Alþýðublaðið - 08.03.1972, Page 9

Alþýðublaðið - 08.03.1972, Page 9
ENN LEIÐIR KR I KÖRFU Um helgina fóru fram 4 leikir i 1 deild i körfubolta og urðu úrslit þessi: ÍR-ÞÓR 77-58 Valur-HSK 72-63 ÍS-ÞÓR 60-59 KR-Valur 91-65 Sjá umsögn á morgun (29-25) (32-23) (26-28) (51-31) Staðan eftir KR ÍR ts Valur Árm. ÞÓR HSK. UMFS leikina um helgina: 8 0 633:518 16 stig. 7 1 678:523 14 - 5 3 518:542 10 - 4 4 549:595 8 - 3 4 466:463 6 - 3 6 521:548 6 - 1 6 428:504 2 - 0 7 455:554 0 - Stiga hæstu leikmenn: Þórir Magnússon Val 225 stig Einar Bollason KR 181 - Agnar Friðriks. ÍR 174 - Guttorinur Ól. ÞÓR 148 - Skólamótið í knattspyrnu Skólamótið i knattspyrnu held- ur úfram i dag og i kvöld. A Há- skólavelli ieika Iðnskólinn og Þingholtsskóli klukkan 16, og strax á eftir Tækniskólinn og Vig- hólaskóli. A Melavellinum leika MR og Iðnskólinn i Hafnarfirði klukkan 16, og strax á eftir Há- skólinn og Réttarholtsskólinn. Mótinuheldur áfram á morgun, en úr leik eru þegar lið Stýri- mannaskólans, Vélskólans, MA og Armúlaskóla. Laiitlsins grróður — yðar Iiróður IBfifUVÐARBANKI ISLANDS 4 SKIPAUTfiCRB RIKISINS M/S ESJA Fer frá Reykjavik þriðjudaginn 14. þ.m. vestur um land i hring- ferð. Vörumóttaka á morgun, á föstudag og á mánudag til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, ólafsfjarð- ar og Akureyrar. Gordon Banks og Peter Osgood eiga þarna í baráttu leik Chelsea og Stoke á laugardaginn. ÞAS VERÐA ÖRUGGLEGA ENGIR 60 NÆST MEÐ 12 RÉTTA Það voru hvorki meira né minna en 60 með 12 rétta i sið- ustu leikviku og einir 1280 með 11 rétta. Þannig vill það oft verða, þeg- ar mikið er um heimasigra, en þeir voru 11 á siðasta seðli og ekkert jafntefli. Það kemur þvi litið i hlut þeirra, sem voru með 12 rétta að þessu sinni og þeir sem voru með 11 rétta, verða að láta sér ánægjuna nægja. Áður en við byrjum á næstu spá, skulum við rétt lita á úrslit- in um sfðustu helgi. Fyrsti leikurinn á seðlinum var úrslitaleikurinn i Deildar- bikarnum, sem fram fór á Wembley milli Chelsea og Stoke City. Stoke vann leikinn eftir framlengingu 2-1 og er þetta fyrsti meiriháttar sigur liðsins frá upphafi, en Stoke er stofnað árið 1863 og er næst elzt deildar- liða i Englandi. Derby hélt 3ja sætinu og vann Úlfana á Baseball Ground 2-1, en mesta athygli vakti þó stór- sigur Leeds á Elland Road yfir Southamton 7-0 Liverpool vann nágranna sina Everton 4-0, en Everton hefur enn ekki unnið leik á útivelli i vetur. Man. City tókst loks að vinna Arsenal á Maine Road og er þvi með örugga forystu i deildinni, en Arsenal hrapaði úr 4. sæti i 6. Newcastle vann Leicester á heimavelli 2-0 og Man. Utd. tap- aði rétt einu sinni og nú fyrir Tottenham á White Hart Lane. West Brom. heldur áfram að hala inn stigum og nú náði liðið báðum stigunum frá Nott. For., sem situr á botninum i deildinni með aðeins 15 stig, eða 5 stigum minna en næsta lið. Staðan i 1. deild er nú sú, að Man. City hefur forystu með 45 stig, en siðan kemur Leeds með 41 stig og leik minna. 