Alþýðublaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 6
HVAÐSEGJA STJÖRNU RNAR U AAN AUTSMERKIÐ ? ÞEIR LEGGJA MIKID AD SÉR OG ERU REIDUBÚNIR AÐ BÍDA OG ÞREYJA í ÞAD ÚENDANLEGA UNZ ÞAÐ VERDUR SEM ÞEIR VIUA EINKUM ÞEGAR UM ER AD RÆÐA PENINGA EÐA ÁSTIR Nautsmerkingar eru þolinmóðastir, þrautseigastir allra hinna tólf merkja flokka dýrahrings- ins, og enginn getur lagt jafn hart að sér við störf eða í því skyni að ná settum árangri eða tak- marki. Þeir leggja mikið að sér og eru reiðubúnir að bíða og þreyja í það óendanlega, unz það verður sem þe'r vilja, einkum þegar um er að ræða peninga eða ástir, Þó er einbeitnin og viljafestan snarasti þátturinn í skapgerð þeirra. Móðganir eða neikvæð gagn- rýni slá þá sjaldnast af laginu. Persónugerð þeirra er í algerri mótsögn við þá sem eru hástemmdir og hávaðasamir. Þeir eru hægfara og hljóðlátir, aðgætnir, traustir, raunsæir og hlédrægir. Venju- lega eru þeir frið- samir og ekki auð- reittir til reiði, en takist að espa þá geta þeir reynst ill- vígir og langræknir. Yfirleitt þarf mikið til að þeir skipti skapi, en það getur reynst öðrum hættu- legt að leitast við af ásettu ráði að gera þá reiða. Nautsmerkingar kunna að virðast heldur dauf- gerðir, en góðlátlegir i framkomu og ihalds- samir. Allt sem þeir leit- ast við að framkvæma sér að sjálfráðu er þaul- hugsað og skipulagt fyrir fram. Venjulega biða þeir þess að þeir álita tima- bært að láta til skarar skriða, og skjátlast þá yfirleitt ekki hvað það snertir. Þeim falla flestum vel lifsþægindi og öryggi og leggja hart að sér til að öðlast það. Eignir veita þeim aukið sjálfstraust, og þess þarfnast þeir ein- mitt margir, þar eð þeim hættir við minnimáttar- kend. Hún fer þó af þegar þeim veröur Ijóst að þeim er gefið mikið þrek og viljafesta. Mörgum þeirra finnst að aðrir meti þá stöðugt eftir fé og eignum. Nautsmerkingar eru tryggir og áreiðanlegir, og yfirleitt er mjög auð- velt að komast af við þá. Þeir dást að velgengni og eru reiðubúnir að stuðla að henni en fellur ill hið gagnstæða og draga sig þá ósjálfrátt i hlé. Margir eru þeir metnaðargjarn- ir, og hafi þeir ákveðið að ná einhverju takmarki, keppa þeir að þvi af elju og einbeitni. Að eðli til eru Nauts- merkingar flestir fá- þættir, og hreinskiptnir i orði og verki. Þeir geta verið dálitið tortryggnir gagnvart allri yfirborðs- fágun, vilja sjá hlutina skýrt og i réttu ljósi og i einstökum atriðum. Þeir eru harla jarðbundnir i skoðunum, og það er að m.k. ekki einn af göllum þeirra að taka óhugsaðar ákvarðanir. Láti þeir i ljós álit sitt, má telja vist að það sé af hreinskilni gert og undirhyggjulaust. Heilsufar. Nautsmerkingar flestir sterkbyggöir og heilsu- hraustir, og sumir þeirra geta jafnvel virzt ofur- menni að burðum og dugnaði. Þeir eru oft öðr- um ónæmari gagnvart sársauka, og þola flestum betur árevnslu og erfiði. Ekki er þeim að skf.pi að viðurkenna likamiega veilu eða lasleika, og sætta sig illa við að verða að þola veikindi — lita jafnvel á það sem vott um einhvern veikleika, og vilja ekki viðurkenna slikt fyrr en þeir eru nauðbeygðir til. Oft eru þeir seinir að ná aftur fullum bata, ' þar eð endurnýjunarhæfni þeirra er naumast sem skyldi. Að ytra útliti eru Nautsmerkingar oft sterklega byggðir og þrekvaxnir, breiðir um herðar og vöðvamiklir, enda rammir að afli. Konur fæddar undir þessu merki eru oft dáindisfrið- ar og hafa ánægju af að vera vel klæddar, en