Helgarpósturinn - 17.07.1997, Síða 19

Helgarpósturinn - 17.07.1997, Síða 19
FIMMTUDAGUR17. JUU1997 19 THfinningar kokksins eru slerkasta kiyddid „Ég er sko alveg rosalegur kokk- ur,“ fullyrðir Mummi í Mótorsendlin- um þegar við spyrjum hann varfærn- islega hvort hann kunni eitthvað með krydd að fara. „Má ég benda þér á að ég var einu sinni kokkur á loðnubát," bætir hann svo við máli sínu til stuðnings. „Það má segja að ég eldi alltaf heima hjá mér, sem kemur reyndar ekki til af góðu, því þó svo konan mín sé ofboðslega hæfileikarík þá er eldhúsið ekki hennar sérsvið. Sjáðu til, hún sýður pylsurnar úthverfar... Það er svolít- ið sorglegt hvað það er búið að leggja niður marga húsmæðraskóla," segir hann svo. NÁTTKJÓLAR OG NAUT- GRIPIR En hvernig mat eldar Mummi? „Ég er svolítið exótískur kokkur, gjör- ||| A samiega óhræddur við að impróvísera. Það er enginn réttur tvisvar sinnum eins hjá mér, enda fer það alveg eftir því í hvernig skapi ég er hvernig maturinn bragð- m » a ast. Tilfinningar kokksins eru aðalkryddið,“ fullyrð- ir hann. „Éf ég er reiður og pirraður þá verður maturinn líka agressífur. Annars get ég verið svo rosalegur dúllari í eldhúsinu að það liggur við að ég svífi þar um í bleikum nátt- kjól,“ bætir hann við og brosir þegar hann sér svipinn á okkur. „Ég á ekk- ert erfitt með að viðurkenna mjúku og kvenlegu þættina í sjálfum mér,“ útskýrir hann, „þótt ég roti svo kannski nautgripi fyrir hádegi." HIN HLIÐIN Á HÖRKUTÓL- INU Það eru þessar mótsagnir í Mumma sem vakið hafa athygli al- mennings. Hann er leðurklæddur frá toppi til táar og ósjálfrátt ákveður maður í huganum að hann sé hörku- tól... jafnvel ofbeldishneigður slags- málahundur. Þessum fordómum neyðist maður hins vegar til að kyngja um leið og maður fer að tala við hann. Honum verður nefnilega tíðrætt um tilfinningar og mannleg samskipti; ást, vináttu og það að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. „Tilfinningin er alltaf sönn,“ fullyrðir Mummi. „Við höfum hins vegar tekið upp þann ósið að flokka tilfinningar sem góðar, vondar og hallærislegar. Til dæmis er sjálfsvor- kunn algjör „no-no“-tilfinning. En staðreyndin er að tilfinningarnar eru öryggisventlar sálarinnar. Þegar þú kvefast færðu hor og jafnvel hita. Þannig veistu að þú ert með kvef. Tilfinningarnar láta þig hins vegar vita hvernig sálarástandið er. Sjálfs- vorkunnin segir þér að þú sért sorg- mæddur; réttlætiskennd þinni sé misboðið. Og með því að hunsa þau skilaboð ertu að hafna sjálfum þér.“ ÞAÐ ÞURFA ALLIR PEN- INGA Undanfarin ár hefur Mummi unnið mikið með unglingum, sem hafa ein- mitt hafnað sjálfum sér á einn eða annan hátt. Hann varð frægur fyrir starf sitt í Mótorsmiðjunni og nú hef- ur hann stofnað fyrirtæki þar sem starfsmennirnir eru flestir innan við tvítugt. „Það er svo mikið af krökk- um á aldrinum 16-19 ára sem vita ekkert hvað þau vilja. Þau eru ekki í skóla, fá engar bætur og eiga erfitt og hetjur. Ef þeim er treyst þá reyn- ast þau yfirleitt traustsins verð. Þau eru ofboðslega áhugasöm." — En kúnnarnir, hverjir eru þeir? „Fyrir- tæki, stofnanir og einstaklingar,“ segir Mummi í tilkynningatón. „Ef þú þarft að senda skjöl frá einum stað til annars, ert veikur heima og kemst ekki til að ná í pensilínið í apótekið, nennir ekki út á myndbandaleigu til að skila spólunni o.s.frv. þá hring- irðu í 533-2030 og Mótorsendillinn reddar málunum." EF ÞÚ KEMST EKKI í APÓ- TEKIÐ En hvernig gengur að samræma þetta tvennt; þessa brennandi hug- sjón um velferð unglinganna og hina hörðu hagfræði fyrirtækjarekstrar- ins. „Mjög vel,“ svarar Mummi að bragði. „Krakkarnir standa sig eins « p m m • • • I mat hj Mum í Mótorsmiðjunn með að fá vinnu. Það lá því beint við að gera eitthvað með þeim. Þannig varð Mótorsendill til. Innri vinnan er svipuð og hjá Mótorsmiðjunni en þarna læra þau líka að vinna þýðir peningar. Málið er nefnilega að eigi fólk enga peninga þá freistast það frekar til að verða sér úti um þá með óheiðarlegum hætti. Og þetta á ekk- ert bara við um unglingana,“ segir hann og leggur áherslu á hvert orð. KJUKLINGUR A LA RAGNHEIÐUR OLA- DÓTTIR ÞERAPISTI (Mummi heldur því fram aö þessi réttur sé stútfullur af and- legri