Alþýðublaðið - 29.03.1972, Síða 9
Þessir hressu sveinar voru mik
ið I sviðsljósinu á
ung ling a m eis tar a m ótinu I
badminton sem fram fór um sfð-
ustu helgi. Sá til vinstri heitir
Jónas Þ. Þórisson og leikur fyrir
KR, og vann hann til allra verð-
launa sem hægt er að vinna i
drcngjaflokki. Hans harðasti
keppinautur var Þórður Björns
son frá Siglufirði, til vinstri á
myndinni, en hann varð að láta i
minni pokann, og hlaut silfrið.
Baráttan var sérlega skemmtileg
hjá þeim i einliðaleik, og vann
Jónas þar mjög naumlega.
Á undanförnum unglingamót-
um hafa Siglfirðingar verið i sér-
flokki, en svo varð ekki nú, enda
miklar til færslur milli flokka hjá
þeim, og svo hafa þeir misst fólk
yfir til annarra félaga.
Þátttaka á unglingamótinu var
mjög góð, þvi alls voru þátt-
takendur (!!), fleiri en nokkru sínni
áður.
Spámenn blaðanna stóðu sig
all þokkalega i siðustu spá, þvi
spámaður Timans var með 10
rétta. Þá kom Morgunblaðið,
Sunday Pepole og Sunday
Mirror með 9 rétta. Alþýðu-
blaðið, Þjóðviljinn, Telegraph,
Express, Newd of the World
voru með 8 rétta, en Visir, Sun-
day Times og Observer voru
með 7 rétta.
Fátt var um óvænt úrslit
nema ef vera skyldi stór sigur
botnliðsins Nott.For. yfir
Coventry og jafntefli WBA og
Huddersfield, sem aðeins spá-
maður Timans gat sér rétt til
um.
Staða efstu liðanna breyttist
ekki, en Man.City hefur enn
forystu, Leeds i öðru sæti og
Derby i 3ja, en tvö siðast nefndu
liðin hafa leikið færri leiki en
Man.cjty.
Nott.For er enn i neðsta sæti
með 19 stig, en siðan koma
Huddersfield með 22 stig,
Southamton með 23 stig, Crystal
Pal. með 24 og Coventry með 26
stig.
Næsti seðill sem er nr. 13 er
hvorki verri né betri en undan-
farnir seðlar við fyrstu sýn, en á
honum eru 11 leikir i 1. deild og 1
i 2. deild.
Við skulum þvi snúa okkur að
spánni:
ARSENAL-NOTT.FOR. 1
Arsenal tapaði rétt einum
leiknum i deildinni um s.l. helgi
og þá fyrir Leeds. Nott.For.,
sem flestir hafa dæmt til falls að
þessu sinni kom á óvart með 4-0
sigri fyrir Coventry og er nú
aðeins 3. stigum á eftir Hud-
dersfield. Arsenal hefur unnið
Nott.For. á Highbury s.l. tvö ár
og ég á von á heimasigri að
þessu sinni.
COVENTRY-MAN.UTD. 2.
Það hefur verið hálfgert
óstand á Coventry að undan-
förnu og kórónan á það, var
stórtap fyrir botnliðinu Nott.-
For. um s.l. helgi. Man.Utd.
vann góðan sigur yfir Crystal
Pal. á Old Trafford og ætti þvi
að eiga góða sigurmöguleika á
Highfield Road i Coventry á
laugardaginn. Ég spái þess-
vegna útisigri að þessu sinni.
CHRYSTAL. PAL. —
SOUTHAMTON 1.
Bæði þessi lið eru nálagt botn-
inum og bæði töpuðu þau um s.l.
helgi, Crystal Pal. á útivelli
fyrir Man. Utd., en Southam-
ton á heimavelli fyrir Liverpool.
S.l. tvö ár hefur Crystal Pal.
haft betur i viðureigninni við
Southamton á Selhurst Park og
reikna ég fastlega með sigri
þess 3ja árið i röð. Spá mín er
þvi heimasigur.
AUOVELDUR
PÁSKASEDILL
EKKI BEIHT
DERBY - LEEDS 2.
Þarna fáum viö erfiöan og
skemmtilegan leik til að fást
við. Þau tvö ár, sem Derby
hefur verið i 1. deild, að þessu
sinni hafa úrslit i leikjum lið-
anna á Baseball Ground farið
þannig, að i fyrra vann Leeds 2-
0, en árið þar áður Derby 4-1.
Hér eigast við tvö af efstu lið-
um deildarinnar og þvi allir
möguleikar fyrir hendi. Ein-
hvernveginnfinnst mér að Leeds
vinni þennan leik og að Derby
tapi sinum fyrsta heima leik á
þessu keppnistimabili.
HUDDERSFIELD—EVERTON
X
Hér er aftur á ferðinni nokkuð
strembinn -leikur. Huddersfield
er i næst neðsta sæti og senni-
lega annað af tveim liðum er
fellur i 2. deild að þessu sinni, en
Everton er nokkru ofar á list-
anum og hefur ekki unnið á úti-
velli i vetur. Liðin gerðu jafn-
tefli á Leeds Road i fyrra og ég
spái sömu úrslitum að þessu
sinni.
IPSWICH—CHELSEA X
Chelsea vann góðan sigur um
s.l. helgi yfir nágrönnum sinum
West Ham, en Ipswich tapaði
naumlega á útivelli fyrir
Leicester. Liðin skildu jöfn 0-0 á
Potman Road i fyrra og þvi ekki
að reikna með sömu úrslitum að
þessu sinni? Eg spái allavega
jafntefli og bendi á útisigur til
vara.
