Alþýðublaðið - 08.03.1972, Síða 7

Alþýðublaðið - 08.03.1972, Síða 7
Tilboð Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum i gatnagerð, lagningu holræsa og jarð- vinnu fyrir vatnsleiðslu i Efstalandshverfi i Kópavogi. Tilboðsgögn eru afhent i skrifstofu bæjar- verkfræðings Kópavogs, Melgerði 10, gegn kr. 5.000.00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað i skrifstofu bæjar- verkfræðings Kópavogs, fyrir kl. 11 hinn 27. marz 1972 og verða þau þá opnuð þar að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. STYRKIR til jöfnunar námsaðstöðu í fjárlögum 1972 eru veittar tuttugu og fimm milljónir króna til að jafna aðstöðu nemenda i strjálbýli til framhaldsnáms. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar ferða- og dvalarstyrkja skólaárið 1971/1972 af fé þessu hafa verið send skólastjórum þeirra skóla, sem hlut eiga að máli. Æskilegt er, að umsóknir berist sem fyrst. Menntamálaráðuneytið, 6. marz 1972. 2 Tilboð óskast I gangstéttagerö o.fl. við ýmsar götur i Langholtshverfi. Ctboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 2.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. marz, n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOEGARTUNl 7 SIÍ..I 26844 Tilboö óskast i véiavinnu við sorphauga Reykjavikur- borgar i Gufunesi. (Jtboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboð veröa opnuö á sama stað miövikudaginn 22, marz n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOBGARTUN! 7 SÚU 26844 Tilboð óskast i sölu á 4750 — 5950 tonnum á asfalti til gatnagerðar. Hér er um að ræða 1750-2350 tonn af asfalti f tunnum, 300 — 3600 tonn af fijótandi asfaiti svo og flutning á fljótandi ,-f asfalti i tankskipi til Reykjavikur. ’ íttfcoösgögn eru afhent i skrifstofu vorri. • Tflboð verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 6. april n.k. •' ; ;/|ft l4.0Il e.h. ÍNNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAP.TÚNI 7 Síí.;: 26844 GDLI GEFUR SIGB 1 grein sem Már Elisson fiski- fræöingur skrifar i janúarhefti Ægis, rits Fiskifélags tslands, segir að aflabrögö á s.l. ári hafi valdiö nokkrum vonbrigöum. Astæönanna til minnkaðs ver- tiöarafla, sem var 53 þús. tonn, eöa 7% frá árinu 1970, segir hann fyrst og fremst megi rekja til breytinga á fiskgengd á hrygningarstöðvarnar sunnan- og vestanlands. Þorskur af grænlenzkum upp- runa var mun minni á s.l. ári en næstu ár á undan, en hann hefur oft veriö 20—30% af heildarver- tiðarafla. Þetta stóra hlutfali KIRKJAN HJALPAÐI 13 HÚN- VETNSKUM BÆNDUM Hjálparstofnun kirkjunnar veitti á s.l. ári 26 innlendum aðilum aðstoð, og nam hún alls krónum 644.000.00. Var það aukning um kr. 594.000,00 frá 1970. Framlag til erlendra verk- efna var kr. 2.240.000,00, og var það aukning um kr. 720.000,00 frá árinu áður. Þeir, sem fengu hjálp frá Hjálparstofnun Kirkjunnar hér á landi voru 13 bændur i Húna- vatnssýslu, sem höfðu orðið illa úti af völdum öskufalls og ann- arri óáran. 