Alþýðublaðið - 08.03.1972, Síða 11

Alþýðublaðið - 08.03.1972, Síða 11
Kross- gátu- krílið HiRRflGHRÐMUfr T o 1 i (f/ UYf jfíN eoT/?tiU/t) KPb T MF/R KYH StoFN J WRl UR *rMi Ko/ 6 / TÓNÍY VUÍNUR TfiPL St'/Tj ÚT um/R t s om T/toQ Gu- MK b vt'RS NftVI m KLffSr Ufl t P'/PUR /n»L /r! 1 TOrt/V £ND. HVtLT f / 7 6Ó&B ?UK/ y Lyk/L oPÐ - Pfícrrií/u 5 ■ ■ 'ntn • u\ • • in • - * * o x • -'xbi xi-5jx-n«í>'n<.'íjl3oN O •DM'ctl • HHX TJ • i-aí. 3o-í • *> c «í» a> • "tiíiíJo-Un • «r>3>tí*>a K * tA * 'o Á VALDI VÍÐÁTTUNNAR eftir Arthur Wayse lærtað fara með Astra-flugvélina jafn auðveldlega og hann gerði flest annað. Hann var kannski dálitið of sjálfsöruggur, en hann hafði mörg hundruð flug- tima á bak við sig. Og þegar öllu var á botninn hvolft var Alaska mun nær þessari kanadisku borg heldur en Oakland. ,,Morg, eigum við að fara að leggja af stað?” ,,Fjandinn hafi það, þú ferð ekki fet. Vissulega hefði það verið gaman, Linny. En þú skalt ekki reyna að freista min, þvi að i þetta skipti ferð þú ekki með”. ,,Allt i lagi”, sagði hún og andvarpaði. ,,Hvenær leggjum við af stað”. ,,Nei, nei, Linny'.Vertu ekki að suða i mér. Þú átt ennþá eftir að sjá um heilmörg boðskort, jafnvel þótt ég reikni með, að meðeigandinn og móðir hans og systir geti séð um það. En ég veit að hann kærir sig ekki um það, og þótt hann sé allt of vel upp alinn til þess að fara að skamma mig fyrir það, getur það valdið erfiðleikum i sambúð okkar. . . Langar þig i raun og veru til þess að koma með?” Hún andvarpaði, tók i hendina á honum og þau yfirgáfu hótelið saman. Þetta var yndislegt augna- blik. Þau fundu til einhverrar innri sameiningar- tilfinningar, sem þau höfðu ekki orðið vör við i mörg ár. ,,Við skulum reyna að stinga af i hádeginu,” sagði Halsted við hana. Hann var hamingjusamur núna. ,,Það verða sjálfsagt einhver vandræði i sam- bandi við flugyfirvöldin. Þú ert svo laginn að kippa svoleiðis málum i lag. Þú ert bezti einkaritarinn, sem ég hef haft um æviná.... Heyrðu annars, ég er ekki búinn að segja þér frá þessu með plómusafann hjá liðsforingjanum. Þetta var grin, skilurðu. Við lentum i einhverri veizlu, og þar hittum við ósvikna rauðtoppu. Hún var hálf heimsk, greyi^, en falleg. Hún vildi ekki drekka annað en óþverra, sem liðs- foringinn taldi henni trú um að væri plómusafi.” ,,0g svo var það þá plómu-gin” sagði Linn. ,,Ég hef raunar sjálf smakkað svona gin, og það minnir mig alls ekki á plómusafa.” ,,Já. það má vera, en ég er búinn að segja þér, að hún var ekki beinlinis gáfuð, ” sagði Halsted dálitið fýldur. Hún var alls ekki eins og þú. Þú ert vel að þér á flestum sviðum.” Traustið þeirra i millum var á enda, þennan daginn. Hún gaut til hans augunum og leit svo út i fjarskann. Hún hafði eyðilagt fyrir honum söguna hans, sem var kannski heimskulegt. En siðustu orð Morg höfðu sært hana. Það var greinilegt við hvað hann átti. Hann hafði orðið fyrir miklum von- brigðum, að hún skyldi ekki vera drengur. Það hafði hún vitað lengi. Eftir tvær vikur og þrjá daga mundi hún klæðast brúðarlini og þar með valda honum enn meiri vonbrigðum. En hún var orðin tuttugu og tveggja ára gömul og ekki lengur neitt