Alþýðublaðið - 11.06.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 11.06.1972, Side 3
Hvað skeður þegar 15 hestar i fullu fjöri sæju þessar þrjár bikkjur? Ahyggjur okkar höfðu við rök að styðjast. Hestahóp- urinn kom á móti okkur á fullri ferð, og það sem verra var, við héldum til móts við þá á sama hraða. Án þess að geta rönd við reist höfnuðum við inn i miðjum hópnum. Við grip- um um háls og makka á bikkjunum og báðum til guðs, á meðan þær prjón- uðu af ánægju. Litla veik- byggða Mae West varð allt i einu að hnarrreistum stoltum elskhuga og tók að elta dropótta meri. Þvi miður seinkaði ferðaút- búnaðurinn honum þannig að merin slapp, og hann horfði sorgmæddum aug- um á eftir freistingununni sem hvarf út i buskannÉg hentist af baki og lá innan um sparkandi hestahófa, án þess að geta björg mér veitt. Loks tókst okkur að slita hestana út úr hópn- um, sem hvarf fyrir næsta hæðardrag. Og upp á hól þar skammt frá stóð West og horfði tóm- lega út i loftið.. Fátækleg stormmáltíð. Vindeldhúsið kemur aö gagni og við fáum okkur súpu með spaghetti. Tim- inn sniglast áfram, og það sama gera hestarnir. t- stöðin eru farin að meiða okkur, og nú dauðsjáum við eftir að hafa ekki farið að ráðum annarra og fengið okkur reiðstigvél. t- VI MENN / Island: fylgir enganveginn okk- ar. Eftir að hafa farið áfram tvo kilómetra, snarstoppar hann snýr sér við og horfir til baka með heimþrá i augum. Lætur siðan eftir sér að reyna að komast heim, og kippir sér ekki upp við það að ljós- myndarinn reyni allt sem i mannlegu valdi stendur til að snúa honum frá villu sins vegar. Tveir kilómetrar fram á við< hálfur til baka, það er ferðamáti Stians. Auk þess stynur hann og blæs við hvert skref sem hann tekur, og með jöfnu milli- bili koma sömu hljóð út um óæðri enda hans. Pakkahesturinn Jarpur er lygilega unglegur að sjá, en likaminn gamall og útlifaður. Við skýrum hann ,,Mae West” en við nánari eftirgrennslan kemur fram að hún er klár. Að okkar dómi hlýtur að renna mikið asnablóð i æðum hennar. Hún hefur alla lélegu eiginleika asn- ans, engan af þeim góðu. Og að bera byrðar er eitur i hennar beinum. Stjarni er stór og krafta- legur og hreinasta augna- yndi, við hliðina á hinum tveim öldnu ,,dekurbörn- unum”. Og latur er hann, fer sjaldnast nema fetið. Þvi var ekki um annað að ræða en að skýra hann eft- ir söngmeðali þvi er við höfðum með okkur og kalla hann „Johnnie Walker”. Hiö þúsund ára gamla viðundur. Þegar vikingarnir komu til Islands fluttu þeir hesta með áér, sterka þolna hesta þrettán handbreidd- ir á hæð. Siðan þá hafa hestar ekki verið fluttir inn til tslands. Þvi er hest- urinn sem við sjáum á ts- landi sá sami og viking- arnir fluttu með sér, nema að þvi leyti að þeir hafa samlagast náttúrunni. Og ekta islenzkur hestur er stórkostlegur. Hann hefur fimm ganghraða. Hann gengur, töltar, brokkar, hleypur og stekkur. Við gerðum ekki miklar kröf- ur, og fengjum við okkar hesta á fyrsta ganghraða vorum við ánægðir. Við riðum til kl. tvö fyrstu nóttina og enduðum daginn með að fá okkur sinn hvorn sjússinn af Johnnie Walker, það yljaði vel undir nóttina. Klukkan niu fórum við á fætur, og eftir að hafa böðlazt i eina klukkustund við að koma hnakk og beizli á skepn- urnar vorum við tilbúnir af stað. En Burny hafði ekki hert hnakkólina nógu vel, þvi að þegar hann ætlaði á bak dró hann hnakkinn niður á maga Stian, sem mótmælti með langdregnu væli. Það byrjaði að rigna, og regnið slóst i andlit okkar. Ég hossaðist upp og niður i hnakknum og fannst mér sem