aukaat-
riði í þessu máli. Þessi deila hefur bætt hann mjög
mikið. Haldið honum dáldið við og veitt stöðugt nýju
blóði inní fyrirbæri sem var orðið ansi staðlað. Ég
man eftir feminisma sem helvíti stöðluðum á mínum
menntaskóla- og jafnvel snemma á háskólaárum.
Það er ein kenning úr lesbíu-
heiminum sem ég hef heyrt
soldið af, ég hef reyndar aldrei
hitt neina persónuíega...
Kenningu eða lesbíu?
Lesbíu með þessa kenningu.
Ókei!
Það er þessi hugmynd um
lesbíuna sem ofurkonu. Áhuga-
vert vegna þess að maður hef-
ur ekki heyrt samskonar frá
hommum — að þeir séu ofur-
karlmenn.
Neinei. En afturámóti þá sér
maður þetta í ákveðinni tísku
og ákveðnum stíl.
Hjá lesbíum?
Nei, hommum.
Hjá hommum?Mér finnst þeir
einmitt frekar vera að gefa sig
útfyrir að vera svona ... mínus-
karlmenn?
Neinei, það er sko ákveðinn
hópur karla, þessir leðurkarl-
menn til dæmis. Leðurgæjar.
Eru þeir súperkarlmenn?
Það má segja það. Þeir eru
að ýkja upp karlmennskuna.
Þaðsem ég er að spá í með of-
urkonurnar, lesbíurnar, er;
hvort er þetta lesbíukenning
eða feminismakenning?
Einhver blanda.
Þessi hugmynd um ofurkon-
una?
Á áttunda áratugnum þá
kemur fram gúru sem heitir
Adrienne Rich2 og fer að selú-
breyta mikið lesbisma sem
hinu eina rétta kvenfrelsi.
Jájá, bara sagt í svo mörgum
orðum?
Jamm, sirka. Þar eru konur
til bara fyrir konur og karl-
mennirnir ekki lengur með í
myndinni. Bara konur með
konum og lesbíur þurfa ekki að
komprómæsa fyrir þá karl-
menn sem þeim þykir vænt um
því þær hafa enga karlmenn
sem þeim þykir vænt um. Og
þetta varð síðan mjög mikið
trend og startaði mjög góðri
umræðu þarsem lesbíur komu
meira inní feminismann og
breyttu honum þannig að
hann verður aldrei samur aft-
ur. Hvort hún Adriana hugsaði
sér þetta sem bókstaflegt, eða
hvort þetta var eitt af þessum
frægu spörkum í rassinn það
skal ég ekki leggja mat á. En
þetta var vissulega mjög
áhrifaríkt og mjög áhugavert á
sínum tíma. En síðan hafa sum-
ir tekið þetta of bókstaflega
eins og svo margt annað, en
þetta með bókstafleikann, það
er vandað og snúið...
Lengra náðum við ekki því
bandið kláraðist. Kettlingamir
átu rauða þráðinn! Úlfhildur
hélt til sinna starfa og ég fetaði
minn veg staðráðinn í því að
láta verða af því að taka Cutt-
hroat Island á vi'deó og vera
soldið módern!
1) William Gibson er aöal sæberpönkari
9. áratugarins. Skáldsagan Neuro-
mancer (1984) er THE DEFINITE
THING ON CYPERPUNK OF THE
EIGHTIES. (íslensk þýöing G.F. - skáld-
sagan Neuromancer er máliö í sæber-
pönki níunda áratugarins). Síðan
fylgdu COUNT ZERO, BURNING
CHROME (innihélt t.d. Johnny Mnem-
onic) (1986) og MONA LISA OVER-
DRIVE (1988), VIRTUAL LIGHT (1993)
og að síöustu IDORU (1996). Þaö er
og sagt um William Gibson aö hann
myndi ekki þekkja tölvu ef hún hitti
hann f hausinn.
2) Adrienne Rich (bandarfsk - f. 1929) er
ein af frumkvöðlunum f feminisma.
Byrjaði aö skrifa snemma á 7. ára-
tugnum, og þaö greinar og bækur
sem og skáldskap. Hún hefur m.a.
gefiö út: OFWOMAN BORN: MOTHER-
HOOD AS EXPERIENCE AND INS-
TITUTION 1976, ON LIES, SECRETS
AND SILENCE „SELECTED PROSE
1966-1978“ (1980).
Greinin sem vísað er f I textanum heitir
COMPULSORY HETEROSEXUALITY
AND LESBIAN EXISTANCE og var upp-
haflega birt I tímaritinu SIGNS (vol 5
no 4 1980).