LIVERPOOL—W.B.A. 1
Liverpool er i hópi efstu liða i
1. deild og hefur gengið vel i
undanförnum leikjum. WBA
hefur að visu gengið allvel að
undanförnu og tekist að styrkja
stöðu sina verulega og að öllu
likindum bjargað sér frá falli.
Tvö sl. ár hafa liöin skiliö jöfn,
1-1, á Anfield Road, en nú reikna
ég með að Liverpool hirði bæði
stigin og spái heimasigri.
M AN.CITY—STOKE 1.
Man. City heldur enn foryst-
unni i 1. deild og tókst að halda
öðru stiginu i leiknum við New-
castle á St. James Park um s.l.
helgi. Stoke, sem gengið hefur
vel i vetur, gerði einnig jafntefli
um sl. helgi, en á heimavelli við
Derby. Man.City hefur oftast
haft betur gegn Stoke á Maine
Road og ég reikna með að svo
verði að þessu sinni.
Hdan
SHEFF.UTD.—NEWCASTLE
1.
SHEFF.UTD tapaði á White
Hart Lane fyrir Tottenham um
s.l. helgi, en Newcastle gerði
jafntefli við Man.City, eins og
áður er sagt. Það er nokkuð
óráðið með úrslit þessa leiks, en
ég tel meiri likur á að Sheff.
Utd. vinni, enda er Newcastle
að öllu jöfnu ekki gott lið á úti-
velli, Spá min er þvi heima-
sigur.
WEST HAM—TOTTENHAM X.
Það hefur jafnan verið mjótt á
munum i leikjum þessara Lund-
únaliða á Upton Park og marka-
tala jöfn, ef miðað er við s.l. 6
ár. Það er þvi ekki úr vegi að
ætla, að baráttan verði einnig
jöfn að þessu sinni og tvisýnt um
úrslit. Ég hef ekki trú á að West
Ham vinni þennan leik og hall-
ast þvi helzt að jafntefli, en
bendi á sigur fyrir Tottenham,
sem allt eins liklegan mögu-
leika.
WOLVES—LEICESTER 1.
ÚLfarnir gerðu jafntefli við
Everton á útivelli en Leicester
vann Ipswich á heimavelli um
s.l. helgi. En þar sem Úlfarnir
eru harðir i horn að taka á
heimavelli sinum Molineux og
hafa ekki tapað þar leik i vetur,
þá reikna ég fastlega með
heimasigri og tel óliklegt að
Leicester takist svo mikið sem
að næla sér i annað stigið.
BLACKPOOL—BURNLEY X.
Þá er komið að 2. deildar
leiknum á seðlinum að þessu
sinni, en hann er á milli Black-
pool og Burnley, sem urðu sam-
ferða úr 1. deild niður i 2. deild
að loknu siðasta keppnistima-
bili.
Staða liðanna er mjög svipuð i
2. deild um þessar mundir og
þvi erfitt aö geta sér til um lik-
leg úrslit. Þessvegna renni ég
blint i sjóinn og spái jafntefli
sem liklegum úrslitum.
5EFTIRI I
NRADMÓTINUI
Hraðmót HKRR hélt áfram á
sunnudagskvöldið. Leiknir voru 5
leikir, og fara nú liðin heldur að
týna tölunni.aðeins 5 orðin eftir af
121iðum upphaflega. A sunnudag-
inn kvöddu 4 lið, IR, Vikingur, FH
og Armann. Eftir eru Fram,
Valur, Grótta, Haukar og Þrót-
tur, og eru tvö fyrstnefndu liðin
án taps. Heldur var handknatt-
leikurinn rislágur á sunnudags-
kvöld, og áhuginn hjá leikmönn-
um mjög af skornum skammti.
Fyrsti leikur kvöldsins "var
milli Vals og Þróttar, og var það
jafnframt bezti leikur kvöldsins.
Valsmenn höfðu yfir allan tim-
ann, en i lokin munaði litlu að
Þróttarar næðu að jafna.
Næst léku Haukar og IR, og
áttu Haukarnir ekki i erfiðleikum
með áhugalaust IR liðið. Loka-
tölur urðu 6:4. Þar næst léku
Grótta og Vikingur, og þrátt fyrir
að Vikingur tefldi fram öllum sin-
um stjörnum, sigraði Grótta 8:7.
Þá var komið að sögulegasta
leik kvöldsins. Fram keppti við
FH, en i FH liðið vantaði marga
menn, svo marga að Kristófer
Magnússon varð að leika á lin
unni, og Bogi Björnsson aðstoðar-
þjálfari var drifinn i búning og
settur inná. Þrátt fyrir þetta var
leikurinn jafn, og Fram sigraði
6:5, eftir að staðan i hálfleik var
3:2 FH i vil.
FERMINGARGJAFIR
Járnrúm í gömlum stíl, nýjasta tízka.
Litaðar kommóður 50 gerðir og litir.
Skatthol
Saumakörfur
RYA-teppi
Hillur
Hillukassar
Ruggustólar frá Rúmeníu.
Danskar terylene sængur, sem þola þvott.
Hornhillur
Renndir stólar
Uppblásnir stólar
Málaðar luktir
Antik flöskur
&
Vörumarkaðurinnhf.
ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 86114
Húsgagnadeild, simi 86-112,
Matvörudeild, s.: 86111, Vefnaðarvörud. s.: 86-113.
Miðvikudagur 29. marz 1972
0