Alþýðublaðið - 10.11.1971, Síða 7

Alþýðublaðið - 10.11.1971, Síða 7
 íMmm Útg. Alþýlaflokkmrtu Etitstjórl: Sighvatur BjörirlniNi Þjóðareining — Nú er landhelgismálið komið af umræðustigi og yfir á framkvæmdastig, sagði Benedikt Gröndal í umræðunum um landhelgistillögu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Og mikilvægast er, að þjóðin nái fullri samstöðu um fram- lcvæmdina. Þetta eru orð að sönnu og Alþýðu- fiokkurinn gerir sér fyllilega ljóst, hvað í þeim felst. Hann gerir sér það ljóst m.a. vegna þess, að enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur jafn lengi f jall- að um einmitt landhelgismálin í nafni þjóðarinnar og Alþýðuflokkurinn. I fimmtán ára samfelldri setu hans í ríkis stjórn fslands voru landhelgismálin ein- mitt eitt höfuðviðfangsefni ráðherra A1 þýðuflokksins. Það var Alþýðuflokks- maður í utanríkisráðherrastól, sem öðr- um fremur vann það verk, að afla við- urkenningar annarra þjóða á 12 mílna útfærslunni á sínum tíma. Og það var einnig Alþýðuflokksmaður í utanríkis- ráðherrastóli, sem vann allt undirbún- ingsstarfið að því skrefi okkar í málinu, sem nú um þessar mundir er verið að ráðgera að stíga. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, lét e'kkert tækifæri ónotað til að kynna málið og afla okkar málstað stuðnings og þau störf hafa skilað miklum árangri. Einmitt þess vegna gat núverandi rfkisstjórn snúið sér svo til strax að fnamkvæmdaatriðum. Eftir að Alþýðuflokkurinn lét af stjórn utanríkismálanna fyrir nokkrum mánuðum hefur hann heldur ekkert tækifæri látið ónotað til að fylgja mál- inu fram. Þannig mætti t.d. varaformað ur flokksins, Benedikt Gröndal, á sér- stökum fundi í sumar um landhelgis- málið, sem Alþjóðasamband jafnaðar- manna boðaði til í London og kynnti þar okkar málstað og þannig t.d. fékk Sam- band ungra jafnaðarmanna því fram- gengt, að heildarsamtök ungra jafnað- armanna á Norðurlöndum samþykktu á fundi í Malmö í haust stefnu í land- helgismálum, sem í einu og öllu berg- málar stefnu íslendinga. Alþýðuflokkurinn gerir sér því fulla •grein fyrir, hve mikilvægt málið er og 'hversu miklu skiptir, að þjóðareining náist. Einmitt til að reyna að greiða fyrir því hefur þingflokkur Alþýðu- flokksins ekki endurvakið í tillöguflutn- ingi sínum um landhelgismálið nein þau deiluatriði um framkvæmdarhlið þess, sem uppi voru meðan málið var enn á umræðustigi. Um slík framkvæmdamál er flokkurinn því opinn fyrir samkomu- lagi. En á einu meginatriði stendur flokkurinn þó fast, — því, að útfærslan verði miðuð við allt landerunnið og að einstök landgrunnssvæði verði ekki skil in eftir. Það atriði telur flokkurinn svo stórvægilegt, að frá því megi ekki hvika. TOGURUN- UM FÓR ÍVIÐ FÆKKANDI Al'ls voru togarar í eigu ís- lendinga 23 talsins árið 1970. Hefur þeim farið fækkandi ár frá ári, en nú hefur hlaup- ið mikill fjörkippur í togara- kaup eins og a'lþjóð er kunn- ugt. Samtals fórú þessir 23 togarar 372 veiðiferðir árið 1970, — og varð heildarafli þeirra 69.733 lestir. Af þeim afla lönduðu togararnir 39 þúsund lestum hér heima, en 30 þús. lestum erlendis. Er þett.a nokkru minni afli en árið 