Helgarpósturinn - 17.07.1997, Síða 16

Helgarpósturinn - 17.07.1997, Síða 16
16 F1MMTUDAGUR17. JÚLÍ1997 ■***fWBI Aldrei þessu vant eru miklar kröfur og væntingar gerðar til landsliðsins í knattspyrnu. Eft- ir ákaflega klénan árangur í undankeppni HM hefur verið ráðinn nýr þjálfari sem margir binda vonir við. Guðjón Þórð- arson er vanur pressu og kröfu um árangur, en það hljóta að vera viðbrigði að þurfa að standa þjóðinni skil á gerðum sínum. Byltingarsinnar, sem vonuðu að Guðjón gerði grundvallarbreytingar á liði sínu, verða að bíða enn um sinn. Breytingar Guðjóns eru ekki drastískar, en engu að síð- ur gefa þær vísbendingar um hvernig blanda hugnast Guð- jóni. Þarf kjark til Það þarf kjark til að taka menn eins og Amar Gunn- laugsson og Amar Grétarsson úr hóp. Kannski á það sérstak- lega við um Arnar Grétarsson, sem loksins er kominn í at- vinnumennskuna. Það er svo ekkert launungarmál að Gunn- laugsson er ekki í leikæfingu og það ætti Guðjón að sjá manna best. Þótt Guðjón hafi sagst halda öllum dyrum opn- um þá er það mál manna að Ríkharður Daðason og Ágúst Gylfason séu ekki ofarlega á lista landsliðsþjálfarans. Guðjón segist velja leikmenn með tilliti til leiksins, það er gott, og þótt ekki verði stað- hæft hér og nú að það séu ný vinnubrögð (hjá landsliðsþjálf- ara íslands) þá eru þau örugg merki þess sem koma skal. Landsliðsþjálfarinn hefur úr u.þ.b. 25-30 manna kjarna að velja og á auðvitað að leitast við að velja hóp manna sem henta í tiltekið verkefni. Það er klárt mál að það er ekki um nægilega auðugan garð að gresja þegar kemur að lands- liðshæfum leikmönnum. Það er kannski helsta vandamálið og Logi Ólafsson leið vissu- lega fyrir það. En það var hon- um ekki þungbærara en öðr- um. Eins og Guðjón getur á engan hátt skýlt sér á bak við það — sem hann hefur reynd- ar ekki gert, vegna þess að það hefur alltaf legið ljóst fyrir. Þjálfarinn hefur sagt að það verði merkjanleg breyting á taktík, það sé klárt. Hvað sem öðru líður þá verður liðið án efa kvikara og grimmara en það var í síðasta leik. Guðjón varar við óhóflegri bjartsýni. Það er af sem áður var þegar íslendingar unnu Norðmenn einum færri nær allan síðari hálfleikinn. Nýjasta afrek Norð- manna er að gjörsigra Brass- ana 4-2 á meðan íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti (miklu frekar þreyttu sauð- nauti) frá síðustu viðureignum sínum. Það hefur áður verið minnst á þessa grátlegu stað- reynd í HP, en hér kemst ekki jafnmikill skriður á íþróttalíf og í Noregi fyrr en Dabbi krull og félagar sjá að það borgar sig að fjárfesta í framtíðinni — með því að setja peninga í íþróttahreyfinguna. En það er önnur saga. Langt um liðið Nýliðar, ef nýliða skyldi kalla, eru þeir Einsi „takt’- anná“ Dan og Sverrir „marka- skorari” Sverris. Þeir hafa báð- ir spilað vel það sem af er móti og Sverrir er um þessar mund- ir með markahærri mönnum deildarinnar. Nokkuð sem ætti að koma á óvart, miðað við Um mánaðamótin verður lokað á félagaskipti leik- manna. Því má búast við tals- verðum hræringum í byrjun- arliðum á næstunni og það sem meira er; tilfæringum milli liða. Enn hafa engin stór- tíðindi gerst, en það er lognið á undan storminum. Ansi víða eru slagsmál á æfingum og fúkyrði orðin daglegt brauð eða því sem næst. Eins og vill verða er mórallinn misgóður. Fjöldi brottrekinna þjálfara er meiri nú en oft áð- ur. Segja margir að það sé vísbending um að stjórnar- mennn og stjórnunarhættir knattspyrnudeilda félaganna séu að breytast. Hingað til hafa stjórnarmenn sætt sig við það hlutskipti að sjá um rekstur deildanna (með mis- jöfnum árangri) en nú er klón forseta Barcelona og Real Madrid víða að finna í ís- lenskum fótboltaheimi. Stjórnarmenn eru farnir að hlutast til um og vilja hafa hönd í bagga með vali á lið- um. Kannski er það