Alþýðublaðið - 10.11.1971, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.11.1971, Síða 4
□ Eigum við ekki að þjóðnýta alSt húsnæði? JARÐEIGNA-, lóða- og húsabrask er öllum til bölvun- ar. Meira að segja þeir sem eru hlynnti'r kapitalisku þjóð- skipulagi ættu að vera því meðmæltir að land og hús væru þjóðnýtt — og það ætti auðvitað að gera hægt og hægt, en ekki með neinu brambolti, því slíkt er ævinlega til ills. Það yrðu allir hamingjusam- ari ef þeir þyrftu ekki að hafa miklar áhyggjur af húsnæði sinu og vendust á að hugsa þannig að hiís og land sé jaín- mikil almanna lífsgæði og and rúmsloftið. Hús þarf að reisa þannig að megi breyta þeim, og þá er hægt að koma fyrir alls konar tilbreytni sem gleð- ur augað, ef þaír er slíkt sem fólk er að hugsa um. □ Er sá hamin'gjusamur sem aiítaf er að reisa sér ný hús? □ Væri ekki nær aff hjálpa þeim sem svelta? □ Þegar meira og meira hættir aS vera betra og betra. □ NOKKRIR lesenda minna virðist telja mig heldur „gam- aldags“ í skoðunum að vilja. þjóðnýta húsnæði, einsog cinn góður kunningi minn komst að orði, en ég hef aldrei dregið dul á þá skoðun mína að allt húsnæði og allt land eigi að vcra almanna eign. Já, það er satt að þetta e'r gamaldags skoðun að því leyti að hún vai' fyrir löngu sett fram á skil- merkilegan hátt, af hinum mikla gáfumanni og ídealista, Sir Thomas Moore sem Hind- rik VIII. lét gera höfði styttri eða — kannski miklu fyrr. En hún er enn jafn ný að því leyti að ekki hefu'r hún verið reynd, enn er leyft að bítast og braska um land og húsnæði. AF SAMTALI við kunn- ingja mína og ritaðri orðsend- ingu sem ég hef fengið virðist höfuðmótbáran vera sú að allt húsnæði verði líkt og leiðin- legt, að fegurðarsjónarmiðin verði ekki eins látin ráða, ef almanna stofnanir hafa að segja yfir húsabyggingum, og fólk verði því naumast eins hamingjusamt. En ég snyr: — hversu hamingjusamt er það nú? Er sá hamingjusamur sem berst árum saman við að reyna að koma upp yfir sig íbúð og kannski missir hana? Er sá hamingjusamur sem borgar okur leigu til þess að greiða niður hús sem aðrir eiga? Er sá hamingjusamur sem alltaf er að byggja sér nýtt og nýtt og stærra og stærr? húsi, er hann hamingju samari í stærsta húsinu heldur en hann var áður? Ég held eklii. EN GLEYMUM ekki liinu að öll þessi óskaplega upplirúg un húsgagna og skrautmuna virðist ekki gera menn ham- ingjusamari. Viljum við ekki fyrst og fremst að öllum liði vel og allir séu þolanlega ham- ingjusamir? Og er það ekki augljóst að hamingja er fyrst og fremst sálarástand sem ha'ít ir að glæðast eftir að náð er vissu nauðsynja Iágmarki þótt þá sé einhverju meira. bæit við? Væri ekki nær að eyða fé í eitthvað annað en meiri lúxus ef meiri lúxus gleður ekki þann sem nýtur? Væri t.d. ekki nær að hjálpa þeim þjóðum sem svelta? Yrðu ekki fleiri hamingjusamari með því móti, líka hér? ÉG HELD að orðið sé Ijóst að þetta svokallaða neyzlu- þjóðfélag er ekki spennandi af þeim ástæðum fyrst og fremst að þ«'r sé fólk búið að fá mik- ið í kringum sig til að njóta, lieldur af hinu að því finnst að það eigi alltaf von á meira og meira. Ég vona að Iesend- ur mínir sjái muninn. En auð- vitað gengur slíkt ekki til lengdar. Meira og meira hætt- ir smátt og smátt að vera betra og betra. — Stökkin verða að vera stærri og stærri til þess að munurinn frá því sem var hafi tilætluð áhrif — eða hæfileikinn til að njóta sljóvgast eftir því sem merr.a er til að njóta.. ÞAÐ ER því ekki verið að taka neitt af fólki nema óþæg- indin þótt stefnt sé að algerri þjóðnýtingu lands og hús- næðis. SIGVALDI. Þú verffur aff fara gegnum nóttina til að komast til sólarupp- rásarinnar K. Gibran. Fyrirsæt n Ricci er á þessari mynd aff sýna okkur náttföt, sem gegna því góffa hlutverki aff vera í senn