Alþýðublaðið - 20.10.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.10.1971, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971 — 52. ÁRG. — 23G. TBL. Á KÖTTUR í FIRÐINUM VON Á MILLJÓNA ÁRFI? Er íslenzkur köttur að verða ríkasti köttur í heimi? Hvers vejfna það? Jú, l>að er nú saga að segja f'rá því. Og hún er svona: Fyrir skömmu gerðist það í Hafnarfirði, að konu einni barst bréf frá banka þar í bæ og þeg- ar hún opnaði umslagið kom í ljós, að það hafði að geyma ávísun, sem hijóðaði upp á 56 Framhald á bls. 11. Varð undir vinnupalli □ Maður varð undir vinnu-1 palli sem h'rundi suður á Kefla víkurflugvelli í gærdag og slasaðiSt hann talsvert. Slysið varð seint í rærdag og var verkamaður í Iðalverktökum að vinna uppi á vinnupallinum, sem var inni í nýbyggingu á vellinum. Fleiri GOS? □ Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur afl- að sér, má allt eins búast við því að veikindin, sem h€ldu i'jónvarlprj,itarfefláiIM jí rúm- inu í gær, séu bráðsmitaudi. Má gera ráð fyrí'r svipuðu smágosum — eða fjöldapesta hjá ýmsum rikisstofnunum á næstu dögum og vikum. — Ástæðan er sú, að í fjármála- ráðuneytinu hafa legið allt síðan snemma í vor fjölda- margar kærur frá hinum ýmsu hópum ríkisstarfe- manna, án þess að þær hafi fengið nokkra afgreiðslu. Þeir fáu, sem hafa verið svo heppnir að fá úrlausn í fjármálaráðuneytinu, munu allir vera í hálaunaflokkum og öllum hafa verið hnikað UPP um launaflokk. — Skyndilega hrundi pallurinn og einhvern veginn vildi það svo til að maðurinn lenti undir pallinum. Rörbútar og steypu- járu stóðu upp úr gólfinu og stakkst eitt rörið í gegn um annað læri mannsins svo að liann var fastur á því. Mannin um barst brátt lijálp og va'r hann fluttur í skyndi á spít- ala, enda blæddi honum mik- ið lir sárinu. Ekki er blaðinu kunnugt um frekari meiðsli mannsins, en að sögn 'sjónarvotta va'r vinnupall urinn lvrörlegur og ryðgaður og vægast sagt vafasamur. énnþA- DRÆM „Það er nú allt í rólegheitum hérna hjá okkur,“ sagði Hjálm ar Vilhjálmsson fiskifræðingur þegar blaðið hafði samband við liann í morgtm. Leitarskipið stefndi þá á Eldeyjarbankann, eftir að hafa dólað við Surts- ey í nótt. Hann varð ekki va'r feíldar þar, og ekki var veiði- veður við Eldey. Aðalveiðisvæðið í nótt var út af Portlandi, og veiddust þar rúmlega 300 tonn. Flestir bát- Framh. á bls. 10 Q Þeir hafa heldur betur lát ið kræfa skjalafalsara snuða sig í Landsbankanum í Rvík. Hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði eru nú til rann- scknav tvö mál er varða víxla fals. í öðru tilfellinu er um að ræða a.ní.k. einn víxil upp á 25.000 krónur, þar sem nöfn útgefanda og samþykkjanda eru fölsuð en í hinu tilfellinu er um að ræða tvo víxla, hvorn upp á 58.600 krónur og þar er samþykkjandi falsaður. Sá, sem þessa tvo víxla fals- aði mun hafa falsað víxla áð- ur fyrir hundruð þúsunda og var rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði m.a. kunnugt uin einn víxil, sem hljóði upp á 275.000 krónur. Ekki hefur komið til refsingar í þessu máli, vegna þess, að falsarinn lézt á þessu ári! Þessi maður fór þannig að, að Iiann falsaði stimpil virts fyrirtækis í Reykjavík og not- aði hann á víxlana tvo og tókst á þann hátt að gera þá trúverðuga. Ástæða þess, að‘ rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði fékk þetta mál til með- ferðar er sú, að nafn sam- þykkjanda víxilsins var ættað úr Hafnarfirði. í hinu málinu stendur rann sókn nú yfir, en það, sem ger- ir lögreglunni erfitt fyrir er, að starfsfólk Landsbankans í Reykjavík getur ómögulega komið fyrir sig útliti seljanda víxilsins og því getur reynzt erfitt að hafa upp á þessum kræfa skjalafalsara. Mál lians snýst um einn víxil upp á 25.000 krónur, en í fórum lögreglunnar í Hafn- StórfúSgyr hafðar af Landsbanka arfirði er annar víxill, sem hljóðar upp á 15.000 krónur og er talið, að sami maður hafi falsað báða víxlana. Hans aðferð við fölsunina er þannig, að liann hefur far- ið í símaskrána og valið bar tvö nöfn manna, sem báðir eru tiltölulega þekktir. Ann- ar er útgerðarmaður í Hafn- arfirði en hinn verkstjóri, einn ig frá Hafnarfirði. Síðan hefur liann gengið í Landsbankann í Reykjavík og selt víxlana án erfiðleika. Framhald á bls. 8. □ Vegna væntanlegra kaupa Kleppsspítalans á , luiseign- inni númer 71 við Laugarás- veg hefur risið upp mikil inót- mæla ald.a í hverfinu og sagði einn íbúinn að liér væri u|i „hreint bneyksli" að ræða. — Tómas Helgason, yfirlæknir spítalans sagðist hins vegar vera alveg gáttaður á sjónar- miðum íbúanna. „Maður skyldi ætla, að íbúunuin væri sæmd að iþvi, að það skuli vera álitið heilsusamlegt að búa í nágrenni við þá“, sagði yfirlæknirinn. Það er augljóst af viðtölum við íbúana, að myndazt hefur fjöldahreyfing gegn kaupun- um í hverfinu og munu flestir málsmetandi íbúar hvergsins hafa reynt að koma í veg fyr ir, að af kaupunum ver?\, en hins vegar hafa, eftir því, sem Alþýðublaðið kemst næst ekki borizt nein formleg mót- mæli til yfirvalda. Eins og fram kom f frétt blaðsins í gær mun vera aun- ar kaupandi að húsinu en rik- ið og liefur það komið til tals lijá jbúunum að styrkja þenn- an aðila og gera honum kleift að yfirbjóða rikið. Það kom fram i viðtölum við íbúana í gær, að mikill meirihluti þeirra virðist vera andvígur því, að fyrrverandi sjúklingar af Kleppsspítalan- um fái þarna inni. Sjónannið- in eru mörg og það voru að- eins tveir menn, sem ekkert vildu láta hafa eftir sér um málið. En af viðtölunum að dæma er ljóst, að um er að ræða f járhagslegt spursmál og óljósar hugmyndir um það hvað geðsjúklingur er og ^ . hvers konar fólk kemur til með að búa þarna. Hér fara á eftir sýnishorn af sjónarmiðum íbúanna. „Það búa fjórar ungar döm ur í mínu húsi og þetta er al- gert ábyrgðarleysi“. „Við viljurn gera allt til að koma í veg fyrir þetta“. „A að reyna það á börjiun- um okkar hvort þetta er út- Fraimih. á bls. 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.