Helgarpósturinn - 17.07.1997, Qupperneq 11
RMMTUDAGUR17. JUU1997
mmmJLíá
Lýðræðið og hroki valdsins
í viðhorfskönnunum hefur það
komið fram að tiltrú fslendinga
á íslensku réttarkerfi er ekki
sérlega mikil. Hin svokölluðu
Guðmundar- og Geirfinnsmál
hafa ekki síst átt sinn þátt í því
að rýra það traust sem lands-
menn bera til réttarkerfisins.
Frásagnir Erlu Bolladóttur,
Guðjóns Skarphéðinssonar og
Sævars M. Ciesielski á undan-
förnum misserum um meðferð
þá sem þau og aðrir sakborn-
ingar hlutu á meðan á rann-
sókn þessara mála stóð eru
vægast sagt ógnvekjandi. Árið
1994 fór Sævar fram á að mál
hans yrði endurupptekið í
Hæstarétti. Nú, nærri þremur
árum síðar, hefur Hæstiréttur
íslands hafnað beiðni hans
m.a. á þeirri forsendu að nýjar
upplýsingar sem Sævar lagði
fram máli sínu til stuðnings
hefðu sjálfsagt ekki breytt af-
stöðu dómaranna sem dæmdu
í málinu árið 1977 á grundvelli
laga sem þá ríktu. Urskurður
Hæstaréttar byggist á þeirri
lagatúlkun að sú lagabót sem
gerð var á lögum um meðferð
opinberra mála árið 1991 nái
ekki til mála sem afgreidd voru
fyrir þann tíma. M.ö.o. þá sýp-
ur Sævar seyðið af því hve lög
um meðferð opinberra mála
voru frumstæð á þeim tíma
sem ríkið sótti hann til saka.
Hæstiréttur fellst hins vegar á
að Sævar hafi sætt ólögmætri
meðferð á meðan á gæsluvarð-
haldsvist hans stóð.
Hið óskeikula dómsvald
Það er óhætt að segja að al-
menningur hafi beðið þess
með nokkurri óþreyju að
Hæstiréttur kæmist að niður-
stöðu, ekki síst vegna þess að
fólk telur mikilvægt að geta
treyst því að það eigi í einhver
hús að venda þegar það hefur
verið beitt óréttlæti.
Á þeim þremur árum sem
það hefur tekið Hæstarétt að
afgreiða beiðni Sævars um
endurupptöku hefur almenn-
ingur styrkst í þeirri trú að rík-
isvaldið hafi farið offari í máli
sínu gegn sakborningunum í
Guðmundar- og Geirfinnsmál-
unum. Endurupptaka málsins
gegn Sævari hefði í raun snúist
um það hvort íslensku réttar-
kerfi hafi verið og sé treyst-
andi. Um það fæst hins vegar
engin niðurstaða nú þar sem
beiðni Sævars um endurupp-
töku hefur verið hafnað. Þvert
Þjóðmál
Stefanía
Óskarsdóttir
skrifar
á móti styrkir úrskurður
Hæstaréttar grunsemdir um
að „kerfið" standi svo saman
að það sé næsta ómögulegt að
hnekkja niðurstöðum sem frá
því koma.
Þessar grunsemdir fá byr
undir báða vængi vegna orða
Ragnars Aðalsteinssonar,
hæstaréttarlögmanns og skip-
aðs talsmanns Sævars M. Ci-
esielski, sem birt voru í Morg-
unblaðinu 16. júlí. Þar segir
Ragnar að úrlausnin beri með
sér að dómararnir telji það
mjög mikilvægt að viðhalda
goðsögninni um hið óskeikula
dómsvald og gangi þar af leið-
andi mjög langt í að túlka lög
andstætt einstaklingum og í
hag þeim sem fara með dóms-
valdið. Réttur einstaklinga víki
þannig fyrir nauðsyn þess að
dómar séu endanlegir og leiði
til lykta ágreiningsefni í eitt
skipti fyrir öll.