morgunklæðnaður, þegar skjótast þarf (í góffa veðrinu í Suffur-Evrópu) milli húsa. Litirn- ir eru hvítt og orange. Vilja enga rösk- un eignaréttar ðsland og EBE □ „Við getum búizt við því, að nú a'lveg á næstunni — væntanlega í þessum mánuði eða þeim næsta — liggi fyrir samþykkt af há'lfiu ráðharra- nefndar Efnahagsbandalagsins varðandi þann samningsgrund- völl, ssm íslendingum stendur til boða við bandaiagið,“ sagði Lúðvík Jósefsson, viðskipta- iáðherra, á blaðamannafundi í gær. Ráðherrann sagði ennfremur: „Eins og kunnugt er gaf fram- kvæmdastjórn EBE út áiit sitt 16. júní sl., þar sem fram koma viðhorf hennar til samninga, m. a. við íslendinga. í þestaari á- litsgerð framkvæmdastjórnar Efnahagsbandalagsins kemur, fram, að hún virðist tedja eðli- legt, að viðiikiptasamkomulag gcti tekizt miOli íslendinga og EBE á grundvelli þeirra megin atriða, sem fram komu í álits- gerð fyrrverandi ríkisstjórnar." Aðspurður um það, hvort nú- verandi ríkisstjórn \s'í:fni a3 að því að gera viðskiptasamn- ing við Efnahagsbandalagið, sagði Lúðvik Jösefsson: — „Við viljum ekki ganga í Efnahags bandalagið fremur en fyrri rík- isstjórn. Stefnan er þannig ó- breytt, og við viljum leita eftir viðskiptaísamkomulagi við EBE.“ 4 íjobabækur með- o/ nýrra AB-bóka □ Með útkomu hökarinnar Steinunni Sigurðardóttur, VIKIVAKA eftir Gunnar Gunn HVERFIST Æ HVAÐ oftir arsiion til • viðbótar SVART- ,eftir Kristin R'eyr, ÓMINNIS FUGLI, sein út kom í fyrra, LAND eftir Aðalstein Ingólfs- haldur Almsnna bókafélagið son og HVÍSL eitir Ragn'hildi áfram að ge-fa út að nýju Óll Óílsigiidóttu-r. ,,í meginatriðum munurn við starfa á þeim grundvelli,“ sagðl Lúðvík, — „í samningum við EBE, að við munum bjóða að- ilda'rríkjum þess sams konar fríverzlunarréttindi hér á landi og EFTA-löndin nú hafa, ef við hins vegar fáum sams konar réttindi fyrir aðailútfltunings- vörur okkar í EBE löndunum, þ. e. fyrir sjávarafurðir okkar, en þau höfum við ekki samkvæmt samningi okkar við EFTA.“ sikáldverk Gunnars, en þau komu út fyrir áratug í átta stór um bindum. í stað hinna stóru binda verður sá háttur haf'ður á nú, að gefa hvert skáldverk út í érstakri bók. Fyrir fáum árum var haiin útgáfa á Bókasafni AB í því augnamiði að geia mönnum til- tæk við hóflegu Verði og í vand aðri gerð þau merkiisrit Menzk frá gcimlu.m O'g nýjum tíma, aem ætla ætti til þess fallin að verða almenningi í senn til varanlegr- ar ánægju og nytsemdar. Hafa alls komið átta bækur í safn- inu fra.m til þessa, og nú befur hrn níunda bætzt við, en það eru ÍSLENDINGAR eftir dr. Guðmund Firmbogason. Lo'ks eru komnar út fjórar bæ'kur í ljíóðabiðkiaííokiki AB. Það eru: ÞAR OG ÞÁ eftir AFENGISBÖLIÐ □ Lzndssamhandið gegn á- fengisbölinu hefur ákveðið, að liinn árlegi bindindisdagur á þess vegum verði sunnudag- urinn 21. þ. m. F rímerkjasýningar og mannúðarmál ■ □ Það má víðar skoða frí- ; m'srki en á Pósthúsinu núna, þvi Félag frímerkjasafnara hef- ur sett upp í glugga Verzlunar- bankans sérstæða frlmerkjasýn ingu, sem ætiluð er til þess að leiða athygli fólks að mannúð- armálum og nuaðsyn útrýming- ar hungurs og ofbeOdilí í heim- inum. Þar á meðal eru frímerki jRauða ki-ossin,s, sem fáanleg eru í tveim verðgildum, 3 krón- um og 3.50. Til viðbótar eru svo greiddir 50 aurar fyrir hvert frímerki, og rennur sú uppliæð til Rauða krossinls. Þá ætlar Félag frímerkjasafni ara i Kópavogi að halda sína fyrstu sýningu, í Æskulýðtheim, ili Kópavogs 13. og 14. nóv. — Sériitimpill verður á sýningunni og hefm' félagið gefið út sér- stök umslög til notkunar fyrii þennan stimpil. Jafnframt sýnin'gunni verður |4. landsþing Landssambands M. !fi'ímerkjas‘afnara halldið á saraa stað á sömu dögum. — 4 Miffvikutlagur 10. nóv. 1971

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.