Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 24
 APÖTEK 3.JÚLÍ 1997 26. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR. Háttvirtum Alþýðuflokkskjósendum gefst þessa dagana færi á aö hafa tal af fleirum en þing- mönnum sínum. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins, Magnús Norðdahl, er sagður vera á ferð á Austurlandi. Reyndar heitir hann Norðsdhal í Alþýðublaðinu. Það stendur þó sennilega ekki í neinu sambandi viðórðaskak hans og ritstjórans um lífslíkur blaðsins. í auglýsingu Alþýöublaðsins er raunar ekki að sjá að Magnús hyggist halda fundi í kjördæminu. Þeim sem vilja hafa tal af Magnúsi er nefnilega bent á farsíma... Margt fer öðruvísi en ætlað er. Einu sinni ætl- aði Hveragerði að verða jólabær og laöa til stn fólk í nóvember og desember út á samfellda jólastemmningu. Tilraunin mistókst þó eins og menn muna og um þessar mundir er verið að setja lokapunktinn aftan við jólaævintýrið. Fyrir- tækið Jólaland ehf., sem stofnað var til að reka jólabæinn, er nú gjaldþrota... Klipping og eftirvinnsla á kvikmynd Óskars Jónassonar gengur glimr- andi og hefur verið haft á orði að mynd- •in klippi sig nánast sjálf. Tökum lauk í byrjun vikunnar og stefnt er á að myndin komi fyrir forvitin augu landsmanna í október. Handritið er eft- ir Óskar og er víst leiftrandi af húmor eins og hans er von og vísa. Leikaramir, meðal annarra Ólafur Dani Ólafsson og Jóhann Siguijónsson, tóku einnig mikinn þátt í endanlegri gerð handritsins með alls konar spunasenum og var frjálst að koma með innskot og hugmyndir þegar sá gállinn var á þeim. Mikið frelsi og jafnræði á skútunni hjá honum Óskari og eflaust unun fyrir leikara að vinna með þess háttar leikstjóra... Um fátt hefur verið meira rætt í gúrkutíöinni en bardagann milli risanna Tysons og Holyfields þar sem sá fyrrnefndi beit úr báðum eyrum hins stðarnefnda. Þeir sem horfðu á bardagann og eru vel að sér í markaskránni halda því fram að Holy- field sé nú með bita aftan hægra og tvístýft vinstra. Nú höfum við heyrt, að vísu eftir algjör- lega óstaðfestum heimildum, að íslenskir bænd- ur hyggist grípa tækifærið og hefja útflutning á sviðum til Ameríku. Til greina kemur að fá Tyson til að auglýsa... S6S 4848 565 1515 mesi VELKOMIN m \ UNGMENNAFELAGS ISLANDS Sannkölluð ® •• -og þróttahátíð Enginn aðgangseyrir inn á mótið orgarfjörðurinn verður fullur af fjöri 3.- 6. júlí á 22. Landsmóti UMFÍ. Keppt verður í yfir 20 íþróttagreinum. Jón Arnar Magnússon reynir við íslandsmet í frjálsum og topplið eigast við í körfubolta. Fjölskyldan getur tekið þátt í gönguferðum, skemmtiskokki og skógarhlaupi. Einnig verða ýmis leiktæki á svæðinu ásamt götuleikhúsi, sýningu á ólympískum lyftingum, ökuleikni o.fl. læsileg setningarathöfn verður á föstudag kl. 20. Á laugardag verður kvöldvaka með söng, leikjum og fjölbreyttum skemmtiatriðum m.a. Spaugstofunni og Magnúsi Scheving. Barna- og fjölskylduball verður laugardagskvöld og dansleikir með Draumalandinu og Stuðbandalaginu á föstudags- og laugardagskvöld. Landbúnaðarsýning verður á Hvanneyri 4.- 6. júlí. Landsmótsstemningin er engu lík. Ekki missa af henni. Fimmtudagur 3. júlí Föstudagur 4. júlí Laugardagur 5. júlí Sunnudagur 6. júlí BORGARNES: Körfubolti, sund, fijálsar íþróttir, skák, fimleikar og fótbolti (Sjóvá - Almennra deildin kl. 20 Skallagrímur og Stjarnan). BORGARNES: Borðtennis, körfubolti, sund, fijálsar íþróttir,Tþróttir fatlaðra, skák, æsku- hlaup, golf, hestaíþróttir og hand- bolti. Setningarathöfn á Skallagrímsvelli kl. 20. HVANNEYRI: Fótbolti og Bridds. AKRANES: Blak og körfubolti Reyklaust landsmót TÓBAKSVARNANEFND HVANNEYRI: Fótbolti, bridds, drátta- vélaakstur, jurtagreining og lagt á borð. *- J Landbúnaðarsýning hefst: Búfé á beit, vélasýning - gömul og ný tæki, kynningar Borgfirskra fyrirtækja og stofnana, hestaleiga o.fl. AKRANES: Blak og körfubolti. , ð BORGARNES: Körfubolti, glíma, sund, fijálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, starfshlaup, skák, línubeiting, pönnukökuhakstur, golf, hestaíþróttir, handbolti og < skógarhlaup. Kvöldvaka á I Skallagrimsvelli kl. 20. HVANNEYRI: Fótbolti og Bridds. Landbúnaðarsýning: Setning, nautasýn- ing, prjónakeppni, tijáplöntun og leiksýning (Bjartur i Sumarhúsum). AKRANES: Blak og körfubolti. BORGARNES: Körfubolti, blak, fijálsar íþróttir, skák, fótbolti og handbolti. Mótsslit á Skalla- grímsvelli kl. 14:30. HVANNEYRI: Bridds. Landbúnaðarsýning: Helgistund, nautasýning og leiksýning. Ungmennasamband Sf/ Borgarfjarðar UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS VORUHUSKB £ SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU Sjáumst á landsmóti vIrnet; OPIP OLL KVOLP VIKUNNARTIL KL2L00 HRíNOBKAirriií, vm stwóm Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið Að ei- lífu. Þar fer ungur leikari, Atli Rafn Sigurðsson, á kostum. í kjölfarið hefur Atli Rafn fengið tilboð frá Þjóðleikhúsinu og mun hann korria fram í Fiðlaranum á þakinu í haust. Þá hefur Ágúst Guðmundsson falast eftir Atia Rafni í kvikmyndina Dansinn. Meðleikari Atla Rafns, Þrúður Vilhjálmsdóttir, þarf heldur ekki að kvarta yfir viðtökunum. Bæði Hilmar Oddsson og Ari Kristinsson hafa beðið hana aö leika í kvik- myndum sem þeir eru með í bígerð... Stöð 2 hefur fengið nýjan yfírþýðanda. Það er Hjörleifur Sveinbjömsson, eiginmaður Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra. Hjör- leifur er menntaður í Kína og starfaði áður hjá BSRB. Fyrr á öldinn er Jónas frá Hriflu sagður hafa búið til ís-, lenska flokkakerfið enda kom hann við sögu þegar Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur voru stofnaðir. Jón Ólafsson, Páll Magnússon og félagar á Stöð 2 ætla sér ekki minni hlut áður en öldin er öll. í skoð- anakönnun sem Stöð 2 lét gera fyrir sig var spurt hvort fólk myndi kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsókn- arflokk eða Jafnaðarmannaflokk yrðu þingkosningar haldnar núna... Aísafirði var fyrir löngu áformað að byggja hús undir tónlist- arskólann. Það mun raunar hafa verið Ragnar H. Ragnars sem var látinn taka fyrstu skóflustunguna á sínum tíma. Bygg- ingin var síðan hafin, grunnurinn steyptur og gólfplatan líka. En lengra komst byggingin ekki. Grunnplatan stóð svo þarna árum saman og var á endanum gefið nafn. Hljómplatan heitir hún í munni ísfirðinga. Nú er víst loksins komið að því að þarna rísi hús en tónlistarhús verður það ekki heldur er nú verið að reisa leikskóla á hljómplötunni... Einu sinni var til blað sem hét Dýraverndarinn og var gefið út af Sambandi Dýraverndunarfélaga. Útgáfan hefur legið niðri um hríð en nú fregnum við að Dýraverndarinn sé að rísa úr öskustónni og muni koma út með haustinu. Efni fyrsta blaðsins mun að mestu vera tilbú- ið og eru það tveir stjórnarmenn sam- bandsins sem einkurh hafa borið hitann og þungann af efnisöfluninni. Þetta eru Hafnfirðingarnir Hörður Zóphaníasson, fyrrverandi skólastjóri, og Jón Kr. Gunnarsson, sem eitt sinn fyrir löngu rak Sædýrasafnið í Hafnarfirði M Ieirihlutasamstarfið T Hafnarfirði er enn eina ferðina í sviösljósinu eftir að Jóhann Berg- þórsson keypti fyrir reikning hús við Strandgötu T Hafnarfirði. Honum hafði nefnilega verið falið að at- huga um kaup á þessu húsi fyrir hönd bæjarins. Eft- ir þetta síðasta snilldarbragð Jóhanns þykir fjöl- mörgum Hafnarfjarðarkrötum ekki með nokkru móti stætt á því lengur að vera í samstarfi við Jóhann. Fjölmargir kratar í Hafn- arfirði hafi lengi verið á móti þessu samstarfi og þeim þykir sem nú hafi borist gullið tækifæri á silfurfati til losna við Jó- hann. Ingvar Viktorsson virðist þó enn gallharöur og lét hafa eftir sér í DVí gær að þetta væri allt saman tómur misskilningur og aldrei hefði staðið til aö bærinn keypti húsið. Ingvar er þó sagður einn um þessa skoðun. Aðrir.bæjarfulltrúar séu loksins búnir að gera sér grein fyrir þvT að þeir hafi um tvennt að velja, samstarf við Jóhann — eða sæti í bæjarstjórn eftir næstu kosningar... Þingmenn Alþýðuflokksins eru í kjördæmum sín- um um þessar mundir. Þetta var auglýst í Al- þýðublaðinu í gær. Reyldavíkurþingmenhirnir Jón Baldvin og Össur þurfa að vísu ekki að fara langt til að vera staddir f kjördæmi sTnu. Af sjö þingmönnum flokksins eru það T rauninni aðeins tveir sem ekki geta sótt vinnu í þinginu heiman frá sér. Hitt var sérkennilegra að þeim háttvirtu kjósendum sem vildu hafa tal af þing- mönnunum var í auglýsingunni bent á að hafa sam- band við Alþingi. Annað vekur einnig athygli viö þessa auglýsingu í Alþýðu- blaðinu, fjarvist Þjóðvakaþingmannanna. Þingflokkar Al- þýðuflokksins og Þjóðvaka sameinuðust eins og menn muna í þingflpkk jafnaðarmanna og skömmu síðar var útgáfu Þjóð- vakablaðsins hætt og það sameinað Alþýðublaðinu. En nú virö- ist rúmur þriöjungur þingflokksins sem sagt alveg gleymdur...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.