Helgarpósturinn - 17.07.1997, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR17. JUU 1997
Rómantík
PRJCE
OF
HONOUR
JAN Goodvvin
Jan Goodwin
Price of Honour
Warner Books 1994
Konur og Múhameð
Fyrír tuttugu árum voru konur I
fran meö kosningarétt, þær
máttu vinna utan heimilis og
höföu nokkurt sjálfræöi. Eftir bylt-
inguna 1979 hrundu mannrétt-
indi þeirra og nú eru þær á allan
hátt háöar eiginmönnum sínum
og veröa aö ganga í kufli utan
dyra. Saga þessara kvenna er
sorgleg og í senn sláandi. Þetta
er meöai þeirra atriöa sem Jan
Goodwin rekur I stórmerkilegri
bók sinni Price ofHonour.
Jan Goodwin hefur eytt mörg-
um árum I Austurlöndum nær og
kynnt sér menningu múhameös-
trúarmanna. Hún rekur feröasögu
sína til tíu arabalanda og leiöir
lesandann inn I hversdagslegt líf
kvenna í þessum löndum auk
þess aö gefa mjög góöa innsýn í
pólitík og trúarbrögö landanna.
Hún rekur í hnitmiöuöu máli
þróun múhameöstrúar frá upp-
hafi og reynir um leiö aö varpa
nýju Ijósi á hvers vegna hlutirnir
hafa þróast eins og raun ber
vitni.
Bækur um konur undir oki mú-
hameöstrúarinnar hafa verið vin-
sælar undanfarin ár en þessi tek-
ur þeim öllum fram.
Bókin er 367 síður, fæst hjá
Máli og menningu og kostar
1.750 krónur.
John King
Headhunters
Jonathan Cape 1997
Fyrst fótbotö, nú
kynlrf!
Fyrsta bók Johns King hét
The Football Factory og fékk
með afbrigöum góöa dóma sem
fyrsta bók höfundar. Samt náöi
hún ekki miklum vinsældum
meöal almennings. Önnur bók
Kings, Headhunters, hefur hins
vegar náð eyrum almennings og
nú seljast báöar bækurnar
grimmt á Bretlandi.
The Football Factory veröur aö
teljast einhver albesta skáldsaga
sem hefur verið skrifuö um knatt-
spymu. í henni sýnir King á afar
raunsæjan hátt hvernig líf hinnar
sönnu fótboltabullu er. Raunar
gengur John King svo langt aö
halda því fram aö fótboltabullur
séu í engu frábrugönar ööru fólki.
Llklega alveg rétt hjá honum og
þeim sem efast er bent á bókina.
í Headhunters, sem kom út I
síðasta mánuöi, kveöur viö nýjan
tón hjá John King. Nú einbeitir
hann sér aö kynlífi þar sem hann
dregur smám saman fram I sviös-
Ijósiö skrautlegar persónur sínar
og reynir um leiö aö sýna hvaö
býr aö baki karlmennskunni eöa
karlrembunni, hvaö býr aö baki
áhuga þeirra á hinu kyninu.
Þetta er merkileg saga og ekki
skaðar gróft en um leiö fyndiö
oröalag höfundar. John King er
afar beinskeyttur og hvassyrtur
höfundur á köflum en engum ætti
aö leiöast bókin Headhunters.
Bókin er 307 slöur, fæst hjá
Máli og menningu og kostar
2.195 krónur.
-------\------
Lenín og
Jón Sigurasson
Það er orðið áberandi, að
fjölmiðlar þykja um þess-
ar mundir vert umræðuefni.