13 styrkir voru veittir i samvinnu við og eftir ábendingum presta, i margs konar tilvikum t.d. vegna hús- bruna, veikinda, dauða fyrir- vinnu o.s.frv. Erlend verkefni hjálpar- stofnunar kirkjunnar árið 1971 voru aðstoð við holdsveika i heiminum (þeir eru um 20 milljónir talsins), fjárframlag til læknishjálpar i Nigeriu, aðstoð við islenzka kristniboðið i Nigeriu og skyndisöfnun til hjálpar flótta- fólki frá A-Pakistan, og siðar var sent fé til endurskipulagðrar hjálparstarfsemi sem miðar að þvi að hjálpa flóttafólkinu til þess að ná bólfestu aftur á heima- slóðum. Þessar upplýsingar komu fram i fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem sent var eftir aðalfundinn, sem haldinn var 1. marz s.l. A aðalfundinum var biskup Is- lands sjálfkjörinn i stjórnarnefnd sem varaformaður hennar, en Jón Kjartansson var einróma endurkjörinn formaöur. Fram- kvæmdastjóri var ráðinn Páli Bragi Kristjónsson. fisks af grænlenzkum uppruna i vertiðaraflanum segir Már að styrki þá skoðun isl. fiski- fræðinga, að islenzki þorsk- stofninn þoli ekki núverandi veiðiálag. Þá nefnir hann, að is- lenzki þorskurinn af 1964 árgang- inum hafi ekki gengiö á miðin nema að litlu leyti, og nægi það engan veginn til að vega upp á móti minnkandi þorskgengd frá Grænlandi og rýrnun þeirra is- lenzku árganga sem hingaö til hafa staðið undir vertiðinni. Þá nefnir Már einnig sem ástæðu fyrir minnkandi vertiðar- afla erfiðleika á að manna bátana. Aftur á móti var sildaraflinn nokkru meir en 1970, og var mest af sildinni veitt i Norðursjó. — Einnig getur Már þess að afli skelfisks, rækju og humars hafi aukizt. Grein sú i Ægi, sem þetta er tekið úr er hin fyrsta i greina- flokki, þar sem ætlunin er að nokkrir forustumenn i sjávar- útvegi og fiskiðnaði gefi yfirlit yfir árið sem leið og ræði um ástand og horfur. í febrúarheftið skrifar Loftur Bjarnason um togaraútgerðina 1971, og segir hann m.a. að árið 1971 hafi verið erfitt vegna verk- falls yfirmanna. Gerðir voru út 22 togarar, og hefur sú tala verið óbreytt siðan 1967. Aflinn á úthaldsdag var tæplega 3% minni á árinu en ’70, en á móti kemur að silgingar á erlenda markaði voru minni, og er reiknað með að 8 1/2 veiðidagur tapist að meðaltali þegar siglt er. Aflinn miðað við sókn minnkaði um 16.5%. Fækkun úthaldsdaga varð 685, en rúmlega 800 úthaldsdagar töp- uðust vegna verkfallsins. Talsverð verðhækkun varð á fiski á innanlandsmarkaði árið 1971, eða alls um 37,5%. Einnig varð verðhækkun á erlendum mörkuðum nokkur, eða i Þýzka- landi 12,5% og Bretlandi 31,8%, sé miðað við erlendan gjaldeyri en ekki tekið tillit til gengis- breytinga. MÚSAGILDRAN Leikfélag Kópavogs Höfundur: Agatha Christie Þýðandi: Halldór Stefánsson Leikstjóri: Kristján Jónsson Leikmynd: Magnús Pálsson A 20 ára afmæli hins viðfræga sakamálaleiks „Músagildrunnar” eftir Agöthu Christie brá Leikfélag Kópavogs á það ráð að endursýna hann samkvæmt tilmælum frá um- boðsmanni höfundar, en áður hafði hann verið sýndur i Kópavogi árið 1959 og þá meö flestum sömu leik- endum og nú. Meö sýningunni hélt félagið aftur i sina heimahaga eftir sigurgönguna i höfuöstaðnum með „Hárið”, og hlýtur það að teljast erfið heimkoma. Ég hafði ekki séð „Músagildruna” fyrr en á fimmtudagskvöld og lék talsverð forvitni á að sjá verk sem gengið hefur samfleytt i tvo áratugi i Lundúnum, en satt bezt að segja olli það mér nokkrum vonbrigðum. Efnið er þvælt og lágkúrulegt og úr- vinnsla þess formúlukennd, þó ekki sé þvi að neita, að leikurinn er með köflum spennandi og persónurnar flestar dregnar skýrum og skemmti- legum dráttum. Agatha Christie er leikin i að spinna sögur sinar þannig, að allir liggi undir grun og söku- dólgurinn reynist vera sá, sem menn eiga sizt von á, og svo er ejnnig i þessu verki. Er ekki ófróðlegt að fylgjast með hvernig hún leiðir likur aö hinum ýmsu þátttakendum