ekki skrýtið þar sem ánægjan við að reyna að afla fjár er án efa hvorki mikil né viðvarandi og menn verða jú að reyna tryggja það að íiðið haldi sér uppi eða nái tilsettum mark- miðum. Það má búast við að ýmis- legt verði gert til að blíðka þá leikmenn sem lítið hafa feng- ið að spreyta sig til að varna því að þeir fari. Þetta á auð- vitað helst við um stóru fé- lögin, sem hafa 18-20 góða menn. Litlu liðin verða á höttun- um eftir liðsauka fram að skiptum og eðlilega vilja menn frekar spila en verma varamannabekkinn. Því er það spá HP að ansi margir fái sénsinn í þessari umferð því næsta umferð hefst ekki fyrr en 6. ágúst. „Af hverju er ég ekki í landsliðinu? Þetta er ekki sanngjarnt, er ég líka í agabanni hjá landsliðinu?" þjálfari hvaða stöðu hann spilar. Hvað varðar Einar Þór er ekki ólík- legt að hann byrji inná. Arnar Gunnlaugsson vinstrifótar- maður er ekki með og því ætti leiðin að vera nokkuð greið fyrir Einar. Eyjólfur og Sverrir spiluðu síðast saman fyrir átta árum. Það var með Tindastól, þar sem þeir voru sífellt að slást á æfingum en þegar í leiki var komið stóðu þeir saman sem einn maður. (Reyndar var stór- hættulegt að abbast upp á ein- hvern Sverrisson á þessum ár- um þar sem þeir voru fjórir í liðinu). í samtali við HP (sjálf- an) sagðist Sverrir gleðjast yfir Sverrir Sverrisson er kominn í landsliðshópinn og fær væntanlega að spreyta sig eitthvað gegn Norðmönnum. Kristófer Sigurgeirsson, sem er kominn í lið Fram, virðist vera að sýna Sverri nýtt dansspor. Kristó þykir geysiflinkur dansari. að hafa verið valinn í hópinn og nú væri bara að standa sig. Það gerði þetta enginn fyrir sig. Hvernig sem leikurinn fer verður örugglega margt um manninn á vellinum. Flestir eru forvitnir og vilja sjá til nýs þjálfara sem miklar vonir eru bundnar við, kannski of mikl- ar. Þótt Guðjón hafi sannað sig í þjálfarasæti er það nýtt hlut- skipti fyrir hann að stýra veiku liði gegn sterku. Svo er bara að minna á orð tvíburanna af Skaganum, sem beindu þeim tilmælum til KSÍ fyrir tveimur árum að spila bara „We will rock you“ með Queen fyrir leiki og hætta með þessar öm- urlega lásí upphitunargrúpp- ur. Þeir sem leggja leið sína á völlinn geta verið vissir um að sjá góðan fótbolta, að minnsta kosti hjá öðru liðinu og von- andi báðum. Eftir bókiimi Lárus Guðmundsson ber skynbragð á fótboita, það sannaðist best á skrifum hans í HP sl. fimmtudag. Lárus, sem áhugasamir geta séð á myndbandinu „Own Goals and Gaffs“ skora úr tækl- ingu á 30 metrum (ekki sjálfsmark), sagði fyrir um gengi liðanna í efstu deild í síðari umferð og hvaða menn þyrftu að hrökkva í gang. Þótt ekki sé nema ein umferð umliðin frá skriíum Lalla er þegar vert að minnast á hluti sem hafa gengið eftir. Lárus sagði að til að Grindvíkingar ættu möguleika þyrftu útlending- arnir að taka af skarið. Það var einmitt það sem þeir gerðu gegn döprum Vals- mönnum. Senisa Kekic og Zoran Kjubicic sáu um Vals- ara og ef Zoran, sem á yfir- leitt góða leiki, fer að detta í sitt besta form þá halda Grindvíkingar sér uppi. Án þess að Gummi Torfa þurfi að reima á sig skóna. Annað sem Lárus var með á hreinu — og kemur kannski mörgum á óvart — er að Jón Sveinsson Fram- mari er að spila sitt besta tímabil í mörg ár. Hann er um þessar mundir einn af best stemmdu varnarmönnum landsins. Eiginlega minnir hann um margt á fyrrverandi fyrirliða AC, Franco Baresi. Meira að segja hárgreiðslan er svipuð, ef hárgreiðslu skyldi kalla. Menn eru að nýju farnir að tala um Jón „Klett“ Sveinsson. Jón, Paul McGrath ætlar að spila í úrvalsdeildinni í vetur — þú átt nóg eftir! Menn eru misfótógenískir, það er rétt. En ákaflega slæm mynd af Lárusi í síð- asta HP skrífast á HP en ekki litla fyr- irsætuhæfileika Lárusar. Stjórn.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.