hættir oft við að safna holdum með aldrinum. Sama máli gegnir um karlmennina, sem gerast oft feitlagnir og þung- lamalegir með aldrinum. Bæði eru kynin yfirleitt ljós á hörund en roðna oft við litla áreynslu eða af litlu tilefni. Bjarteyg eru bæði kynin venjulega. Það er oftast nær háls- inn, sem veikastur er fyr- ir og næmastur fyrir sjúkdómum, en hann get- ur einnig verið Nauts- merkingum harla mikil- vægur - margir af frægustu söngvurum heims hafa einmitt verið undir þvi stjörnumerki fæddir. Kvefsæknir eru Nautsmerkingar oft öðrum fremur, og ber þeim að vera vel á verði gagnvart hálsbólgu og öðrum slikum sjúk- dómum. Störf og viðskipti. Nautsmerkingar eru hæfir i flest störf og em- bætti, hljóti þeir nauðsynlegan undir- búning og menntun. Yf- irleitt vinna þeir mjög kerfisbundið, og eru ef til vill nokkuð seinvirkir fyrst. Þeir eru fæstir mjög skarpir námsmenn, en það sem þeir læra á annað borð er þeim fast i minni. Þó að snilli þeirra sé ekki á áberandi, en þegar störf krefjast hygginda og seiglu standa þeim fáir á sporði. Leggi þeir stund á við- skipti, vilja þeir byggja þau á traustum grund- velli, og fellur bezt að beita öruggum og reynd- um aðferðum. Þeir forðast alla áhættu og vilja geta reiknað allt nákvæmlega út fyrir- fram. Fyrir það geta þeir oft misst af góðum tæki- færum, ef þeir kunna varkárni sinni ekki hóf. Þeim lætur vel að skipuleggja og stjórna og veitist auðvelt að halda uppi reglu og aga. Þeim er auðvelt að stjórna öðr- um, sökum þess hve sjálf- stjórn þeirra er örugg og markvis. Yfirleitt veita Nauts- merkingar smáatriðum næma athygli og eru þol- góðir við störf. Það eru þvi kjörstörf þeirra sem krefjast alúðar og ná- kvæmni en án mikils af- kastahraða. Iðnaðarstörf, tæknistörf og alls konar skýrslugerð er mjög við þeirra hæfi, ef til vill einnig húsageröalist eða vissir þættir i bygginga- iðnaði. Skapandi störf, eins og ýmsar listgreinir, eru og Nautsmerkingum að skapi, en hitt á sér oft stað, að þeim gangi erfið- lega að tjá sig þar sem skyldi. Oft hafa þeir sterka hneigð til að búa i sveit, og takist þeim að búa þar vel um sig, vilja þeir sjaldnast hverfa að ys og skarkala borgar- lifsins. Þeir eru vel til þess fallnir að búa stórbúi og heppnast vel öll rækt- un, bæði jurta og gripa. Nautsmerkingar eru traust hjú og undirmenn, hafa hæfileika til að 0 græða peninga fyrir aðra og betri ráðsmenn getur ekki. A stundum finnst þeim þó sem slikum að þeir séu áhald i höndum annarra, er oft á lika stað, einmitt vegna þessa hæfileika þeirra. Þeir kunna vel að meta peninga og það sem fyrir þá fæst, og safna oft auði með þolinmæði og þraut- seigju, en setji þeir sér það beinlinis sem tak- mark, getur það snúist upp i ágirnd og ofmat á peningum og eignum. Margir af kunnustu bankastjórum og fjár- málamönnum hafa verið Nautsmerkingar. Flestir eru . Nauts- merkingar heiðarlegir i fjármálum, og hjálpsamir eru þeir yfir- leitt. Þeir eru oft spar- samir i æsku. Jafnvel um of, og þó að það breytist ef til nokkuð þegar þeir hafa komizt yfir nokkurt fé, munu þær oftast gæta þess að eyða ekki nema hluta þess sem þeir afla. Mjög sterka hneigð hafa flestir þeirra til þess að meta árangur sinn i lifinu eftir þvi hve miklum fjár- munum þeim hefur tekizt að safna. Ileimili og fjölskylda. Nautsmerkingar bera mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, og er það mjög i mun að hafa næg efni til að geta látið henni