Alþýðublaðið - 11.06.1972, Side 5
Sjaldnast eru Drekamerkingar vinmargir, enda eru þeir manna sérstæðastir í umgengni, eins og áður er á bent. Þeir unna ósjálfrátt öllum átökum og baráttu og hafa eins óbeit á þeirri kyrrð, sem friði og sáttum fylgir, kalla það lognmollu.
Persónulýsing stiörnuspekinnar á því fólki sem fætt er í merki Drekans (23. október — 22. nóvember)
NOKKRIR
ISLEND-
INGAR
FÆÐDÍR
I DREKA-
MERKINU
Lýsing stjörnuspekinn-
ar á þeim, sem fæddir eru
undir merki Drekans, er
svo hörð og ákveðin, að
ýmsum virðist i fljótu
bragði að um illmæli sé
að ræða.
Og eftir þeim lista yfir
tslendinga, fædda i þessu
merki, sem við birtum,
verður ekki annað séð en
þar sé að finna menn
ólikra skapsmuna,
óskyldra persónuleika og
frábrugðinna einkenna,
svo auðvelt er að ætla
að þarna hafi stjörnunum
brugðist bogalistin.
En spyrjið þá sem
þekkja. Þrir fjórðu þjóð-
arinnar hafa þegar fengið
sina eigin persónulýsingu
i þessum þáttum, og af
þeim fjölda, sem haft hef-
ur samband við okkur,
hafa nær undantekning-
arlaust ALLIR haft orö á
þvi hve vel lýsingarnar
passa. Og þess vegna
skulum við ætla aö sama
gildi um Drekamerkið og
hin tvö, sem enn eru ó-
birt.
En áfram með listann:
Agúst Fjeldsted, hæsta-
réttarlögmaöurer fyrstur
i stafrófsröð á listanum,
og á eftir honum kemur
Eiður Guðnason, frétta-
maður. Emil Jónsson, og
Eysteinn Jónsson, fyrr-
um ráðherrar, Hafsteinn
Björnsson, miðill, Her-
steinn Pálsson, ritstjóri,
Hlynur Sigtryggsson,
veðurstofustjóri, — allt
eru þetta Drekamerking-
ar.
Jóhannes heitinn úr
Kötlum var fæddur i
merki Drekans, og eins
Oddgeir heitinn
Kristjánsson, tónskáld.
Karl Strand, læknir,
Knútur Bruun, lögfræð-
ingur og uppboðshaldari,
Kristján Thorlacius, bar-
áttumaður opinberra
starfsmanna og Krist-
mann Guðmundsson, rit-
höfundur. Allir eru þessir
fæddir i merkinu.
Lárus H. Blöndal bóka-
vörður og Lárus Jónsson,
þingmaður, Margrét
Indriðadóttir, fréttastjóri
og Njáll Simonarson,
ferðaskrifstofumaður,
Óskar Hallgrimsson,
bankastjóri, óskar óla-
son, yfirlögregluþjónn og
Óttarr Möller, allt Drek-
ar.
Þá má nefna Rúnar
Bjarnason, handknatt-
leiksfrömuð og slökkvi-
stjóra, Sigriði Thorlacius,
frú, prófessor Sigurð
Sameúelsson, Svavar
Guðnason, listmálara og
Úlf Gunnarsson, lækni á
tsafirði.
Unnsteinn Stefánsson,
haffræðingur er Dreki, og
ennfremur Þór Guðjóns-
son, veiðimálastjóri, Þór
Magnússon, þjóðminja-
vörður, og Þorsteinn
Valdimarsson.
En sagði einhver að
Drekamerkingar hefðu
keppnisskap. Og margir
hafi þeir hæfileika sem
læknar eða lögfræðingar.
Þá hentar vel að ljúka
upptalningunni með þeim
bræðrum, Hauki og Erni
Clausen.
Margir þeir, sem
undir drekamerkinu
eru fæddir, hneigjast
mjög til öfga og of-
stækis, og eru allra
manna drottnunar-
gjarnastir, tillitslaus-
astir, þverlyndastir
og einræðisgjarnast-
ir. Hafa Drekamerk-
ingar margir mjög
sterkan persónuleika,
og þó að margir
þeirra séu ekki vel
liðnir af öðrum, lætur
enginn þá lönd og leið
— enda fellur þeim
f lestum betur að vera
hataðir en látnir lönd
og leið.