i leiknum, en hins vegar veldur af- ijúpuninlvonbrigðum rlhún er of lang- sótt eða réttara sagt ekki nógu fim- lega að henni staðið. Mig minnir að „Tiu litlir negrastrákar” væri skemmtilegra verk og æsilegra. „Músagildran” er sem sagt þægileg dægradvöl þeim sem ekkert hafa þarflegra við timann að gera en láta hann líða. Hins vegar veitir hún litla innsýn i mannleg kjör og hefur enn minna skáldskapargildi. Þar fyrir er full ástæða til að vekja athygli á þvi framtaki Leikfélags Kópavogs að halda uppi leiklistar- starfsemi ár eftir ár i svo erfiðri nánd við höfuðstaðinn, og það við ákaflega torveldar ytri aðstæður. Ber það vitni brennandi áhuga, dugnaði og þolgæði, sem staðarbúar Loiklist mættu gjarna launa með betri að- sókn að sýningum félagsins, þvi framtak Leikfélags Kópavogs er eitt af þvi fáa sem gefur kaupstaðnum sérstakan svip og greinir hann frá nálægum byggðarlögum, sem öll eru eins og útborgir Reykjavikur i menningarlegu tiiliti. Hitt mættu forráðamenn Leikfélags Kópavogs hugleiða, að léttmetið er ekki endi- lega bezt fallið til að vekja áhuga , almennings og laða menn að sýn- ingum-, það hefur m.a. komið fram i starfsemi Grimu og fleiri leikhópa. „Músagildran” var sviðsett af Kristjáni Jónssyni, sem útskrifáðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1960 og hefur stjórnað fjölda leik- sýninga viða um land. Mér virtist leikstjórn hans skynsamleg i flestu tilliti, nema hvað það vantaði vissa snerpu i túlkunina og meiri hraða, og svo leyfði hann sumum leikendum óþarflega ýktan og yfirdrifinn túlkunarmáta (Paravicini). Ralstone-hjónin, Mollie og Giles, léku þau Arnheiður Jónsdóttir og Sigurður Grétar Guðmundsson. Arn- heiður hefur talsverða reynslu og skilaöi hlutverki sinu að mörgu leyti vel, einkum geðshræringaratriðun- ‘um, en var ekki fyllilega eðlileg i samskiptum við eiginmanninn. Sig- uröur Grétar lék Giles stillilega og af fyrirmannlegri hófsemd, skóp tvi- ræða persónu eins og lög gerðu ráð fyrir, en náði ekki tökum á innilegu atriðunum. Það var einhver falskur tónn i samleik þeirra hjóna. Leifur Hauksson lék sveimhugann Kristófer Wren, barnslegan, tiltektarsaman og óútreiknanlegan, og brá upp einkar viðvelldinni mynd af græskulausum prakkara, en túlkun hans var með köflum helzt til fumkennd. Auður Jónsdóttir lék frú Boyle, önuglynda og sinöldrandi ein- stæðing, sem hefur allt á hornum sér, og náði mjög góöum tökum á henni, var aðsópsmikil og bráð- fyndin þegar þvi var að skipta. Arni Kárason Íék Metcalf major, rólyndan og værukæran eftirlauna- mann úr hernum, og léði honum trú- verðugt yfirbragð þessarar sérkennilegu ensku manngerðar. Hugrún Gunnarsdóttir lék hina dularfullu og innhverfu ungfrú Casewell og gekk þannig frá henni, að hún varð enn dularfyllri og margræðari. Hún var kannski eina persónan sem var i kallfæri við raunverulegt mannlif. Magnús Bæringur Kristinsson lék Paravicini, hinn óboöna erlenda gest, og var að minum smekk helzti ýktur i öllu háttarlagi, jafnvel þó hann ætti að vera Suðurlandbúi, enda skorti hann hinn ankannalega málhreim sem hefði kannski skýrt tilburði hans. Hann vakti samt ósjaldan hlátur áhorfenda. Björn Magnússon lék Trotter leynilögreglumann slétt og fellt og án allra tilrauna til aö skapa mann- gerð eða sérkennda persónu, enda varð Trotter ákaflega litlaus og litt spennandi einstaklingur i túlkun hans. Þrátt fyrir góð tilþrif einstakra