Alþýðublaðið - 11.06.1972, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.06.1972, Qupperneq 2
Þessi frisklega grein birtist i norsku blaði, VI MENN, og segir þar frá þvi þegar norskur blaðamaður og ljós- myndari fóru i ævintýraferð til islands. Frásagnargieðin er mikil, og ekki er manni grunlaust um að eitthvað hafi blaðamaðurinn kryddað frásögnina til að fá mergjaðri lýsingar. Vegna þess að viðskiptum þeirra kumpána við islenzka aðila er lýst á heldur hressilegan hátt viljum við taka fram að um beina þýðingu á hinni norsku grein er að ræða. t>rir hestar, hálf óðir af flugnabiti og heimþrá, komu þjótandi i átt til okk- ar og i kjölfar þeirra sveimuðu hundruð þús- unda af kvölurum þeirra. Froðan vall út um munn- vikin og skraufþurrt hraunrykiö hvirflaðist undan hófum þeirra. Við vorum nýbúnir að koma okkur fyrir við Laxá, höfðum þvegið af okkur rykið og svalað þorsta okkar. Við höfðum sleppthinumþrem islenzku reiðhestum okkar inn i girðinguna hjá Eysteini Sigurðssyni, stað þar sem ailt moraði i norður- islenzkum flugum. Þetta var seinnipart dags, mánudagsins 14. júni. Þetta var heitur sumar- dagur og sólargeislarnir brunnu þvert i gegnum hin þykku ullarnærföt. Tiu stunda reið lá að baki okk- ur, tiu stunda slagsmál með tilheyrandi formæl- ingum og bölvi við það að fá hestana úr sporunum. Við höfðum beðið, hottað, slegið, strokíð, formælt, já, jafnvei reynt að múta þessum fjórfættu óvinum okkar með svörtu rúg- brauði, án nokkurs árang- urs um aukinn ferðahraða. Fimm kilómetra á tiu klst. Ég skammaðist min vegna hins islenzka hesta- stofns. Hefðum við þreytt kapp við sjálfan „Iron- side” er ég viss um að sjónvarpshetjan hefði stungið okkur af i hjólastól sinum. Dagurinn hafði brotið okkur niðursálarlega. Og i sameiningu höfðu hest- arnir og flugurnar brotið okkur niður likamlega. Við höfðum verið á ferða- lagi i fjóra daga og fleiri ferðadagar lágu fram- undan. Þetta leit út fyrir að ætla að verða mesta martröð lifs okkar. Loks hafði okkur tekizt að koma ótemjunum bak við lás og slá. Okinu var létt eins og þungu fargi af herðum okkar. En hinn vingjarn- legi bóndi, er hafði leyft okkur að nota hina girtu haga sina, hafði gleymt að segja okkur að nokkrir girðingarstólpar væru brotnir, og þvi lægi girð- ingin niðri á smá spotta. Smámunir i hans augum, — en varð stórslys fyrir okkur. Nú höfðu þrir hálf- villtir hestar fundiö leiðina til frelsisins. Og þúsundkróna peningarnir flugu. 7500 norskar krónur höfðu hinir þrir islenzku „vikingahestar” kostað okkur. Og nú var hætta á að peningarnir myndu fljúga út i buskann, þaö var aðeins ein brú á milli þrenningarinnar og einskismannslands. — Þarna koma hestarnir, — sagði ég aulalega við ljósmyndarann. — Hverj- ir? spurði hann um leið og hann dró hið sólbrennda andlit sitt upp úr ánni. Við að sjá hestana þrjá, stopp- aði hið kjánalega samtal okkar af sjálfu sér. Með blautt hár og skegg þutum við upp á brúna. Við báð- um til allra guðs engla, að þeir hjalpuöu okkur að verja brúna. Hestunum brá auðsjáanlega. Einn prjónaði upp á afturfæt- urna og blés ógnvekjandi úr nös. ösjálfrátt hljóp ég eftir snöru og beizli, án þeirra hluta myndum við aldrei ná hestunum. Á meðan réðust hestarn- ir i sameinuðu áhlaupi á brúarvörðinn. Við þriðju atrennu stöðvuðust þeir ekki. Þeir hiupu beint af augum undir forystu „Stian”. Heljarmikið neyðaróp kom út um hálf- opinn munn ljósmyndar- ans, og afleiðing ópsins kom i ljós metra fyrir framan Burny, þar sem hann stóð eins og negldur við brúna. Hestarnir sem i öllu ferðalaginu höfðu al- gjörlega neitað að setja hóf i kalt vatn stukku af brúnni niður i ána og það- an var beinn og breiður - vegur inn i óbyggðir. Við eltum strokuhestana eina tvo kilómetra, þrátt fyrir það að við vissum að það var til einskis. Svitinn lak af okkur á meðan við fylgdum eftir hinum þrem svörtu þústum er urðu minni og minni með hverri minútunni sem leið. Við settumst og reyndum að ná andanum á meðan hugsun okkar var að ná smá rökfestu. Ég formælti Byrny og Byrny formælti mér, og við vorum ósparir á að kenna hvor öðrum um ófarirnar. Tilviljun olli björgun okkar, þvi annars er ég viss um að við hefð- um stokkið i Laxá. Bóndi nokkur hafði séð þessa tvo klaufalegu menn á hesta- veiðum með snöru og beizli og ákvað að hjálpa Norðmönnum sem voru i vanda. Og það sem meira var. hann var á Land- Rover. Hestaveiðar. Nú hófst eftirförin. 