Alþýðublaðið - 08.03.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1972, Blaðsíða 1
lalþýðu I ii RtiTfil MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1972 53. ARG, — 55. TBL. r Við viljum að litið sé á flug- nám sem nám, en ekkieitthvert gutl og leikaraskap, sagði flug- nemi i viðtali viö blaðið i gær. Nú fer fram undirskriftasöfn- un á meðal flugnema á Reykja- víkurflugvelli, þar sem skorað er á félagsmálaráðuneytið aö breyta sparimerkjalöggjöfinni þannig, aö þeir verði undan- þegnir sparimerkjaskyldu, og fái merkin greidd út, á meöan á flugnámi stendur. Forsendur áskorunarinnar eru þær, að flugnemar telja flugnámið sfður en svo auð veldara, ódýrara eöa taka ER LÍKA NÁM minni tima en annaö nám, þar scm nemendur eru undanþegnir sparimerkjaskyldu. Myndin er af Svandisi Magnúsdóttur flugfreyju, sem byrjaði flugnám i fyrra og þraukar enn þrátt fyrir allar sparimerkjalöggjafir, og er nu á atvinnuflugmannsnámskeiöi i flugskóla llelga Jónssonar. Flugnám er all dýrt, sem kunnugt er, og kosta þannig ódýrustu flugtimarnir !)00 krónur stykkið og þeir dýrustu :i.500. en flugnemar þurfa a.m.k. 200 flugtima tii þess að liljóta atvinnuflugréttindi. Eru Breiðholtsbörn verri en önnur börn? Skapar uppbygging hverfisins máske að- stæður, sem gera pöru- piltum hægara um vik að fremja spellverki og óþokkabrögð? Og verða þessir pörupiltar ef til vill uppalendur yngri bama? Einn þeirra manna, sem blaðið ræddi við, og orðið hefur fyrir barðinu á hópum óknyttastráka, sagði að mörg þessara barna væru illa upp alin, minntu nánast á ótamin útigangshross. „Er það vegna þess að foreldrarnir vinna bæði úti og hafa ekki tíma til að sinna börnunum," spurði hann. „Eða er það óreglan á heimilunum?" Sjálfur býr þessi maður i Breiðholtshverfi, og segir að þar búi margt ágætisfólk, sem ekki má vamm sitt vita. „En það fær á sig óorð af þvi fólki, sem ekki skiptir sér af framferði barna sinna og lætur það átölulaust að þau séu úti fram á nætur," bætti hann við. „Sumt af þessu fólki hefur borgin tekið upp á sína arma. Það er frekt og aldrei hægt að gera þvi til hæfis." AFflTT? VERÐA FOR- ELDRAR GERD- IR ÁBYRGIR? t>að hefur gengið mikil skem m da rv erkaalda yfir Breiðholtið upp á slðkastið, og þrátt fyrir að við séum stöðugt að tala um fyrir unglingunum, virðist ekkert lát vera á skemmdarverkunum, sagði lög- regluvarðstjóri i Arbæjarstöð- inni i viðtali við blaðið I gær. Krakkarnir ráðast með spell- virkjum á vinnuvélar, sem eru að flikka upp á umhverfið, og eru jafnvel dæmi þess um helgar, aö þau setji vélarnar I gang og færi þær úr stað, og má teljast heppni að ekki hefur enn hlotizt slys af þvi fikti. t>á tóku krakkarnir upp á þvi um daginn að kasta steypuvir- um upp i raflinur og myrkvuöu þannig stör svæði um tima, eða þar til viögerðarmenn höföu lokið viðgerðum. Þetta hefur endurtekið sig hvað eftir annaö. Menn sem standa I húsbygg- ingum i hverfinu verða lika fyrir barðinu á þessum krökk- um, því oft er brotizt inn i ófull- gerð hús og verkfærum stolið og spellvirki unnin. Brotizt er inni I vinnuskúra og simar slitnir þar úr sambandi auk annara skemmda. Um dag- inn brutust krakkarnir inn i spennistöð frá rafmagnsveit- unni og fóru að fikta þar, sem hefði getaö kostað þá lifið, þvi að þar eru háspennurofar. Sem betur fór, skeði þó ekkert nema að Breiðholtskjör, sem er mjög stór verzlun, myrkvaðist