Heimskur almenningur
Ragnar H. Hall, sem skipað-
ur var sérstakur ríkissaksókn-
ari vegna beiðni Sævars um
endurupptöku, sagði í fjölmiðl-
um kvöldið sem úrskurðurinn
féll að hann væri mjög sáttur
við hann, enda væri hann hlið-
stæður niðurstöðum sinnar
eigin greinargerðar. Þá lýsti
Ragnar H. Hall undrun yfir því
að almenningur treysti sér til
að fella dóma í þessi máli; al-
menningur sem hvorki hefði
vit á lögum né lesið þann ara-
grúa gagna sem til væru um
málið. Taldi Ragnar að almenn-
ingur hefði vísast gleymt því
að hinir dæmdu voru engir
„kórdrengir" á þeim tíma sem
þeir voru handteknir. Ragnar
H. Hall hafði látið svipaða
skoðun í ljós í umræðuþætti
sem sýndur var í ríkissjón-
varpinu eftir frumsýningu á
mynd Sigursteins Mássonar
um Guðmundar- og Geirfinns-
málin sl. vetur. 1 þeim um-
ræðuþætti skiptust á skoðun-
um annars vegar Sigursteinn
Másson og Ragnar Aðalsteins-
son og hins vegar ýmsir full-
trúar ríkisvaldsins. I máli full-
trúa ríkisvaldsins kom glöggt
fram að þeir töldu réttarkerfið
svo til gallalaust og að Sævar
og aðrir hefðu hlotið makleg
málagjöld.
Það kann vel að vera að það
hafi verið rétt hjá þeim, en
hins vegar snýst þetta mál
Sævars um annað og meira.
Það snýst um grundvallarat-
riði lýðræðisins. Lýðræði
byggist á vissu um að einstak-
lingar séu frjálsir og njóti virð-
ingar þeirra sem með valdið
fara. Þá byggist lýðræði á
þeirri vissu að einstaklingar
hafi til þess vit að taka þátt í
mikilvægum ákvörðunum sem
varða hag samfélagsins. Lýð-
ræði gengur út frá því að ríkis-
valdið eigi að þjóna einstak-
lingum en ekki öfugt. Þá bygg-
ist lýðræði á virkni þegnanna.
M.ö.o. er lýðræði andstæða
einræðis sem gerir almenning
að þolendum. Ein grundvallar-
forsenda lýðræðis er að al-
menningur sé sáttur við lög
samtímans og skilji þau. Rétt-
arkerfi sem virðist byggjast á
gerræði fer ekki saman við lýð-
ræðishugmyndir. Almenningur
vill að ríkisvaldið staðfesti það
stöðugt að lögin og fram-
kvæmd þeirra séu samstiga al-
mannavilja og fari ekki í mann-
greinarálit. Þeir sem fara með
ríkisvaldið verða að gera sér
grein fyrir þessu mikilvæga at-
riði og bregðast við I samræmi
við það.
Þrátt fyrir efasemdir Ragn-
ars H. Hall sýna skoðanakann-
anir að íslenskur almenningur
treystir sér til að álykta að eitt-
hvað hafi verið bogið við máls-
höfðun ríkisins á hendur Sæv-
ari Ciesielski á sínum tíma. Við
íslenskum almenningi blasa
eftirtaldar staðreyndir: í þess-
um morðmálum fundust aldrei
nein lík né nokkur sönnunar-
gögn um að morð hefðu verið
framin eða hvernig þau áttu að
hafa verið framin. Dómurinn
byggðist á játningum sem virð-
ast hafa verið fengnar fram við
annarlegar aðstæður. Lagasér-
fræðingur ríkisvaldsins, Ragn-
ar H. Hall, segir málið hins veg-
ar ekki svona einfalt, til séu
gögn um það upp á mörg þús-
und blaðsíður. í stað þess að
gera lítið úr almenningsálitinu
hefðu Ragnar H. Hall og aðrir
fulltrúar hins opinbera átt að
beita sér fyrir aðgerðum sem
sannfært hefðu almenning um
að íslensku réttarkerfi væri
treystandi. Hroki er ekki væn-
leg leið til þess.