orku) Hænsn (kjúklingur) sjávarsalt rauður pipar (cayenne-pipar) Fylling: 4 sneiöar af mjög grófu brauöi 1/2 bolli möndlur 1 epli 1/4 bolli rúsínur 1 tsk óreganó 1/2 laukur Þú byrjar á þvf aö bræöa smjörlíki í potti og steikja sam- an óreganó og iauk. Þegar lauk- urinn er oröinn glær dúndrarðu öilu jummelaöinu útí, leyfir þessu aö steikjast saman dá- góöa stund og hrærir vel í. Þá ervesalings kjúklingurinn glenntur sundur og saman á alla kanta, jummelaðinu troðið inn í hann og honum dúndrað inn í 220' heitan ofn í korter. Þá er hitinn lækkaður 1180' og hænsniö látið dúsa inni í ofnin- um í klukkutíma eöa svo. Á meöan sýöuröu tiýðishrisgrjón og útbýrö salat. ítalskt salat er mjög viöeigandi meö þessum rétti; tómatar, gulrætur, gúrka ogjurtaostur. Veröi þér aö góöu. Að mati margra leynast í afstöðu himintunglanna svör við flestum þeim spurningum sem lúta að mann- legu eðli; skapgerð okkar, styrk, veik- leikum og vandamálum. Og ekki nóg með það — fæðingarstaður og -stund ræður líka miklu um mata- ræði manna. Ég meina, maður býður ekki sporðdrekum sama fæði og steingeitum — eða hvað? Fyrir skemmstu barst inn á borð til okkar bók sem ber heitið Ást uið fyrsta bita og þar er þessi matar- stjörnuspeki í brennidepli. Við ætl- um að gera helstu niðurstöðum höf- undanna nokkur skil og lítum fyrst á bragðlauka hrúta, nauta, tvíbura og krabba. Hrúturinn er hraðvirkur og kannski svolítið fljótfær. Hann lifir fyrir líðandi stund; er forvitinn og ör. Þolinmæði hans er á þrotum eftir þrjár mínútur svo þú skalt ekki láta þér detta í hug að bjóða honum í sex rétta dinner. Matur skiptir hann í raun heldur litiu máli — hann borðar til þess eins að ná sér í orku til að geta haldið áfram að skoða, kanna og uppgötva. Það þýðir þó ekki að hann sætti sig við súrmjólk í öll mál. Hrút- urinn er nefnilega landkönnuður í þessu sem og öðru; hann vill eitt- hvað nýtt, framandi — en fljótlegt. Hann er á sífelldum þönum og brennslan er bókstaflega ótrúleg. Hafðu því engar áhyggjur af kaloríu- fjöldanum þegar þú eldar fyrir hann — feitlaginn hrútur er vandfundinn. Ævintýraþráin er það sem þjakar hann helst svo hikaðu ekki við að nota pipar, sinnep, karrý og kóríand- er — og jafnvel heilu haugana af því. Megum við mæla með indverskum karrýrétti með svolitlu engiferi og kannski gorgonzola-osta-salati? Nautið er nautnadýr sem gerir kröfur. Það vill hefðbundinn mat sem búið er að nostra við tímunum saman; kjöt, kartöflur, þykka sósu — og mikið af því. Það fúlsar við „frönsku línunni“ og telur kússkúss og salatblöð vera kanínufóður. Láttu ekki heldur hvarfla að þér að bjóða nautinu upp á pappadiska og plast- glös. Postulín, kristall og damask- dúkar eru þeirra ær og kýr. Kólest- eról er orð sem nautin hafa aldrei heyrt svo þér er óhætt að nota smjör, egg og feita osta. í stuttu máli sagt; leiðin að hjarta nautsins liggur um magann; það vill alvöru mömmu- mat — og kannski svolítið nudd í desert. Tvíburinn er óútreiknanlegur fjör- kálfur. Eigirðu von á honum í mat skaltu gera ráð fyrir að hann komi tveimur tímum of seint — ef hann á annað borð lætur sjá sig. ísskápur tvíburans er yfirleitt jafn tómur og kassi ríkisstjórnarinnar og í rauninni skiptir það meira máli að samræð- urnar við borðið séu áhugaverðar en að maturinn sé í einhverjum sér- flokki. Litlir kaldir réttir eiga vel við þegar von er á tvíbura í mat (það skiptir þá minna máli þótt hann mæti um miðnættið), niðurskorið græn- meti, ídýfur og umfram allt fjörugar rökræður — og hann er alsæll. Krabbinn er kokkur af Guðs náð. Hann nýtur þess að næra og dekra við þá sem honum þykir vænt um og aðalkrydd krabbans er kærleikurinn. Þú skalt því gæta þín á því hvaða til- finningar þú setur í matinn hans; hann er svo næmur að hann mun finna pirringsbragðið og reiðikeim- inn eins og skot. Krabbinn heldur fast í gamlar hefðir og því mælum við með mömmumat handa honum. Þetta er rómantískur náttúruunn- andi, svo það væri ekki úr vegi að bjóða honum í pikknikk ef vel viðrar. Pastaréttir fara líka vel í krabbann og svo er hann sælkeri í ofanálag. Ekki gleyma konfektinu með kaffinu. Framhald í næstu viku.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.