Alþýðublaðið - 08.07.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.07.1972, Blaðsíða 7
Iþróttir i Marteinn skorar i leiknum gegn BreiBabliki. ISLANDSMOTIÐ Enn eitt IBK iafntefliö! I.eikur iBK og Vals i Keflavik var spennandi þrátt fyrir úr- hellisrigningu og slagviðri. Keflvikingar gerðu jafntefii við Val i leiknum, og munu þar með vera orðnir jafntefliskóngar i deildinni með fjögur jafntefli i sex Ieikjum. En snúum okkur að leiknum. A 2. minútu á Grétar Magnússon framvörður Kefl- vikinga skot framhjá fyrir opnu marki. Tveim minútum siðar eru Valsmenn i sókn, og Ingi Björn Albertsson fær boltann rétt utan vitateigs, og skorar með góöu jarðarskoti óverjandi 1:0. Minútu siðar á Olafur Július- son skot innan á stöng Vals- marksins, en knötturinn snérist til baka, og lenti i höndum Sigurðar Dagssonar mark- varðar. Heppnir þar Valsmenn. A 12. minútu fékk Jóhannes Edvaidsson knöttinn inn fyrir vörn IBK, og töldu margir hann rangstæðan. En hann lék með knöttinn að markinu, og skaut siðan föstu skoti sem Reynir varði vel, en hélt ekki knettinum, og þar var Ingi Björn kominn og skorar 2:0. Eftir þetta mark myndaðist hálfgert þóf hjá báðum liðum, og ekkert gekk. En á 36. minútu fékk tBK hornspyrnu sem Ólafur Júliusson tók, Guðni skallaði að marki, og úr mikilli þvögu við mark Vals skoraði Friðrik Ragnarsson 2:1. Rétt fyrir hálfleik var svo Jón Ólafur á ferðinni og átti hörkuskot af stuttu færi sem Sigurður Dags- son varði glæsilega. Siðari hálfleikur var ekki nema niu minútna gamall þegar Ingi Björn skorar 3:1, og þar með sitt þriðja mark i Ieiknum, og það sem athyglisveröara er, hann átti ekki nema þessi þrjú tækifæri! Litlu siðar voru Vals- menn nærri þvi búnir að skora sitt fjórða mark, þegar Berg- sveinn skaut framhjá opnu marki. Þar með hófst eiginlega þáttur Keflvikinga, og áttu þeir leikinn eftir það, aragrúa af tækifærum sem þeim gekk illa að nýta, þar til loks að Friðrik Ragnarsson brauzt 'i gegn og tókst að skora á 33. minútu 3:2. Eftir markið þéttu Valsmenn vörnina sem mest þeir máttu, og var aðeins einn maður i framlinunni. Keflvikingar voru hins vegar allir komnir fram á vitateig Valsmanna, og loks á 44. minútu jafnaði Grétar Magnússon 3:3, eftir að margsinnis hafði verið skotið á mark Valsmanna, en alltaf var fótur fyrir. Úrslitin verða að teljast sanngjörn eftir gangi leiksins. Beztu menn: Af Vals- mönnunum Sigurður Dagsson, Páll Ragnarsson og Ingi Björn Albertsson, en beztur Kefl- vikinga og bezti maður vallarins var Astráður Gunnarsson vinstri bakvörður, sem beinlinis reif liðið upp þegar leikurinn virtist tapaður. Þá stóðu þeir Reynir, Einar og Guðni sig nokkuð vel. — hilmar. Staðan i 1. deild er nú þessi: Fram 5 4 10 10:2 9 IBK 6 2 4 0 12:8 8 1A 5 3 0 2 9:6 6 Valur 5 2 12 11:8 5 KR 4 2 0 2 6:6 4 Br.blik 6 1 2 3 6:13 4 ÍBV 4 112 7:8 3 Vikingur 5 0 1 4 0:10 1 Markhæstu menn: Ingi Björn Albertsson Val 6 Eyleifur Hafsteinsson IA 4 Steinar Jóhannsson IBK 4 Alexander Jóhannesson Val 3 Atli Þór Héðinsson KR 3 Hinrik Þórhallsson Br.bl. 3 