70 vélvæddir hestar gegn þrem útkeyrðum bikkjum gerðu þaö að verkum að við höfðum yfirhöndina. Eftir þriggja kilómetra ferðalag uppgötvuðum við þrjár þústir er urðu stærri og stærri. Burny og ég hlupum út úr bilnum, og handfjötluðum snörur okkar all vigalegir. I æstri gleði sveifluðum við bönd- unum i kringum okkur, en tilburðirnir ekki fagmann- legri en það, að kúreka- hetjan Tom Mix hefði snú- ið sér við i gröf sinni, hefði hann séð til okkar. En nú réðst Islendingurinn til framgöngu. Hann gekk ró- lega i kringum hestana og framan að þeim og flautaði lágt og rólega. Siðan tók hann að syngja stuttan hestabrag og tala islenzku við uppreisnar- seggina. Það var mál, sem hestarnir skildu. Þeir sperrtu eyrun og hlustuðu rólegir á manninn meðan hann brá lykkju yfir háls- byltingarforingjans „Stian”. Á þeirri stundu kom okkur ekki til hugar að eltingaleikurinn hefði ver- ið forleikurinn að hreinum „Helvitismarzi”. Land- Roverinn hvarf i rykskýi, og við stóðum einir og yfirgefnir með þrjá þrjóska hesta. Hestarnir voru aðeins með stuttan bandspotta um hálsinn og þar af leiðandi gátum við ekki riðið þeim, heldur urðum við að teyma þá á eftir okkur. En hestarnir voru ekki á sama máli, þeir vildu halda til vesturs og heim. Við toguðum og hottuð- um á þessar þrjár bikkjur og framundan var fimm kilómetra ferðalag heim til áningastaðar okkar. Við vorum i ullarnærbux- unum og vindjökkum og yfir okkur glóði sólin. Mýið elti okkur i flokkum og réðst á okkur hvar sem það gat náð i bert hold og beit og saug. Hestarnir urðu skapstyggir,við urð- um skapstyggir og mýið mett. Þrjú af þeim fimm kilóum sem ég léttist um á meðan „Á ferðalagi á hestbaki” stóð yfir, missti ég á heimgöngunni þennan eftirmiðdag. Áætlunin um að kynnast Islandi af hestbaki, fædd- ist fyrir ári siðan. En eins og með flestar áætlanir sem gerðar eru breyttist þessi mikið frá uppruna- legri gerð. t upphafi hafði verið ákveðið að ferðast um landið þvert og endi- langt, að hætti hinna norsku landnámsmanna sem þar voru á ferð fyrir 1000 árum. En þar sem við vorum lélegir hestamenn, hestar okkar lélegir, margar fjallaárnar erfið- ar yfirferðar, hraunið verra yfirferðar en sjálf Sahara eyðimörkin, ásamt okkar óskiljanlegu óheppni, fóru allar áætlan- ir úr skorðum. En hvernig væri að fylgja áætluninni „Ferðalag á hestbaki” frá byrjun. Hestakaup og peningagræögi. Staðurinn er Akureyri, litill bær í löngum dal á norðurströnd Islands. Það er sumar og þvi bjart allan sólarhringinn. Eins og flestir aðrir bæir á íslandi liggur Akureyri á mörkum óbyggðar. Það liggur við að bærinn sé leikvöllur fyrir hinn sterka islenzka hest, sem þó hlýtur að finna til innilokunar- kenndar. Strax fyrir utan bæjar- mörkin byrja hinir rykugu og holóttu vegir sem tengja bæinn við aðra hluti landsins. Sagt er að bill nái ekki nema „hálfum aldri” á Islandi. Við höfum einn dag til þess að útbúa ferðalagið, og þar sem við héldum að landið væri „yfirfullt” af hestum og framboð eftir þvi, hlyti verðið að vera við allra hæfi. En hér urð- um við fyrir fyrsta áfall- inu, (þau áttu eftir að verða fleiri). Islenzka hestinum fækkar ört, og er Land-Roverinn smám saman að taka við hlut- verki hans. Og ástæðan fyrir þvi kom smám sam- an til að standa okkur ljós- lifandi fyrir hugskotssjón- um. Loks fundum við hesta- kaupmann, nánast á lykt- inni. Heldur gekk okkur erfiðlega að halda uppi samtali