Alþýðublaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 7
ÞETTA ER NÚ ALVEG HEIMSMET Mesta lengd, sem náðst hef- ur i alþjóðlegri hrækingar- keppni er 8.40 m og var með- vindur. Það var William Koster i ST. Louis i Missouri i Bandarikjunum, sem náði þessum mikla árangri 8. mai i fyrra. ★ ★ ★ Kirkjugestum til sárrar þrautar, en sjálfum sér til mikillar ánægju setti prestur- inn Clinton Locy i Washington heimsmet f stólræðu i febrúar 1955. Hann talaði samfleytt i 48 klukkustundir og 18 minútur og komst yfir allar bækur bibliunnar. 1 messulok voru átta gestir i kirkjunni. ★ ★ ★ Það þarf varla að taka það fram, að Clinton Locy prestur þurfti bæði að snæða og láta raka sig meðan á messunni löngu stóð, en það var þó ekki Englendingurinn Cerry Harley, sem sá um rakstur- inn. Harley á hins vegar heimsmet i rakstri. Hann skóf kjamma 130 manna á einni klukkustund 1. april i fyrra. Fréttin um það komst ekki i blöðin fyrr en 3. april, þvi fyrst héidu þau öll að þetta væri gabb. ÞAÐ MÁ REIKNA ÚT SKAPGERÐ ÞÍNA EFTIR ÞVI HVERNIG ÞÚ HEFUR HENDUR Á STÝRI Sálfræðingar þykjast kunna að lesa allan fjárann um eðli manna og skapgerð eftir ýmsum hegðunareinkennum þeirra. Einn hefur komizt að raun um að með þvi að fylgj- ast með hvernig fólk heldur um stýri bifreiðar megi lesa sitthvað um innra eðlið. En sjáum til, og i hvaða flokki myndir þú lenda: A) Fólk á ekki auðvelt með að reikna þig út, og hefur sjaldnast fulla vissu um hvað þú hugsar, þvi þú talar gjarnan þvert um hug þinn. Stundum ertu isköld, þögul og fjarlæg, — i aðra tið eru elskulegheitin yfirdrifin. B) Þú ert yfirleitt full lifsgleði og þó afslöppuð og þægileg að vera i návist. Bjartsýni þin er smitandi. C) Hjá þér er allt á hreinu. Tilveran litur út i þinum augum eins og bein, malbikuö braut framundan. Þú ert skynsöm og þó formföst, en átt auðvelt með að aðlaga þig breyttum viöhorfum og yfirleitt virðist öörum sem um- hverfið mótist eftir þér fremur en þú eftir umhverfinu. D) Þú kannt aö meta gæöi lifsins, lúxus,þægindi og glæsileika. Það er langt i frá að þú slitir þér út á vinnu, en þú hefur gjarnan lag á að láta aðra vinna fyrir þig. Samt sinnirðu mörgum áhugamálum og kemur miklu i verk, og þú hefur listræna hæfileika og gott formskyn. Sennilega færi þér vel margs kyns stjórnun fólks. E) Þú ert ákveðin, krefjandi og rfkjandi manngerö, og átt fáa en trausta Þú gefur sjaldan eftir og ert af ýms- um álitin óþægilega þrjósk. F) Þú ert athafnasöm, gædd óþrjótandi starfsgleði og stefnir alltaf stöðugt að settu marki. Þú vilt að aörir dansi eftir þinu höfði og i rauninni ertu mjög eigingjörn, og af- brýðissöm. LAUSN Ö ■ F ■ F S J / /V D I 'fí N / S u fí T T F) N U R L fí n fí /IT / u ^TICjN GRuGGfí /?5 •Wsr / N R ■ s L fí 6 Æ Z> V O T ; THRFR V B / N fí R /?Æ S fí' T l fí ■ S fí FM Ð G'FILFIN u t s e u u n n /? mns a ; fíSPFR'l-N fírfíR K / N fí Ð fí L P fí R / N U ■ U m 5« G lV \ .! F ■ R / P Pfí U V / R T T N n\ \Kl.£. / N U R FN fíb PfíT / N\ I L/D RfíkfíNN T fí m / N n\ ' ’i l V / R ■ N'O R fí ■ 5 /'/?/? N á / ; I TfíNÚ fío PfíNV / • mtíNUl\ I.ausn. Málsháttur: Svo vcrður dagur drjúgur, sem snemma er tekinn. ÞRAUTIN Vegna prentvillu i siðustu þraut hirtum við hana aftur. Þar stóð 120 buxur en átti að vera 102 buxur. Fyrir bragðið hafa heilabrotin orðið veruleg. En svona er þrautin semsé rétt: Fatagerð Jóhanns hafði ekki gengið allt of vel en nú virtust bjartari timar framundan. Og þegar Karl vinur Jóhanns spurði hvernig gengi sagði Jóhann: ,,Það gengur glimrandi núna, í gær og dag saumuðu stúlkurnar 102 buxur. ,,Það er slatti i svona litiiii saumastofu,” sagði Karl, sem ckki hafði hundsvit á fatagerð. ,,Að visu,” sagði Jóhann, ,,ég hef duglegar stúlkur. Og i gær saumuðu þær hver um sig jafn margar buxur. i dag var hins vegar ein stúlkan veik, svo hinar unnu ivið hraðar. Hver um sig sauntaði i dag þrennum buxum fleiri en i gær. Þannig urðu afköstin þau sömu.” Hvað vinna þá margar stúlkur á saumastofunni? Sunnudagur 16. april 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.