Helgarpósturinn - 17.07.1997, Síða 2

Helgarpósturinn - 17.07.1997, Síða 2
2 * RMMTUDAGUR17. JÚLÍ1997 Orvandi megrunarlyf slær ígegn Þingmenn og ráðherrar sagðir á Herbal Life-kúr Jóns Óttars Ragnars- sonar. Hæpin markaðssetning og dularfullur innflutningur efnisins. Fleiri hyggja á innflutning. Jón Ottar Ragnarsson kann sitthvað fyrir sér í markaðs- setningu og eru Davíð Oddsson forsætisráðherra og Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokks, báðir sagðir reglulegir neytendur Herbal Life. Hvorugur kannst við inn- töku á undraefninu. í gegnum víðtækt umboðs- mannakerfi gengur undralyfið Herbal Life kaupum og, sölum’ hér á landi. Mánaðarskammtur- inn kostar ellefu þúsund krónur en umboðsmenn kaupa 44 skammta á 220 þúsund krónur eða á fimm þúsund krónur skammtinn. Jón Óttar Ragnars- son, stofnandi Stöðuar 2, og Margrét Hrafnsdóttir, eigin- kona hans, standa fyrir inn- flutningnum, sem kemur ekki eftir hefðbundnum leiðum til iandsins. Þau hafa verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hver skammtur er samsettur af dufti sem hrært er út í vatn eða annan vökva og tveimur töflum, annarri grænni og hinni beislitaðri. Sumir finna fyrir hjartsiáttartruflunum vegna taflnanna á meðan aðrir verða fyrir örvandi áhrifum. Herbal Life á að megra fólk og hrista af því slenið. Markaðssetning Herbal Life er meðal annars fólgin í fundum sem innflytjendurnir standa að. Fyrir skömmu var fundur á Hót- el Loftleiðum þar sem Margrét Hrafnsdóttir birtist á skjá í beinni útsendingu frá Banda- ríkjunum og lýsti seiðandi röddu hvað Herbal Life gæti gert fyrir fólk sem tekur það reglulega inn. Sumir viðstaddra vitnuðu um reynslu sína af efn- inu og lofuðu áhrifamátt þess. Árangur Jóns Óttars og Margrétar hefur orðið til þess að fleiri aðilar hugsa sér til hreyfings og bjóða sambærileg efni. Fyrir Lyfjaeftirliti ríkisins liggja nokkrar umsóknir um innflutningsleyfi. Meðal notenda efnisins er Herbal Life iðulega kallað „var- an“. Þegar stefnir í að innlendar birgðir gangi til þurrðar er tal- að um „vöruskort“. Þeir sem komast upp á lagið með efnið vilja illa án þess vera. Á huldu er hvernig efninu er komið til landsins.. Jón Óttar hefur nýtt sér dulúðina sem hvílir á því hvaða áhrif Herbal Life Tiefur og hvernfg innflutn- ingi þess er varið og látið það spyrjast að ráðherráf og þing- menn noti Herbal Life að stað- aldri. Og þá er nærtækt að nefna Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, sem hefur gert megr- un sína að opinberu máli með því að ræða hana í fjölmiðlum. „Einhver er að búa þetta til,“ svaraði Davíð þegar HP spurði hann um inntöku á Herbal Life. Sighvatur Björgvinsson, þingmaður og formaður Al- þýðuflokksins, er einnig sagður neytandi. í samtali við HP sagði Sighvatur það fullkomlega úr lausu lofti gripið. „Ég hef aldrei heyrt á þetta minnst. Ég tek gamla góða lýsið og læt það nægjá,“ segir Sig- hvatur. Guðrún Eyjólfsdóttir, for- stöðumaður Lyfjaeftirlits ríkis- ins, kannaðist ekki við að ný- lega hefði verið veitt leyfi til innflutnings á Herbal Life en nokkrar formlegar fyrirspurnir liggja fyrir Lyfjaeftirlitinu. Hún sagði Herbal Life vera vöru- merki og vitað væri um nokkur afbrigði sem eru innbyrðis ólík. Fyrir nokkrum árum hefðu ver- ið gefín leyfi fyrir innflutningi á einum sjö mismunandi afbrigð- um en þeim innflutningi hefði vérið hætt, eftir því sem hún best yissi. Aigengt væri að efnin væru vítamínbætt eggjahvítu- samsetning. Guðrún kvað það mögulegt að fólk sem hefði lifað á lélegu fæði, til að mynda skyndibitum, fyndi til örvandi áhrifa þegar það færi að taka inn vítamín. „En svo eru til afbrigði af Her- bal Life sem innihalda örvandi efni. Þetta er talsverður frum- skógur," sagði Guðrún. Falsaða fundargerðin reyndist ófolsiið Þegar kratar og Jói Begg mynduðu meirihluta í Hafnarfirði átti ekki að spila neinu út til fréttamanna ináargcro. índur 22. júní Kl.10 mdur bæjarfulltrúa Alþýðuflokkslns og J.G.B og E1 illstæðisflokki og nokkurra til vlðbótar. ett uppkast að vcTkefnasamningi ofl. 12.00 Fundur með æðstu embættí: jður verður fram spurningalisti, se, únudegi á hádegi. I þessa fundar verði kaliaðir: Miim^CAit F6 ctAA.. hoaio Ingvar Viktorsson. Meðal þess sem fram kom í vitnaleiðsl um var að hann hefði fuliyrt á fulltrúaráðsfundi að ekki væru á döfinni „dómsmál sem skaðað gætu stöðu Alþýðu- flokksins". Þetta hafði hann eftir Jóhanni Bergþórssyni og við vitnaleiðslur kom fram að fullyrðing Ingvars var forsenda þess að samstarfið var samþykkt. nema „almennu blaðri" ú hefur verið staðfest fyrir dómi að minnisblað frá stofnun meirihlutans í Hafnarfirði fyrir tveimur árum hafi í raun og veru verið lagt fram á fundi en sé ekki falsað eins og meirihlutinn hefur þó lýst yfir opinberlega. Plagg þetta var nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðl- um fyrir ári og var m.a. birt í Alþýðu- blaðinu. Orðalag þess var vægast sagt nokkuð ógætilegt á köflum. M.a. var tekið svo til orða að engu ætti að „spila út“ við fréttamenn „nema almennu blaðri“. Að viðlögðum drengskap Það sem mesta athygli vakti var þó sú yfirlýsing sem höfð var eftir Jóhanni Bergþórssyni og Ellert Borgarí Þorvaldssyni á minnisblað- inu. Samkvæmt því áttu þeir félag- arnir að hafa lýst því yfir við stofn- un meirihlutans „að viðlögum drengskap, að öllum frekari mála- rekstri á hendur Jóhanni og fyrir- tækjum hans sé lokið og þeir hefji samstarfið með hreint borð sem er skilyrði Alþýðuflokksins fyrir meiri- hiutamynduninni". Þessi meinta yfirlýsing Jóhanns og Ellerts átti eftir að valda miklu fjaðrafoki. Framundan voru mála- ferli gegn Jóhanni vegna gjaldþrots Hagvirkis-Kletts og hann var á end- anum dæmdur í Hæstarétti. Þá vildu fjölmargir Alþýðuflokksmenn slíta samstarfinu og vísuðu í því sambandi einmitt til þess að hann hefði lýst því yfir við stofnun meiri- hlutans að öll málaferli væru að óskast Okkur bráðvantar 3-4 herbergja íbúð á svæði 101 eða 105. Ef þú telur þig geta leyst úr vanda okkar, vinsam- lega hafðu samband í síma 899-3797 baki og hann hæfi samstarfið með hreint borð. Nú er rétt ár frá því að hæstarétt- ardómurinn féll, Éftir að Jóhann var dæmdur í Hæstarétti skrifaði Guð- mundur Ámi Stefánsson grein í DV þar sem hann fullyrti að sérstaklega hefði verið spurt um hugsanleg eft- irmál vegna gjaldþrots Hagvirkis en Jóhann hefði svarað því afdráttar- laust neitandi. „Fundargerðin“ fölsuð Blaðaskrifin um þetta mál í fyrra urðu til þess að Jóhann, Ellert og bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að hin svonefnda „fundargerð", sem þá hafði lekið út til fjölmiðla og m.a. birst í Alþýðublaðinu, væri fölsuð, hvorki meira né minna. Víkur nú sögunni að meiðyrða- máli sem Jóhann Bergþórsson höfð- aði í vetur á hendur Sverrí Ólafs- syni myndlistarmanni. Meðal þeirra ummæla sem Jóhann heimtaði að dæmd yrðu dauð og ómerk voru eft- irfarandi tvær málsgreinar sem birt- ust í DV 16. ágúst í fyrra: „Við myndun meirihlutans var það skilyrði Alþýðuflokks að mála- rekstri á hendur Jóhanni G. Berg- þórssyni væri lokið. Hann sór þess eið að þeir sjálfstæðimenn hæfu þetta samstarf með hreint borð.“ Hér var Syerrir augljóslega að vitna til „fundargerðarinnar". Finn- ur Torfi Hjöríeifsson héraðsdómari ákvað að fá úr því skorið hvað hæft kynni að vera í þessu og kvaddi bæj- arfulltrúa meirihlutans í Hafnarfirði fyrir dóminn sem vitni. Við vitna- leiðslurnar kom í ljós að þetta minn- isblað hafði verið lagt fram á við- ræðufundi bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins með þeim Jóhanni og Ell- ert. í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir: „Upplýst er að nefndir aðiljar héldu ekki fund þennan dag, þ.e. 22. júní [1995], og skjalið er ekki fund- argerð viðræðufundar, heldur minnispunktar einhvers eða ein- hverra bæjarfulltrúa Alþýðuflokks á viðræðufundi. Vitnið Ómar Smári Ármannsson, bæjarfulltrúi, bar að skjalið hefði verið lagt fram á fundi bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins og stefnanda (Jóhanns, innsk. HP) og Ellerts Borgars Þorvaldssonar, en ekki til efnislegrar umfjöllunar." Lítilsvirti eigið höfundarverk Þar með er ljóst að þótt „fundar- gerðin“ hafi aldrei orðið nein fund- argerð heldur einungis minnis- punktar og höfundinum hafi einnig af einhverjum ástæðum skjöplast þegar hann dagsetti plaggið, þá