Það er raunar sá veruleiki, sem
fjölmiðlar í flestum vestrænum
ríkjum búa við. Á sama hátt og
fjöímiðlar gegna mikilvægu að-
haldshlutverki verða þeir sjálf-
ir að búa við eitthvert aðhald
sjálfir. Aðhaldið sem fjölmiðlar
fá hérlendis er því miður alltof
sjaldan vitræn umræða um
mikilvægustu álitaefni fjölmiðl-
unar, heldur ber miklu meira á
merkingarlausum málaferlum
gegn blaðamönnum, sem ein-
staklingar telja, að hafi farið
meiðandi orðum um sig sam-
kvæmt löngu úreltum meið-
yrðalögum.
Vitanlega eiga og skulu ein-
staklingar, sem telja sig æru-
meidda, fara í mál telji þeir
það sjálfum sér, blaðamannin-
um og innlendri blaða-
mennsku til framdráttar. Hins
vegar verður það að segjast
eins og er, að á síðustu misser-
um hafa skotið upp kollinum
mál, sem hafa verið gjörsam-
lega út úr kú. Samt virðist mér,
að dómar hafi almennt verið
harðari en nokkru sinni fyrr.
Niðurstaðan af þessu hefur
orðið sú, að blaðamenn eru
farnir að hneigjast til þess að
taka ekki mark á niðurstöðum
dómstóla.
Og skyldi kannski engan
undra, ef mið er tekið af meið-
yrðalöggjöfinni, einkum þeirri
sérvernd, sem opinberir
starfsmenn hafa búið við.
Þrátt fyrir framangreint kusk
steðja að fjölmiðlunum og
starfsmönnum þeirra á ís-
landi enn alvarlegri vanda-
mál, sem vel að merkja
koma flokkapólitík ekkert
við. Það eru þær hættur,
sem óhjákvæmilega fylgja
samþjöppun eignarhalds,
háskalegum hagsmuna-
tengslum auglýsenda og
eigenda fjölmiðla og íslenzk-
ur lagarammi fjölmiðlunar.
Hér á ég t.d. við þann skort á
öflugri varðgæzlu um tján-
ingarfrelsi og upplýsinga-
frelsi, sem er landlægur hér-
lendis.
Hugtakanotkun torfbæja
og timburkofa
Eitt mikilvægasta mannrétt-
indaákvæði stjórnarskráa lýð-
ræðisríkja eru ákvæði um tján-
ingarfrelsið, hliðstæður prent-
frelsisákvæðis íslenzku stjórn-
arskrárinnar. Það þarf kannski
ekki að taka það fram, að í
stjórnarskrá íslenzka lýðveld-
isins er ekki minnzt einu ein-
asta orði á málfrelsi eða tján;
ingarfrelsi. Bara prentfrelsi. í
lok upplýsingaaldar búum við
enn við hugtakanotkun torf-
bæja og timburkofa, eins og ég
orðaði þetta einhvern tíma.
Raunar er hugtakanotkun
lögfræðinnar kolrugluð, því
prentfrelsi er jafnframt látið
þýða tjáningarfrelsi og stund-
um málfrelsi. Sérfræðingarnir,
sem hafa í nær því tvo áratugi
unnið að endurskoðun stjórn-
arskrárinnar, virðast ekki hafa
gert sér grein fyrir því, að
þessi þrjú hugtök hafa hvert
sína sérstöku merkingu, ef mið
er tekið af vinnuplöggum og
ræðum.
Mikilvægast er, að menn geri
sér grein fyrir því, að tjáning-
arfrelsishugtakið hefur vfðasta
merkingu og felur í sér bæði
frelsi til tjáningar og frelsi til
upplýsinga, þ.e. réttinn til að
fá upplýsingar eða það sem ég
kalla upplýsingafrelsi.
