Alþýðublaðið - 08.03.1972, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.03.1972, Síða 2
SKATTAMÁLIN Á LOKASTIGB ÞETTA ERIITIILOGUR STJÚRNARANDSTÆÐINGA! i gær voru skattafrumvörp rfkisstjórnariunar tii annarar umræðu á Alþingi, — frum- varpið um tekjuskatt og eignar- skatt i neðri deild og frum varpið um tekjustofna sveitarfélaga i efri deild. Málsvarar stjórnmálaflokk- anna á Alþingi lögðu þá fram tillögur sinar i málinu. Stjórn- arsinnar komu fram með nokkrar minniháttar breytingar á frumvörpunum, og stjórnar- andstæðingar með sinar tillögur um afgreiöslu málsins. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins lögðu til, að báðum frumvörpunum yrði visað frá með rökstuddri dagskrá. Tillaga sjálfstæðis- manna hljóðar svo: ,,Þar scm brýna nauösyn ber til, að heildarendurskoðun skattakerfisins sé vandlega undirbúin, en bæði undirbún- ingur þcssara frumvarpa og efni þeirra er i meginatriöum gersamlega óviöunandi og sam- þykkt þess mundi hafa I för með sér vorulega aukna skatthyrði á meginþorra þjóðfélagsins, telur deildin ógerlegt að samþykkja frumvörpin og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.” Þessi frávisunartillaga er cina tillagan, scm þingmenn Sjálfstæðisflokksins iögðu fram við 2. umræðu um frumvörpin. Vcrði hún felld i kvöld má búast við þvi, að þingmenn flokksins komi fram með ýmsar breyt- ingartillögur við frumvörpin við 3. umræöu. Framsögumenn Sjálfstæöis- flokksins við umræðurnar i gær voru þau Auður Auðuns i efri deild og Matthias Bjarnason i neöri deild. Fulltrúar Alþýðuflokksins i þingnefndum þeim, sem fjallaö hafa um skattafrumvörpin, — fjárhagsncfnd i neöri deild og heilbrigöis- og féiagsmálanefnd i efri deild —, eru þeir Gylfi Þ. Gislason og Eggert G. Þor- steinsson. Fögðu þeir báöir fram sérstakt nefndarálit, sam- liljóða aöaitillögu um afgreiðslu frumvarpanna og, að þeirri til- lögu fallinni, ákveðnar breyt- ingartillögur á hvoru frumvarpi fyrir sig. Fyrsta tillaga, og þá um leiö aðaltillaga Alþýðuflokksins um meðferð málsins er, að frum- vörpunum báðum verði visað aftur til rikisstjórnarinnar. Þá tillögu rökstyðja bæði Gylfi og Eggert i nefndarálitum sinum. t nefndaráliti Eggerts G. Þor- steinssonar meö frumvarpinu um tekjustofna sveitarfélaga rökstyöur hann frávisunartil- löguna m.a. með því að segja, að allur máiatilbúnaðurinn sé með þeim hætti, að til fádæma megi telja, og þar beitt meira kappi en forsjá. Svo virðist, sem breytingar hafi verið gerðar aðeins breytinganna vegna, en ekki aö sama skapi aögætt, hverjar afleiöingar þær breyt- ingar hafi. Meginstefna frumvarpanna beggja miði að þvi að þyngja beina skatta á meginþorra allra gjaldþegna, — eða á um 70—80% þjóðarinnar. Stefna Alþýðu- flokksins i skattamáium sé hins vegar sú, að launafólk greiöi ekki tekjuskatt eða útsvar af þeim tekjum, sem nauðsynlegar séu til venjulegs lifsframfæris. Með þeirri stefnu, sem mörkuð sé i frumvarpinu, telji Alþýðu- flokkurinn þetta alls ekki tryggt og sé þvi rétt að visa frumvörp- unum til rikisstjórnarinnar aftur til framhaldsendurskoö- unar. i rökstuðningi Gylfa Þ. Glsla- sonar með frávisunartillögunni hcndir hann auk þess á, að það sé algcr óhæfa, að Alþingi af- greiði gagngerar breytingar á öllu skattakerfi