leikenda bar sýningin i mörgum greinum mark áhugamennskunnar, og er ekkert viö þvi að segja meöan unnið er af alúð, alvöru og áhuga. Leiktjöld Magnúsar Pálssonar virtust mér vera vönduð og mjög svo brezk á að lita. Maður kannaðist við innréttingu og innanstokksmuni þessa enska smáhótels út á lands- byggðinni, og ekki höfðu smáatriðin gleymzt, svo sem hundar og klukkur á arinhillum og annað slikt. Sigurður A. Magnússon. A efri myndinni eru Magnús Bæring- ur Kristinsson (Paravicini), Sigurð- ur Grétar Guðmundsson (Giles Ralstone) og Arnhildur Jónsdóttir (Mollio Ralstone). A neðri myndinni er Hugrún Gunnarsdóttir i hlutverki ungfrú Casewell. Búið er að bóka sjö þing og ráðstefnur fyrir komandi sumar i hinum nýja ráð- stefnusal Loftleiða, sem var tekinn i notkun 1. mai i fyrra. Erling Aspelund hjá Loft- leiðum sagði i samtali við blaðið fyrir skömmu, að þetta sé ekki mjög hagstætt, þar sem vel má halda fjórar ráðstefnur á mánuði að meðaltali i salnum. Aftur á móti sagðist hann vera bjartsýnn á að ráð- stefnuhöldum fjölgi næstu árin i salnum, til þess bendir sú staðreynd, að þegar er búið að bóka sjö ráðstefnur fyrir sumarið 1973 og eina fyrir sumarið 1974. Flestar þessar ráðstefnur, sem bókaðar hafa verið, eru haldnar af Norrænum sam- tökum, og má reikna meö þvi að úr þessu haldi mörg samtakanna ráðstefnu hér fjórða hvert ár. Lengsta þingið sem verður haldið hér i sumar er þing Norrænna fóstra, og á það að standa i hálfan mánuð, en það hefst 30. júli. Þingið sæk- ja 260 erlendir gestir, auk heimamanna. Þá þinga norrænir prent- arar hér i 11 daga, en einnig koma málarar, dýralæknar og tannlæknar. Þá má einnig nefna ráð- ALÞÝÐUBANKINN RÍFLEGA TVÖ- FALDAÐI ERU FARNIR AD BOKA RAD- STEFNUR FRAM TIL 1974 stefnu IFACTA, sem er alþjóðasamtök flugum- ferðarstjóra. Auk þessara ráðstefna, sem allar eru skipulagðar með löngum fyrirvara, verða væntanlega haldnir minniháttar fundir, flestir á vegum innlendra aðila. Um þessar mundir er liðið eitt ár frá þvi Alþýðubankinn h.f. hóf starfsemi, en bankinn tók til starfa 5. marz 1971. Þetta fyrsta starfsár Alþýðu- bankans hefur verið bankanum hagstætt og starfsemi hans efldist verulega. Innlán i bankann hafa aukist jafnt og þétt frá upphafi. Sem dæmi um vöxt Alþýöu- bankans skal þess getið, að þegar bankinn hóf starfsemi slna með yfirtöku Sparisjóðs alþýðu, voru heildarinnlán i spari- og velti inn- lánum 139,0 milljónir króna. Um siðustu mánaðarmót þ.e. 29. febrúar, námu heildarinnlán hins vegar 313,2 milljónum króna. Mest aukning hefur orðið á spariinnlánum 157,0 milljónir króna en veltiinnlán hafa aukist um sem næst 18,0 milljónir króna. A þessu sama timabili hafa útlán bankans aukist verulega og námu heildarútlán Alþýðu- bankans um siðustu mánaðarmót 219,6 milljónum króna, en voru við opnun bankans 92,0 millj. Otlán bankans hafa þvi aukist um tæpar 128,0 milljónir króna eða um 139%. Alþýðubankinn h.f. hefur nú hagnýtt sér kauprétt þann sem Sparisjóður alþýðu hafði tryggt sér i leigusamningi, sem bankinn yfirtók, og verður þvi Alþýðu- bankinn h.f. eigandi allrar fast- eignarinnar Laugavegur 31, þannig að húsnæðismál bankans eru leyst til nokkurrar framtiðar. Bankaráð Alþýðubankans hef- ur nýverið samþykkt að taka upp meðfylgjandi tákn sem merki bankans og verður það eftirleiðis notað á öll gögn sem bankinn lætur frá sér fara, eftir þvi sem tilefni gefst til. Merkið gerði