Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 18
F1MMTUDAGUR 3 JÚU1997
18
Þorbjörn Atli fékk snemma sénsinn í
meistaraflokki og margir töldu hann verða
mesta markaskorara Islands. Þorbimi
Atla hefur ekki gengið sem best að fóta
eig.írofrtu doildþað mm af m+mmmm
frískur gegn fremur þreyttum varnar-
mönnum Vals.
URVALSDEILDIN
P - l Sigurður Agústsson
skrifar
kvöld, alveg örugglega á vellin-
um og jafnvel á landsvísu.
Landsmót UMFÍ er byrjað og
dagskráin er sniðin að leikn-
um, það er beinlínis ætlast til
að landsmótsgestir fari á völl-
inn. Flestir áhorfenda verða á
bandi Skallagríms, enda eru
áhangendur Stjörnunnar vand-
fundnir og formaður knatt-
spyrnudeildar félagsins bað
menn vinsamlegast að sýna
lífsmark og mæta á völlinn í út-
varpsviðtali fyrir ekki svo
löngu. Stjörnumenn léku hins-
vegar ágætlega í síðasta leik
sínum og ef þeir halda áfram
þar sem frá var horfið verður
nóg að gera fyrir varnarmenn
Skallagríms. Þeir eru reyndar
orðnir vanir því að þurfa að
vinna fyrir kaupinu sínu. Leik-
urinn gæti orðið hundleiðin-
legur leikur tveggja liða í botn-
baráttu en hann gæti einnig
orðið bráðskemmtilegur leikur
liða sem berjast fyrir lífi sínu í
deildinni.
Fer Gúsli Gvffia
íLeiftur?_
Baldur Bragason er
óteljandi Valsara í Le
í framhaldi af fyrirhugaðri
ferð Rastislavs Lazoriks til
Brann í Noregi spunnust sögur
um það að Ágúst Gylfason,
ieikmaður Brann, væri á leið-
inni heim til íslands, nánar til-
tekið Ólafsfjarðar. Væri
óánægður með sitt hlutskipti í
liðinu og vildi fá að spila. Ekki
eru neinar viðræður í gangi
milli félaganna, né milli Leift-
urs og Gústa, en allt getur
gerst í boltanum. Það eru ekki
miklar líkur til að hann snúi
heim, og þó. Hann hefur ekki
náð að tryggja sig nægilega í
sessi hjá liðinu og er eðlilega
óánægður með það. Ef svo færi
að Gústi sneri heim og færi
norður þá væri hann meðal
gamalla vina og kunningja.
Gunnar Már, Davíð Garðars,
Hörður Már og Baldur Braga
eru allir uppaldir Valsarar og
því ætti ekki að væsa um hann
nyrðra. Það væri líka spenn-
andi að sjá hann spila hérlend-
is að nýju, sjá hversu langt
fram úr íslenskri knattspyrnu
sú norska er komin.
Aðduga
eðadrepast
20 stig. Fyrr geta menn ekki
andað léttar. Á sama tíma í
fyrra voru Fylkir og Keflavík
með 3 stig og Breiðablik 2
þannig að það er ekki loku fyr-
ir það skotið að annaðhvort
liðið bjargi sér frá falli.
Borgnesingar komu flestum
á óvart í fyrra og tryggðu sér
sæti á meðal þeirra bestu. Frá
því seint á níunda áratugnum
hafði liðið spilað í neðri deild-
unum án þess að láta verulega
að sér kveða. í fyrra lék liðið
sterkan varnarleik og beitti
stórhættulegum skyndisókn-
um. Vörnin og markvarslan,
með þá Friðrik Þorsteins og
Garðar Newman fremsta í
flokki, gerði það að verkum að
Skallagrímur þurfti ekki að
skora mörg mörk til að vinna
leikina. Þetta leikkerfi hefur
ekki virkað jafnvel í ár. Temp-
óið í leikjunum er allt annað í
úrvalsdeild en þeirri fyrstu og
því hafa Skallagrímsmenn
fengið að kynnast. Miðjan hjá
þeim var og er alltof þung og
hæg (þó þar séu ágætis knatt-
spyrnumenn) og er alls ekki
nægilega dugleg að hjálpa til í
sókninni. Það er alltof algengt
að sjá einungis einn til tvo leik-
menn Skallagríms reyna sig
gegn vörn andstæðinganna.
Það var og áfall fyrir Borgnes-
inga að missa Færeyinginn All-
an Joensen, en hann var
miðjumaður sem þeir þörfnuð-
ust sárlega.