Drekamerkingar
setja sér sjálfir lög,
og geta verið of-
stækisfullir og-harð-
vítugir gegn öllu því,
sem ekki hentar til-
gangi þeirra. Flestir
eru þeir mjög vilja-
sterkir og heyja þrot-
lausa baráttu fyrir
ákvörðunum sínum,
þangað til þeir fá
framgengt nákvæm-
lega þvi, sem þeir
vil ja.
Persónugerð Dreka-
merkinga er persónugerð
hermannsins. Þeim er lifið
orrusta, heimurinn orr-
ustuvöllurogþeirverða að
bera sigurorð af sérhverj-
um þeim, sem stendur
gegn vilja þeirra. Þegar
þvi er að skipta, geta þeir
verið bæði slægvitrir og
brögðóttir. Venjulega eru
Drekamerkingar hraustir
og þrekmiklir, og á stund-
um geta þeir verið allt að
þvi ómennskir i ónæmi
sinu fyrir tilfinningum
annarra. Þegar þeir eru i
þeim hamnum eru við-
brögð þeirra gagnvart
þjáningum og sársauka
annarra helzt fólgin i
nistandi kaldhæðni og fyr
irlitningu, eða þá óræðri
þögn. Það er eins og þeir
eigi mjög örðugt með að
láta i ljós hluttekningu óg
kjósi þá heldur að hverfa
inn i ham sinn.
Það sem örðugast er að
skilja rökrétt i skaphöfn
Drekamerkinga, er sam-
runi ofbeldishneigðar vit-
smuna. Þeir eru oft skarp-
gáfaðir og á stundum er
gáfnastyrkur þeirra slikur
að hann brýtur af sér allar
hömlur. Það er þvi likast
sem þeir dveljist að hálfu
leyti i heimi, sem þeir hafa
sjálfir skapað sér, að
minnsta kosti sumir
hverjir. Margir Dreka-
merkingar eru mjög
heimspekilega sinnaðir og
leyndardómur lifs og
dauða og allt það sem
óþekkt er, hefur mjög
sterkt aðdráttarafl á þá.
Þeir eru kaldvitrir, og
halda venjulega ró sinni
og baráttuþreki i löngum
og hörðum átökum. Þeir
verða aö fá baráttuskapi
sinu útrás og heyja hverja
sennu til úrslita, þvi að
ekkert hálft eða óútkljáð
samrýmist skapgerð
þeirra.
Drekamerkingar geta
verið þvergirðingar mestu
og ósannfæranlegir — eiga
það jafnvel til að tala sér
þvert um geð, ef þeim býð-
ur svo við að horfa, heldur
en samþykkja það, sem
aðrir halda fram. Þeir
viija skipuleggja hlutina
eftir sinu eigin höfði, og
hafa óbilandi trú á þeirri
afstöðu sem þeir hafa einu
sinni tekið, og hvika aldrei
frá henni. Þeir eru skarp-
skyggnir á eðli lifsins,
erfiðleika þess og vanda-
mál og geta fundið til
djúprar samúðar með
öðrum, ef þeir hafa ekki
valdið þeim örðugleikum
sjálfir, en kjósa eigi að
siður heldur að fela hana,
en láta hana i ljós. Þrátt
fyrir alla sina vitsmuna-
skerpu, velja þeir sér
sjaldnast auðveldustu
leiðina að settu takmarki.
Yfirleittferekkihjá þvi að
þeir lendi i einhvers konar
deilum eða átökum, þvi að
þeir eru skapbráðir, þola
ekki neina mótspyrnu og
veitist auövelt að vekja á
sér andúð annarra, eða
jafnvel hatur. En þó að
þeir séu auðreittir til reiði,
og geri þá hvorki að vega
orð sin eöa meta, standa
reiðiköst þeirra sjaldnast
lengi.