1969. Langmeistur afli togaranna er fenginn á heimamiðum, enda hefur sókn þeirra á erlend mið farið stöðugt minnkandi hin síðustu ár. Liggja til þess tvær ástæðúr, dágóður afli á heimamiðum og minnkandi afli á miðunum við Vestur- Grænland og Nýfundnaland, sem voru helztu mið íslenzku togaranna fyrir áratug eða svo. í septemberhefti Ægis, riti Fiskifélags íslands, er að finna mjög greinagóðar upplýsingar lum sjáv- arútveg á íslandi árið 1970. Það þarf ekki að fara í .grafgötur með þýðingu sjávarútvegsins fyrir ís- lendinga, hann er jtneira og minna tengdur hverju mannsbarni. Okkur þótti því ekki úr vegi að draga saman í nokkrar stuttar greinar það helzta sem fram kem- ur í Ægi um afkomu sjávarútvegsins á síðasta ári, aflabrögð, framtíðarhorfur og marga fróðleiksmola fleiri. (Samantekt: S.S.) MEÐALAFLI □ Meðalafli á hvern fS- lenzkan sjómann reyndist 148,9 lestir árið 1970. Hefur meðalafli á hvern sjómann farið vaxandi undanfarin ár. Árið 1969 var t. d. meðalafl- inn 143,4 lestir, og- 131,8 lest ir árið 1968. Þá hefur aflaverðmætið á hvern sjómann einnig farið vaxandi með árunum. Verömæti aflans óx stórlega '70 f1 Arið 1970 var hagstætt ár í sjávarútvegmim, og raunar í þjóðarbúskapnum í heild. Fram hald varð á hinni hagstæðu þró- un verðlags á erlendum mörk- uðum, sem einkenndi árið 1969, og urðu verðhækkanár á ýmsum afurðum mjög verulegar. Með- altalshækkun útflutningsverðs varð 39,2%, og má rekja þessa hækkun til hærra verðlags og breyttrar samsetningar útflutn- ingsins. Heildaraflinn árið 1970 varð 729 þúsund lestir. Heildaraukn- ing fiskaflans nam 44.062 lest- um, eða 6,3%. Er það talsvert minni aukning en varð á árinu 1969, en þá jókst aflinn um 87,505 íestir frá árinu áður. Fjörkippur kom í fjárfestingarnar J-! Verulegur fjörkippur komst I fjárfestingar útvegsins á ár- inu 1970, og varð fjármuna- myndunin- í veiðitækjum 705 milljónir króna það ár, á móti 154 milljónum árið áður. Á- stæffan fyrir þssari aukninfjo eru ýmsar ákvarffanir sem tekn ar voru á árinu 1969. Er þar fyrst aff nefna ráð- stafanir stjórnvalda, beinar og óbeinar til eflingar útgerff, eink 'im gengisbreytingin 1968, sem breytti veruleg'a öllum verðhlut- föllum sjávarútveginum í hag. Af öffrum ástæðum má nefna viðbótarlán til byggingar skipa, vaxand.i bjartsýni vgna hag- stæðrar þróunar verðlags á mörkuðum fyrir sjávarafurðir og hagstæð aflabrögð 1969, eft ir aflaieysi undanfarandi ára. Búast má við því, aff veru- leg aukning verði í fjármuna- myndun í sjávarútveginum i ár og næstu tvö ár vegna mikiliar nýsmíði veiðiskipa. □ Áriff 1970 .voru gerðar margvíslegar ráðstáfanir .til þess að takmarka sókn í fiski- stofna sem sannanlega voru ofveiddir. En það er álit Vís- indamanna, að margar þessar takiinarkanir komi of seint, og nái of skammt. Fjölmargar takmarkanir TÁKMARKANIR voru settar hér við land á ár- inu, og auk þess var ísland aðili aö svipuðum aðgerðum ei endis, t. d. takmörkunum' á síIdveMum í Norðursjó yfir gottíma síldarianar. Ef litið er á þróun verðmæt- is fiskáfurða kemur í Ijós, áð þar er einnig um verulega hækk un að ræða. Þá er eitt atriði sem kom mjög greinilega fram