Hroki kirkjunnar
Það var slíkur hroki gagn-
vart fólki sem kom hr. Ólafi
Skúlasyni og íslensku þjóð-
kirkjunni í vond mál fyrir um
einu og hálfu ári. í sjónvarps-
viðtali þá sagði hr. Ólafur það
fjarstæðukennt að hann mundi
láta einhvern fjölda kvenna,
sem töldu sig hafa verið beitt-
ar ranglæti af hans hálfu,
hrekja sig úr embætti. Reyndar
sóttust þessar konur ekki eftir
því, heldur hinu að þeir sem
væru í forsvari fyrir kirkjuna
hlustuðu á klögumál þeirra
gegn biskupi. Vandræði kirkj-
unnar fólust hins vegar í þvt að
hún var ekki tilbúin til þess að
hlusta á konurnar né að leysa
úr ágreiningi með lýðræðisleg-
um hætti. Þess í stað var skor-
að á presta landsins að slá
skjaldborg um biskup, því
hann væri yfir það hafinn að
vera borinn sökum. En skjald-
borgin lokaði biskup inni. Bisk-
upi var ekki gert kleift að verja
sig á annan hátt en að birtast í
fjölda viðtala þar sem hann lét
sitthvað flakka. Mannorð hans
hjaut skaða af og um síðir til-
kynnti biskup að hann myndi
láta af embætti fyrr en til stóð.
Vegna þessa stöndum við
frammi fyrir biskupskosning-
um nú. Frá sjónarhóli almenn-
ings verður það helsta verk-
efni nýs biskups að sannfæra
okkur um að kirkjan hlusti á
alla og bjóði alla velkomna.
Vilji kirkjan komast hjá því að
liðast í sundur verður hún að
hrista af sér ímynd þjóðfélags-
legrar íhaldssemi sem virðist
að mörgu leyti andsnúin kon-
um og minnihlutahópum.
Þannig heyrist það enn innan
kirkjunnar að kvenprestar séu
ekki fullgildir félagar. Þetta
kom t.d. glögglega í ljós í um-
mælum Geirs Waage þegar
hann útskýrði hvers vegna
einni konu hefði nýlega verið
boði sæti í stjórn prestafélags-
ins: það var til þess að forðast
óheppileg upphlaup kven-
presta! Þessi ummæli Geirs
hafa styggt margar konur. Að
sama skapi er því haldið fram
af sumum innan kirkjunnar að
enn sé kirkjan ekki tilbúin til
þess að fá konu fyrir biskup.
Þvílík fjarstæða. Tími kvenna
er alls staðar löngu kominn.
Hann gekk í garð um leið og
lýðræði var staðfest.
Þeir sem með valdið fara,
hvar sem er, verða að hafa í
huga að lýðræðisreglan býður
að allir séu fullgildir meðlimir í
samfélaginu. Þannig verða þeir
í orði og verki að láta sem þeir
virði almannavilja. Það heyrir
til liðinni tíð að almenningur
samsinni því að hlutskipti
hans sé að þegja. Það felur í
sér að valdið verður að hlusta.
lii
„Þeir sem með valdið fara, hvar sem er, verða að hafa í huga að
lýðræðisreglan býður að allir séu fullgildir meðlimir í samfélaginu. Þannig
verða þeir í orði og verki að láta sem þeir virði almannavilja.
Það heyrir til liðinni tíð að almenningur samsinni því að hlutskipti hans sé að
þegja. Það felur í sér að valdið verður að hlusta.“
Viljiö þér vita aflatölur eyfirskra árabáta áriö 1764 éöa neysluvenjur reykvískra unglinga á 19. öld? Eöa eitthvaö annaö
sem í tyrstu gæti sýnst falliö í gleymskunnar dá? Þá er ekkert auðveldara en aö fletta upp í Hagskinnu, nýrri bók sem
Hagstofa íslands gaf nýveriö út. Hún er tæplega þúsund blaðsíöur aö lengd og geymir upplýsingar um hvaö sem vera
skal allt frá árinu 1604 til dagsins í dag. HP náöi tali af öörum ritstjóra bókarinnar, Magnúsi S. Magnússyni:
Haglöl ur Qögurra
Voruö þið lengi að koma
bókinni saman?
