Helgarpósturinn - 17.07.1997, Side 4

Helgarpósturinn - 17.07.1997, Side 4
4 FIMMTUDAGUR17. JÚU 1997 Guðmuiidur Bjarnason umhverfisráöherra hefurgef- iö út yfirlýsingu um aö frek- ari samningar um stóriöju hérlendis veröi ekki geröir fyrr en breytingar á sáttmála SÞ um loftlagsbreytingar liggja fyrir. Talsvert hefur boriö á óánægju meö störf Guömundar í embætti og telja margir hann sýna stór- iöjuframkvæmdum meiri skilning en umhverfinu. Ein- ar Valur Ingimundarson umhverfisverkfræöingur, hvaö finnst þér um þessa yfírlýsingu ráöherra? Innstæðulítið „Ég tel nú reyndar að það búi ekki mikil umhyggja fyrir umhverfinu að baki þessari yfirlýsingu. >að er ósköp einfaidlega verið að reyna að bæta ímyndina aðeins því al- menningur í landinu virðist bera sífellt minna traust til umhverfisráðherra. Þessi yf- irlýsing merkir í raun ekki neitt því eins og Finnur Ing- ólfsson hefur gefið til kynna er ekkert á döfinni á næst- unni. Menn vilja ekki hleypa allt of mörgum verkefnum í gang til að verðbólga og ann- að fari ekki úr böndunum. Þessi yfirlýsing er því ákaflega innstæðulítil. Hún er bara gefin út vegna þess að það kostar ekk- ert að segja þetta eins og stendur. Svo er annað, sem kannski fáir vita. íslendingar, þ.m.t. umhverfisráðherra, hafa ver- ið að reyna, bak við tjöldin, að fá undanþágu frá stefnu Evrópubandalagsins um út- blástur á koltvísýringi og vilja fá að sleppa við að telja stóriðjuna með í sínum kvóta. Það sem hefur verið deilt á undanfarið í umræð- unni um nýtt álver og stór- iðju hérlendis er það að út- blástur frá nýju álveri jafn- gildir útblæstri 20.000 bíla og nú er stefnt að meiri stór- iðju sem myndi margfalda þennan skammt. Á sama tíma erum við skuldbundin til að draga úr útblæstri fyrir árið 2000 þannig að hann verði ekki meiri en hann var fyrir 1990. Þetta hefur hing- að til verið viljayfirlýsing en í Kyoto er stefnt að því að gera þetta að skuldbindingu. Eg held því að Guðmundur geri þetta eingöngu til þess að flikka svolítið upp á ímynd sína en á bak við tjöldin sé verið að vinna að undanþágu fyrir íslendinga frá þessari stefnu og skuld- bindingu annarra Evrópu- þjóða.“ Megum við viö fleiri verksmiðjum sé allt tekið með í reikninginn? „Það sem skiptir máli að átta sig á er að ef maður horfir til langs tíma eru svona verksmiðjur ekki mjög mannaflafrekar og því ekki mikil atvinnusköpun sem af þeim hlýst. Það er bara fyrst þegar verið er að reisa þær, standa í virkjunarfram- kvæmdum o.s.frv. að mörg störf skapast í kringum þær. Spurningin er: Þjóna þær langtímahagsmunum okkar íslendinga? Viljum við aug- lýsa ísland sem láglaunaland þar sem orkuverð er lágt og umhverfisvernd í núlli? Menn verða að hugsa sig um og taka skynsamlega ákvörð- un um þetta.“ Hvað áttu við með „Nótt hinna subbulegu starfs- leyfa “? „Ég á við það þegar Guð- inundur Bjarnason keyrði starfsleyfi fyrir Norðurál í gegn í hvelli og með mikiu minni kröfum en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Hann kaus sömuleiðis að horfa framhjá athugasemdum fólks sem góða þekkingu hef- ur á málunum. Á umhverfis- ráðherra að starfa svona?