Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 17
FIMIVmJDAGUR 3. JÚLÍ1997 17 FÓTBOLTI íþróttir Sigurður Ágústsson skrifar Eins og allir knattspyrnu- áhugamenn vita verður Guðjón Þórðarson næsti landsliðsþjálfari. Þegar þetta er skrifað er það ekki orðið skjalfest, en það er næsta víst að hann taki við stjórnartaum- unum fyrr en seinna. Guðjón hefur lengi verið efstur á óska- lista HP í landsliðsþjáifarastól- inn og svo er einnig um mý- marga ef ekki flesta velunnara íslenskrar knattspyrnu. Guð- jón er, eins og áður hefur kom- ið fram í fjölmiðlum, litrík per- sóna. Karakter sem mikið fer fyrir og skefur sjaldnast af hlutunum. Það er ekkert laun- ungarmál að þegar Logi var ráðinn fannst flestum að KSÍ hefði gegnið freklega framhjá besta kostinum og þeim aug- ljósasta; Guðjóni. En ekki var allt sem sýndist og KSÍ hafnaði Guðjóni. Þó efaðist enginn þar á bæ um að hann myndi ná ágætum úrslitum, en þorðu ekki að velja Guðjón vegna þess hve umdeildur hann var. Guðjón hefur verið í fríi frá þjálfun frá því í vetur og hefur greinilega tekið sjálfan sig í gegn og er nú sá maður sem landsmenn fylkja sér á bak við í von um betri árangur lands- liðsins en að undanförnu. Það er sérstakt fagnaðarefni að KSÍ skuli hafa séð í hendi sér að Logi yrði ekki endurráðinn, og hví ætti þá ekki nýr maður að fá að kynnast liðinu og prófa sig áfram sem fyrst. Það er hvort sem er útilokað að gera góða hluti í riðlinum úr því sem komið er. „MAÐURINN ER SIG- ÓRVEGARI“ Guðjón er leikjahæsti leik- maður ÍA frá upphafi, hann er sigursælasti þjálfari landsins frá upphafi og hefur þjálfað eða spilað á móti flestum af bestu fótboltamönnum þjóðar- innar. Skagaliðið er hans til- búningur, hann gerði fle'sta leikmenn þess að þeim sigur- vegurum sem þeir eru í dag. Enda er það svo að þeir leik- menn sem einu sinni hafa leik- ið undir stjórn Guðjóns þyrstir í að komast í hans hendur aft- ur og eiga vart nægilega sterk lýsingarorð til að hæla þjálfun hans. Þeir leikmenn sem ekki hafa spilað undir hans stjórn iða í skinninu og víst er að allir íslenskir fótboltamenn bera Loksins, loksins er Guðjón orðinn þjálfari. ísland á HM. virðingu fyrir Guðjóni Þórðar- syni. í bókinni íslensk knatt- spyrna 1996“ er haft eftir besta leikmanni íslandsmótsins í fyrra, Gunnari Oddsyni, að munurinn á KR og ÍA hafi verið Guðjón Þórðarson. „Maðurinn er sigurvegari ... Guðjón Þórðarson var með slakari mannskap í höndunum í ár en Logi var með 1995 og samt skilaði hann tveimur stórum titlum ... Guðjón er snillingur í að ná mönnum upp á réttum tíma og þjappa mann- skapnum saman, sama hvað hefur á undan gengið,“ sagði Gunnar Oddsson ennfremur. Um þetta geta allir verið sammála, eini gallinn er sá að núna er Guðjón ekki með fé- lagslið í höndunum og hefur því minna um form leikmanna og tempó að segja en hann hef- ur áður kynnst. Á móti kemur að hann er eins og áður segir snillingur í að koma mönnum í rétta stemmningu fyrir leiki og gjörþekkir af eigin raun flesta leikmenn landsliðsins. Guðjón hefur verið mjög duglegur að fara á völlinn í sumar, hefur notað tímann vel, og er því vel undirbúinn fyrir verkefnið og það verður gaman að sjá hvort ekki verður breyting til batn- aðar á leik landsliðsins. HfllflfllUHOIÍ j | . gt i - fl IMMUJIA0GI1 mm flfllflÚHfliflLflT \9 GftitDJilli)« «01-1101 0 LIHNíMifnUflfl PIPflfliTílfl miTAA WUIOLMLLUll "íflCflflfl" flflLfflíTílfl O.TL O.ÍL fl.TL flOflOHPÍlNÍIINIfl: ii\ 1247 ilOTÍl fiöiC flíUflUflflNJ • (flíí

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.