Alþýðublaðið - 16.05.1972, Blaðsíða 1
WALLACE
George Wallace, rikisstjóri
Alabama og frambjóðandi
demókrata varð fyrir skotárás i
gær, og er blaðið fór i prentun
laust upp úr miðnætti voru fimm
læknar að framkvæma skurðað-
SKOTINN
gerð á honum vegna innvortis
blæðinga, á Holy Cross sjúkra-
húsinu i Maryland.
Það var i verzlunarhúsi
skammt frá Washington, sem
Framhaid á bls, 4
TOPPURINN
DÁLÍTIÐ
VALTUR
Maður hefði varla trúað þvi að
það þyrfti að halda við svona
viröulegt höfuðfat, en þannig
var það nú samt, þegar
Ijósmyndarinn okkar smellti á
ungfrúna á Kjóavöllum núna
um helgina. Þarna fóru fram
veðreiðar á hinum nýja skeið-
velli Káks. og það var þetta
venjulega sumarveður, sem
fer raunar að hætta að teljast
til tiðinda — hvort sem er um
sumar eða vetur.
VERKBANNIÐ í MOSFELLSSVEIT
250 MILUONA
FRAMKVÆMD
„Málið stendur fyrst og fremst
um eignarrétt inn á landi Teigs,
eða hvort enn eru i gildi lög þau,
sem voru sett árið 1933, þegar þá-
verandi borgarstjóri Rcykjavikur
keypti bitaveituréttindi nokkurra
jarða i Mosfellssveit og rétt til að
leggja hitaveitustokka um land-
ið”. sagði Pétur Axel Jónsson,
lögfræðingur Matthiasar Kinars-
sonar að Teigi i Mosfellssveit i
viðtali við Alþýðublaðið i gær.
Matthias hefur lagt fram 800
þús. króna tryggingu fyrir verk-
banni á hitaveituframkvæmdum i
landi sinu, en sem kunnugt er
byrjaði llitaveitan þarna fyrir
skömmu framkvæmdir við svo-
kallaða Keykjaæð, sem er fram-
kvæmd upp á 350 milljónir.
„Málareksturinn tekur allavega
mánuði ef ekki ár”, sagði Pétur,
„og verði lögbanniö ekki staðfest
fyrir héraðsdómi i llafnarfirði
áfrýjum við þvi”.
Kn á meðan dómstólarnir taka
verkbannið til meðferðar flytur
verktakinn vélar og mannskap að
hinum enda stokksins fyrirhug-
aða, að llamrahlið, og ætlunin er
að byrja frá þeim cnda eins og
ekkert hafi iskorizt.
llitaveitustjóri, Jóhannes
Zöcga, sagði i viðtali við blaðið i
gær, að ekkert bafi verið ræddur
sá möguleiki, að farið yrði aðra
leið með stokkinn siöasta spölinn,
ef verkbannið yrði staðfest.
Kn hvort sem hitaveitustokkur-
inn verður lagður í krók um
Teigsland eða þar i gegn, stað-
festi hitaveitustjóri, að tafir yrðu
á verkinu, jafnvel talsverðar ef
málinu yrði áfrýjað, en fram-
kvæmdunum átti að Ijúka næsta
haust.
Að sögn Péturs Axels er stærsta
tromp Matthiasar það, að hann
hefur undir höndum þinglýsingar
á landi sinu, sem er 20 ha. að
stærð, og þar er ekki getið um þær
kvaðir, sem lagðar voru á 1933, og
lllur Matthlas þvi þannig á, að
bann sé ekki bundinn af þeim.
„Skandale” kallar norska
fréttastofan NTB hið alvarlega
mál sem koin upp innan knatt-
spyrnuhreyfingarinnar islenzku
um helgina. Kimm þeirra leik-
manna sem valdir hiifðu verið
til landslcikja gcgn Belgiu
scinna i þessari viku, var á
sunnudaginn vikið úr landsliðs-
hópnum fyrir að mæla ckki á
æfingar. Ilafði Knattspyrnuráð
Akraness lagt bann við þvi að
þeir færu á landsliðsæfingar i
Reykjavik.