1 þriðja sæti er Derby með 40 stig, Liverpool 39, Tottenham 38, Arsenal 36 og i 7. sæti eru Úlfarnir með 36 stig. Þá koma Man. Utd. og Sheff. Utd. með 35 stig, Chelsea með 33 stig og Newcastle er i 11 sæti með 30 stig. Á botninum er Nott. For. með 15 stig, en siðan kemur Hud- dersfield með 20 stig og South- hamton og Crystal Pal. með 22 stig. Mér finnst liklegt að það verði eitthvert af þessum þrem siðast töldu, sem koma til með að fylgja Nott. For. i 2. deild i vor. Þá skulum við snúa okkur að Getraunaseðli 10. leikviku og ér sá seðill að minu viti mjög er- fiður og vist er um það, að þá ná spámenn blaðanna ekki jafn- góðum árangri og siðast, en þá var Morgunbalðið með 10 rétta, Visir 9 Alþýðublaðið og Timinn 8 og Þjóðviljinn 7 og það verða heldur engir 60 með 12 rétta eins og siðast. Hér kemur svo spá min fyrir næstu viku: (T)ci li CHELSEA- MVERPOOL X Þetta er erfiður leikur. Chelsea tapaði um s.l. helgi i Deildar- bikarnum fyrir Stoke, en Liver-. pool vann sannfærandi 4-0 sigur yfir Everton. Það hefur verið mjótt á munum i leikjum þess- ara liða á Stamford Bridge á undanförnum árum, en tvö s.l. ár hefur Chelsea unnið 1-0 og 2- 1. Liverpool hefur gengið vel að undanförnu, en þar sem þeir leika nú á útivelli spái ég jafn- tefli. © EVERTON- MAN.CITV 2 Everton hefur gengið illa i vetur og sérstaklega á útivelli, þar sem það hefur ekki unnið leik. Man. City hefur aftur á móti tekið örugga forystu i deildinni og stefnir hraðbyri að sigri og eftir að unnið Arsenal 2-0 á sama tima, sem Liverpool vann Everton 4-0, hallast ég að úti- sigri, en bendi á að jafntefli kemur sterklega til greina. © LEEDS- _ COVENTRY 1 Þótt Coventry sé óútreiknanlegL lið, eins og ég hef oft bent á hér i þessum þáttum, spái ég örugg- um heimasigri. © LEICESTER- WEST HAM X Það mætti segja mér, að hér verði um jafna baráttu að ræða, þar sem jafntefli eða heimasig- ur eru liklegustu úrslitin. Ég fer hinn gullna meðalveg og spái jafntefli. ©MAN.UTD. - HUDDERSFIELD 1 Ef ég man rétt þá hefur Man. Utd. ekki unnið leik i deildinni siðan i byrjun desember s.l. og um s.l. helgi mátti liðið þola enn eitt tapiðogþá fyrir Tottenham. Það hlýtur þvi að fara að koma að þvi að það vinni leik og ef ekki á heimavelli á móti botnlið- inu Huddersfield, hvern geta þeir þá unnið? Ég spái sem sé heimasigri I þessum leik. ®NEWCASTLE- ARSENALX Arsenal hefur ekki sótt gull i greipar Newcastle á St. James Park á undanförnum árum, en úrslitin á s.l. fimm árum þar hafa verið þessi: 1-1, 3-1, 2-1, 2-1, 2-1, 0-1. Samkvæmt þessu koma jafntefli eða heimasigur helzt til greina. Newcastle vann Leicester 2-0 um s.l. helgi, en Arsenal tapaði 2-0 fyrir Man. City. Ég held að Arsenal vörn- inni takist að halda hreinu i þessum leik og spái þvi jafntefli 0-0. 