Venjulega eru Dreka-
merkingar ómyrkir i
máli, tillitslausir og oft
kaldhæðnir. Þeir eru yfir-
leitt opinskáir, og geta þó
leynt þvi dyggilega sem
þeir vilja og telja betur
henta. Ast þeirra á völdum
er oft harla augljós, og oft
er það að þeir sýna hörku
og miskunnarleysi til að
ná þeim. Oft er það venja
þeirra að leggja spilin um-
svifalaust á borðið — en
lauma trompspilinu aftur
fyrir bak og gripa óvægi-
lega til þess, þegar þeir
sjá að þaö getur riðið mót-
spilaranum að fullu.
Ileilsufar.
Flestir eru Drekamerk-
ingar harðfriskir og þrek-
miklir likamlega og spara
ekki heldur krafta sina.
Hreyfingar þeirra eru
stæltar og fjaðurmagnað-
ar og öll störf vinna þeir af
kappi og hörku. Margir
Drekamerkingar eru frá-
bærir iþróttamenn, og
skara þar helzt fram úr
öðrum sem iþrótiin er
erfiðust og keppnin hörð-
ust. Ekki láta þeir sjúk-
dóma á sig fá fyrr en i
fulla hnefana, þegar þann-
ig stendur á, er mótstöðu-
þrek þeirra furðu mikið og
oft tekst þeim að sigrast á
sjúkdómum fyrir vilja-
styrk einan saman. Reyn-
ist sjúkdómurinn hinsveg-
ar alvarlegri en svo, getur
þessi skapharka þeirra
gagnvart sjálfum sér haft
örlagarikar afleiðingar.
Kapp þeirra og óbilgirni
gerir að þeim er hætt við
allskonar bilunum, oft og
tiðum fyrir það, að þeim
er ógerlegt að slaka á eða
hvila sig, en eigi þeir hins-
vegar við erfiðleika eða
átök að striða, bregzt þrek
þeirra sjaldan. Þeir verða
margflestir fljótt full-
orðinslegir útlits, en láta
siðan litt á sjá fram á elli-
ár.
Bæði karlar og konur
fædd undir Drekamerki,
eru oftast nær mikil vexti
og kraftaleg og beina-
byggingin sterkleg. Karl-
mennirnir eru oft fremur
dökkir á hörund og kjálka-
miklir, en munnurinn
festulegur. Alltitt er og að
Drekamerkingar hafimikl
ar og loðnar augnabrúnir
og innlæg augu. Konurnar
eru þrýstnar og miklar um
barm, margar hverjar,
með dimma rödd og
varaþykkar, margar frið-
ar á sérstakan hátt og
gæddar ögrandi kyn-
þokka.
Meltingarfærin virðast
veikasti hlekkurinn i
heilsufari Drekamerk-
inga, algengt að þeir kenni
fyrst einhvers meltingar-
kvilla, en hirði ekki um að
leita lækninga við þeim
fyrr en allt er komið i
óefni. Þeir eru og næmir
fyrir farsóttum og veiru-
sjúkdómum, en tekst flest-
um betur að sigrast á
þeim, en mest hætta virð-
ist þeim þó stafa af eitur-
nautnum, bæði vegna
skapferlis og likamsbygg-
ingar — kunna sér þar
yfirleitt ekki hóf, og geta
þá „brennt sig upp” á
skömmum tima.
Atvinna og ævistarf.
Flestir eru Drekamerk-
ingar harðduglegir menn,
og hætta aldrei við hálf-
lokið verk. Kapp þeirra er
mikið, og skapið segir til
sin, þar eins og annars
staðar, og hefur mikil
áhrif á afköstin og þó eink-
um afstöðuna til þeirra
sem þeir vinna með — og
þá ekki siður afstöðu sam-
starfsfólks til þeirra
sjálfra. Margir Dreka-
merkingar eru ekki mikið
gefnirfyrir likamleg störf,
þar eö þau fullnægja
ekki framaþrá þeirra
og valdahneigð. Þeg-
ar starf þeirra ýtir
undir þær vonir, eru þeir
naumast einhamir og geta
lagt nótt við dag. Þeir eru
metnaðargjarnir og dug-
miklir og sjaldgæft að þeir
sitji auðum höndum, eða
hafist ekki að.
