Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.07.1997, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 17.07.1997, Qupperneq 7
FIMIWnJDAGUR 17. JÚLÍ1997 7 gólf. Það eru stuttar göngu- ferðir. Maður bíður. Maður hugsar. Maður bíður. Mað- ur er hræddur. Maður bíð- ur. Maður hlustar. Maður bíður. Maður verður of- boðslega reiður. Maður bíð- ur. Svo hættir reiðin að vera til. Hún deyr. Maður hættir að hugsa. Maður svitnar. Maður bíður. Manni verður kalt. Maður bíður. Skyndilega er kraft- mikill blásari settur í gang og látinn blása lofti inn í klefann gegnum lofræsti- kerfið. Loftþrýstingurinn eykst. Maður fær blóðnasir. Mfiður bíður. I einangrun bíður maður. Maður dofnar að sumu Ieyti en fljótlega verður maður samt eins og hengdur upp á þráð. Þannig leið mér í mörg ár. Ég var heldofinn en samtímis eins og hengd- ur upp á þráð.“ Maðurinn í lakinu „Það er svo merkilegt að þrátt fyrir mikla lyfjagjöf á köflum svaf ég eiginlega aldrei meira en þrjá til fjóra tíma á sólarhring. Á tímabili var beinlínis haldið fyrir mér vöku. Ljósið logaði í klefanum allan sólarnring- inn, hurðum var skellt á nóttunni, gengið á þakinu og veggirnir barðir. Á eftir fylgdi tryllingslegur hlátur fangavarðanna. Andrúms- loftið var orðið rafmagnað. Ástandið var eins og í púð- urtunnu. Mér varð lióst að það yrði ekki langt þangað til þeir færu beinlínis að ganga í skrokk á mér. Næsta skref var að niður- lægja mig. Högni Einarsson leyfði mér ekki að fara á kló- settið nema nakinn. Hann sagði Gunnari Guðmunds- syni frá þessu og Gunnari fannst þetta mjög fyndið. Misþyrmingarnar í Síðu- múlanum voru af margvís- legum toga. Einhverja nótt- ina komu tveir fangaverðir, Skúli Steinsson ásamt öðr- um, inn í klefann til mín, vöfðu mig inn í lak og sveifl- uðu mér fram og aftur. Þessir fangaverðir voru einu mennirnir í þessu sakamáli sem nokkru sinni voru að bjástra við mann í laki. Guðmundur Einarsson var aldrei vafinn í lak. Mað- urinn í lakinu var ég. Drekkingartilraunir Skúla komu seinna. Hann setti fólftuskuna í skolpvaskinn ður en hann byrjaði að kaf- færa mig í honum. En eftir að þessu lauk og þótt ég væri látinn í friði í klefanum svaf ég aldrei meira en, hálfan svefn öll þessi ár. Eg sofnaði oft ekki fyrr en fimm til sex á morgnana og vaknaði fyrir hádegi.“ Himnaríki á Litla-Hrauni „Mín vegna hefði ég eins getað verið lentur í höndun- um á Gestapo eða KGB. Kannski hefðu þeir hjá Ge- stapo pg KGB verið ennþá verri. Eg veit það ekki. En ég veit að þær aðferðir sem íslenska lögreglan beitti dugðu ágætlega. Það hefur verið haft eftir a.m.k. einum fjórmenninganna að hann hafi verið farinn að efast um sakleysi sitt í einangr- uninni og kominn á fremsta hlunn með að játa. Fjór- menningarnir voru þó ekki í gæsluvarðhaldi nema kring- um 100 daga. Og þeim var aldrei misþyrmt. Meðferðin sem ég sætti í Síðumúlan- um var þannig að í vitund minni varð Litla- Hraun að eins konar himnaríkisvist. Á köflum held ég að ég hefði verið tilbúinn að játa nánast hvað sem var, bara til að komast þangað. Kristján Viðar sagði, eitt sinn við Jón Bjarman: Ég er búinn að segja þeim að ég hafi drepið Geirfinn á þrjá vegu. Hvað vilja þeir meira? Eftir á að hyggja er ekki skrvtið að við skyldum játa. Það er miklu skrýtnara að við skyldum draga játning- arnar til baka jafnoft og við gerðum." Þeir höfðu aldrei nertt í höndunum „Hæstiréttur nefnir ekki einu orði upphaf þessara mála. Rannsóknaraðilar höfðu ekkert í höndunum. Barnsmóðir mín var úr- skurðuð í gæsluvarðhald þótt hún væri með barn á brjósti. Henni var haldið í sífelldum yfirheyrslum dög- um saman þar til hún stað- festi framburð gecn mér. Hún fékk að fara heim til barnsins fyrir jól gegn því að eiðfesta þennan fram- burð. Það var verðið sem hún varð að borga. Rannsóknarmenn hafa gefið einhverjar alveg kaf- loðnar yfirlýsingar um að „þeim hafi borist til eyrna“ Kristján og Valtýr handtóku mig einu sinni haustið 1973 og stungu mér inn í hegn- ingarhúsið við Skólavörðu- stíg. Þar var mér haldið inni í nokkra þaga án úrskurðar. Það var Ásgeir Friðjónsson sem kom og leysti mig út. Ég hafði ekki vit á að kæra þetta.