landsmanna meira en tveim mánuðum eftir að skattári lýkur og meira en einum mánuði eftir að framtals- frestur er útrunninn. Grund- vallarbreytinar á skattalögum eigi auðvitað að afgreiöa fyrir lok skattárs, þannig að skatt- greiðandi viti, er hann telur fram tekjur sina, hverjir skattar hans veröa. Þetta eigi sér ekki staö nú. Eölilegast sé þvi, að frumvörpunum verði visað aftur til rikisstjórnarinnar og henni falið að undirbúa máliö betur fyrir næsta þing. Þá ræöir Gylfi i nefndaráliti sinu þá auknu skattbyrði, sem frumvörpin, ef samþykkt veröa, hafa i för meö sér. Bendir hann á, að samþykkt þeirra hafi i för ineð sér heildarskattþyngingu upp á u.þ.b. 710 m. kr. miöaö viö það ef núgiidandi skattkerfi hefði verið látiö gilda áfram og sú almcnna tekjuaukning, sem orðið hefur á árinu 1971, væri ekki látin leiða tii þess, aö fólk hækkaöi i skattstiga. Sé því aug- ljóst, að frum vörpunum fylgi mjög aukin skattbyrði. Þingmenn Alþýðuflokksins taka það einnig fram i nefndar- álitum sinum, að það hafi verið augljóst, þegar tillögur fyrrver- andi rikisstjórnar um hækkun á bótum almannatrygg- inga voru samþykktar á s.l. vori, að breyta yrði fjáröflunar- kerfi trygginganna, — þ.e. að hverfa yrði frá þvi að afla kerf- inu tekna með nefsköttum. Þetta hafi þvi I raun og veru veriö eina atriðiö i skattakerf- inu, sem brýna nauösyn hafi borið til að endurskoða i haust. i nefndaráiiti sinu tekur Gylfi Þ. Gislason fram, að Alþýðu- flokkurinn hafi verið og sé þvi fylgjandi að afnema beri nef- skatta og sé jafnframt reiðu- búinn til þess að standa aö tek- juöflun til trygginganna, sem komi i staðinn fyir nefskattana. Það mál sé þó miklu frekar hægt að leysa á annan hátt en þann, sem rikisstjórnin ráðgeri i skattafrumvörpum sinum og niðurfelling nefskattanna þurfi á engan hátt að hafa i för með sér það hringl með skattakerfiö, sem samþykkt sakttafrum- varpanna hafi i för með sér og sé auk þess óverjandi seint á ferðinni. 1 nefndarálitinu lýsir Gylfi þvi yfir fyrir hönd Alþýðuflokksins, að ef frumvörpunum verði visað aftur til rikisstjórnarinnar, eins og þingmenn hans leggja til, þá sé flokkurinn reiðubúinn til þess að standa á nauðsynlegri tekju- öflun til trygginganna meö setn- ingu laga um sérstakan al- mannatryggingaskatt, sem tryggði tryggingakerfinu þær tekjur, — 1250 m.kr. —, sem það þarfnast. Þann skatt mætti hugsa sér sem t.d. 4% skatt af hrúttótekjum og heföi þetta i för meö sér, að sá aðili, sem hefði helmingi hærri tekjur, en annar, grciddi helmingi hærri skatt til tryggingakerfisins. Þeir aðilar, sem hefðu svo lágar tekjur, að þeir greiddu engan tekjuskatt, t.d. gamalt fólk og námsmenn, greiddu heldur ekki neitt til trygginganna, þótt þeir nytu allra réttinda tryggingakerf- isins. Fáist Aiþingi ekki til þess að fallast á tiilögur þingflokks Al- þýöuflokksins um að visa frum- vörpunum báðum aftur til ríkis- stjórnarinnar til nánari athug- unar og undirbúnings fyrir næsta Aiþingi og nauðsynlegra tekna til tryggingakerfisins verði a.m.k. á meðan sú endur- skoðun stendur yfir, aflað með miklu heilbrigðari og skynsam- legri hætti, en frumvörpin gera ráð fyrir, þá hafa þingmenn A1 þýðuflokksins flutt ákveönar breytingartillögur við frum- vörpin, sem koma þá