Það verður að segjast eins
Fiölmiðlar
Halldór Halldórsson
skrifar /
og er, að blaðamenn á fslandi
hafa verið fremur daufir, jafn-
vel sljóir, gagnvart sjálfsögð-
um réttindum sínum. Afleið-
ingin er m.a. sú, að fjölmiðlarn-
ir virka ekki sem skyldi í gang-
verki samfélagsins, gangverki
lýðræðisins. Þeir kalla ekki
nema sjaldan fram „offentlig
mening“, „public spirit“, eins
og Jón Sigurðsson orðaði
vitna í Lenín, svona til tilbreyt-
ingar, til að heyra rómaðan og
illræmdan stjórnmálamann tjá
sig, með öfugum formerkjum,
um mikilvægi upplýsingafrels-
is í samfélögum, ekki bara í
lýðræðissamfélögum. Lenín
sagði:
„Hvers vegna ætti að leyfa
málfrelsi og frjálsa fjölmiðla?
Hvers vegna skyldi ríkisstjórn,
sem gerir það sem hún trúir að
sé rétt, að leyfa gagnrýni á
sjálfa sig? Slík stjórn myndi
ekki leyfa stjórnarandstöðunni
að bera banvæn vopn. Hug-
myndir eru mun hættulegri
fyrirbæri en byssur. Hvers
vegna skyldi hverjum sem er
leyft að kaupa prentvél og
dreifa skaðvænlegum skoðun-
um, sem væru eingöngu settar
fram til að koma stjórnvöldum
í bobba?“
Hér á landi hafa blaðamenn
og aðrir ekki notið óskoraðs
tjáningarfrelsis og upplýsinga-
gjöf stjórnvalda er háð duttl-
‘Á,:j ...
. ...........!
þetta árið 1846. Blaðamenn
eiga þó sér þá afsökun að búa
einungis við það „frelsi" sem
þeim er skammtað. Fjölmiðlar
eru vettvangur þjóðfélagsum-
ræðunnar og gjaldmiðill lýð-
ræðislegrar umræðu er upp-
lýsingar.
Því má aldrei gleyma, að
aukin réttindi blaðamanna
tákna óbeint aukinn rétt og
áhrif þegnanna í samfélaginu.
„Hugmyndir mun hættu-
legn en byssur"
Það þarf ekki annað en að
„Það verður að segjast eins
og er, að blaðamenn á íslandi
hafaverið fremur daufir, jafn-
vel sljóir, gagnvart sjálfsögð-
um réttindum sínum. Afleið-
ingin er m.a. sú, að fjölmiðl-
arnir virka ekki sem skyldi í
gangverki samfélagsins, gang-
verki lýðræðisins. Þeir kalla
ekki nema sjaldan fram „of-
fentlig mening“, „public spi-
rit“, eins og Jón Sigurðsson
orðaði þetta árið 1846.“
ungum. Stjórnarskráin er að
stofni til sú sama og kóngur
Danaveldis setti okkur um
miðja síðustu öld.
Hérlendis hafa menn verið
dæmdir fyrir ummæli, sem
voru sönn. Það rímaði illa í
eyrum dómaranna hjá Mann-
réttindadómstólnum, en anzi
er ég hræddur um, að Lenín
hefði verið stoltur af slíku ís-
lenzku lagaákvæði! Ég þekki
ótrúlega marga íslendinga,
sem eru sammála Lenín og
gera sitt til að kæfa allar nýjar
hugmyndir!
í ljósi framangreindra atriða
er mér spurn:
Stendur hugmyndafræði
Jóns Sigurðssonar, upplýsing-
in, okkur ekki nær en alræði
Leníns?
^Bók^serriskjptojTn^^
„Sú bók sem ég hef verið að glugga I undanfarna
mánuði er Siðfrœði Níkomakkosar eftir Aristóteles.
Siðfræði Níkomakkosar er eitt allra áhrifamesta rit
heimsbókmenntanna. Frá því á miðöldum hefur
varla verið skrifað rit sem snertir siðfræði öðruvísi
en með einhvers konar skírskotun til þessa rits.