“ Það áttu að vera f jór- menningamir „Það varð allt vitlaust í maíbyrjun þegar Erla sagp- ist hafa skotið Geirfinn. Eg held að rannsóknarmenn- irnir hafi fyrst þóst hafa himin höndum tekið en svo fór smám saman að renna upp fyrir þeim ljós. Ef Erla hafði skotið Geirfinn voru það ekki fjórmenningarnir sem höfðu gert það.“ „Mín skoðun er sú — og það er reyndar varla hægt að kalla það skoðun, vegna þess að það liggur svo í augum uppi — að rannsókn Geirfinnsmálsins hafi strax frá upphafi beinst að því að negla fjórmenningana eða öllu heldur fyrst og fremst Sigurbjörn og Magnús. Hallvarður vildi allt til vinna að fá mig til að stað- festa ákveðinn framburð gagnvart fjórmenningun- um, framburð sem hann vissi vel sjálfur að væri tóm della. Hann var meira að segja tilbúinn að sleppa mér úr Guðmundarmálinu í skiptum. En auðvitað vissi hann að Guðmundarmálið var tóm della líka. Þessi yfirheyrsla var hald- in í yfirneyrsluherberginu í Síðumúla. En að sjálfsögðu var ekkert bókað. Ég harðneitaði. Mér fannst komið meira en nóg. Auk þess hefði Hallvarður aldrei, staðið við þetta lof- orð. Ég var ekki búinn að gleyma því hvernig þeir fóru með mig í janúar þegar ég hjálpaði þeim til að ná fjórmenningunum." Þegar ég átti að bjarga Eriu „Eftir á að hyggja er furðulegt að menn með fullu viti skyldu láta sér detta þetta í hug. En þeir voru búnir að akveða að negla fjórmenningana. Gall- inn var bara einfaldlega sá gekk eftir því að fá bókað að ég hefði með skýrslunni að- eins verið að.hjálpa lögregl- unni sagði Örn Höskulds- son mér að fara inn í klefa og hengja mig. Þetta var sú reynsla sem ég hafði af því að hjálpa rannsóknaraðilum þegar Hallvarður lofaði að taka mig þt úr Guðmundarmál- inu. Ég var löngu hættur að trúa orði sem þessir menn sögðu.“ Nýjar sannanir „Það vill svo furðulega til að á þriðjudaginn, daginn sem þessi faránlegi úr- skurður Hæstaréttar birtist, frétti ég af nýjum sönnunar- gögnum um meðferðina í Síðumúlanum. Dagurinn fór að sjálfsögðu allur í fjöl- miðlaviðtöl og myndatökur. Ljósmyndari DV sagði mér af því að hann hefði eitt sinn, á þeim tíma sem ég sat í gæsluvarðhaldi, farið í fylgd blaðamanns heim til móður minnar. Hún þvoði af mér fötin meðan ég sat inni, sótti óhreinu fötin í Síðumúlann og kom með hrein föt í staðinn. Ljósmyndari DV sagði að hún hefði sýnt þeim ýmis föt sem hún hafði fengið í hendur niðri í Síðu- múla rifin og tætt. Ljósmyndarinn sagð- ist hafa tekið ein- hverjar myndir af þessum fötum og var til í að reyna að hafa uppi á þeim fyr- ir mig. Kannski má segja að þessar myndir hefðu gjarna mátt vera komnar fram fyrir þessa end- urupptökubeiðni en mér finnst þetta fyrst og fremst bæði skemmtilegt og merkilegt dæmi um !>að hversu víða má inna rök og sannan- ir fyrir því að ég er að segja satt.