og stöðvuðust þar með öll við- skipti, þar sem þetta var á verzlunartima. Ráðist var á dagheimili þarna i hverfinu, meö grjótkasti um daginn, og siðustu skemmdar- verk unglinganna voru svo á sunnudagskvöldið, er þeir réð- ust á félagsheimili KFUM við Arnarbakka, og brutu þar margar rúður. Þessir unglingar eru aðallega á aldrinum 12 til 15 ára, og þvi ekki sakhæfir sagði lögreglu- varðstjórinn, og i langfæstum tilfellum bæta foreidrar unglinganna fyrir brot þeirra, þótt sökin sé vis. Taldi varðstjórinn ekki ólik- legt, að ef foreldrar væru látnir bera ábyrgð á gerðum barna sinna, lagaðist ástandið. i varðstofunni i Arbæ eru aðeins þrir lögregluþjónar á vakt, þar af þarf einn þeirra alltaf að vara til taks við sim- ann, hafa þeir einn bil til um ráða. Þessir þrir menn þurfa að sjá um allt eftirlit i Breiðholts- og Arbæjarhverfi, en i hverfunum búa nú samanlagt milli 10 og 15 þúsund manns, og fer stöðugt fjölgandi. Það er aðeins þegar mest er að gera, að þcim bætist lið- styrkur, og taidi varðstjórinn að lokum að með þessum mannafla væri útilokað að komast fyrir öll afbrot unglinganna, nema for- eldrar þeirra tækju sig alvar- lega á og leiddu börnum sinum i ljós eðli afbrota, og afleiðingar. UPPELDINU MflSXE UALDARLYDUR VEÐUR UPPI I BREIÐHOLTI ÁVERTlÐ Margt bendir nú til þess að loönuvcrtiöin taki brált cnda. og l'ggja til þess margar ástæður. Ilin langa löndunarbið sem nú er i öllum löndunarhöfnum, hefur gert það að verkum að fjöldi háta hefur sett loönunótina i land og tekið upp önnur veiðarfæri i stað- inn, linu og nct. Þannig niunu margir Vestmanneyjabátar byrj- aðir á vertið, og einn aflahæsti báturinn, (irindvikingur, er einnig byrjaður á vertið. Sjómönnum og útgeröarmönn- um finnst ekki borga sig lengur að gera út á loönu, þegar þeir geta ef til till ekki landað nema einu sinni I viku vegna löndunartakmarka, en þannig er ástandiö núna. Kru þetta mikil viöbrigði fyrir bátana, sem lönduðu allt aö þrisvar á einum sólarhring i byrjun ver- tiðar, þegar þróarrýmið var nægilegt. Þá hefur það heyrst, að fiski- mjölsverksmiðjur muni ef til vill hætta móttöku á loðnu næstu daga, vegna óvissu sem rikir nú um sölumögulcika á loðnuaf- uröum. Salan hefur gengið ákaf- lega treglega eins og kunnugt er af fréttum, og verðið hefur verið lágt. Verksmiðjueigendur hafa átt viðræöur viö stjórnvöld að undanförnu, um stuðning rikisins við verksmiöjurnar, en þeir hafa að sögn fengið litla fyrirgreiðslu. Þá munu lánamöguleikar er- lendis vera litlir. Er þetta ein meginástæðan til þess að verk- smiðjurnar hafa nú hug á þvi að hætta móttöku á loðnu til bræöslu. Loðnuverðiö til bræðslu er nú krónur 1,10 fyrir hvert kíló, en það lækkaði 1. marz s.l. Það finnst sjómönnum of lágt verð. Stór hluti þcss verðs er greiddur úr Veröjöfnunarsjóði sjávarút vegsins. Þegar veiðarnar hófust, voru til 60 milljónir I þeirri deild sjóðsins sem greiðir niður loðn- una. Var af mörgum talið að sjóð- urinn gæti greitt niöur allt að 200 þúsund tonn. Nú er veiðin hins vegar orðin 250 þúsund tonn, svo sjóðurinn verður að gripa til ein- hverra ráðstafana, kannski taka fé úr öðrum deildum sjóðsins. Ekkert hefur heyrst um það frá stjórn sjóðsins til hvaða ráð- stafana verður gripið, og ekki reyndist unnt að fá samtal við Davið Ólafsson formann sjóðsins, þegar blaðið reyndi það í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.