“ í vor kom út skýrsla frá Þjóðkirkjunni um mál sem allir vita af, færri þekkja og enginn getur sætt sig við. Sjálfsvíg ungmenna eru skelfilegur þáttur í þjóðfélagi okkar sem virðist koma upp á yfirborðið með allt of reglulegu millibili. Jafnvel að sumir tala um faraldur sem stingi sér niður meðal ungs fólks sem af einhverjum orsökum líður ekki vel. Þetta er langt frá því að vera séríslenskt fyrirbrigði en vandinn er til staðar og okkar að glíma við. Finnur Þór Vilhjálmsson ræddi við Örn Bárð Jónsson, fræðslu- stjóra Þjóðkirkjunnar, um málið og hvað kirkjan hefurtil málanna að leggja. Hvað fœr ungt fólk í blóma lífsins til að kasta því frá sér á þennan nöt- urlega hátt? „Það er engan veginn einfalt að svara því. Ýmsar tilgátur eru til um það en það er alveg ljóst að fólk sem grípur til slíkra úrræða er í einhvers konar tilvistar- kreppu og hlýtur að eiga í miklu sálar- stríði. Spurningin er hvað veldur því. Eru það félagslegir þættir? Einnig gæti þarna verið um að ræða erfðafræðilega þætti. Það er í vaxandi mæli verið að skoða það hvort geðsveiflur og annað eigi sér rætur í efnaferlum í heilanum. Ég tek það fram að ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði en maður hefur lesið ýmis- legt sem rennir stoðum undir þessa kenningu, enda hafa læknavísindin verið mjög upptekin af þessu á seinni árum. Það eru ekki til nein eindregin svör við því hvað kemur fólki til að taka líf sitt og skilja ástvini sína eftir.“ Nú voru sjálfsvíg lengi vel for- dœmd, m.a. af kirkjunni, og nánast tabú meðal almennings... „Þetta hefur auðvitað verið þekkt alla tíð en kannski lítið rætt og legið í þagnargildi. Ég man að þegar ég var strákur þá heyrði maður sögusagnir um að einhver hefði fyrirfarið sér, en það var nokkuð sem maður talaði bara ekki um. Það var óttablandin afstaða til slíkra mála þá. Ég man ekki eftir því í æsku að ungt fólk fyrirfæri sér. Vafalaust kom það fyrir, rétt eins og nú, en fólk þagði um þess háttar hluti. Svo er þetta auð- vitað spurning um hvernig dauðdagi er skilgreindur hjá fólki. Ég hef jafnvel heyrt því fleygt að sum umferðarslys séu í raun og veru dulbúin sjálfsvíg. Þetta las ég í blaði á Norðurlöndunum fyrir stuttu. Stundum er einfaldlega ekki hægt að skýra þetta á neinn annan hátt. Hvað veldur því að bílstjórinn á smá- bílnum sveigir alit í einu fyrir stóran flutningabíl?“ Það fólk vill kannski hlífa fjöl- skyldu sinni við sársaukanum sem ella fylgdi óyggjandi sjálfsvígi? „Já, vafalaust er það ætlunin. Það er líka athyglisvert að skoða hina lágu sjálfsmorðstíðni á írlandi og í fleiri kaj> ólskum löndum. Nú er það vitað mál að kaþólska kirkjan tekur mjög harða af- stöðu gegn sjálfsvígum. Kannski er það fyrirbyggjandi. Það má vel vera að af- staða þjóðfélagsins og kirkjunnar valdi því að fólk grípi síður til slíkra úrræða. Hins vegar er sá möguleiki einnig til staðar að sömu orsakir liggi til þess að dánarorsök sé umtúlkuð eða komi ekki fram í skýrslum. Læknir sem stendur frammi fyrir ungri manneskju sem hefur framið sjálfsmorð veit að fjölskyldan myndi ekki afbera það og skilgreinir það kannski örðuvísi. Nú er ég reyndar bara að hugsa upphátt, en þetta er engu að síður eitt af því sem menn hafa velt fyrir sér. Er hörð afstaða fyrirbyggjandi eða verður hún til þess að dánarskýrslur séu falsaðar?