Alþýðublaðið - 08.03.1972, Side 10

Alþýðublaðið - 08.03.1972, Side 10
☆ Kappakstur kringum land á ellefu alda af- mæli íslands byggöar. ☆ Hægara að kenna heilræðin en halda þau. ☆ Rokkarnir eru þagnaðir. NO EE timabært aö nefna einu sinni enn tillögu sem ég skaut á flot i fyrsta sinn fyrir einu eða tveimur árum: um alþjóðlegan kappakstur i kringum land. Skilyrðið er aðeins að leggja veg yfir Skeiðarársand, og eftir páskana á að byrja. Það þýðir að 1974, á ellefu hundrað ára afmæli Islands byggðar, verður hægt að aka hringinn (ef Skeiðará gerir ekki óvænt strik i reikninginn), og vel mætti hafa kappakstur i kringum land einn liöinn i hátiðahöldunum. ERLEND bilafirmu ættu að taka með þökkum það tækifæri að senda bila i kappakstur á is- lenzkum vegum, óvist þeir fengju annarsstaðar verðugri þolraun fyrirsterka bila. Þar að auki liggur leiðin um fögur héruð, i augum útlendinga yrði slikur akstur ekki aðeins þrekraun, heldur lika ævintyra- ferð um undraland. Þetta mál ætti ferðamálaráð að gera að sinu, þvi verkefni þess ku vera að hæna fólk að landinu. ÞAÐ ER hægara að kenna heilræðin en halda þau, Eftir þvi sem manni er sagt hefur Island hreykst á að styðja málstað frelsisflokka innborinna manna i portugölsku nýlendunum af ótta við að Portugalir hætti að kaupa af okkur saltfisk. Kynþáttajafnrétti og frelsis- barátta varð að vikja fyrir söltum þorski! Hvað mundum við hafa sagt um slika af- greiðslu mála meðan við vorum að berjast fyrir okkar sjálf- stæði? Og ef skilningurinn á jafnrétti og frelsi er ekki meiri en þetta — hvernig mundum við þá sjálfir snúast við ef kyn- þáttaminnihluti væri i okkar eigin landi? Erum við kannski aðallega dyggðugir i þessum efnum af skorti á freistingum? ÓVANALEG stemning rikti á ritstjórn Alþýðublaðsins á föstudaginn. Uppúr hádeginu þagnaði pressan, og setjara- vélarnar urðu hljóðar nokkru fyrr. 1 prentsmiðjunni var blýið allt i einu horfið, ekkert sátur eftir neins staðar. Oft voru vél- arnar kallaðir „rokkar” og mér datt i hug „rokkarnir eru þagnaðir og rökkrið er svo hljótt”! EN UM fimmleytið var þessi likhússtemning skyndi- lega rofin. Hvað hafði breytzt? Allt var aftur orðið eins og vanalega. Jú, rétt. Luddló-vélin var komin i gang, einhvér var að setja fyrirsagnir! VIÐ ÞESSIR gömlu blaða- snápar höfum gegnum áratugina vanizt þvi að hafa prentsmiðju með blýi og svertu alveg við hliðina. En nú er sú tækni kvödd og önnur aðferð tekin i notkun. Fyrir þvi verður ekki aðeins breyting á vinnu- mátanum, heldur lika i hugum okkar. Sigvaldi V i ð k o m - múnistar erum eins og sáðkorn, fólkið er eins og jarðvegurinn. Mao tse tung. I dag er miðvikudagurinn 8. marz, 68 dagur ársins 1972. Ar- degisháflæði kl. 11,00, síðdegishá- flæði kl. 24,14. Sólarupprás kl. 8,12, sólarlag kl. 19,10. APÓTEK Kvöld- og helgidagavarzla i apótekum Reykjavikur vikuna 4. marz tii 11. marz er i höndum Ingóifsapðteks og Laugarness- apóteks. Kvöldvörzlunni lýkur ki. 11, en þá hefst næturvarzlan i Stórholti 1. LÆKNAR Læknastofur eru lokaðar á laugardögum, nema iæknastofan að