Kanttspvrnusamband islands
tók þá ákvörðun að vikja leik-
mönnunum úr- landsliðshópn-
um, og velja þess i stað menn i
hópinn, sem „örugglega” gætu
tekið þátt i landsleikjunum, eins
og Albert Guðmundsson for
maður KSI orðaði það.
Ilafsteinn Guðmundsson ein-
valdur landsliðsins valdi fimm
nýja leikmenn i stað Akurnes-
inganna, og i gærkvöldi, þegar
blaðið hafði samband við Haf-
stein, var ljóst að þeir hefðu
allir tök á að fara með út.
Þegar blaðið hafði samband
við llafstein, var hann staddur i
gufuhaði ásamt landsliðshópn-
um. Var hópurinn að undirbúa
sig undir Belgiufcrðina, sem
bófst sncmma i morgun. „Við
erum staðráðnir i að gera okkar
bezta”, sagði Hafsteinn.
Krfitt er að henda reiður á
þcssu máli, þvi Knattspyrnuráö
Akraness hefur ekki látið fara
frá sér neina grcinagerð um
málið. Kn það mun óneitanlega
draga einhvern dilk á eftir sér.
A iþróttasiðu blaðsins I dag, er
máli þessu gerð fyllri skil.
Málið hefur vakið töluverða
athygli erlendis, eins og sjá má
á fréttaskeytinu frá NTB, sem
sést hér að neðan.
HASSHRINGUR AFHJIiPADUR -
HUNDRUD ÞÚSUNDA í VELTUNNI
Komizt hefur upp um hóp
fólks úr Reykjavik, Kópavogi og
Keflavik, sem hefur um nokkurt
skeið stundað stórfellda hass-
sölu hér á landi.
i gær lá fyrir viðurkenning á
sölu um þriggja kilóa af hassi og
lætur nærri, að markaðsverðið
fyrir það magn sé um 750 þús-
und krónur.
Tveir menn voru í gær úr-
skuröaðir i gæzluvarðhald og til
stóð að úrskurða tvær aörar i
varðhald i viðbót.
Að undanförnu hefur mjög
mikið af hassi verið i umferö i
Reykjavik, og i viðtali við
Alþýöublaöið í gær sagði Asgeir
Friðjónsson, fulltrúi lögreglu-
stjórans i Reykjavik, að það
væri einmitt þessi hópur, sem
komið hefði þvi i umferö.
Lögreglan komst á snoöir um
þessa hasssölu eftir að ungur
maður var handtekinn á dans-
leik i Stapa i Njarðvlkum á
laugardagskvöldið með átta
grömm af hassi.
Við yfirheirslur kvaðst hann
hafa fengiö hassið hjá tilteknum
manni i Reykjavik.
Sá viðurkenndi að hafa selt
hassið og við húsleit hjá honum
fannst enn meira magn af efn-
inu.
Reyndar hefur lögreglan haft
augastað á fikniefnasalanum að
undanförnu og grunað hann um
sölu á fiknilyfjum.
Mál þetta er það stærsta sinn
ar tegundar i islandi, og þegar
Alþýðublaðið hafði samband við
lögregluna i gær stóð rannsókn
þess sem hæst.
Kvað lögreglan erfitt að gefa
nokkrar nákvæmar upplýsingar
um málið á þessu stigi þess.
aö þcssi hópur hefur stundaö
skipulagt hasssmygl með sölu
fyrir augum.
Hefur fólkið haft þann háttinn
á, að einn eða tveir hafa farið
utan til kaupa á hassi og smygl-
að þvi siðan inn I landið.
„Þetta er stórmál á okkar
mælikvarða”, sagði lögreglan
við okkur i gær ,,og það liggja
þræðir i margar áttir”.