Alþýðublaðið - 11.06.1972, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 11.06.1972, Qupperneq 1
1 1 ,Slepptu mér, sagði fíllinn, þegar músin RYKFALUNN SMEKKUR 06 NOTALEGHEIT f ÚTVARPINU Af hverju er íslenzka ríkisút- varpið svona yfirþyrmandi og óþrjótandi leiðinlegt? Maður hefur það á tilfinningunni aö innan þessarar stofnunar sé að finna hina einu og sönnu, traustu útverði islenzks húmor- leysis, — menn, sem álita það heilaga köllun sina að berjast gegn vilja fólksins, sem hlustar á útvarpsefnið. Það, sem gæti verið létt og ætti auðvitað að vera létt, — það er haft þungt. Þegar slá skyldi á létta strengi, þá er útvarpað þungu og alvörugefnu efni. A þeim timum dagsins, þegar fólk er ýmist við vinnu eða að snúast i sitthverju, þá er hlustendum boðið að hlýða á framhaldssögu um ömmusystur Napóleóns eða BJARNI SIGTRYGGSSON: UM HELGINA eitthvað i þeim dúr og klassiska tónlist af þeirri gerð, sem fólk vill fá að hlusta á i næði. Erindaflokkar, fluttir af mönnum, sem eru tilalls annars betur fallnir en að flytja mál, koma svo i tima og ótima. Ekki hvað sizt á sunnudögum. Og hvað á betur við, þegar fólk er að ferðast um landið á sólrikum sumardegi, en heyra einhvern lesdurtinn hósta út úr sér gagn- merkum fróðleiksmolum um sig i jarðskorpunni eða kynjaverur á hafsbotni. Það vill svo einkennilega til, að útvarpið virðist vera að verða einkastofnun að þvi leyti, að öll efnisuppbygging þjónar smekk fáeinna ráðamanna stofnunarinnar. Þessi smekkur smitar svo út frá sér meðal starfsfólks stofn- unarinnar, og brátt kemst mafiulegur fjölskyldusvipur á allan hópinn. Starfsliðið verður lokaður hópur fólks sem heldur vörð um eigin hagsmuni með þvi að breyta engu, enda ekki nema skiljanlegt þegar haft er i huga að svo til hver einasti starfsmaður stofnunarinúar hefur laun af umsjón þátta, upp- lestri framhaldssögu, vali á dagskrárefni og þar fram eftir götunum. Gott dæmi um hversu rykfall- inn smekkurinn er má nefna það, þegar þátturinn Matthildur kom til sögurnnar. Þetta er þáttur, sem óhætt er að fullyrða að hafi fallið betur i geð hlustenda en nokkur skemmtiþáttur eða grinþáttur annar siðasta áratuginn. En hann átti ekkert sérlega upp á á pallborðið hjá ráðamannafjöl- skyldunni, og þegar forráða- menn hans fóru fram á að hann yrði geymdur á segulbandi, þá kom dagskipunin: Cltvarpið ætl- aöi ekki að leggja til segulband undir það. Punktum. Það mátti hins vegar geyma allar æfingar og útsendingar sinfóniuhljómsveita frá ótelj- andi löndum á segulbandi 1 hundraða kilómetravis. En ekki þennan óþægilega gust sem fór um notalegheitin og familiu- kyrrðina i stofnuninni. Þetta er eitt dæmi. Þau eru eflaust mörg önnur, sem tina mætti upp um þessa stofnun. Og eitt þeirra er tónlistarvalið. Ef undan eru skilin brot úr hverjum degi, þá má segja að stanzlaust morð sé framið i út- varpinu. Það er stöðugt verið að drepa niður möguleikann á að ungt fólk geti fundið og lært að hlusta á góða tónlist. Þvi henni er beinlinis troðið niður um hlustirnar á fólki eins og lýsi var sums staðar hellt niöur um kokið á litlum börnum i eina tið. Það má segja aö stórskáld tónmenntanna séu afgreidd á færibandi frá þvi I morgunsárið, rétt eins og haustlömb til slátr- unar. En bezta dæmið snertir Matt- hildi, eins og við nefndum áðan. Þegar „fjölskyldan” loks féllst á að varðveita Beint útvarp úr Matthildi, þá var það gert með þeim skilmálum að i það væri notað ódýrasta gerð af segul- bandi. En I hvaða helgidóm skyldu þá gæðaspólurnar vera notað- ar? Jú, — uppi I hillum I efnis- 'safni fjölskyldunnar liggja I kilómetravis velflestar þær messur, sem prestum landsins hefur orðið á aö láta útvarpa eftir sig, gegn hæfilegri þóknun eins og vera ber. SUNNUDAGUR TT. JONí 1972—53. ARG. 126. TBL.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.