Auglýsingastofan h.f., Gisli B. Björnsson i samráði við bankastjórnina. Merkið á að tákna upphafsstafinn i nafni bankans og er valið með hliðsjón af þeirri staðreynd að islenzk alþýða er eigandi bankans með beinni aðild stéttarfélaga og ein- staklinga innan Alþýðusambands tslands. Ákveðið hefur verið að aðal- fundur Alþýðubankans h.f. verði 15. apríl n.k. Fyrir aðalfund verða m.a. lagðar tillögur um aukningu á hlutafé Alþýðubankans, sem á stofnfundi var ákveðið 40 milljónir króna og lágu þá þegar fyrir hlutafjárloforð fyrir þeirri fjárhæð. | SÁ ÞRIÐJI | Eins og fram hefur komið i fréttum er Landhelgisgæzlan nánast á vergangi. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvar hún fær inni fyrir starfsemi sina, en tveir kaupstaðir, Hafnar- fjörður og Akureyri, viija fá yfir- stjórn gæzlunnar til sin. Nú hefur heyrzt rödd úr þriðja kaupstaðnum. 1 Vestmanneyjablaðinu Braut- inni er varpað fram þeirri uppá- stungu, áð Landhelgisgæzlan flytjist til Eyja og bent á, að vagga landhelgisgæzlunnar hafi staðið i Vestmannaeyjum. SHOGSIS VIIJAEKKI ADRAÍ LOONUS0LU Vegna fréttar Alþýðublaðsins um að Bjarna Magnússyni hafi verið neitað um leyfi til að selja loðnu til Japan, hafa þeir tveir útflutningsaðilar, sem einir hafa leyfi til þessa, séð ástæðu til að skýra sin sjónarmið. Þaö eru SH og SIS og er yfir- lýsing þeirra svohljóðandi: Reykjavik, 4. marz 1972. „1 tilefni af grein i blaðinu, föstudaginn 3. þ.m., um sölu á loðnu til Japan, vilja Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild StS taka fram: Við erum þeirrar skoðunar, að beztum árangri verði náð i allri markaðsstarfsemi fyrir frysta islenzka loðnu i Japan, og þá einnig hagsmunum frysti- húsanna hér bezt börgið, þegar til lengdar lætur, með þvi að fela þeim tveimur samtökum, sem hafa öll frystihús landsins innan sinna vébanda, að einu undanteknu, að hafa þessa sölu og markaðsöflun meö höndum. A s.l. ári stóöu nökkrir aðilar i Noregi i samkeppni um útflutn- ing á þessari vöru til Japan. Þetta reyndist illa, og hefur sjávarútvegsráðuneytiö i Noregi nú i ár falið einum aðila þennan útflutning. Okkar eigin reynsla hefur einnig sýnt, að happadrýgst hefur orðið um öflun öruggra og vaxandi markaöa fyrir framleiðsluna, að sala hennar sé i höndum samtaka framleiðenda. Framleiðsla þessarar vöru fyrir japanska markaðinn er til- tölulega ný af nálinni, en magn vaxandi og verð hækkandi á hverju ári. Markaðurinn fyrir þessa vöru er takmarkaður i Japan, ef miðað er við fram- leiðslugetu okkar og Norð- manna, en þeir eru okkar aðal- keppinautar i sölu loðnu til Japan. Það skiptir þvi miklu máli um framtiðarviðskipti, hvernig að þessum málum er staðiö af okkar hálfu. S.H. og Sjávarafurðadeild SIS gerðu samning um sölu 5000 tonna af frystri loðnu til Japan á þessari loðnuvertið. Þetta magn var þó háð þvi skilyrði, að ekki yrði öðrum veitt útflutningsleyfi á loðnu til Japan, en ef slikt leyfi yrði veitt, þá lækkaði sölu- magnið i 4000 tonn. Þetta magn hafa frystihús innan samtak- anna fryst fyrir nokkru og er öruggt, að þau væru nú búin að frysta 1000 tonnum meira, ef ekki hefði verið veitt leyfi fyrir 600 tonnum til eins frystihúss. Eins og sjá má af þessu, þá hefur umrætt leyfi þvi lækkað magn loðnu til Japan, en ekki aukið það, eins og haldið er fram i grein yðar.” Miðvikudagur 8. marz 1972 Miðvikudagur 8. marz 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.