Alþýðublaðið - 04.12.1970, Qupperneq 9
Á rnorgun og sunnudag mun fara fram prófkjör á vegum kjördæm.
isráffs Aiþýðufiokksins í Reykjaneskjördæmi til undirbúmngs framboöi
fiokksins viff komandi Alþingiskosningar. Valdir hafa veriff 10 frambjóff-
endur til prófkjörsins skv. sérstökum regium, en auk þess geta kjós-
endur sjálfir bætt nöfnum tveggja annarra á kjörseffilinn. Hér á 'síðunni
verffur nánar skýrt frá prófkjörinu og prófkjörsreglunum.
KJÖRSTAÐIR
Kosiff verffur laugarlaginn 5. des. og sunnudaginn G. des. Á laugardag
hefst kosning á öllum kjörstöffum kl. 14,00 og lýkur kl. 19,00. Á sunnu-
dag hefst kosning kl. 10.00 og lýkur kl. 19,00.
Kosiff verffur á eftirtöldum stöðum:
Kjósendur í
NJARÐVÍKUM, HÖFNUM, VOGUM
VATNSLEYSUSTRANDARHREPPI
kjósi í félagsheimilinu STAPA.
Kjósendur í
GRINDAVÍK kjósi í BARNA-
SKÓLANUM
Kjósendur í
HAFNARFIRÐI, GARDA- og
BESSASTADAHREPP
kjósi í ALÞÝDUHÚSINU.
❖
Kjósendur í
KEFLAVÍK kjósi f TJARNARLUNDI.
*
Kjósendur f
KÓPAVOGI kjósi aff
HRAUNTUNGU 18.
Kjósendur á
SELTJARNARNESI
kjósi aff MELABRAUT 67.
Kjósendur f
KJÓSARSÝSLU
kjósi aff HLÉGARDI.
Um úrslitin
Talning atkvæð'a fer fram á
einum stað og annast stjórn
kjördæmisráðs yfirstjóm
hennar.
Úrslit prófkjörs um 3 efstu
sætin á framboðslistanum eru
bindand.i ef 50% eða meira
greiddra atkvæða í prófkjör-
inu falla á einhverja 3 menn
á listanum og fer þá um röð*,
sem hér segir:
F>TSta sæti skipar sá. sem
fær flest atkvæði í það sæti,
annað sæti sá, sem fær flest
atkvæði samanlagt í 1. og 2.
sæti. þriðja sæti sá, sem fær
flest atkvæði í 1., 2. og 3. sæti.
í 2 næstu sæti fer eftir fjölda
tilnefningu í prófkjörinu, en
þau, sem sfðar koma. eftir á-
kvörðun kjördæmisráðs.
Fáist ekki tilskilinn meiri-
hluti í 3 efstu sætin sker kjör-
dæmisráðsþing úr um röðina
og endanleg samþykkt listans
fer eftir flokkslögum. —
Hverjir kjósa
Þátttökurétt.í prófkjörinu hef-
ur allt flokksbundið Alþýðu-
flokksfólk og aðrir stuðnings-
menn Alþýðuflokksins í
Beykjaneskjördæmi 18 ára og
eldri, og skal hver kjósandi
greiða atkvæði i sínu byggðar-
lagi. að jafnaðí. Hver kjósandi
hefur aðeins rétt til eins at-
kvæðaseðils, þótt hann sé i
fleirí en einu flokksfélagi á
staðnum. —
.................. ■
Svona er kosið
□ Á kjörstað fær kjósandi
afhentan kjörseðil. Á kjörseðl
inum eru nöfn 10 frambjóð-
enda. Fyrir framan nafn þess
frambjóðanda, er kjósandinn
hyggst greiða atkvæði, skal
hann setja númer þess sætis,
er hann vill að frambjóðand-
inn hljóti á franiboðslistanum.
Hver kjósandi getur einnig
bætt við á seðilinn tveim nöfn
urn fólks er hann vill styðja
enda þótt þau séu ekki meðal
þeirra 10, er á seðilinn eru
prcntuð. Ef svo er gert þarf
einnig að númera þau nöfn á
sama hátt og hin.
SeðiII er ógildur ef ekki er
a. m. k. raðað í fimm sæji- —
FRAMBJ00ENDUR
□ Óskar Halldórsson. — F.