höfuðið væri að klofna, svo mikill var höfuðverkurinn. Ég hafði auðsjáanlega fengið heila- hristing við fallið deginum áður. Við snæddum morgun- verð á hestbaki, en hann samanstóð af rúsínum og suðusúkkulaði. Við höfð- um með vilja valið þurra, létta og næringarrika fæðu, enda ekki á Mae West bætandi, hún hefði kiknað undan einni dós i viðbót. Við riðum niður Fnjóskadal og tókum mið á Ljósavatnsskarð. Fram- undan var flokkur hesta á beit. Við þá sjón fengum við hnút i magann af áhyggjum um framtiðina. þróttaskór eru ekki vel tii útreiðatúra fallnir. Okkur er farið að verkja i allan skrokkinn, og förum þvi af baki og teymum hestana. Hraðinn eykst. Það eru margir kiló- metrar milli bæja, og alls- staðar sjást kindur á beit. Þegar við förum framhjá lita þær upp og fylgjast á- hugalaust með þessari undarlegu lestarferð. Sjaldgæft er að sjá mat- jurtagarða þvi hér byggist lifsafkoman á kindarækt. Klukkan er hálf tvö að- faranótt 13 júni. Ég ligg inni i tjaldinu og færi dag- bók. Öæðri endinn á mér er eins og barið buff. Á fjórtán tima ferðalagi höfðum við aðeins komizt sex kilómetra, það var of stutt dagleið. Aætlunin breytist. Við förum ekki til suðurs heldur breytum til og förum til austurs, hest- arnir eru of lélegir til þess að hægt sé að ætlast til þess að þeir komist þvert yfir ísland. Ég hrekk upp með and- fælum snemma á sunnu- dagsmorgninum. Hest- arnir eru horfnir, en hvernig, það er mér ó- skiljanlegt. Þeir höfðu verið heftir kvöldinu áður. Ég hleyp upp á smá hæð- ardrag þaðan sem ég sé i kilómetra radius, en engir hestar sjást. Alt i einu minnist ég kúrekakvik- myndar, þar sem góði maðurinn hafði elt vondu mennina með þvi að rekja hófförin. Við Burny ákveð- um að leika þetta eftir og viti menn, við fundum för- in, og eftir tveggja stunda eftirför gengum við fram á strokugemsana i smá gil- skoru. Sýningagripir fyrir ferðamenn. Langir dagar með þver- móðskufullum dýrum, gera það að við ákveðum að fylgja þjóðveginum og fara yfir Jökulsá hjá Goðafossi. Sólin er aftur tekin að hella geislum sin- um yfir jörð, en þó er hvasst. 1 vestur sjáum við hvar rykský þyrlast upp og kemur nær og nær. Þetta er hópferðavagn sem brunar eftir veginum. Hann fer framhjá okkur og við erum skildir eftir i rykmekki. Er við höfðum loksins fundið leiðina út úr mekkih'jm, uppgötvuðum við að vagniim __hefur stanzað, og út streým'á ameriskir ferðalangar, er vilja festa „ekta-islenzkt mótiv” á innstamatic-vél- ar sinar. — So real, so charming! segir miðaldra frú með lillablátt hár og rósrauðar kinnar. Hún brosir þakklát til okkar um leið og hún dregur tilbúna Polaroid mynd út úr vélinni. Svo sýnir hún samferðamanni sinum afrakstur- inn. Hesta hroðalega á- syndum og reiðmenn með grá græn andlit. Amerisk- ur ferðamaður veit hvern- ig á að ferðast og ná sem mestu út úr ferðalaginu. Við vorum orðnir það sem við vildum sizt af öllu vera, sýningagripir fyrir ferðamenn. Þvi héld- um við burt af veginum og inn i óbyggðir. Um kvöldið eygjum við Mývatn framundan, og komum við að þvi við upp- haf Laxár. Straumendur leika sér á bylgjunum, og er það dýrleg sjón að sjá hve vel þær stjórna sér, þrátt fyrir dunandi kraft Laxár. Þetta er stórkost- leg sjón, þvi á Mývatni eru milli 100 til 150 þúsund endur, enda Evrópumet. Eins og mánalandslag. Við höldum eftir strönd Mývatns og flugur i mill- jónavis ráðast á mann og hest. Timinn er naumur og eftir kompásnum höldum við til suð-austurs, og auð- vitað lentum við beint inn i hraunbreiðu. Við förum meðfram hliðum Hver- fjalls, og