“ „Það vill svo furðulega til að á þríðjudaginn, daginn sem þessi fáránlegi úrskurður Hæsta réttar birtist, frétti ég af nýjum sönnunar- gögnum um meðferðina í Síðumúlanum." að ég kynni að vera viðrið- inn nvarf Guðmundar Ein- arssonar. Það hefur aldrei fengist stafkrókur um það hvaðanþeim barst þetta til eyrna. Ég hef ákveðna kenn- ingu um það hvernig þetta gerðist og álít í rauninni að fangelsun mín, Kristjáns og Tryggva hafi verið óumflýj- anleg." Kristján Pétursson og landafræðin „Kristján Pétursson var með Klúbbinn og Sigur- björn Eiríksson á heiían- um. Sigurbjörn bió á Stóra- Hofi í Rangárvallasýslu en ég er fæddur á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. Mér dett- ur í hug að þetta hafi verið ástæðan fyrir því að Krist- ján Pétursson viidi endilega að ég væri í tengslum við Sigurbjörn og Klúbbinn. Hann ruglaði þessu saman og hélt að við værum frá sama bæ. Ef þessi skýring mín er rétt þá er ástæðunn- ar fyrir því að ég skyldi vera bendlaður við Geirfinns- málið að leita í lélegri landafræðikunnáttu Krist- jáns Péturssonar. Kristján Pétursson var alltaf mikill ævintýramaður í sínum störfum og það sama má kannski segja a.m.k. að hluta um Hauk Guðmundsson og Valtý Bjöm Sigurðsson. Þeir Þetta var þráhyggja ættuð frá Kristjáni Péturssyni. Við vorum bara notuð til að ná til þessara manna. Kenningin um fiórmenn- ingana var ekki gefin upp á bátinn þegar þeim var sleppt. Þeim var sleppt vegna þess að það var ekki stætt á að halda þeim leng- ur. Rannsóknaraðilarnir unnu áfram allt sumarið eft- ir þessari kenningu. Þeir ætluðu að negla þessa menn. Það var ekki fyrr en eftir að Karl Schútz var bú- inn að kynna sér málið sem fjórmenningarnir voru strikaðir út. Þá var farið að þjarma að okkur og búa til trúverðuga útgáfu án fjór- menninganna. Karl Schútz kom aldrei hingað til að leysa málið. Hann kom til að loka því. Það gerði hann og í því sambandi skipti það hvorki hann né aðra nokkru minnsta máli hvort við værum sek eða sak- laus.“ Hallvarður lofaði „Það var líklega eftir sam- prófunina frægu í byrjun maí 1976 sem ég var tekinn í yfirheyrslu hjá Hallvarði Einvarðssyni. Hallvarður lofaði mér því að ef ég féll- ist á að viðurkenna að hafa verið í Keflavík með fjór- menningunum skyldi hann sjá til þess að ég teldist sak- laus í Guðmundarmálinu. að þeir höfðu ekkert í hönd- unum. Þess vegna varð að búa eitthvað til. í janúar var hvað eftir annað hringt í Erlu Bolladóttur. Sá sem hringdi sagði ekkert nema einu sinni. Þá sagði hann að henni væri óhætt fram að vissum degi. Erla varð hrædd. Lögreglumennirnir spurðu hverjir það gætu verið sem hún þyrfti að ótt- ast. Hún var leidd til að gefa upp nöfn. Persónulega er ég sannfærður um að það voru lögreglumennirnir sjálfir sem hringdu. En það get ég auðvitað ekki sann- að. Með þessum aðferðum var Erla fengin til að gefa upp „réttu“ nöfnin. Erja var laus á þessum tíma. Ég sat hins vegar inni. Mér var sagt að Erla væri í hættu. Þeir útskýrðu fyrir mér að ég gæti Djargað lífi barns- móður minnar og veitt lög- reglunni ómetarilega hjálp með því að gefa skyrslu um að ég hefði farið með þess- um mönnum til Keflavíkur. Þeir þurftu þennan vitnis- burð minn til að ná þessum hættulegu glæpamönnum og koma þeim bak við lás og slá. Þetta útskýrðu þeir fyrir mér. Þegar búið væri að ná þeim átti svo að koma mér út úr myndinni. Þessu var mér lofað. En þegar búið var að handtaka mennina og ég Hérna liggur dáið fólk grafið „Af öllum þeim ferðum sem farnar voru með mig til að leita að líkum held ég að aðeins ein hafi verið farin að mínu frum- kvæði. Þá kom það upp hjá rannsóknarmönnum að ég hefði farið með Albert Klahn og komið líki fyrir í kirkjugarði. Þá fór ég með þeim í Fossvogskirkjugarð- inn, við gengum inn í miðj- an garðinn og ég sagði: Hérna liggur daið fólk graf- ið. Þetta er eini .staðurinn sem ég veit um. Orn Hösk- uldsson og Eggert Bjarna- son urðu gjörsamlega stjörnubrjálaðir. Þeir tóku mig