Nánast tiltekið öll þau
störf, sem krefjast vits-
muna og skipulagshæfi-
leika, eru kjörverkefni
Drekamerkinga. Taka
þeir þar oft að sér þau við-
fangsefni, sem aðrir eru
gengnir frá eða vilja ekki
sinna, og gengur þar fyrst
og fremst metnaður til og
láta þar hendur standa
fram úr ermum. Það kem-
ur sjaldnast fyrir að
Drekamerkingar gefist
upp við það, sem þeir hafa
tekið sér fyrir hendur, og
þeir mega ekki til þess
hugsa að aðrir fari fram
úr þeim. Venjulega tekst
þeim og að ná tilætluðum
árangri fyrir dugnað sinn
og skipulagshæfni. Ekki
eru þeir alltaf eiginhags-
munamenn i starfi sinu, og
eiga það til að miða það
við annarra hag. En þegar
svo ber undir, vekja þeir
oft deilur og gagnrýni,
þannig að sú fornfýsi
þeirra er ekki metin sem
skyldi og ber ekki tilætlað-
an árangur.
Margir Drekamerking-
ar gripast sterkri löngun
til að kanna hið óþekkta.
Þeir geta jagt t SÍg JjrGí-
laust erfiði á sviði lækna-
visinda og unnið þar mikil
afrek, og yfirleitt eru þeir
mjög veí til þess fallnir að
vinna að allskonar rann-
sóknum. Árangur þeirra
byggist þá fyrst og fremst
á nákvæmni og skarp-
skyggni og hneigð til að
láta einskis ófreistað.
Margir frábærra visinda-
manna hafa verið og eru
Drekamerkingar, einnig
læknar og lögfræðingar.
Leynilögreglustörf láta
þeim og vel.
011 afstaða Drekamerk-
inga til samstarfs- og
samferðamanna er fyrst
og fremst háð skapi og til-
finningum, og er þar
aldrei um neina hálfvelgju
að ræða. Þeir geta unnið
markvisst og af óskertum
áhuga löngu eftir að allir
aðrir eru orðnir uppgefnir.
Starf, sem unnið er undir
þeirra stjórn og umsjá,
verður alltaf vel af hendi
leyst og liða þeir aldrei að
kastað sé til neins höndun-
um. Margir eru þeir gædd-
ir miklum stjórnunarhæfi-
leikum, og sem vinnuveit-
endur eða verkstj. eru
þeir flestir kröfuharðir við
þá, sem hjá þeim vinna
eða undir þá eru settir.
Flestir eru Drekamerk-
ingar afkastamiklir og
hagvirkir að hverju sem
þeir ganga. Þeim er yfir-
leitt gefin mikil hæfni til
einbeitingar og hugkvæm-
ir eru þeir i bezta lagi, að
vissu leyti geta hæfileikar
margra þeirra jaðrað viö
snilligáfu, og er þvi likast
sem þá skorti aldrei ráð
eða úrræði þegar i harð-
bakkann slær. Aftur á
móti geta þeir heldur
aldrei viðurkennt að þeir
séu sigraðir, en berjast á
meðan þeir fá uppi staðið.
Þegar Drekamerkingar
hafa tekið einhverja
stefnu, vikja þeir
sjaldnast frá henni, og
setji þeir sér takmark,
keppa þeir að þvi linnu-
laust og láta ekkert aftra
sér fyrr en þvi er náð.
Margir hafa þeir heppn-
ina með sér i fjármálum,
og yfirleitt kunna þeir
flestir alltaf ráð til þess að
þá skorti ekki fé til þess,
sem þeir þurfa, eða eru að
koma i framkvæmd.
Peningar eru annað mark-
mið flestra þeirra i lifinu,
næst völdum, og það fer
sjaldnast hjá þvi, að þeir
komist i sómasamleg efni,
en margir þeirra verða
vellrikir. Þeir komast
yfirleitt yfir það, sem þeir
ætla sér i lifinu — peninga,
bíl, hús, fjölskyldu. Hafi
þeir ásett sér að höndla
eitthvað i lifinu, fær ekkert
PERSONUGERÐ DREKAMERKINGA
ER PERSÓNUGERD HERMANNSINS
ÞEIM ER LÍFIfi ORRUSTA,
HEIMURINN ORRUSTUVÚLLUR
hindrað þá frá að ná þvi,
og stefni þeir að vissu
marki, láta þeir sér aldrei
nægja að komast nálægt
þvi og láta ekkert stöðva
sig fyrr en þvi er náð.