Valdimar Sigurðsson sagð-
ist í fyrra gera sér grein fyrir
því að svo gæti farið að Skalla-
grímur yrði einungis eitt ár í
efstu deild. Það væri hinsvegar
markmið allra að hafa gaman
af og njóta þess að vera meðal
þeirra bestu. Fram að þessu
hafa þeir skorað næstfæst
mörk og einungis tvö lið fengið
á sig fleiri mörk. Ekki getur
þetta verið mjög gaman. Styrk-
leiki liðsins í fyrra er jafnframt
veikleiki þess nú. í liðinu er
engin súperstjarna og enginn
sem getur tekið af skarið og
gert hlutina upp á eigin spýtur.
Liðsheildin, sem var styrkur
þeirra, er nú veikleiki. Það skal
þó tekið fram að Skallagrímur
hefur, eins og Stjarnan, spilað
við 5 efstu liðin: Keflavík, ÍBV,
ÍA, Fram og KR. Það er kannski
of snemmt að afskrifa Skallana,
en til að eiga möguleika á að
halda sér uppi verða þeir að
vinna í kvöld.
SVIPAÐUR LEIKSTÍLL
Stjarnan og Skallagrímur
hafa mestmegnis spilað 4-5-1-
leikkerfi. Goran Micic hefur
verið fremsti maður í sókn
Garðbæinga og var í fyrra gríð-
arlega sterkur í þeirri stöðu.
Hann er ekki jafn öflugur nú,
hefur átt í meiðslum enda
kannski aldurinn farinn að
segja til sín. Ef hann nær sér
góðum verða hann og Bibercic
án efa skeinuhættir. Bibercic
færir Stjörnumönnum áður
óþekkta vídd í sóknarleiknum
og á án nokkurs vafa eftir að
verða marksækinn í sumar.
Það er ekki loku fyrir það skot-
ið að Stjarnan fari út í 4-4-2-
kerfi sem hefur hentað Biberc-
ic ágætlega. Það er svo spurn-
ing hvort Ingi Björn taki ekki
upp siði Johann Cruyff og
spili stífan sóknarleik. (Cruyff
sagði eitt sinn að honum væri
sama hve mörg mörk andstæð-
ingarnir skoruðu, bara ef sitt
lið skoraði fleiri.) Stjarnan er
búin að fá á sig 15 mörk í deild-
inni og einungis skorað 3 þann-
ig að það segir sig sjálft að 4-5-
1-kerfið hentar Garðbæingum
illa. Bjarni Sigurðsson, fyrrum
landsliðsmarkmaður, stýrði
liðinu gegn KR í bikarnum og
stýrir því aftur í kvöld gegn
Skallagrími. Bjarni virðist eiga
tiltrú leikmanna því þeir börð-
ust eins og Ijón og spiluðu oft
og tíðum ágætlega gegn Vest-
urbæjarrisanum. Ingólfur Ing-
ólfsson lék mun framar en áð-
ur og voru hann og Bibercic á
tíðum hættulegir við mark KR.
Vörnin er þó ekki nægilega
góð, það er ekki hægt að ætl-
ast til að Árni Gautur verji öll
þau skot sem á markið koma.
ALLT LAGT UNDIR
Aðstæður eru Borgnesing-
um í hag enda leikurinn á
þeirra heimavelli. Væntanlega
verður sett áhorfendamet í
Tvö neðstu liðin í Sjóvá Al-
mennra-deildinni, Stjarnan og
Skallagrímur, eigast við í Borg-
arnesi í kvöld. Varla þarf að
taka fram að leikurinn er einn
af margfrægum sex stiga leikj-
um. Það lið sem vinnur skilur
óánægðir, sérstaklega þar sem
þeir voru frekar heppnir í gær.
Enn og aftur sýna varnarmenn
og markmaður Keflavíkur góð
tilþrif. Ólafur Gottskálksson
er farinn að berja hraustlega á
landsliðsdyrnar (það er von-
andi að hann meiði sig ekki á
þessu banki), hefur spilað vel
og er sterkasti markmaður
landsins um þessar mundir.
Óli átti reyndar nokkur vafa-
söm úthlaup í gær, en á meðan
hann sleppur er ekki hægt að
álasa honum fyrir það. Dómari
leiksins var vægast sagt út á
túni þegar hann dæmdi mark
Sverris Sverrissonar af. Mark-
ið var fullkomlega löglegt (eins
og reyndar mark Brynjars
Gunnarssonar gegn ÍA) en það
er best að maður tali varlega
um dómara — í bili. (Það er
alltaf hægt að rifja upp grein-
ina með litla kalla sem aldrei
gátu neitt sjálfir í fótbolta —
svipað og íþróttafréttamenn.)
Pað er bjart yfir KR-ingum í
dag, enda full ástæða til.
íslandsmeistararnir teknir í
nefið. Svo virðist sem mórall
og harka á æfingum KR skili
sér inn á völlinn í formi mikill-
ar baráttu og vinnusemi. KR-
liðið leikur nú við hvern sinn
fingur og er líklegt til að halda
áfram á sigurbraut. Á það skal
þó bent að það er lítið mál að
æsa mannskapinn upp gegn
erkifjendunum af Skipaskaga.