og fleygðu mér inn í bíl. Mig minnir að þetta hafi verið um páskaleytið og snjór yfir öllu. Þegar við komum aftur að Síðumúlan- um smeygði ég mér úr næl- onsólaskónum og tók á rás. Hugmyndin var sú, eins og með bréfaskriftunum seinna um vorið, að koma á framfæri við umheiminn upplvsingum um nasista- meðferðina í fangelsinu. Ég var hins vegar orðinn svo gjörsamlega máttlaus og þreklaus af meðferðinni að ég lá kylliflatur í næsta skafli. Þaðan var ég svo ein- faldlega dreginn inn. Hins vegar er í fangelsisdagbók- inn gert talsvert úr peim hetjuskap Arnar Höskulds- sonar að hlaupa mig uppi.“ Ég gefst aldrei upp Þannig lýsir Sævar Ciesi- elski fáeinum minninga- brotum sem skýtur upp í huga hans að kvöldi dags- ins sem Hæstiréttur dæmdi hann aftur sekan um tvö manndráp. Maður skyldi ætla að hann væri búinn að fá nóg. Verður ekki ein- hvern tíma að setia punkt aftan við alla hluti? Verður maður ekki að sætta sig við að hafa tapað fyrir ofurefl- inu, jafnveí þótt sannleikur- inn og réttlætið séu í húfi? Hvernig stendur á því, Sæv- ar Ciesielski, að þú gerir ekki það sama og flestir aðrir virðast gera undir slíkum kringumstæðum, af- Í'reiðir þetta mál og leggur >að að baki þér og ferð að ifa þínu lífi? Sævar svarar þessari spurningu en úr svip hans má lesa að hon- um finnst hún ekki íhugun- ar virði. „Ef við tökum sem dæmi þá sem lentu með mér í þessu sýnist mér nokkuð mikið sagt að þeir séu að lifa lífinu. Þeir eru meira eða minna brotnir. I mínum huga er þetta spurning um réttlæti. Og þessi spurning um réttlæti,er fyrir mér lífs- spursmál. Ég vil geta borið virðingu fyrir sjáTfum mér. Sá sem ekki getur borið virðingu fyrir sjálfum sér er ekki n,eitt. Hann er einskis virði. Ég ætla ekki að ganga með, hauspoka um göturn- ar. Eg var dæmdur saklaus og ég ætla að fá leiðréttingu áþeim dómi. Ég get heldur ekki sætt mig við að þeir menn sem pynduðu mig og vanvirtu, misþyrmdu mér og hótuðu lífláti skuli ekki þurfa að svara til saka fyrir það. Ég var dæmdur sakiaus fyrir tvö manndráp. Þeir voru sekir og eru sekir þótt þeir hafi ekki verið dæmdir heldur margir hverjir hækk- aðir í tign eins og í verð- launaskyni. Þessu máli er ekki lojdð. Það er rétt að byrja. Ég hef heitið sjálfum mér því að gefast ekki upp. Ég gefst aldrei upp.“ Réttiætið er ekki ókeypis „Á þessari stundu veit ég ekki nákvæmlega hvað ég geri næst en það er um ýmsa kosti að velja. Mér finnst til dæmis vel koma til greina að fá álit umboðs- manns Alþingis á úrskurði Hæstaréttar. Hæstiréttur viðurkennir að ný gögn hafi komið fram en neitar samt að taka málið upp aftur. Stenst sú ni^urstaða gagn- vart lögum? Ég get vel hugs- að mér að fá svar umboðs- manns Alþingis við því. Mér finnst líka dálítið skemmtilegur sá möguleiki að höfða mál á hendur Hæstarétti. Mér skilst að Éað sé tæknilega mögulegt. f ég tapa málinu áfrýja ég að sjálfsögðu til Hæstarétt- ar. En það sem er erfiðast og brennur heitast á mér eru óneitanlega fjármálin. Ég átti dálitfa peninga upp- safnaða þegar ég byrjaði á þessu. Þeir peningar eru löngu búnir og ég er orðinn skuTdugur. Ég hef sótt um styrki hér og þar en hvergi fengið neina úrlausn. Að leita réttar síns í þessu máli er fullt starf. Það starf hef ég unnið launalaust fram að þessu. Ég veit að almenn- ingur stendur með mér í þessu máli. Skoðanakann- anir hafa sýnt það og ég hef fundið það sjálfur. Fjölda- margir aðilar hafa haft sam- band við mig. Það sem nú liggur fyrir er að finna ein- hverjar leiðir til að afla fjár til að halda starfinu áfram. Réttlætið er ekki ókeypis.“ Viðtal: Jón Daníelsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.