liða vel. Það tekst þeim og yfirleitt, og eiginkon- ur, fæddar undir þvi merki, eru oftastnær um- hyggjusamar og dugandi húsmæður. Er heimili Nautsmerkinga venju- lega þægilegt og friðsælt látlausir lifnaðarhættir þeim mjög að skapi. Helzt vilja þeir vera búsettir i sveit, eins og áður getur og sækjast eft- ir fögru umhverfi. Þeir eru góðir heim að sækja: er það mikils virði að vera vel metnir og njóta hylli manna og eru öllum gestrisnari og veitulli. Þó að þeir vilji prýða heimili sitt á allan hátt er þeim mikilvægast að þau sðu búin öllum þægind- um, og að þar fari sem bezt alla. Þeir hafa góðan smekk varðandi allt innanstokks, einkum næmt litaskyn og velja listmuni og málverk af öruggri dómgreind. Margir eru Nauts- merkingar strangir börnum sinum og er til að þau liti á þá sem harð- stjóra, en það er einungis i góðum tilgangi, að þeir koma þannig fram,þvi að þeir eru samvizkusamir uppalendur og vilja að heimilislifið sé virðulegt og snurðulaust. Þeir lita aldrei þannig á að börn þeirra séu þeim jafn rétthá, og sjá svo um að þau auðsýni þeim virðingu og hlýðni. Veita börnin þeim mikla ánægju og fögnuð, ef þau sýna það i verki, að upp- eldi þeirra hafi vel tekizt. Sem börn eru Nauts- merkingar oftast nær hraustir og dugmiklir, en tilfinningalegt öryggi er þeim fyrir öllu. Skorti það, verða þau börn inn- hverf og ómannblendin, Með góðri ummönnun eykst þeim stöðugt þroski, en bráðþroska eru þau yfirleitt ekki. Vinátta. Nautsmerkingar eru yfir- leitt tryggir og traustir vinir, og sumir þeirra njóta mikillar hylli, enda oft leitað til þeirra um ráð af vinum þeirra, því hjartahlýja þeirra dreg- ur þá að sér og vinirnir vita að þeir mega treysta hreinskilni þeirra og ein- lægni. Nautsmerkingar eru alltaf reiðubúnir að leysa slikan vanda, og oftast reynast ráð þeirra holl og viturleg. Margir hafa þeir hneigð til að velja sér auðuga vini og áhrifamikla, en kynoka sér við að kynnast náið þeim sem eru fátæk- ir og lítilsmegandi, og reikna með að hinir geti reynst þeim nokkur lyfti- stöng. Óvini geta Nauts- merkingar eignast vegna þrákelkni sinnar, ein- stefnuaksturs og kreddu- festu. Astir Nautsmerkinga Nautsmerkingar geta átt mörg en ekki djúpstæð ástarævintýri, ef þeim tekst að sigrast á hlé- drægni sinni, en verði þeir ástfangnir fyrir al- vöru, er það oftast i eitt skipti fyrir öll. Þeir eru trygglyndir i ástum, og sú tilfinning þeirra djúpstæð og einlæg. En oft ein- kennast viðbrögð þeirra þegar svo ber til fremur af raunsæi en að þeir láti stjórnast af tilfinningum sinum. En hafi þeir á annað borð ráðið það við sig að einhver viðkom- andi sé þeim sú eina rétta, þá setja þeir allt á ann endann unz þeir hafa fengið þeim vilja sinum framgengt. Oftast nær meta þeir meira innri en ytri persónugerð, þegar svo ber við. Fyrst og fremst þarfnast þeir inni- legrar og traustrar ástar, og hana kunna þeir vel að endurgjalda. 1 eðli sinu eru Nauts- merkingar ástriðumiklir og atlot þeirra eru heit og umsvifalaus. Þótt þeir sýnist rólegir á yfirborð- inu, geta þeir verið af- brýöisamir og eigin- gjarnir undir niðri. t hjónabandinu er oft- ast nær auðvelt að halda friði við Nautsmerkinga, svo framarlega sem makinn kemur vel fram við þá. Þeir geta verið til- litlausir á köflum, en hata allt uppnám og álita friðinn fyrir öllu. Nautsmerkingar stefna yfirleitt að hjónabandi þvi að það þýðir að þeir hafi öðlast „eignarrétt” á viðkomandi og heyri