fyrst til at- kvæða ef frávísunartillagan verður feild. Koma tillögur þessar fram á tveim þingskjöl- um, — þingskjali frá Eggert G. Þorsteinssyni, sem fylgir minnihlutaáliti hans frá heil- brigðis- og félagsmálanefnd efri deildar, og þingskjali frá Gylfa Þ. Gislasyni, sem fylgir minni hiutaáliti hans úr fjárhagsnefnd neðri deildar. Breytingartillögurnar, sem Gylfi Þ. Gislason flytur við frumvarpið um tekjuskatt og eignarskatt eru i aðalatriðum fjórar. i fyrsta lagi leggur hann til, að i lögum verði haldið þeim á kvæðum, sem samykkt voru i fyrra, um smávægileg hlunnindi (aukinn persónufrádrátt) fyrir fólk, sem náð hefur 67 ára aldri. Kikisstjórnin leggur til, að þessi hlunnindi verði alveg felld niður. i öðru lagi leggur hann til, að felld verði úr gildi sú reglugerð, sem gefin var út rétt fyrir ára- mótin og kveður svo á um, að framvegis skuli raunverulegur viðba Idskostnaöur af ibúðar- húsnæði ekki frádráttarbær, heldur skuli jafnan teija 1,5% fasteignamats steinhúsa og 2% fasteignamats timburhúsa sem viðhaldskostnað. Alveg laust við það, hvort þessi prósentuvið- miðun sé eðlilegri en gamla reglan, eða ekki, sé fráleitt að láta slikar brcytingar giida fyrir liðið skattár, enda myndi slikt vafalaust leiða til mikilla málaferla. í þriðja lagi leggur Gylfi til, að hraðfrystiiðnaðurinn fái nokkur skattfriðindi tii þess að auðvelda honum að framkvæma þær breytingar á framleiðsluað- stöðu sinni, sem nú eru nauð- synlegar vegna nýrrar laga- setningar i Bandarikjunum. 1 fjórða og siðasta lagi leggur Gylfi til, að rikisstjórnin skuli halda áfram endurskoðun skatt- kerfisins. i sambandi við þá endurskoðun varpar Gylfi fram mjög nýstárlegri og athyglis- verðri hugmynd, — þ.e. að at- hugað verði sérstaklega, hvort ekki eigi að gera allar giftar konur að sjálfstæðum skatt- borgurum. Um þetta mál segir Gylfi: ,,Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lcngst af galt kona þess herfilega, ef hún var gift og aflaði sér sjálfstæðra tekna, þar eð tekjur hennar voru lagðar við tekjur eiginmannsins og þannig greiddur af þeim hlutfailslega miklu hærri skattur en af hlið- stæðum tekjum ógiftrar konu. Þetta hefur eflaust átt sinn þátt i þvi, að karl og kona hafa oft valið þann kost að búa saman an hjónabands, ef það varð til þess að létta skattbyrði. Nokkrar ráðstafanir hafa að visu verið gerðar á undanförnum árum til þe ss að bætá úr þessu. Eina fuii- nægjandi ráðstöfunin er þó sú, að gera konu jafnan að sjálf- stæðum skattþegni, án tillits til stöðu hennar i þjóðfélaginu inn- an hjónabands eða utan, enda er þetta eitt I samræmi við nú- ODINN TÓK GUÐFINN Varðskipið óðinn tók togbátinn Guðfinn Guðmundsson VE-445 aö meintun ólöglegum togveiðum um hádegisbilið i gær, og voru skipin væntanleg til Vestmanna- eyja i gærkvöldi, þar sem mál skipstjórans á Guðfinni verður væntanlega tekið fyrir. Báturinn var tvær milur frá landi vestur af Ingólfshöfða, og þar með einni miiu innan viö leyfilega fiskveiðitakmörk tog- báta, sem eru þrjár milur frá iandi. o--------------- QIGr&AVl&GA OGr 'TILVE.RAN/ timasjónarmið varðandi mann- réttindi. Til þess að þetta geti orðið, verður að ætla giftri konu nokkurn hluta af tekjum eigin manns sem laun hennar fyrir vinnu á heimilinu, og