“ Er helsti áhœttuhópurinn, sam- kvœmt þessari skýrslu, enn sem fyrr ungir karlmenn? „Já, það virðist vera. Við vitum ekki hvað veldur því. Hugsanlega er eitthvað að í okkar samfélagi sem hindrar unga menn, a.m.k. suma þeirra, í að þroskast eðlilega og skapar þeim ekki nógu góð lífsskilyrði. Það er eins með þetta og annað varðandi þetta mál að við vitum fátt með nokkurri vissu og nauðsynlegt er að rannsaka þetta nánar. Það er lítið hægt að fullyrða svo maður verður að tala varlega um þetta.“ Þetta þekkist samt upp alla aldurs- flokka, ekki satt? „Jú, vissulega, en sérstaklega virðist tíðnin vera há meðal unglinga og ungra karla.“ Hvernig er best að haga forvörnum og fá fólk til að velja aðra leið út úr vandanum? „Ég held að það sé ákaflega mikilvægt yfirhöfuð að kenna ungum sem öldnum, og þá sérstaklega ungu fólki, að það skiptast á skin og skúrir í lífinu. Við lend- um öll í ógöngum þegar allt virðist vera svart en þá þarf fólk að muna að slíkt tekur enda. Það birtir alltaf upp. Eldra fólk þekkir það auðvitað betur, það hef- ur reynslu af mörgum vandamálum sem virtust óyfirstíganleg en leystust samt öll. Yngra fólk býr ekki yfir þessari reynslu og er þess vegna oft óöruggara með sjálft sig. Hættan er sú að það sjái ekki út úr erfiðleikunum, hafi ekki næga lífsreynslu til þess.“ Hvar kemur kirkjan inn í myndina? „Hin trúarlega mótun og það sem kirkjan getur boðað fólki er að það er til lausn. Það er vakað yfir okkur. Kristin trú segir okkur að jafnvel þótt lífið og mennirnir bregðist okkur þá bregst Guð okkur ekki. Við eigum aðgang að honum í bæninni og kirkjan er samfélag sem reynir að halda utan um sitt fólk. Svo er í vaxandi mæli farið að benda á úrræði eins og neyðarlínur, fólki bent á að það getur hringt í sérfræðinga eða einfald- lega talað við vini á svona stundum. Það er nauðsynlegt að kenna ungu fólki að grípa ekki til örþrifaráða heldur hringja í prestinn, Rauða krossinn eða vini og vandamenn og tala um hlutina. Það er svo mikilvægt að geta tjáð sig. Að þora að segja öðrum: „Mér líður illa, það er allt í steik hjá mér.“ Það er engin skömm. Kannski er það einmitt málið að við karl- arnir eigum mun erfiðara með að gera það. Við erum feimnari við að viður- kenna að eitthvað sé að hjá okkur. Að þora að segja vini sínum allt af létta um líðan sína er í sjálfu sér stórsigur og skref í átt að lækningu." Hver er afstaða kirkjunnar til sjálfsvíga? „Kirkjan hefur svo sem ekki birt neina skýra afstöðu. Hún nálgast þetta með umræðu og þess vegna kemur þessi skýrsla út. Það er leið samræðunnar og tjáskiptanna. Fyrst og fremst mætir hún þessu á sviði sálgæslu fyrir þá sem eiga um sárt að binda. Prestar standa reglu- lega frammi fyrir því að jarða ungt fólk sem hefur tekið líf sitt. Þeir gera það náttúrulega með umburðarlyndi og kær- leik gagnvart þeim sem eftir lifa. Ég held að kirkjan gegni mjög mikilvægu hlut- verki þar, við að hugga og hjálpa að- standendum.