á Islenzku, þvi norskukunnátta er ekki hin sterka hlið lslendinga. Karl Ágústsson hét mað- urinn, og fannst mér hann peningagráðugur á svið. Jú, hann gæti nú selt okkur þrjá hesta, en verðið hafði hækkað iskyggilega. Það voru nokkrir danskir hestakaupmenn i bænum, sagði hann. Eldsnögg við- skiptalygi, en hann vissi sem var, að hann var ein- asti hestakaupmaðurinn i bænum. Það vissum við lika, og þar af leiðandi var það Herra Agústsson sem stjórnaði peningaprúttinu. ,, Eftirlaunahestar" á blóðpris. En refurinn skyldi fá að vinna fyrir peningunum. Ég ákvað að leika sér- fræðing i hestamálum, og heimtaði að fá að skoða vöruna. — Hér er hinn trúfasti Stjarni, uppáhaldshestur- inn minn. — Honum gekk erfiðlega að pressa krókódilatárin gegnum augnhvarmana. Ég bað um að fá að lita á tann- garðinn, þvi einhversstað- ar hafði ég heyrt að af þeim væri hægt að ákvarða aldur hests. Þvi stakk ég mér inn i heitan andardrátt hestsins, og sá þá sárgrætilegt gulbrúnt landslag, hreinan villi- gróður. Og eftir þvi sem ég komst næst, gat hann ver- ið á hvaða aldri sem var fram að fertugu. Hinir hestarnir tveir, Kolur og Jarpur, voru örugglega komnir á eftir- launaaldurinn, en að það hefði nokkur áhrif á hið háa verð, það var af og frá. Við heimtuðum að fá að prófa gripina, og var það um leið i fyrsta skipti er ég kom á hestbak. Burny hafði smá reynslu. Hestakaupmaðurinn hlýt- ur að hafa fengið maga- krampa af hlátri.er hann sá tilburði okkar. Verðið var áfall númer tvö. 90.000. isl. kr. urðum við að greiða fyrir hestana og einar litlar 6000 Isl. kr. fyrir hnakk og beisli. Ekki einni krónu var slegið af kaupunum, og þar sem maðurinn var harður sem granit og við æstir i að koma okkur af stað, skipti ferðataska með islenzkum hundrað króna seðlum um eigendur. Rothögg á þjóðvegi. Tveir nýir hestaeigend- ur og þrir hestar leggja upp i ferðalag frá Akureyri. Ákvörðunin er að ferðast þvert yfir sögu- eyjuna. Við förum fetið eftir þjóðveginum i áttina að Mývatni, sem er næsti áfangastaður i 17 km fjar- lægð. Við sniglumst upp Vaðlaheiði burt frá Akur- eyri og hvilumst öðru hvoru. Eitt sinn er við höldum aftur af stað, kem- ur það i minn hlut að sjá um pakkahestinn, og til þess að vera viss um að fá gikkinn úr sporunum, hafði ég bundið hann fast- an við úlnliðinn. Nú hlýtur hann að verða að fylgja með hvort sem hann vill eða ekki, hugsa ég. En hugmyndafræði min renn- ur út i sandinn. Stjarni skokkar af stað en pakka- hesturinn stendur stifum fótum á sama stað. Eitt augnablik ligg ég láréttur i loftinu, en svo nær þyngdarlögmálið yfir- höndinni og ég skell i göt- una. Miðnætursólin hverf- ur en aðrar stjörnur sjást. Ég ranka við mér með blóðbragð i munninum, ég hafði bitið mig I vorina I fallinu. Einnig blæðir úr skurði sem ég hafði fengið á hökuna. Þó hafði skeggið tekið af mesta fallið, og er það i einasta skiptið sem það hefur komið að góðum not- um. Við höfum þegar endur- skýrt einn hestinn. Kol gáfum við nafnið „Stiansen” þvi strax eftir 1200 metra ferðalag datt hann fram fyrir sig, og virtist fá áhuga á hófum sinum. Eftir þvi sem okk- ur var tjáð siðar, var þetta afgerandi þreytumerki. Reisnin sem hann hafði borið við söluna hvarf með þessu falli, og sást aldrei framar. Seinna upp- götvuðum við að „Stian” var meri. ,,Stian" Vandræöagripur. Stian er sem sé ekki langferðahestur. Það lofar ekki góðu um áframhaid- andi ferðalag. Þess fyrir utan er hann þrjóskur og ætið með dólgslæti, ásamt þvi að fylgjast lymskulega með okkur i von um að geta sparkað i mann. Ferðaáætlun Stians Blaðamaðurinn hafði einhvers staðar heyrt að það mætti sjá aldur hesta á tönnum þeirra. Þess vegna reif hann upp ginið á hrossinu og kikti inn. Og eftir þeim ljótu ósköpum sem hann sá þar, áleit hann að þessi hestur væri vart undir fertugu, máske kominn á fimmtugsaldur. o Sunnudagur 11. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.