Flestir kunna Dreka-
merkingar vel að fara með
peninga, en hættir þó á
stundum við að sjást ekki
fyrir, þegar þeir telja að
peningar geti auðveldað
þeim eða stytt leiðina að
settu marki. Margir eru
þeir gæddir næmu hugboði
hvað snertir fyrirætlanir
og tilgang annarra, og
geta þvi ákveðið viðbrögð
sin samkvæmt þvi.
Heimili og fjölskylda.
Enda þótt Drekamerk-
ingar séu yfirleitt ekki
þannig skapi farnir, að
farvegsbundinn hvers-
dagsleiki heimilislifsins sé
þeim að hæfi, eru þeir
gæddir vissri aðlöðunar-
hæfni, og þegar þeir hafa
stofnað heimili og eignast
fjölskyldu, einbeita þeir
ástriðukenndum dugnaði
sinum að þvi að gera
heimili sitt sem myndar-
legast og búa að fjölskyldu
sinni eins og bezt verður á
kosið. Heimili þeirra er
venjulega smekklegt, en
mörgum hættir þeim þó
við að berast talsvert á i
öllu sem það snertir, ef
þeir hafa efni á þvi, enda
eru þeir flestir stoltir af
heimili sinu, maka og
börnum. Heimilið veitir
þeim og tækifæri til að fá
útrás i listrænni sköpunar-
þrá sinni, sem oft er mjög
sterk.
Það er yfirleitt sam-
kvæmt eðli og skapgerð
Drekamerkinga, að þeir
vilja vera húsbændur á
sinu heimili og hafa jafnan
siðasta orðið, enda flestir
sannfærðir um að ákvarð-
anir þeirra séu hafnar yfir
alla gagnrýni.
Umhverfið getur átt rik-
an þátt i framgangi
Drekamerkinga, og sú ást
og skilningur, sem þeir
mega njóta hjá fjölskyldu
sinni, er þeim mikils virði.
Flestir vilja þeir eignast
mörg börn en margir eru
þeir börnum sinum strang
ir og kröfuharðir, enda
þótt þeir vilji þeim allt hið
bezta. Það er jafnvel ekki
ótitt, að skapferli þeirra
geri þeim erfitt að um-
gangast börn sin — þeir
geta orðið harðstjórar á
heimili og sjást þá ekki
fyrir, sé þeim ekki hlýtt
skilyrðislaust. En flestir
ganga þeir eigi að siður i
hjónaband og eignast
mörg börn.
Hvað þau börn snertir,
sem fædd eru undir
Drekamerkinu, gildir það
að snemma beygist krók-
urinn að þvi sem verða
vill. Er foreldrum þeirra
þvi oft ærinn vandi á hönd-
um, sökum einræðis-
hneigðar þeirra og ein-
þykkni annars vegar og
næmra, auðsærðra tilfinn-
inga hinsvegar. Þvi miður
á það sér oft stað, að þau
verða hálfgerð vandræða-
börn, vegna þess að þeim
er ekki sýnd sú nærfærni
og skilningur, sem þau
þarnast i uppvextinum.
Vinátta.
Sjaldnast eru Dreka-
merkingar vinmargir,
enda eru þeir manna sér-
stæðastir i umgengni, eins
og áður er á bent. Þeir
unna ósjálfrátt öllum
átökum og baráttu og hafa
eins óbeit á þeirri kyrrð,
sem friði og sáttum fylgir,
kalla það lognmollu og
kunna henni illa.
Eigi að siður er það
staðreynd, að margir lað-
ast að þeim sökum dugn-
aðar þeirra, rikra skaps-
muna og baráttuþreks.
Drekamerkingar geta oj»
verið góðir vinir vina
sinna, en finnist þeim vin-
áttan gerast náin, má gera
ráð fyrir að þeir rjúfi
hana. Af þeirra hálfu er
sjaldnast um ævilanga
vináttu að ræða, þvi að
annað hvort vilja þeir ráða
yfir vinum sinum eða
gnæfa yfir þá.