barn. Val hennar á maka hafði verið vandlega yfir- vegað. Það átti sér stoð i samúð, virðingu, sameiginlegum áhugamálum og smekk. Einmitt sá grundvöllur, sem stuðlaði að hamingjusömu hjóna- bandi. Hún hafði orðið ástfangin i fyrsta sinn, þegar hún var nitjan ára gömul. Hún hafði haft gott af þeirri lifsreynslu og var nú fær um að sjá muninn á kvennabósum og almennilegum mönnum, á plómu- gini og plómusafa. Luke Blain var meira virði, en tylft ungra, fallegra, vöðvastæltra manna, og ef Morg vildi ekki taka honum vel, þá var a.m.k. ekki við Luke að sakast. Þau flugu norður á bóginn siðdegis þennan sama dag. Þau flugu yfir skerjagarðinum, og fyrir neðan þau mátti sjá endalausa röð smáeyja. Þau lentu i litlum verksmiðjubæ, meðan ennþá var bjart af degi, og þar sem veðurútlitið var ekki allt of gott, ákváðu þau að vera þar um nóttina. Um klukkan eitt daginn eftir hóf flugvélin sig aftur á loft, og þau héldu för sinni áfram norður á bóginn. Þegar liða tók á daginn neyddust þau til þess að fljúga yfir landið, vegna sjávarþoku, sem varð á vegi þeirra. Fjöllin voru skógi vaxin, og i þau RUTH SNYDER OG JIIOD GREY finningar og þrár. Bernska Ruthar var lei&inleg, ströng og mörkuð fátæktinni, en hrein og heiðarleg og hún var ákveðin i að sleppa i burtu. Fimmtiu árum siðar hefði það ekki verið neinum erfiðleikum bundið, en árið 1910 buðu lifshættir banda- riskra verkamanna upp á litla möguleika fyrir stúlku til að haga lifi sinu að vild, sletta úr klaufunum og setjast siðan i helgan stein. Þegar Ruth var þrettán ára fór hún að vinna sem nætursimavörður hjá simafyrirtæki. Hún var ákveðin i að sleppa frá þessu hversdags- lega vanalifi og fór á námskeið i hraðritun og bókfærslu, sem tryggðu henni betur launuð störf. En hvernig sem hún reyndi, gat hún ekki sloppið frá hinni grimmu veröld veru- leikans. Hún fékk útrás i lestri timarita um „sannar ástir” og óvandaðra eldhúsreyfara. bar fann hún hina imynduðu draumaveröld sem hún leitaði, vel klædda og glæsilega menn, sem urðu þrælar ómótstæði- legra glæsikvenna af þeirri gerð, sem hún imyndaði sér að hún væri sjálf. Og raunar var það ekki fjarri veruleikanum. Þegar Ruth var átján ára var hún orðin stúlka, sem menn tóku eftir, en hún var ákveðin i að fá eitthvað varanlegra út úr lifinu en skyndikynningar á skitugum hótelherbergjum. Hún þráði eiginmann, sem gæti veitt henn þá ást og þægindi, sem hafði svo mjög skort i upp- vexti hennar. Það var seiðandi rödd hennar, djúp og hás, sem varð til þess að hún náði i manninn, sem hún vildi — manninn, sem hún átti eftir að myrða þrettán árum siðar. t september 1914 var Ruth simastúlka hjá Tiffany listfyrir- tækinu. Henni var sagt að ná i ákveðinn aðila i siman, en i skakkt númer og karlmaður svaraði. bótt hann reiddist trufluninni, heillaði rödd sima- stúlkunnar hann. Tuttugu minútum siðar hringdi hann aftur til að biðjast afsökunar. Hann kynnti sig sem Albert Snyder, listritstjóra Hearst timaritsins „Motor Boating”. Hann stakk upp a áð ungfrú Brown heimsækti sig, ef hana fýsti að fá betri vinnu. Næsta dag sat Ruth andspænis Albert og hlustaði á það, sem hann hafði upp á að bjóða. Raunar uppfyllti hann