á árinu 1970. Þá náðist jafn- vægi í sókn á einstökum veið- arifærum, eftir þær tilfærslur sem einkenndu árin á undan. Einnig urffu nokkrar breytingar á veiðum, á veiði sumra teg- unda og aukning varð t. d. grá- lúðu fyrir Norð-Austurlandi og skelfiski og rækju sunnan og vestanlands. Talsverð aukning varð á sókn miðað við fyrra ár. í heild hef- ur fjöldi þeirra báta sem veiðar stunduðu vaxið um 138. Mest varð aukningin í smáibátaút- gerð, en einnig var nokkur.aukn ing á útgerð þilfarsbáta. Fjöldi togara var hins vegar óbreytt- ur frá árínu áður, 23. Ef litið er á hverja útgerð fyr ir sig, er yfirleitt um aflaaukn •ingu að ræða hjá þeim. Þannig varð aukning á þorksafla, loðnu afla, humarafla og rækjuafla. Hins vegar varð afli hvaiveiði- bátanna minni, enda voru lang- varandi vei-kföll í byrjun hval- vertíðar. Þá varð síldaraflnn einnig nokkru minni. Það veg ur hins vegar á móti, að verð- mæti aflans hefur í öllum grein- um vaxið gýfurlega. — KEYPTI MEST - RÚSSINN ER í FJÓRÐA SÆII □ Bandaríkjamenn voru langstærsti kaupandi íslenzkra sjávarafurða áriff 1970. Keyptu þeir á árinu fiskafurðir fyrir rúma 3,7 milljarða ísl. kr. — Næstir í röðinni eru Bretar, og Danir eru í Þriðja sæti. Sovét ,menn eru komnir niffur í 4. sæti. . . Röffin er annars þessi: . þús. Bandaríkin 3.745.751 Bretland . 911.234 Danmörk 785.862 Sovétríkin 785.844 V-Þýzkaland . 721,231 Sviþjóff 704.547 Portúgal 523.994 ) Þaff ber aff hafa í huga við Iestur þessara. talna, að Bret- ar, Danir og Vestur-Þjóffverj- ar kaupa langmest af fiskinum óunnum, en t_ d. Bandaríkja- menn og Sovétmenn kaupa af- urðirnar ujnnar. Hinn stóri hluti Dana stafar af síldveiff7 unum í Norffursjó. HÆKKUN Hækkun á tliíiutningsverði var veruleg á árinu 1970, eða aff meffaltali 39,2%. Jafnbeztu þróunina, sýndu frystar afurff- ir, en útflutningur þeirfa var meiri á síffasta ári en árið áð- ur, og verðiff einnig mun meira. Hefur þetta mikíl á- hrif þegar þess er gætt, að u,n 60% aflans er frystur, og fryst ar afurðir því langstærsti þátt ur útfluttra sjávarafurða. FRYSTING HEFUR FORYSTU □ Þegar litið er á vinnslu- þætti í íslenzkum sj ávarútvegi, ér það einn þátturinn sem hef ur greinrlega forystu fram yfir aðra þætti vinnslunnar, fryst- ingin. Ef litið er á þorskfiskaflann einan, kemur í Ijós að þar nam heildarvinnslumagn til fryst- ingar á árinu 1979, 283,943 'leítum, eða sem næst 60% af heildarþor.ska'flanum. — Með1 þorskafla er átt við aðrar' teg- undir en síld, loðnu, humar, rætkju og skelfisk. í öðrum hlutum fiskaflans er frystingin einnig langstærsti þátturinn, að loðnu- og síldar- afla undanskildum. Þar er sölt un og mjölvinnsla yfirgnæf- andi eins og búast mátti viðl Ef litið er á þorskafiann á nýjan leik kemur í ljós, að innanlandsneyzla á nýjum fiski fer heldur vaxandi, og virðist lialdaáit í hendur við vaxandi fólksfjöida. □ Alls bættust 45 ný skip í skipastól íslendinga áriff árið 1970, samtals 9706 rúm- Iestir Á móti voru 11 skip tekin af skrá á síðasta ári, samtals 4097 rúmlestir. Aukn ingin nemur því 34 skipum, samtals 5609 brúttólesti'r. Þess ber að geta, aff mjög erfitt er að henda reiður á stærð