Oðru veifinu geta þeir
stofnað til vináttu i
ákveðnum tilgangi —
vingast við þá áhrifa-
menn, sem þeir sjá sér
hag i, auðuga menn eða þá
sem gegna þeim embætt-
um, að Drekamerkingur-
inn veit vináttu þeirra
bæta aðstöðu sina. Slik
vinátta getur . staðið að
minnsta kosti jafn lengi og
Drekamerkingurinn telur
sér hana gagnlega.
Drekamerkingar hafa
oft mikla þörf fyrir að
standa einir, en kunna þvi
þó illa að vera einmana
þegar til lengdar lætur.
Oft hrekja þeir frá sér vini
sina vegna skapgalla
sinna, einþykkni og
einræðishneigðar, en eign-
ist þeir vini, sem skilja þá
og fyrirgefa þeim, geta
þeir bundist þeim
traustum böndum. Bregð-
ist vinir þeim hinsvegar á
þann hátt að það særi þá,
eru þeir visastir til að
hefna sin á miskunnar-
lausan hátt.
Aftur á móti mun leitun
á þeim hópi Drekamerk-
inga, sem ekki eiga sér
óvini, og hvað svo sem
segja má um vináttu
þeirra, þá er vist um það
að ef þeir binda óvináttu
við einhvern, eru allar lik-
ur til að hún endist ævi-
langt. Harða og baráttu-
glaða óvini kunna þeir vel
að meta, og berjast við þá
til að ráða niðurlögum
þeirra — en aldrei til
sátta.
Astir Drekamerkinga.
Ekki eru Drekamerk-
ingar hálfir i ástum, frem-
ur en öðru. Margir þeir
karlmenn, sem fæddir eru
undir þvi merki, hafa
mjög sterka persónugerð
og draga að sér konur eins
og segullinn stálið. Þeir
eru manna ástriðu-
heitastir og sterkastir til
atlota, enda ræður kyn-
hvötin oft miklu i lifi
þeirra. Þar eð konur eru
þeim oftast auðunnin
bráð, er liklegt að þeir hafi
notið ásta i rikum mæli áð-
ur en þeir að lokum stað-
festa ráð sitt. Eigi að siður
eru þeir ákafir og heilir i
ást sinni og atlotum hverju
sinni og öll eiginleg lausa-
kaup eru þeim fjarri
skapi, svo hvert ástar-
ævintýri virðist eins og
um lif eða dauða sé að
tefla á meðan það varir.
Þeir leggja sig i lima til að
gera þá, sem þeir unna,
glaða og ánægða, en krefj-
ast lika i staðinn viður-
kenningar og skilnings, og
sé þeim ekki veitt allt
afdráttarlaust af hennar
hálfu, getur hæglega farið
svo að þeir sliti þvi ævin-
týri fyrirvaralaust.
Þeir ætlast til sömu heil-
inda, sama ástriðuhita og
ákefðar af ástmey sinni,
og þeir auðsýna sjálfir, og
vilja ekki deila henni við
nokkurn mann. Láti hún
henda sig þá skyssu að
gefa örðum undir fótinn,
er eins liklegt að Dreka-
merkingurinn standist
ekki reiðari, og vilji ekki
við henni lita eftir það.
Afbrýðisemi hans er auð-
vakin og meðfædd tor-
tryggni hans torveldar
honum að treysta þeirri,
sem hann elskar, þegar
hann getur ekki fylgst með
henni. Margir Dreka-
merkingar geta orðið
heiftræknir og hefnigjarn-
ir, hafi þeir grun um að sú,
sem þeir elska , sé þeim
ótrú.
Flestir Drekamerkingar
eru ástrikir og trúir eigin-
menn, og ástriðuhiti
þeirra og óaðfinnanleg
hæfni til atlota, getur bætt
eiginkonunni það upp að
vera i sambúð við ráðrik-
an og kröfuharðan eigin-
mann. En jafnvel þótt
Drekamerkingar unni
mjög eiginkonu og fjöl-
skyldu, geta þeir og verið
sjálfselskir og þverlyndir
á stundum. Tortryggni
þeirra gerir þá afbrýði-
sama, svo að oft getur
valdið árekstrum, jafnvel
gengið svo langt að þeir
þoli ekki að aðrir karl-
menn séu vingjarnlegir i
framkomu gagnvart
eiginkonu þeirra.
