Alþýðublaðið - 03.01.1972, Side 12

Alþýðublaðið - 03.01.1972, Side 12
1» m&m 3. janúar 1971 LIÐIB FREMUR RÓLEG ÁRAMÓT □ Áramótagleðin virðist víðast hafa farið vel fram hér á landi, og víða um land voru þau óvenjulega róleg, ®n í Reykjavík voru þau rétt í jueðaillagi hvað rólegheit snertir og var öivun mikil. Á Akranesi voru þetta ein- hver hin rólegustu áramót í 30 ár, að sögn tögreglunna’f þar, og þurfti aðeins að taka einn mann úr umferð fyrir ölvun. Svipaða sögu er að segja frá Keflavík, þar sem enginn va'r tekinn úr um- ferð, enginn tekinn fyrir ölv- un við akstur og engin telj- andi vandræði af öðrum or- sökum. Á Selfossi gekk allt vel fyrir sig og einnig á Akur- eyri, þar sem ekki var tiltak- anlega mikil ölvun, en þar varð maður fyrir bíl á gaml- árskvöld og slasaðist eitt- hvað. Á Keflavíkurflugvelli gekk allt tiltöluiega friðsam- lega fyrir sig, nema hvað brotizt var inn í söluskál- ann Fitjanesti við Flugvall- arveg, en þar var ekki um verulegt rán að ræða. í Vestmannaeyjum var tals verð ölvun, mikið að snúast hjá lögreglunni. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, og fimm voru teknir úr umferð vegna ölvunar og víða stillt til friðar. Á ísafirði vafr ölvunin all mikil og margir teknir úr uni ferð sökum ölvunar og víða stillt til friðar. Það varð og harðxrr árekstur á gamlárs- kvöld, en engin teljandi slys urðu. í Hafnarfirði var ó- venjulega rólegt um áramót in og svipaða sögu er að segja úr Kópavogi, en í Reykjavík verð ölvun (tg mikið að snúast gera hjá lögreglunni. Þannig voru 53 teknir úr umferð vegna ölvunar á gaml árskvöld, 10 teknir grunaðir um ölvun við akstur og mik- ið að gera við að stilla til frið ar í heimahúsum á nýjársdag en skemmtanir á veitinga- stöðum fóru yfirleitt friðsam- lega fram. Fjórir árekstrar urðu á gamlárskvöld og um nóttina og eitt umferðarslys á nýjársdag á mótum Hafn- arfjarðarvegar og Sléttuveg- ar, þar sem tvennt slasaðist. Umferðin gekk þó allvel, og fáir teknir grunaðir um öhvin við akstur. Knallið kom ekki að sök □ Þrátt fyrir brennur, skot- elda, blys og hvers kyns eld- færi á gamlárskvöld, varð til- tölulega Iítið um slys á fólki og enginn meiddist alvarlega af þeim völdum. Fimm minniháttar slys urðu í Reykjavík á nýjárs- nótt, auk smávægilegra bruna sára og skráma, tvö slys urðu í Kópavogi, en hvorugt alvar- legt. Annars staðar á landinu virðist lítið sem ekkert hafa verið um slys samfara ára- mótagleðirojii, og þau, scm urðu, svo óveruleg, að sjaldn ast þurfti að leita læknis. Sjómaður drukknaði □ Háseti af togaranum Þor- keli jmána týndist á gamlárs- dag, er togarinn var að veið- um út af Vestfjörðum, og er hann talinn af. Maðurinn hct Trausti Ingvarsson til hcimilis að Skipliolti 10, Reykjavík, 37 ára gamall, einhleypur, en bjó hjá móður sinni. Bræla var á þessum slóðum um á gamlársdag. Fullvíst var hvarf Trausta kl. ,sex uin kvöld ið, en síðast sást til hans snem,ma um morguninn, svo ekki er vitaö hvenær slysið varð. Þegar var hafin leit að honum, en Þegar skipverjar voru úrkula vonar um að finna hann, hélt togarinn inn til Patreksfjarðar, þar sem sjó- próf fóru fram. Líklegt er að liann hali ekki íalliö fyrir borð meðan togar inn var iað togi, því þá hefði einhver orðið þess var. — ELDUR OG ÁSIGLING □ Tveir hrezkir togarar lentu í vandræðum hér við land í kringum áramótin og skenrmdust beir báðir nokkuö, en ekki urðu slys á mönnum. Fyrra óhappið varð aðfaranólt gamlársdags, er togarinn Ro- bert Hswett var að leggja að bi-yggju á Neskaupstað. Þegar átti að setja í afturá- bak til þess að hægja ferðina, er skipið átti skammt ófarié að brygg.j u'nni/ varð skyndiléga vélabilun, sem orsakaði það, að skrúfan snérist ekki öfugt. Rann því skipið á nokkurri ferð á sterkbyggða bryggjuna með þeim afleiðingum að stórt gat kom á stefinið, en lítið gem ekkert sá á bryggjunni. Nú er uinnið áð viðgerðuan. á Togar- anum á Neskaupstað og verð- ur því væntanlega lokið fljót- lega. I>á skeðj það lclukkan þrjú eftir miðnætti á gamlárskvöld að eldur kom upp í brezkum togara, cr hann var að veiðum út af Vestfjörðum. Eldunnn kcm upp í mannlausum klefa og magnaðist skjótþ Um túna var haldið að ekki tækíst að ráða niðurlögum hans, en éft ir fjögurra klukkutínia ferfitt slöklívistarf, tókst skipverjun- um þó að vinna á eldinum, þá voru nokkrir ldefar brunnir og auk þess setustoifa. Varð- skipið Óðinn og eftirlitsskipiö Miranda voru þá komin að skipinu og tilbúin að veita að- stoð, ef á þyrfti aö halda. Tog arinn, sem heitir Cassio frá HuII, 1600 tonna skuttogavi, sigldi inn til ísafjarðar, þar sem lia.nn var úrskurðaður haf fær, ag hélt í gær til Englands þar sem gert verður við hann.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.