Alþýðublaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 3
Það er ekki árás Á stúlku alltaf, sem vitni benda réttvísinni á hinn seka. Það kemur alloft fyrir að þau verða þess valdandi að saklausir eru dæmdir — og þá er það stundum hend- ingu háð að viðkomandi fái mál sín leiðrétt Svo bar til í marzmánuði 1970 að maður að nafni Harry Wimpress, rúmlega sextugur næturvörður i Bradford, var tekinn fastur sak- aður um rán og ofbeldisverk. Rúmlega tvitug hjúkrunarkona hafði orðið fyrir árás og komst árásarmaður á burt með tösku hennar. Þetta gerðist rétt utan við spítalann þar sem hún vann. Önnur hjúkrúnarkona, Cather- ine Walker, nítján ára gömul, var inni hjá sér og heyrði neyðaróp. Hún leit út um gluggann og sá mann lúta yfir stúlku. Wimpress hafði ekkerf sökótt átt við samfélagið. Og eftir að hann var handtekinn gat hjúkrunarkonan ekki borið á hann kennsl sem ofbeldismann- inn. En ungfrú Walker sem hafði hlaupið út og elt skálkinn út á göt- una, skýrði svo frá að maðurinn hefði litið á sig þar sem hann var staddur undir götuljósi á flóttan- um, og hún taldi sig vissa að Wimpressværi maðurinn. Ungfrú Walker var eina vitnið og sakfell- ing hans byggðist einvörðungu á framburði hennar. Wimpress var kærður og settur í gæzluvarðhald í 36 klst. áður en hann kæmi fyrir rétt. Vörn hans var f jarvistarsönnun. Hann hafði þetta kvöld verið með vinum sínum að horfa á sjónvarp. En enginn gat staðfest fjarvist hans nema f jölskyldumeðlimir. OG OFT VERÐA ÞAU TIL ÞESS SAKLAUSIR MENN ERU DÆMDIR Wimpress var næturvörður hjá fyrirtæki nokkru þar sem þær upplýsingar fengust að þetta til- tekna kvöld hefði hann ekki verið að vinna, enda veikur: slæmur í baki og augnveikurog þar að auki með berkjubólgu svo hann hefði ekki getað hlaupizt á brott frá barni auk heldur öðrum. En ungfrú Walker var viss um að Wimpress væri sökudólgurinn, kvaðst fyrir réttinum treysta sér til að fullyrða það. Á meðan á þessu málavafstri stóð, gaf sig fram ungur maður, Francis Holden að nafni, sem frétt hafði um Wimpress í blöðum. Hann kvaðst vera sá seki.,, Ég gat ekki hugsað til þess að gamli maðurinn væri dæmdur i staðinn fyrir mig", sagði hann. Harry Wimpress Norski fataiðnaðurinn er ef til vill ekki sá þróaöasti i heimi, en hann endurspeglar þó tizkuna I Norður—Evrópu, og um margt er fatatízka svipuð hér og þar. Þessar myndir sendi norska AP fréttastofan okkur, og þær eru af þeim fatnaði, sem fataframieiðendur þar ilandi hafa sent frá sér nú fyrir vorið. Til vinstri er kjóll úr grófu tweeduilarefni i gyilt- um tónum, með hliðarvösum og spæl. Jakkar ungu stúiknanna eru flestir I fjörugum lita samsetningum, eða þá bláu kaki—efni. Og kjólarnir tii hægri cru svo dæmigerðir sumar- kjólar. Annars vegar siður ermalaus úr 100% baðmull, — litirnir eru aöallega glóaldin rautt, blátt og sirenuhvítt. Sunnudagur 23. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.