Yfirleitt vegnar Dreka-
merkingum efnahagslega
vel, þeir vilja fjölskyldu
sinni og eiginkonu allt hið
bezta, og láta einskis til
sparað. En skap þeirra
veldur þvi, að þeir eru oft
erfiðir i sambúð, og eigi
hjónabandið að blessast,
verður makinn að auðsýna
þeim ást og skilning — og
þó umfram allt umburðar-
lyndi.
Astir drekamerkis-
kvenna.
Konur fæddar undir
Drekamerki, hneigjast
margar mjög til holdlegra
ásta. Þær eru ástriðu-
heitar, ákafar i atlotum,
gefa allt og krefjast mikils
i staðinn. Þær taka öll
ástarævintýri sin mjög
alvarlega á meöan þau
vara, og þau verða yfir-
leitt mörg, áður en þær
telja sig hafa fundið þann
eina rétta og staðfesta ráð
sitt. Þær eru kröfuharðar,
oft og tiðum eigingjarnar
og ráörikar þeim, sem þær
elska og einbeita sér heils-
hugar að þvi marki að
ástalifið veiti þeim alfull-
komna nautn. Þvi miður
veldur meðfædd tor-
tryggni þeirra þvi að þær
eru allra kvenna afbrýði-
samastar, og fyrir bragöið
enda mörg ástarævintýri
þeirra i árekstrum og
átökum, þvi aö þær eru
ekki nein lömb að leika sér
við, þegar afbrýðusemin
nær yfirhöndinni. Skaprik-
ar eru þær margar, og
geysa mjög, þegar þær
reiðast.
Þegar Drekamerkiskon-
ur telja sig hafa fundið
rétta manninn, láta þær
engar hindranir aftra þvi
að hann verði þeirra.
Margar hafa þær mjög
næmt hugboð, og skjátlast
sjaldan i mati sinu á
persónugerð karlmanns-
ins . Þeim virðist oft gefið
ósjálfrátt aö vita til hvers
viðkomandi ætlist af þeim,
og hvernig þær eigi að
vinna ástir hans.
Þegar drekamerkis-
konur eru komnar i hjóna-
bandið, eru þær eigin-
manni sinum yfirleitt trú-
ar með afbrigðum, og
veita honum heils hugar
allan þann stuðning, sem
hann þarfnast og þeim er
unnt, til þess að hann nái
sem mestum frama. Þeim
er hamingja hans og fjöl-
skyldunnar ákaflega hug-
leikin, og verja hana með
öllum tiltækum ráðum, ef
með þarf. Sökum með
fæddrar raunsæi, setja
þær þó hvorki eiginmann
sinn né börn á neinn goða-
stall, en elska hann eins og
hann er og börn sin sömu-
leiöis, með kostum og göll-
um, og lita á starf sitt sem
eiginkonu og húsmóður af
alvöru og skyldurækni.
Þvi verður hins vegar
ekki neitað, að konur
þessar krefjast þess af
eiginmanni sinum, að
hann kunni að virða og
meta hvað þær eru honum
og láti það i ljós við þær.
Þær krefjast þess einnig
að hann svari ástriðuhita
þeirra og atlotaákefð i
sömu mynt. Bregðist
annað hvort, geta þær orð-
ið harla óþægilegar i sam-
búð.
Og þó að þær unni mjög
börnum sinum og vilji
þeim allt hið bezta getur
skapriki þeirra bitnað
mjög á þeim. Þær krefjast
skilyrðislausrar hlýðni af
börnum sinum, en gera
sér minna far um að skilja
þau, agi þeirra einkennist
af drottnunargirni öðru
veifinu, enda þótt þær geti
sýnt börnum sinum ástriki
á vissan hátt.
í næstu viku: Bogmannsmerkið (23. nóvember — 20. desember)
m
0
Sunnudagur 11. júni 1972
Sunnudagur 11. júní 1972