“ Var ekki lengi vel sannfœring kirkj- unnar að sá sem tœki líf sitt fyrir- gerði sál sinni, mœtti ekki fá legstað í vígðri jörð o.s.frv.? „Jú það var mjög hörð afstaða á sínum tíma en lúterska kirkjan tekur ekki svo harða afstöðu nú á tímum. Hún höfðar fyrst og fremst til miskunnar Guðs. Við vitum náttúrulega ekkert hvað bærist með ungum manni sem sviptir sig lífi, hvaða sálarangist er þar að baki. Það eina sem maður getur gert sem prestur er að fela hinn látna Guði á vald og biðja fyrir honum en reyna svo að hugga þá sem eftir Iifa. Það er ekki okkar að dæma í svona tilfellum.“ Ungt og gamalt Flest álítum viö framtíöina óskrifaö blaö og aö erfitt sé aö segja fyrir um hvaö hún beri í skauti. Öll eigum viö okkur þó drauma sem viö vonum aö rætist einhvern veginn, hversu ósennilegir sem þeir eru. Börn virðast oft ekki sjá muninn á þessum draumum og framtíðinni. Þeir eru framtíöin. Ef þau ætla sér eitthvað þá skal svo vera. En hvernig fer? Veröa þessir draumar aö veruleika og ef ekki, hvaö verður úr? HP spyr annars vegar börn um „hvaö þau ætli að veröa þegar þau veröa stór?" og hins vegar eldra fólk hvað þaö hafi óskað sér í æsku og hvort draumar þess hafi ræst. „Ég ætla að verða flugfreyja af því mamma mín flýgur með vængjunum," sagði Sólveig Ásta Bergsdóttir, 3 ára. Hvað gerir mamma þín þegar hún er í vinnunni? „Hún gefur fólkinu flugvélamat, kjúkling og salat og kannski eitthvað meira. Hún er í flugfreyjufötum og mjög sæt. Ég ætla að verða jafnsæt og mamma.“ Hvert flýgur mamma þín? „Út um allt. Til Baltimore og margra annarra staða." Veistu hvar Baltimore er? „Já, kannski í Boltalandi.“ Ertu ekkert hrœdd við að fljúga svona langt? „Nei, því Baltimore er ekki í út- löndum. Ég hef farið í flugvél áður. Ég flaug til systur minnar í sveitina. í Stórholt. Það er langt langt frá Reykjavík en samt ekki í útlöndum heldur á íslandi. Mamma var flug- freyja þá og hún er líka að fljúga núna.“ Saknarðu henn ar? „Nei, eða jú kannski pínulítið.“ „Ég ætlaði nú að læra tvennt — handavinnu og hjúkrun,“ sagði Þorbjörg Val- gerður Jónsdóttir, 86 ára. „Aðallega langaði mig í hjúkrun því henni hafði ég mest- an áhuga á, en ég var líka hneigð fyrir handavinnu og hafði jafnvel áhuga á að verða handavinnukennari.“ Afhverju langaði þigþetta? „Af því ég fékk hvatningu frá ljósu minni, eða ljósmóður minni. Ég kalla hana allt- af ljósu mína. Hún sagði við mig þegar ég var í barnaskóla: „Þegar þú verður sautj- án ára geturðu farið í Ljósmæðraskólann. Ég hef áhuga á að þú takir við af mér.“ En því svaraði ég: „Nei, það dettur mér nú ekki í hug. Að vera á svona af- skekktum stað þar sem stundum er ekki einu sinni hægt að ná í lækni!“ Ég fæddist nefnilega á Skógi á Rauðasandi árið 1911 og það var ansi langt frá al- faraleið. Ég vildi frekar verða hjúkrunarkona, en það átti nú ekki fyrir mér að liggja. Ég veiktist og varð að hætta við þegar ég var 19 ára. Það grófu úr mér hálskirtlar og ég átti erfitt með að tala skýrt og greinilega. Við vitum öll sem höfum verið á sjúkrahúsi að fólk þarf nú að geta talað hátt og skýrt. Þá gafst ég upp þrátt fyrir að þetta væri bara ársnám í þá daga.“ Hvað með handavinnuna? „Það kom hálfgert ergelsi yfir mig með sjálfa mig og allt í kring um mig. Ég varð leið og ónóg mér. Þá ákvað ég að gefa þetta allt upp á bát- inn og ýta því eins langt í burtu og ég gæti. Ég hugsaði ekkert um að læra framar nema af bókum og þvíumlíku og það hef ég gert.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.