25. 6. 1928 í Hafnarf. Sveins-
próf í húsgagnabólstrim 1948
og stofnaði húsgagnaverksmiðj
una Dúnu 1963. Sat í hrepps-
nefnd Garðahrepps ’67—’70.
Óskar er kvæntur Helgu J.
Jensdóttur og eiga þau sex
börn. —
□ Stefán Gunnlaugsson. — F.
16. 12. 1925 í Hafnarfirði. Próf
í viðskipta- og þjóðfélfr. frá
háskólanum í Exeter 1949. —
Bæjarstjóri í Hafnarfirði 1954
til 1962. Deildarstjóri í við-
skiptaráðuneytinu síðan. Stefán
er kvæntur Margréti Guð-
mundsd. og eiga þau 4 böm.
□ Jón Ármann Héðinsson. —
F .21. 6. 1927 á Húsavík. Próf
í viðskiptafræðum frá HÍ 1955.
Rekur útgerð og fiskvinnslu í
Hafnarfirði. Hann var kjörinn
til Alþingis í kosningunum
1967. Jón Ármann er kvæntur
Ólöfu Ágústu Guðmundsdóttur
og eiga þau 4 böm.
n Haukur Ragnarsson. — F.
3. 10. 1929 í Reykjavík. Kandi-
datspróf frá Skógræktardeild
I.andbúnaðarháskóla Noregs
1956. Forstöðumaður Rannsókn
arstöðvar skógræktar ríkis-
ins. Hann á sæti í hreppsnefnd
Kjalarnesshrepps. Haukur er
kvænlur Ásdísi Alexandersd.
□ Karl Steinar Guðnason. —
F. 27. 5. 1939 í Keflavík. Kenn-
arapróf frá KÍ 1960. Formað-
ur Verkalýðs- og sjóm.f. Kefla-
víkur. Ritari SUJ ’66—’70. —
Bæjarfulltrúi í Keflavík. Karl
Steinar er kvæntur Þórdísi Þor
móðsdóttur og eiga þau tvæ*1
dætur.
□ Ragnar Guðleifsson. — F.
27. 10. 1905 í Keflavík. Kenn-
arapróf frá KÍ 1933. Oddviti og
síðar bæjarstjóri í Keflavik ’46
til 1954. Kennari síðan. Setið' í
bæjarstjóm í Keflavík frá 1938
og formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur í 35
ár. Kv. Björgu K Sigurðard. og
eiga þau dóttur og fósturson.
□ Magnús E. Guðjónsson. —
F. 13. 9. 1926 í Hólmavík. Lög-
fræðipróf frá HÍ 1953, hdl.
1966. Bæjarstjóri á Akureyri
1958 — 1967 en framkvæmda-
stjóri Sambands íslenzkra sveit
arfélaga síðan. Magnús er
kvæntur Öldu Bjarnadóttur og
eiga þau þrjár dætur. —
□ Kjartan Jóhannsson. — F.
19. 12. 1939. Próf í bygginga-
verkfræði frá Stokkli. 1963.
Ðcktor í rekstrarh.fr. í Chicago
1965. Starfar sem ráðgefandi
verkfræðingur og á m.a. sæti í
stjórn ÍSAL. Varabæjarfiilltriii
í Hafnarfirði. Kvæntur Irmu
Karlsdóttur og eiga þau eina
dóttur.
□ Kaukur Helgason. — F. 24.
7. 1933 á ísafirði. Kennarapróf
frá Kí 1955. Skólastjóri við
Öldutúnsskóla ’61 og hefur get-
ið sér orð fyrir nýjungar í
kennslu. Formaður fulltrúaráðs
Alþfl. í Hafnarf. Haukur er
kvæntur Kristínu H. Tryggvad.
og eiga þau 3 böm. —
□ Svavar Ámason. — F. 14.
11. 1913 í Grindavík. Lauk
prófi frá Samvinnuskólanum
1937. í hreppsnefnd Grindavík
urhrepps nær 30 ár, þar af odd.
viti óslitið frá 1946. Svavar var
form. Verkalýðsfélags Grinda-
víkur í 23 ár. Haim á sæti £
flokksstjóm Alþýðuflokksins
F0STUDAGUR 4. BESEMBER 1970 9