fylgjum hraun- kantinum, og virðist sem við erum mitt á milli lifs og dauða. Við ákváðum að halda inn i hraunið inn að Búrfelli, Sveinagjá og að Veggjum. Tveir bændur sem við mættum afréðu okkur ein- dregið frá þvi. Að þeirra dómi myndu hvorki hestar né menn þola þá áreynslu. — Margir hafa borið bein- in i hrauninu — sögðu þeir, og á þessum hestum. Þeir veinuðu af hlátri. — Þið hafið verið plataðir illilega — héldu þeir áfram er þeir höfðu heyrt verðið sem við gáfum fyrir „gæðingana” — Þeir eru aðeins hálfvirði þess verðs. Hláturgusurnar sviðu eins og salt i sár, og við riðum burt með sært stolt. Við ákváðum að lata að- varanir eins og vind um eyrun þjóta og héldum inn i hiö ógnvekjandi hraun. Dauður heimur. Hægt og sigandi þok- umst við inn i hinn stein- runna heim. Þetta er eins og land dauðans, og manni finnst eins og maður fari i tóma hringi i einum stór- um kolabing. Við höldum matseðlinum, rúsinur súkkulaði og súpa. Hest- arnir fá smátuggu af grasi er við höfðum haft með okkur i pokum. Við sjáum brátt að hraunið er ófært, þvi ef ekki er hraungjóta framundan þá er það óyf- irstiganlegur hraunhóll. Svo byrjar að rigna, en regnið breytist fljotlega i snjódrifu. Skapið er komið á núllpúnkt. Svo kom að þvi að hest- arnir tóku af okkur völdin, og neituðu að halda lengra hvað sem raulaði og taut- aöi. Sömu leið var haldið til baka, og einum og hálf- um degi seinna komum við i grösugt dalverpi. Hest- arnir úðuðu i sig grasið eins og garðsláttuvélar og svolgruðu i sig vatn úr fúl- um vatnspytti er þarna var. Martröðin var yfir- staðin. Hesíakaupmaöur tekinn til bæna. Þægileg heimreið var efst i hugum okkar, en af þvi varð aldeilis ekki. Sumarsólin hafði vikið fyrir gráum skýjum og þoka færðist yfir dal og mó. Klofvega á bikkjunum héldum við okkur við þjóð- veginn á heimleiðinni Þetta var orðin ferð án enda og aðeins sást grjót og ryk svo langt sem aug- að eygði. Einsataka sinn- um óku bilar framhjá okk- ur, og auðvitað þurfti hver bill að flauta langt og skerandi. Ryk og skitur bitu sig fast á andlit okkar, en undir þessum farða fóru hugsanir okkar að verða reikular. Ég var farinn að óttast það að við yrðum geðveikir áður en við næðum Akureyri. Það eina sem hélt okk ur uppistandandi var hugsunin um það að láta hestakaupmanninn endur- greiða okkur sláturhús- vöru sina. Heimkoman til Akureyrar var engin skrúðganga hnarreistra hesta og manna, til þess voru allir of útkeyrðir. Og nú var reiðin yfir hesta- kaupunum búin að ná há- marki. Karl Agústson hafði ekki minnstan áhuga á þvi að taka hestana til baka. Hann vissi sem var að hann myndi sitja uppi með þetta óseljandi þristirni. Enginn tslendingur myndi kaupa köttinn i sekknum eins og við höfðum gert. Hann brosti samt elsku- lega og bauð upp á grugg- ugan islenzkan bjór. Við að sjá bjórinn sauð alveg uppúr. Við kölluðum hann öllum þeim ókvæðisorðum sem við mundum eftir og var það ekki svo litiö. Ég lamdi hnefanum i skrif borðið svo að bjórflösk- urnar ultu um koll. Til allrar guðs mildi sá þessi horaði litli hesta- kaupmaður. að nú var alvara á ferðum, þvi þetta var eittaf þeim fá skiptum sem skapið hefur hlaupið með mig i gönur. Við heimtuðum minnst 60.000 kr. til baka. Eftir mikinn grát og gnistran tanna, á- samt tilheyrandi bölvi og ragni byrjaði hann að telja fram upphæðina i hundrað króna seðlum. Það tók hann hér um bil tiu minut- ur. Siðan héldum við á brott, þennan ógeðslega islenzka bjór mátti hann eiga i friði fyrir okkur. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.