skipaflotans og ná- kvæman samanburð milli ára, því miklar endurmælingar hafa átt sér stað, samkvæmt nýjum alþjóðamælingaregl- um. Til marks um hinar miklu endurmælingar má nefna, að á árinu 1969 voru 89 skip endurmæld. Fiskifélag íslands telur, að stærð íslenzka fiskiskipaflot ans hafi í árslok 1970 veríð NÝ SKIP BÆTTUST í FLOTANN 78,544 b'fúttólestir, og að skip in séu samtals 769. Þar af voru hvalveiðiskip 4, togar- ar 23 og önnur fiskiskip 742. Auk þess voru skráðir 1094 opnir vélbátar, samtals 3350 brúttólestir. FLESTIR FRU ÞEIR Á SJÓNUM I APRÍL OG MAÍ - EN FÆSTIR UM ÁRAMÓT . O Fjöldi sjómanna á fisk- veiðiflotanum er mjög mi£®un- andi eftir því hvaða tíma árs er um að ræða. Venjulega e-ru flestir sjómenn á fiskveiðiflot- anum í apríl og maí eins og eðlilegt er, en fæstir eru þeir um áramót. Þannig voru sjó- menn í mai 1970, 5888 tals- ins, en í janúar saima ár voru þeir hins vegar 3802. Meðalfjöldi sjómanna á fisk veiðiflotanum var 4895 árið 1970, á móti 4805 árið áður. Er þetta í samræmi við aulkinn fiskiskipastól og óvenju góða vetrarvertíð 1970'. Þá er það athyglisvert, að iseinni hluta ársins 1970 eru að jatfnaði færri sj ómenn á fisk- veiðitflotanum en seinni hluta árs 1969. Stafar þetta af breyttum veiðiaðferðum, nú er1 meiri áherzla lögð á veiðar ,em þarfnast fámennari áhafnar, t. d. rækjuveiðar og botnvörpu- veiðar. Ef litið er á árið 1970 voru að meðaltali 604 sjórhenn á togaraflotanum, 2066 sjómenn voru á bátum undir 100 brúttó lestum að stærð, 1900 sjómenn á bátum yfir 100' brúttólestir að stærð og að meðaltali 324 sjómcnn á opnum vélbátum. Meginhluti síldaraflans fékkst í Norðursjónum □ Heildarsíldarafli íslendinga árið 1970 reyndist 48,973,9 lest- ir. Af því magni veiddu ís- lenzku síldveiffibátarnir .34.5 þúsund lestir á Norðursjávar- miffum, en 14.5 þuisund lestir viff Suffur- og Suffvesturströnd íslands. AUs reyndu 89 skip síldveiffar á árinu, og var meff- alstærff þeírra 249,9 brúttólest- ir. Meffalafli hvers skips var 568,5 lestir, og meffalver'ffmæti 7,8 milljónir. Er það uni 3 millj ónum meira verffmæti en hjá bátunum áriff áffur. Veldur þar mestu um, aff hluti bræffslu- síldar í heildaraflanum er nú sáralítill. Síldarkóngur ársins varff Ilrólfur Gunnarsson skipsíjóri á Súlunni EA 300. Brúttóafla- verðmæti skipsins var 29,330.- 422 krónur frá 1. júní aff telja. Hér á eflir birtist skrá yfir hæstu bátana, en þess má geta aff einn bátur af þeim 89 sem síldveiffar reyndu, fékk enga síld þá 38 daga sem hann var á veiðu,m. Var þaff Húni II. HU 2. í upptalningunni hér á eftir, er fyrst greint írá aflamagninú í tonnum, en síðan fi'á aflaverff- mætinu: Súlan EA 300 4,892,2 29.330.422 2. lleimir SU 100 1.706.6 25.997.79Ö 3. Loftur Baldvinsson EA 24 1.391.7 22.701.790 4. Eldborg GK 13 1.454,4 19.052.936 5. Fífill GK 54 1.234,2 18.637.128 6. Barffi NK 120 1,153,2 18,608,328 7. Gissur hvíti SF 1 1,213,7 18,031,748 8. Bjarmi U EA 110 1,113,0 16,690,864 9. MagÍUÍ* NK 72 979,9 ÍJ, 515,817 10. Jón Kjartansson SU IIÍ 992,5 16,441,584 Míðvikudagur 10. növ. 1871 7 6 Mfilvikudagur 10. nóv. 1971

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.