„Þetta hófst í kringum 1985
og var þá lítið annað en vanga-
veltur. Vinnan sem svo fór í
hönd var eiginlega tvíþætt,
efnisöflun hófst 1988 en árið
1991 byrjuðum við að setja
saman bókina og þá kom til
sögunnar Guðmundur Jóns-
son sagnfræðingur. Árið 1992
urðum við tveir ritstjórar að
bókinni og höfum unnið við
hana síðan þá meira eða
minna.“
Enda er þetta heljarmikið
verk!
„Níu hundruð fimmtíu og sjö
síður nákvæmlega. Jújú, þetta
voru stundum heilmikil átök.“
Hvaðan koma upplýsing-
arnar?
„Þær koma úr hagskýrslum,
gömlum og nýjum. Dregið var
saman efni sem var í afar mis-
jöfnum frágangi og reynt að
samræma það eins og kostur
var. Heimildir voru líka fengn-
ar frá fræðimönnum, t.d. um
einstök svið sem fræðimenn
höfðu öðlast sérþekkingu á í
gegnum rannsóknir sínar.
Töluvert er um þess háttar
töflur í bókinni, t.d. í Vestur-
farabók. Hún fjallar um vestur-
ferðir íslendinga 1870 til 1914.
Samkvæmt bókinni eru þeir
14.268. Þriðji heimildaflokkur-
inn er óbirtar skýrslur og
handrit ýmiss konar af Þjóð-
skjalasafni og Landsbókasafni.
Það á fyrst og fremst við um
fyrri tíma. Þetta eru þessir þrír
aðalflokkar en vinnan hjá okk-
ur fólst hins vegar mestmegnis
í því að samræma efnið. Fara í
gegnum það og skrifa skýring-
ar við.“
Hvert er notagildi þessar-
ar bókar?
„Hún er hugsuð fyrir náms-
fólk, fræðistörf í félagsvísind-
um og sögu og fyrir alla áhuga-
menn um þessi mál. Bókin er
einnig hvalreki á fjörur Hag-
stofunnar sjálfrar. Til okkar
berst aragrúi fyrirspurna um
margvísleg söguleg málefni,
hvað íslendingar voru margir
um aldamótin og fleira mun
flóknara. Hingað til höfum við
þurft að leita uppi rykfallnar
skrár í hillum okkar en nú næg-
ir að fletta upp í Hagskinnu.
Bókin gefur einnig ágæta mynd
af stöðunni í hagskýrslukerf-
inu, hvað vantar o.s.frv.“
Hvaða upplýsingar var
erfiðast að ná í?
„Gífurleg vinna að samræma tölumar," segir Magnús S. Magnússon,
annar rttstjóra Hagskinnu, t.v Guðmundur Jónsson.
„Það var mikið verk að finna
tölur um eldri tíma sérstak-
lega. Það þurfti að hafa tals-
vert mikið fyrir því að finna
þessar tölur á Þjóðskjalasafn-
inu og öðrum stofnunum. En
það var ekki aðalmálið. Mun
meiri vinna fólst í því að sam-
ræma og setja saman þessar
töflur svo áherslur og efni
yrðu þau sömu. Við leituðum
víða en samt sem áður vitum
við vel af því að við gerðum
ekki tæmandi skrá. Við tókum
það sem við þekktum til og
þess vegna má vel vera að
fræðimenn komi fram með efni
sem við höfum einhverra hluta
vegna misst af eða ekki vitað
af. Við fögnum því að sjálf-
sögðu ef eitthvað fleira kemur
í leitirnar sem fræðimenn hafa
legið á og verið búnir að rann-
saka. Enda markmiðið að
varpa ljósi á tölurnar og þróun
þeirra. Því meiri nákvæmni,
því betra.“
c