er hér ekki um neina fölsun að ræða. Það er svo út af fyrir sig nokkuð kímileg tilhugsun að dómstóll skuli nú hafa slegið því föstu að hér sé um að ræða minnispunkta „ein- hvers eða einhverra bæjarfulltrúa Alþýðuflokks“. Undir fölsunaryfir- lýsinguna skrifuðu nefnilega allir bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Einn bæjarfulltrúinn skrifaði sem sé undir yfirlýsingu þess efnis að hans eigið höfundar- verk væri falsað! Það er annars af málaferlunum að segja að Sverrir Ólafsson var sýkn- aður af því ákæruatriði sem hér hef- ur verið gert að umtaisefni. Hann var hins vegar dæmdur til að greiða Jóhanni 30 þúsund krónur fyrir að segja hann hafa „gert það að lífsvið- horfi sínu að segja ósatt“. Þetta at- riði taldi dómarinn ekki sannað. Langlífir minnispunktar Minnisblaðið, eða „fundargerðin“ sem allar þessar deilur hafa risið af, ber með sér að vera unnið í fljót- heitum sem minnispunktar og það er fullkomiega Ijóst að höfundurinn hefur ekki ætlað skjalið til opinberr- ar birtingar. Vafalaust hefur ekki hvarflað að honum eitt andartak að þessarar ritsmíðar hans yrði jafnvel lengur minnst en flestra verka þess meirihluta sem hann var að stofna. „Aðilar eru sammáia um að engu eigi að spila út, nema almennu blaðri um trausta fjármálastjórn og fleira til að geta sagt við fréttamenn á eftir, að það er kraftur, eindrægni og ábyrgð sem verði vegarnesti nýs meirihluta J.G.B og E.B.Þ. Sjálfstæð- isflokki og bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins.“ Kímnigáfunnar hefur höfundurinn svo sjálfsagt iðrast beisklega þegar hann sá „fundargerðina“ sína á prenti í Alþýðublaðinu. Þessa dagana er tekist á af hörku innan Alþýðuflokksins um það hvort slíta skuii samstarfinu við Jó- hann Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson. Ef til vill eru þannig senn taldir dagar þess meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem í sagnfræði framtíðarinnar kynni að fá heitið: Meirihluti hins almenna blaðurs. Sjúkrahús irthysa geðfötfuðum Geðhjálp vill kaupa húsnæði Geðhjálp, samtök geðsjúkra og að- standenda, ætlar að grípa til landssöfnun- ar til þess að geta keypt sér eigið húsnæði fyrir sjúklingana sem ríkið hendir út. Sum- arlokanir ríkisins á geðdeildum sjúkra- húsanna koma sér gífuriega illa fyrír geð- fatlaða og aðstandendur þeirra. „Út í blá- inn að loka þessum deildum,“ segir Ing- ólfur H. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, „við verðum að reyna að gera þetta sjálf." „Þessar ákvarðanir stjórnvalda um að skera niður í heilbrigðiskerfinu með því að loka geðdeildunum yfir sumartímann valda því að fólk sem veikist kemst ekki að á deiidunum og það sem er þar fyrir er útskrifað allt of snemma, oft fársjúkt. Þetta eru okkar skjólstæðingar og við get- um ekki unað við þetta. Við höfum tvær leiðir. Annaðhvort að nudda í hinu opin- bera eins og hverjir aðrir iobbíistar og biðja þá að gera þetta ekki. Eða hins veg- ar að gera eitthvað sjálf. Reyna að mæta þeirri þörf sem kemur upp þegar hinn geðfatlaði kemst ekki inn á sjúkrahúsið. Aðstandendur sitja þá oft uppi með sjúk- linginn og ráða kannski illa við hann. Því reynum við að efla aðstandendastarfið og koma upp aukinni félagsaðstoð hér í Hafnarbúðum,“ segir Ingólfur. Geðhjálp hefur um nokkurt skeið haft aðra hæð hússins til umráða en afgangur- inn hýst m.a. göngudeild geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun hjá sjúkrahúsinu að selja hlut þess í Hafnarbúðum og fýsir Geðhjálp mjög að kaupa það undir sína starfsemi. Þar myndi þá vera neyðarat- hvarf fyrir geðfatlað fólk sem úthýst væri af sjúkrahúsunum. „Málið er það að geðsjúkdómar eru að því leyti frábrugðnir öðrum sjúkdómum að þeir brengla skynjun og dómgreind. Geðfatlaðir eiga oft mjög erfitt með að taka á vandamálunum sjálfir. Þess vegna er mjög erfitt fyrir menn að segja við geð- sjúka manneskju: „Heyrðu, bíddu aðeins. Þú ert í sturlunarástandi núna en bíddu í hálfan mánuð!“ Þetta er absúrd og gengur bara ekki. Það er þess vegna sem það er alveg út í bláinn að loka deildunum. Það kemur ekkert í staðinn fyrir þær.“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.