Klapparstig 25, sem er opin milli 9-12 simar 11680 og 11360. Við vitjanabeiðnum er tekið hjá kvöld og helgidaga vakt, simi 21230. Læknavakt i Hafnarfirði og Garðahreppi: Upplýsingar i lög- regluvarðstofunni i sima 50181 og slökkvistöðinni i sima 51100, hefst hvern virkan dag kl. 17 ogstendur til kl. 8 að morgni. Um helgar frá 13 á laugardegi til kl. 8 á mánu- dagsmorgni. Simi 21230. Sjúkrabifreiðar fyrir Reykja- vik og Kópavog eru i sima 11100. Mænusóttarbólusetning fyrir fuilorðna fer fram i Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, á mánudög- um kl. 17-19. Gengið inn frá Barónsstig yfir brúna. Tannlæknavakt er í Heilsu- verndarstöðinni, þar sem slysa- varðstofan var, og er opin laugar- daga og sunnudaga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Almennar upplýsingar um læknaþjónustuna i borginni eru gefnar i simsvara læknafélags Reykjavikur, simi 18888. FÉLÖG Kvenfélag Háteigssóknar. Skem m tifundur veröur að Hótel Esju þriðjudaginn 7. marz kl. 8.30 stundvíslega. Spilað verð- ur Bingó. Sóknarfólk fjöimennið. A—A SAMTÖKIN. Viðtalstimi alla virka daga kl. 18.00 til 19.00 í sima 1-63-73. Félagsstarf eldri borgara Tóna- bæ. t dag miðvikudag, verður opiö hús, frá kl. 1.30—5.30 e.h. Dregið hefur verið i happdrætti Slysa varnafélags tslands. Upp komu þessi númer: 828 — Brúða 631 — Bill 480 — Teborð 510 — Brúðueldhús 586 — Fiðla 466 — Hjólbörur 128 — Kaffidúkur 512 — Borðrefill. Kvenfélag Bæjarleiða. Fundur verður að Hallveigar- stöðum i kvöld, miðvikudaginn 8. marz kl. 8.30. Sýnikennsla á smurðu brauði. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ t REYKJAVtK. Félagsvist og dans i Hótel Esju n.k. fimmtudagskvöid kl. 20.30 stundvislega. Salurinn opinn frá kl. 19.45. Kvenfélag Breiðholts. A fundinum 8. marz i kvöld, verður sýnd kvikmynd um trland og Eggert Jónsson, segir frá landi og þjóð. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. M/S Esja er á Austfjarðahöfnum á suðurleið. M/S Hekla fór i gærkvöldi austur um land i hringferð. M/S Herjólfur kom til Reyk- javikuri morgun frá Vestmanna- eyjum. SÖFNIN Landsbókasafn tslands. Safn- húsið við Hverfisgötu. Lestrar- salur er opinn alla virka daga kl. 9-19 og útiánasalur kl. 13-15. Borgarbókasafn Reykjavikur. Aðalsafn, Þingholtsstræti 29 A er opið sem hér segir: Mánud. - föstud. kl. 9-22. Laugard. kl. 9-19. Sunnud. kl. 14- 19. Hólmgarði 34. Mánudaga kl. 14- 21. Þriðjudaga - föstudaga kl. 16- 19. SKALl Hofsvallagötu 16. Mánudaga, föstud. kl. 16-19. Sólheimum 27. Mánudaga, föstud. kl. 14-21. Bókasafn Norræna hússins er opið daglega frá kl. 2-7. Bókabíll: Þriðjudagar. Blesugróf 14.00-15.00. Arbæjar- kjör 16.00-18.00. Selás, Arbæjar- hverfi 19.00-21.00. Miðvikudagar. Alfta mýraskóli 13.30-15.30. Verzlunin Herjólfur 16.15-17.45. Kron við Stakkahlið 18.30-20.30. Fimmtudagur. Arbæjarkjör, Arbæjarhverfi kl. 1.30-2.30 (Börn). Austurver, Cltvarp UNGIR JAFNAÐARMENN Ungir jafnaðarmenn i Reykjavik. Málfundur verður á vegum FUJ n.k. fimmtu- dagskvöld, staður og timi auglýst i Alþýðu- blaðinu siðar. Fundarefni: Ný kynslóð — Ný viðhorf. Framsögumaður ólafur Ingólfsson. Fundarstjóri Matthias Sigurðsson. F.U.J. Atvinna Okkur vantar karla og konur i fiskvinnu strax. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar i sima 98—2291 og 1863. EYJABERG, FISKVERKUNARSTÖÐ, VESTMANNAE YJUM. Miðvikudagur 8. marz. 7.00 Morgunútvarp. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um heilbrigðis- mál. Emil Als augnlæknir talar um skjálga. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Draumurinn um ástina” eftir Hugrúnu. Höfundur les (2).. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Fræðsluþáttur Tannlækna- félags lslands_ 15.20 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir Andra rimur hinar nýju. Svein- björn Beinteinsson kveður 16.40 Lög leikin á fiðlu. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Val- borg Böðvarsdóttir og Anna Skúladóttir sjá um timann. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.35 ABC. Ásdis Skúladóttir sér um þátt úr daglega lifinu. 20.00 Stundarbii. Freyr Þórarinsson kynnir hljóm- sveitina Tir Na Nog. 20.30 „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. Fyrsti hluti endurfluttur. Steindór Hjörleifsson bjó til flutnings og er jafnframt sögumaður. 21.05 Strengjakvartett i g-moll eftir Giovanni Giuseppe Cambini. Quartetto Italiano leikur. 21.30 Lögréttusamþykktin 1253. Annað erindi Jóns Gislasonar póstfulltrúa. Gunnar Stefánsson flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (32). 22.25 Kvöldsagan: „Ast- mögur Iðunnar” eftir Sverri Kristjánsson. Jóna Sigur- jónsdóttir les (7). 22.45 Djassþáttur. Jón Múli Árnason sér um þáttinn. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. marz. 18.00 Siggi. Skógurinn. Þýðandi Kristrún Þórðardótt- ir. Þulur Anna Kristin Arn- grimsdóttir. 18.10 Teiknimynd. 18.15 Ævintýri i norðurskóg- um. 23. þáttur. Einbúinn. Þýðandi Kristrún Þórðardótt- ir. 18.40 Slim John.Enskukennsla i sjónvarpi. 15. þáttur end- urtekinn. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Heimur hafsins. Italskur fræðslumyndaflokkur. 8. MESH'rfJ — ú~ri£> bofíf* thJU 't -HFumsK&ei/UUfH />Ué /?s> *&H/fH45r MRHUW VfcR. f -T7BKlí=iep.i-r(L- l-C’PSl/R-Ö' \ BREVTA VeRte WRÍP'M'W ------------ af kr-MQm’A 1(1. ,\ ,A\\V M i I_t_i rsú'RjiuphE'dl'Oi ’ þáttur. Fornminjar i sjó. Þýðandi og þulur óskar Ingi- marsson. 21.20 Hver er maðurinn? 21.25 Moröið á járnbrautar stöðinni. (Grand Central Murder). Bandarisk sakamálamynd frá árinu 1942. Leikstjóri S. Sylvan Simon. Aðalhlutverk Van Heflin, Patrica Dane og Cecilia Parker. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Fræg leikkona finnst myrt á járn- brautarstöð. Lögreglan tek- ur þegar til við rannsókn málsins, og i ljós kemur, að ekki aðeins einn, heldur margir, gátu hugsanlega haft ástæðu til að vilja hana feiga. Meðal þeirra, sem áhuga hafa á lausn gátunn- ár, er ungur einkaspæjari. Við rannsókn málsins gerast atburðir, sem valda þvi, að hann veröur einn hinna grunuðu. 0 Þriöjudagur 7. marz 1972.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.