sjálfir honum til. Yfirleitt eru þeir trúir eiginkonum sinum, jafnvel þótt þeir kunni að meta fegurð og glæsibrag annarra kvenna. En það ristir sjaldnast djúpt. Astir konunnar. Konur fæddar undir nautsmerki eru venjulega ljúfar og dálitið makráð- ar, lifsglaðar og aðlað- andi. Þær eru kvenna lik- legastar til að eignast mörg ástarævintýri, en tilfinningar þeirra eru einlægar og djúpstæðar, og verði þær raunveru- lega ástfangnar endist það yfirleitt ævilangt. Telji þær sig hafa fundið þann eina rétta, láta þær einskis ófreistað að ná tökum á honum. Þær eru raunsæar, og laðast oftast nær ósjálfrátt að þeim karlmönnum, sem gæddir eru hæfileikum til að komast vel áfram i lifinu og geta veitt þeim þægindi og munað. En þær mundu auka likurnar fyrir hamingjusömu hjónabandi með þvi að draga nokkuð úr þvi raunsæismati sinu. Þessar konur eru ástriðuheitar, og reynast oft hinar ástrikustu eigin- konur. Þær eru oft gædd- ar nokkrum tónlistar- hæfileikum, eða öðrum listrænum hæfileikum og unna öllu sem er fagurt og þægilegt. Þær unna góðum mat á glæsilegum stöðum, og þær eru ánægðar og öruggar, þeg- ar þær hafa nóg fé handa á milli. Þær eru ekki auð- rættar til reiði, en ef þær reiðast geta þær verið ofsafengnar og heipt- ræknar. Yfirleitt bregðast þær bezt við ástúð og bliðu, og gangast upp við munað. Snörustu eðlisþættir þeirra eru lifsgleði, til- litssemi og þjónustulund, og þeir koma hvað bezt i ljós ef hún giftist manni, sem er vel efnum búinn. Þær eru ekki hverflynd- ar, en gæddar rikri sjálfs- meðvitund og vita hvers þær þarfnast. Þær eru oft mjög friðar sinum og góð- um kostum búnar og gera sér lika ljóst hvers virði þær eru. Það er ekki fyrst og fremst hégómaskapur, en þær finna að þær þarfnast rikrar umönn- unan og eru reiðubúnar að gjalda það ástriki sinu. Ef til vill eru fáar konur þeim trúari og traustari. Þær eru harla óliklegar til að fara fram á skilnað, og vilja flest á sig leggja heldur en hverfa frá eig- inmanni sinum og börn- um. Þær vita lika hvernig þær eiga að halda ást eig- inmannsins, efast og sjaldan um trúnað hans af þeim sökum. Þær hirða ekki um að leyna ást sinni heldur ganga henni alger- lega á vald, og ætlast til hins sama af maka sin- um. En þrátt fyrir blið- lyndi sitt geta þær verið ákveðnar undir niðri. Þær geta i leyni verið stað- ráðnar i að njóta lifsins, og enda þótt þær séu þess yfirleitt fyllilega um- komnar að sjá um sig sjálfar, geta þær gerst öðrum háðar ef þær telja það betur henta. Konur, fæddar undir nautsmerki, kjósa að lifa virðulegu heimilislifi, og yfirleitt eru þær mjög umhyggjusamar mæður. Þær geta þó verið börnum sinum strangar, viður- kenna ekki að þau séu jafn rétthá sjálfum þeim og krefjast af þeim virð- ingu og hlýðni. An þess að varpa rýrð á þá, sem fæddir eru undir öðrum stjörnumerkjum, er freistandi að álykta að i engu merki sé meira safn mikilhæfra manna en i Nautsmerkinu. Stutt yfirlit segir sina sögu, og ef við rennum augum yfir lista nokkurra Islend- inga, sem fæddir eru á timabilinu frá 21. marz til 20. april, þá gefur það nokkra hugmynd um hvað felst i þessum orð- um. Fyrst skal telja Asgeir Asgeirsson fyrrum for- seta, sem fæddur er 13. mai, 1894, og verður þvi 78 ára eftir hálfan mánuð. A morgun 1. mai hefði orðið 87 ára Jónas Jóns- son frá Hriflu, og i dag hefði Bjarni heitinn Bene- diktsson forsætisráðherra orðið 64 ára. Eflaust hefði verið erfitt að fá nokkurn mann til