af þeim tekjum á hún að sjálfsögðu að greiða opinber gjöld. Skattar eiginmanns minnka þá hins vegar á móti. Þetta er róttæk hugmynd, en hin eina, sem leysir til fullnustu vandamál, sem lengi hafur verið á döfinni. Er þessi lausn einmitt um þessar mundir mjög til umræðu i nágrannalöndum, þar sem auðvitað er við sama vanda- málið að etja". Meginatriðin i breytingar- tiilögum Eggerts G. Þor- steinssonar við frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga eru sjö. Koma þær tillögur til at- kvæða, verði frávisunartillaga hans felld." Þessar brey tingartillögur eru: i fyrsta lagi leggur hann til, að aðstöðugjald félaga verði ekki afnumið úr lögum, eins og stjórnarflokkarnar gera ráð fyrir að verði gert i áföngum. Telur Alþýðuflokkurinn rétt, að fyrirtæki greiði áfram aðstöðu- gjöld. F asteignagjöld geta aldrei komið i staðinn fyrir þennan veltuskatt, þvi mörg umsvifamikil fyrirtæki i allskyns þjónustustarfsemi, eiga tiltölulega litlar fasteignir, þótt þau velti oft á tiðum milljónum í rekstri. Verði aðstöðugjöld afnumin, eins og stjórnarflokkarnir stefna að, myndu fyrirtæki, sem þessi, sleppa við að greiða stóran hluta af þeim opinberu skattgjöldum, sem þau nú bera, og sveitarfélögin yrðu að gripa til þess ráðs, að iþyngja al- menningi enn meir i gjöldum til þess að afla sér fjár. Af þessum ástæðum leggur Eggert til, að aðstöðugjaldinu verði haldið óbreyttu. i öðru lagi leggur Eggert til, að allar bætur almannatrygg- inga verði undantekn ingarlaust undanþegnar út- svarsálagningu. i frumvarpi rikisstjórnarinnar er aðeins gert ráð fyrir þvi, að sveitarfé- lögum sé þetta heimilt. i þriðja lagi leggur Eggert til, að 50% af launatekjum konu skuli dregin frá, áður en útsvar er lagt á. Er þetta regla, sem nú gildir, en stjórnarflokkarnir ætla að fella niður. 1 fjórða lagi leggur Eggert til, að hlifðarfatakostnaður, fæðis- kostnaður og annar sérstakur kostnapur verði dreginn frá launum sjómanna, áður en lagt er á útsvar. i fimmta lagi leggur Eggert til, að námskostnaður og útgjöld vegna menntunar barna verði áfram frádráttarbær frá út- svarsskyldum tekjum. í sjötta lagi leggur Eggert til, að útsvar fyrra árs verði dregið frá, hafi það verið greitt að fullu á réttum gjalddögum. i sjöunda lagi leggur Eggert til, að 5. mgr. 23. greinar frum- varpsins falli niður, en hún fjaliar um það, að ef eiginkona eða börn vinna við eigin at- vinnurekstur þá skuli þeim metin laun til skatts, eigi lægri, en ætla mætti að þau hefðu fengið, væri vinnan unnin i þágu annara. Þegar frá Alþýðublaðinu var gengið i gærkvöldi var 2. um- ræðu um skattafrumvörpin ekki lokið og er þvi ekki hægt að skýra frá þvi nú, hver urðu úrslit atkvæðagreiðslunnar. Var gert ráð fyrir þvi, að atkvæða- greiðslan færi fram siðla I gær- kvöldi, en 3. umræða um frum- vörpin bæði hæfist i þingdeild- um strax á morgun. Þarsem Gylfi Þ. Gislason var veikur I gær hafði Stefán Gunn- iaugsson framsögu um tillögur hans og nefndaálit. Likið af Margréti Hallsdóttur, konunni, sem hvarf frá heimili sinu i Kópavogi á laugardags- kvöld, fannst klukkan fimm i fyrradag i fjörunni við vitann yzt úti á Áiftanesi. — Margrét heitin var 63 ára gömul. Miövikudagur 8. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.