Þessi lið hafa löngum, „elt
grátt silfur saman“ eins og
íþróttaspekingur Tvistsins,
Gaupi, sagði f gær. Hverjir vilja
ekki vinna meistarana? Vanda-
málið hjá KR er að þetta er
bara of seint og lið sem vinna
ekki leikina gegn „slakari" lið-
unum geta aldrei orðið meist-
arar.
Endurkoma Araars Gunn-
laugssonar var ekki jafn afger-
andi og margir ætluðu. Bæði
var greinilegt að Arnar er langt
frá því að vera í leikformi og
svo hitt að KR-ingar ætluðu
ekki að láta hann skora hjá sér
og Þormóður „yfirfrakki" Eg-
ilsson var með Arnar í vasa
sínum mestallan leikinn. Það
verður fróðlegt að sjá hvort
Skagamenn hafa þolinmæði til
að bíða eftir góðu gengi í Evr-
ópukeppninni, sem þjálfari
liðsins stefnir fyrst og fremst
að. Það er ekki víst að Ólafur
fyrirliði Þórðarson hafi tíma í
það, en hann er eins og menn
vita afar óhamingjusamur með
að tapa og fer fyrir sínum
mönnum iðulega. Víst er að
gengi ÍA það sem af er, er vart
ásættanlegt fyrir stórklúbb
eins og Skagann.
Norðanmenn komnir í
gang
Leiftursmenn eru að gera
það alveg ótrúlega gott í Evr-
ópukeppninni, en hingað til
hefur uppskeran í íslandsmót-
inu verið rýr. Leiftur hefur haft
það orð á sér að tapa fyrir
slöku liðunum en vinna þau
stóru eða ná hagstæðum úr-
slitum. En það er bara ekki nóg
og Leiftursmenn hafa lært það
af biturri reynslu undanfarinna
ára. í fyrstu var vandamál hjá
liðinu að skora, sem var frekar
skrýtið miðað við mannskap-
inn, en gott gengi gegn topplið-
um landsins og í Toto-keppn-
inni hefur kveikt í „Ólafsfirð-
ingum“ og nú er bara að sjá
hversu lengi þeir halda þessa
keyrslu út, en framundan er
erfitt og þétt leikjaprógramm.
Doddi Makan skoraði þrjú í
gær og það er gleðiefni að
hann skuli vera farinn að skora
í efstu deild. Það var ekki jafn
mikil ástæða fyrir Grindvíkinga
að fagna í gær, a.m.k. ekki líkt
og í fyrra þegar þeir náðu að
hanga uppi með marki á loka-
sekúndunum gegn Leiftri.
Grindvíkinga bíður nú enn
harðari botnbarátta. Ætli
Gummi sé farinn að pússa
skóna?
Meistaraefnin gerðu
jafntefli
Þar kom að því að Keflavík
tapaði stigi, liðið er búið að
spila feykivel það sem af er
mótinu og þótt liðið geri jafn-
tefli gegn sterku liði ÍBV á
heimavelli er ótrúlegt að þeir
félagar Siggi Björgvins og
Gunni Odds séu mjög
hitt Iiðið eftir eitt á botninum
án mikillar vonar um uppreisn
æru.
Stjarnan er búin að ráða nýj-
an þjálfara, hinn velkynnta og
þjóðþekkta Inga Björa Al-
bertsson. Ingi Björn fær það
erfiða verkefni að koma
Stjörnumönnum á sigurbraut,
eftir rýra uppskeru framan af
sumri. Stjörnumenn voru
reyndar óheppnir að tapa bik-
arleiknum gegn KR, þeir áttu
síst skilið að tapa jafnt stórt og
raun bar vitni, en í liðið vantar
alla lukku og meðan svo er þá
eru horfurnar ekki góðar.
Stjarnan var oft og tíðum að
leika ágætis knattspyrnu í
þeim leik, en það er bara ekki
nóg.
LANGLÉLEGUSTU LIÐ-
IN — EÐA HVAÐ?
Flestir eru á því að Stjarnan
og Skallagrímur séu með slök-
ustu liðin í deildinni, þ.e. aðrir
en leikmenn umræddra liða.
Því er leikurinn í kvöld allrar
athygli verður. Jafntefli er eig-
inlega dauðadómur yfir báðum
liðum. Bæði lið þurfa nauðsyn-
lega á stigum að halda. Það
hefur sýnt sig að til að sleppa
við fall þá þurfa liðin að fá tæp
Ami Gautur Arason, góður markvörður sem hefur fengið nóg að gera í
sumar og verður ekki sakaður um mörkin sem Stjarnan er búin að fá á
sig, enda með toppmann til að læra af: Bjama Sigurðsson.
Vor í Vesturbæ