0NOTT.FOR. IPSWICH 1 Þetta er einn af erfiðum leikjum á þessum seðli, þvi hér eigast við botnliðið Nott. For., sem að öllum likindum er fallið i 2. deild nú þegar, nema kraftaverk ger- ist og Ipswich, sem er i 15 sæti, en með mjög slakan árangur á útivelli. Teningur er e.t.v bestur til að ákvarða spána varðandi þennan leik, en ég spái heimasigri, en bendi á jafntefli til vara. ®SOUTHAMTON- WOLWES 2 Southamton mátti þola annað stórtapið i vetur, þegar það tap- aði 7-0 fyrir Leeds á Elland Road um s.l. helgi, en hitt var þegar það tapaði 8-0 fyrir Everton fyrr i vetur. Nú leika Úlfarnir gegn þeim á The Dell og ég spái sömu úrslitum og i fyrra og hitteðfyrra, eins marks tapi fyrir Southamton. ®STOKE- SIIEFF. UTD. 1 Stoke, sem vann Chelsea i Deildarbikarnum um s.I. helgi mætir nú Sheff. Utd. á Victoria Ground. Þetta er enn einn erfið- ur leikur, en eihvern veginn finnst mér, að honum ljúki ekki með jafntefli, heldur heima- sigri. ®TOTTENlIAM- DERBY 1 Bæði þessi lið eru i meðal þeirra efstu, þvi Derby er i 3ja sæti með 40 stig, en Tottenham i 5. með tveim stigum færra. En þar sem Tottenham er afburöa gott heimalið, spái ég þeim sigri, en get samt ekki varist þeirri hugsun, að jafntefli komi sterklega til greina. (TT) W.B.A. - 'O' CRYSTAL PAL. 1 Hér eigast við lið, sem hafa ver- ið og eru jafnvel enn i talsverðri fallhættu, þvi Crystal Pal. er i 19. sæti með 22 stig, en WBA i 18 sæti með 24 stig. Sonur minn, sem er mikill WBA aðdáandi, segir mér að þessum leik Ijúki með jafntefli. Um það segist hann vera sannfæröur. Ég er þvi ekki sammála, þvi ég held að WBA vinni þennan leik og spái þvi heimasigri. BURNLEY- CARLISLE I Þá er komið að 2. deildar leikn- um á seðlinum. Hér eigast við svipuð lið, sem bæði eru um miðja deildina eða svo og bæði töpuðu þau 1-0 um s.l. helgi. Leikir i 2. deild eru ekki siður erfiðir en leikir i 1. deild og er þessi leikur engin undantekning þar á. Einhvernvegin finnst mér að Burnley muni vinna þennan leik og spái þvi heimasigri. FYRSTA SINN SEM KEFLVÍKINGAR VINNA EYJAMENN Á HEIMAVELLI Það var gott veður og mikil stemming á áhorfendapöllunum I Vestmannaeyjum, þegar IBV og tslandsmeistarar ÍBK mættust þar i fyrsta leik meistarakeppni KSt og þetta er cinnig i fyrsta sinn, sem liðin mætast eftir úr- slitaleikinn á Laugardals- vellinum i fyrra. Úrslit leiksins urðu vonbrigði fyrir heimamenn þvi Keflvík- ingar sigruðu og þess má geta til gamans, að þetta er i fyrsta skipti, sem Kcflvíkingar vinna Eyjamenn á heimavelli. Friðrik Ragnarsson skoraði strax i byrjun Iciksins eftir varnarmistök. Komst hann inn I sendingu og skoraði auvcldlega. Hörður Ragnarsson skoraði siðan um miðjan hálfleik, en hann fékk knöttinn utan af kanti, yfir Pál markvörð, sem átti fremur slakan leik að þessu sinni. ÍBV lék án Einars Friðþjófs- sonar, en annars voru flestir þeirra beztu manna með. Nýliði I iiði þeirra, Asgeir Sigurvinsson var beztur og hér á ferðinni mikið efni, sem gaman verður að fylgj- ast ineð i næstu lcikjum. Keflvikinga vantaði þrjá sterka leikmenn, þá Vilhjálm Ketilsson, sem enn er meiddur eftir leikinn við Tottenham I íyrra, Gisla Torfason og Einar Gunnarsson, sem er i leikbanni, en hann var rckinn út af i Bikarkeppninni i fyrra í leiknum við Breiðablik og var dæmdur i eins leiks bann og tók þvi út dóminn i þessum leik. Næstu leikir i Meistara keppninni verða um tvær næstu helgar, en þá leika ÍBK og Vik- ingur i Kcflavik og Vikingur og Vestmannaeyjar i Reykjavik. © Miðvikudagur 8. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.