Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 3 JÚLÍ1997 21 ■ ■ > ■ ■ : Asatrú rædd yfir bjórglasi, Haukur Halidórsson og Sigurjón Jóhannsson, leik- tjaldasmiður. túnínu og spáð i spilin. Hvað ungur nemur gamall temur. Hjalað í gemsa undir aðdáunaraugum kvenþjóðarinnar. WwMMski Emil sem kom alla leið frá Grænlandi til að njóta miðbæjarlífs- ins. Gunnar, helmingur- inn af Súkkat, þiggur koss frá einlægum aðdáanda. Elías Davíðsson stendur vaktina og dreifir upplýsingum um ástandið í Mið-Austurlöndum. Kaffitárið bregst aldrei, það hressir mann og kætir. gg3|l I 1 Ritstjóri og út- gefendur Heims myndar buðu útgáfuteiti á Wunderbar í til efni af fyrsta tölublaðinu. Johanna vigdis Hjaltadóttir og Erna Indriða- dóttir komu niður úr Sjón- varpi til að samfagna. ■ TS m t? Eggert feldskeri og Ólafur Stephensen eru ábyggilegir álitsgjafar. Framkvæmdastjori Kok, Þorstemn M. Jónsson, gaf sér tíma frá uppkaupum á drykkjarvöru- markaðnum til að fagna nýrri Heimsmynd. Líst þer ekki vel á? spyr Sigursteinn ritstjóri Kolbrúnu Bergþórsdóttur og hraðfletti, enda Kolla fljót að lesa. Jon Axel Ólafsson, sem einu sinni var á Stöð 2, er núna í ráð- gjafarbrans- anum. Fyrrum / fegurðar- drottning rýnir. Rio-hjomn Helgi Petursson og Bima Pálsdóttir. HBH Hverjir voru iavar □ „Ef þú vilt hitta fólkið í Evítu, eða hina íslensku elítu, þá skaltu kíkja á Sir 01iver,“ eru skilaboð dagsins til stjörnuskoðara. par staldra hetjurnar við eftir eril- saman dag til að slappa af. Þar voru, auk allra hinna, um helgina , herra og frú Peron EgiIlÓl- afsson og _ Andrea 113 Gylfa- dóttir, Pétur Órn fyrrverandi Jesús, Óli Hólm nýdanskur og Evitutrommari og Bo Hall, hinn eini sanni. Á staðnum var einnig Geir Magnússon og fa- stakúnnarnir Matti og Steinar screwdri- ver. Vertinn, Laddi sjálfur, sá um skemmtiatriðin ásamt Stínu bongó sem lék á trommur. Var mál manna að hlátrasköllin hefðu lyft þaki hússins þó nokk- uð enda vanur kitlari hláturtaug- anna á ferðinni. Á Kaffibrennslunni voru Fjölnir Þor- f~: “'“"■■j: geirsson, sem vant- 1 ■ ar ef til vill krydd í njp ||| ■■ tilveruna nú þar sem hann fær ekki V ^ að giftast. Einnig ; j■ ’ sást þar til Vil- hjálms Vilhjálmssonar fyrrver- andi fyrirsætu og formanns Stúdentaráðs (í þessari röð) þar sem hann lét dæluna ganga um landsins gagn og nauðsynjar. Auk þeirra fréttist af ónefndum stjórnmálamanni úr Sjálfstæðis- flokki sem D- ansaði og D-uflaði og var víst í sérstöku D-álæti hjá D-ömunum. Á mánudaginn sem aðra daga var margt um manninn á Café Paris enda kjörið að spóka sig úti með kaffi og koníak eða jafn- vel tylla sér á Austurvöllinn og horfa á baksvipinn á Jóni sem ku vera mjög tignarlegur í kvöld- sólinni. Þeir Jón Baldvin Hanni- balsson, væntanlegur sendi- herra íslands í Bandaríkjunum, og Hannes Hóhnsteinn Gissur- arson vita þetta báðir enda sátu þeir og höfðu það huggulegt fyr- ir utan Café Paris. Á Hótel Borg og Skuggabarnum (lesendur verða að geta sér til um á hvorum staðn- um — sjón er sögu ríkari) voru víst mest fasta- gestirnir sem alltaf láta sjá sig. Meðal þeirra Valdi í Valhöll, Björgúlfur Thor sem er víst stoltur eigandi flottasta bensans á landinu, Óli klippari á Expo og margir, margir, margir, margir og margar fleiri. Café au Lait er staður unga og fallega fólksins og mætti reynd- ar stundum að ósekju alveg vera stærri, en þar voru um helgina Heiðar og Elísa annars vegar úr Botnleðju og hins jvegar úr Kolrössu. Fleiri tónlistarmenn létu sjá sig, þar á meðal Stjörn- ukisarnir Ulfur, Bogi og Gunni að ógleymdum Rokklingunum sem allir muna eftir, ekki satt? Heimsfrægðin er ávallt nálæg á Aulanum, það sést best á því að DJ Tommi, sem á Icon Records pg ku þegar hafa lagt heiminn að fótum sér, rak inn nefið og heils- aði upp á mannskapinn. DJ Kári þeytti skífum öruggum höndum á föstudaginn og líkaði mann- skapnum vel. Ekki má gleyma þeim frægasta af öllum: Sein- heppni náunginn sem festi sig í ruslagati (!) hér um árið í leit að stúlkukind nokkurri (sjá HP) er búinn að jafna sig. Hann var á Aulanum um helgina og þótti hafa grennst enda ekki nema

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.