að skrifa upp á að þess- ir þrir menn hefðu talizt sérlegá likir. En þvi verð- ur ekki mótmælt að i fari þeirra er sitthvað, sem þeir hafa átt sameigin- legt, ef við tökum beina tilvitnuín úr persónu- lýsingunni: „Allt sem þeir leitast við að framkvæma sér að sjálfráðu er þaulhugsað og skipulagt fyrirfram. Venjulega biða þeir þess að þeir áliti timabært að láta til skarar skriða, og skjátlast þá yfirleitt ekki hvað það snertir.” „Margir eru þeir metnaðargjarnir, og hafi þeir ákveðið að ná ein- hverju takmarki keppa þeir að þvi af elju og ein- beitni.” En litum á fleiri. Broddi Jóhannesson, rektor Kennaraháskólans er Nautsmerkingur, fæddur á fyrsta degi merkisins, og er þvi við jaðar Hrútsmerkisins. Einnig Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, cand. theol. 21. april. Næsta dag, 22. april áttu afmæli Snorri Hjartarson rithöfundur, og Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur. Siðastlið- inn sunnudag, 23. april varð svo Halldór Laxness sjötugur, eins og alþjóð er kunnugt, en Jón Isberg sýslumaður varð 48 ára daginn eftir, og þá varð Sigursveinn D. Kristjáns- son, tónskáld og skóla- stjóri 61. árs. A fimmtu- daginn varð svo Arni Snævarr, ráðuneytisstjóri 63 ára. A föstudaginn átti Kon- ráð Guðmundsson hótel- stjóri á Sögu 42 ára af- mæli, og Skúli Halldórs- son tónskáld varð 58 ára. Afmælisbarnið i dag er Þorvaldur Skúlason, list- málari, sem nú þarf að blása á 66 kerti. En kikjum á hvaða Nautsmerkingar eiga af- mæli nú næstu vikurnar. A morgun, á alþjóða- YFIRHÚFUD MERKISMENN degi verkalýðsins heldur Óskar Aðalsteinn Sigurðsson, vitavörður og rithöfundur upp á 53 ára afmælið, og á þriðjudag- inn á afmæli Sigurður Sigurðsson, landlæknir. Meðal þeirra Nauts- merkinga, sem fæddir eru 3. mai eru Guðrún Er- lendsdóttir, lögfræðingur, eiginkona Arnar lög- manns Clausen, Hermóð- ur Guðmundsson, bóndi í Arnesi, liðsforingi Laxár- og Mývatnsbænda. — og Jónas Jónasson, útvarps- maður, sem öðrum frem- ur á ef til vill heiðurinn af þvi að einn Nautsmerk- ingurinn i viðbót komst i ráðherrastól: Magnús Torfi Ólafsson, en Magnús er fæddur 5. mai, og verður þvi 49 ára á föstudaginn. A fimmtu- daginn á afmæli dr. Þórð- ur Þorbjarnarson, for- stöðumaður Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins. Páll Pampichler Páls- son, tónskáld er fæddur i Nautsmerkinu, 9. mai, og 10. mai er fæddur i þenn- an heim Guðmundur Jónsson, söngvari og skrifstofustjóri Rikisút- varpsins. 11. mai n.k. verður Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri 48 ára, og 12. mai á afmæli Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri. Ingólfur Jónsson, fyrr- uum ráðherra og Bjarki Eliasson, yfirlögreglu- þjónn eiga báðir afmæli 15. mai. 16. mai er fæddur Björn R. Einarsson, lúðrablás- ari, og daginn eftir getur annar þekktur úr dans músikinni haldið daginn hátiðlegan, nefnilega Haukur Morthens. Og hvað eru þessir unglingar orðnir gamlir? Björn R. verður 49 og Haukur 48. Vonandi er ekki verið að ljóstra upp neinu. Gunnar Gunnarsson, skáld, er svo fæddur und- ir lok Nautsmerkisins, eða 18. mai, en Birgir Finnsson, fyrrum forseti sameinaðs Alþingis, og Bjarni Sigurðsson, sókn- arprestur á Mosfelli, eru fæddir 19. mai, eða við mörk Tviburamerkisins, en það merki verður tekið fyrir um næstu helgi. í NÆSTU VIKU: TVÍBURARNIR Sunnudagur 30. apríl 1972 Sunnudagur 30. apríl 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.