órakenndustu óskir hennar. Albert var þrjáUu og tveggja ára gamall, þpéftan árum eldri en hún sjálf. Hann hafði dökkt, liðað hár, aðlaðandi bros og var sólbrenndur af báts- ferðum sumarsins. Hann leit út fyrir að vera veraldarvanur maður og vgr i góðri stöðu. Hann fékk 115 dollara i viku- laun, sem yoru miklir peningar i þá daga. (Slæsimennska hans og rikmannlegir tilburðir fóru ekki framhjá Ruth. Albert var enginn farandbikar. Hann skyldi vinnast til eignar. Fyrir Albert, var stúlkan, sem hann hafði svo auðveldlega náð i ef til vill ekki annað en auðveldur vinningur, aðlaðandi ástkona og næstu mánuðir reyndust verða barátta milli viljastyrks þeirra. Albert var ákveðinn i að komast yfirRuth, en hún setti sér það mark að krækja i hann sem eiginmann. Ekkert annað en gifting gat gefið Albert kost á þeim „sjarma”, sem hann dáðist svo að. Ruth bar sigur úr býtum og þann 24. júli 1915 voru þessi ósamstæðu hjú gefin saman. Búskapur þeirra fór illa af stað. Albert hafði leigt hús i Brooklyn og þegar þau komu aftur úr brúðkaupsferðinni lét hann sig hafa það að hengja upp mynd af fyrrverandi unnustu sinni, stúlku að nafni Jessie Guishard, sem hafði dáið úr lungnabólgu tiu árum fyrr og sem hann var svo óháttvis að segja Ruth að hefði verið „bezta kona, sem ég hef nokkurn timan kynnzt”. Og hann bætti gráu ofan á svart með þvi að skira nýja skemmtibátinn sinn eftir henni og breyta siðan nafninu i „Ruth” með illa dulinni tregðu. Að brúðkaupsferðinni lokinni, gerðist Albert strax leiðinlegur eiginmaður. Hann var heima- kær og sparsamur á fé. Ruth hafði hlakkað til skemmtiiegra stunda i hjónabandinu, sam kvæma og dansleikja. „Ég fór að eiga i erfiðleikum með manninn minn næstum strax”, sagði hún. „Ég var greinilega of ung og fikin i skemmtanir fyrir mann á hans aldri. Mér var hann eins og fimmtugur maður og var mér hreint engin félagi.” Albert vildi ekki fara með hana út og ekki leið á löngu áður en Ruth var farin að leita sér félagsskapar annarsstaðar með þvi að taka þátt i bridge og sæk- ja dansleiki. En hún gaf ekki minnsta tilefni til hneykslunar. Þegar lögreglan rannsakaði fortið hennar átta árum siðar, var ekki hægt að bendla hana við neinn karlmann annan en Judd Grey og Ruth sór, að Judd hefði verið eini elskhugi sinn. Albert hafði ekkert að athuga við hið glaðværa samkvæmislif konu sinnar, en hann varð ofsa- reiður, þegar hún fæddi honum barn árið 1917 og það stúlkubarn i ofanálag. Hann hafði sagt Ruth að hann kærði sig ekkert um börn. Fæðing Lorraine varð til þess að þau fluttu i stærra húsnæði i Bronx og árið 1923 fluttu þau enn til Queen s Village á Long Island, þar sem Albert keypti timbur- húsið, þar sem hann átti eftir að hljóta vofeiflegan dauðdaga áður en fimm ár voru liðin. Þetta var dæmigert tveggja hæða timburhús, eins og þau gerast i úthverfum bandariska borga. 1 kjallaranum var oliukynding, á jarðhæðinni skáli, setustofa og borðstofa. Uppi á iofti voru þrjú svefn- herbergi. Litill garður var á bakvið húsið og það var mjög nálægt húsum nágrannanna og Sögufræg sakamál ■ Fyrsta frásögn Þriðjudagur 7. marz 1972. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.