í ritinu er varpað fram þrem spurningum um
breytni manna. Fyrst er spurt hvað sé hamingja og
hvernig megi öðlast hana. í framhaldi af því er rætt
hvers vegna góð breytni sé einhvers virði og þá
jafnframt hvers virði. Loks er gerð grein fyrir
dyggðinni — hvernig hún getur mótað ásetning og
athafnir manna og að lokum hamingjuna.
Sigurður Líndal prófessor
í ritinu er fjallað um margvíslegar tegundir
breytni manna, hvað stjórni henni, hver sé munur
viljaverka og voðaverka, hverjar séu vænlegastar
aðferðir til að ráða fram úr vanda og komast að nið-
urstöðu. Höfundur ræðir hvað sé í reynd ánægja,
hver sé skýring á breyskleika, hvað greini vitrænar
dyggðir og siðrænar, hver séu einkenni hófsemi,
hugrekkis, veglyndis og réttlætis.
Af einstökum köflum mæli ég sérstaklega með
köflunum um réttlætið og vináttuna.
Umræður um siðferðileg álitaefni hafa farið vax-
andi hérlendis og er þetta rit nauðsynlegur um-
ræðugrundvöllur.“
Alvara
Technoloqy, )obs and Yonr Future
• -
Ijfffí
Lilf I
Th? Dtdme oí the Cioba! Lalior Force
and the Dáwn of tie Pcst Matkct Era
JEREIV1Y RIFKIN
Jeremy Rifkin:
The End of Work
The Decline of the Global
Labor Force and the Dawn
of the Post-Market Era
Putnam Book
Endalok vinnunnar,
endalok markaðaríns
Viö lifum fyrir vinnuna og hún á
stóran þátt í aö skilgreina okkur
sem manneskjur. Til skamms
tíma var þaö líka allt í lagi vegna
þess að af vinnu var nóg að
hafa. En ekki lengur. Fyrirsjáan-
leg er aukin sjálfvlrkni og mettun
þjónustugeirans, sem á síöustu
áratugum tók viö vinnuaflinu er
verksmiöjurnar úreltu, og þaö
hefur I för meö sér aö varanleg
ofgnótt er af vinnandi fólki en viö-
varandi skortur á atvinnutækifær-
um.
Jeremy Rifkin er til þess aö
gera virtur spámaður um framtíö
efnahagskerfisins, sem sést
m.a. á því aö hagfræðingurinn
Robert L. Hellbroner skrifar
inngang aö bókinni en Rifkin
státar ekki af háskólaprófum eöa
vlröingarverðum akademískum
embættum. í meginatriöum má
skipta bókinni í tvo þætti. Annars
vegar er dregin upp mynd af þró-
un hagkerfisins, einkum í Banda-
ríkjunum og Vestur-Evrópu, og
hins vegar boöaöar tillögur til aö
mæta nýjum aöstæöum.
Rifkin vill byggja á þeirri hefö
sem er fyrir frjálsum félagasam-
tökum i mörgum ríkjum og telur
aö meö því að virkja vilja fólks til
aö láta gott af sér leiöa, t.a.m.
aöstoð viö aldraöa, efla samhug
nágranna o.s.frv., megi nýta þá
krafta vinnuaflsins sem væru
annars í lausagangi ef ekki aö
eyöileggja sjálfa sig og samfélag-
iö meö lögbrotum og vandalisma.
Til aö útópían veröi raunhæf þarf
aö afnema markaðinn sem verö-
leggur vinnuafliö og veitir félags-
lega virölngu í samræmi viö
launatekjur en ekki mikilvægi
starfsins sem innt er af hendi
(sjáiö til aö mynda laun fóstra og
kennara).
Röksemdir Rifkins eru sann-
færandi og tillögur hans raun-
hæfar þótt enn vanti upp á aö al-
mennur skilningur hafi myndast á
þeim vanda sem viö er aö etja.
Bókin kostar kr. 2.595 og
fæst hjá Máll og menningu.
Bókabúð Máls
og menningar
er opin
frá 10 til 22
alla daga
vikunnar