Hörður Ragnarsson IBK 3 Bayern Munchen varð vestur- þýzkur meistari i knattspyrnu i ár. i siöasta leik sinum, gegn erkifjandanum Shalke 04, sigraði Bayern 5:1, i leik sem fram fór á Ólvmpiuleik- vanginum i Munchen, að við- stöddum 80 þúsund áhorfcnd- um. Myndin var tekin eftir leikinn. Bayern Munchen er tvimæla- laust bezta lið Þýzkalands nú, fékk 55 af 68 möguleguin stig- um, skoraði 101 mark gegn 38. Af þeim gerði Gerd Mullcr 40 in örk. Bayern átti sex leikmenn i þýzka landsliðinu sem nýlega sigraði i Evróðukeppni lands- liða. LANDSLEIKNUM VID FÆREYINGA FRESTAÐ Ákveðið hefur verið að fresta landsleik Færeyinga og Islendinga i knattspyrnu sem fram átti að fara á Laugardals- vellinum annað kvöld klukkan 20. Verður leiknum frestað fram til miðvikudagskvölds, og hefst hann þá klukkan 20. Frestunin er gerð af ýmsum ástæðum, þyngst vega þó þau rök, að landsliðsmennirnir færeysku koma ekki hingað til lands fyrr en um miðjan dag á sunnudaginn, og þvi ófært að láta þá leika lands- leik sama dag. Þá eru einnig tveir leikir i 1. deild i dag, laugardag, og margir landsliðsmenn eru þar að keppa. Vegna þessarar breytingar fellur niður leikur Færeyinga og landsliðs 21 árs og MISSIR VALUR RETTINDIN? Nú um helgina verður gcngið rá lista yfir þá islenzka dómara LUSISI STUDI Sovétmaðurinn Jan Lusis setti i fyrrakvöld nýtt heimsmet i spjót- kasti, 93,80 metra. Er Lusis nú talinn lang liklegastur til að sigra i greininni á Ólympiuleikunum. Metið setti Lusis á móti i Stokkhólmi, en á sama móti jafnaði Ricky Bruch heimsmetið i kringlukasti. Það hefur nú komið i ljós, að ýmislegt dularfullt er við þetta kast Bruch. Fyrst á eftir var tilkynnt að kastið hefði mælzt 68,38 metra, en i mótslok var svo tilkynnt að um heimsmetsjöfnun væri að ræða, 68,40. scm tilnefndir verða sem milli- rikjadómarar i knattspyrnu næsta árið. Þessi listi verður sendur Alþjóða knattspyrnusam- bandinu, FIFA. Er það KSI sem sér um að koma listanum til FIFA. Nú eru samkvæmt mótabók KSl starfandi fimm miilirikja- dómarar hérlendis, þeir Einar Hjartarson Ármanni, Hannes Þ. Sigurðsson Fram, Guðmundur Haraldsson KR, Magnús V. Pétursson Þrótti og Valur Bene- diktsson Val. Ekki hefur frézt hvernig nýi listinn veröur samansettur, nema hvað flogið hefur fyrir að nafn Vals Benediktssonar sé ekki lengur þar að finna. Mun þáttur Vals i klukkumálinu meðal annars eiga þátt i þvi. Af klukkumálinu er það að frétta, að KR-ingar undirbúa málsókn á ný, en sem kunnugt er áfrýjuðu þeir úrskurði hérðs dómstóls KRR til dómstóls KSl. Verið getur að KR-ingar leiöi frani ný vitni, vitni sem gætu gjörbreytt málinu. yngri. Frjálsar iþróttir verða mest á dagskrá eftir helgina, þvi af- mælismót FRI hefst á mánu- daginn. Þann dag byrjar ung- lingalandskeppnin, og einnig verður þá keppt i fimm auka- greinum. Alltaf berast fregnir um fleiri erlenda frjálsiþróttamenn sem hingað koma til keppni. Nú sfðast komu fregnir af tveim Þjóð- verjum, kringlukastara upp á 58 metra rúma og kúluvarpara sem varpað hefur yfir 19 metra. Laugardagur: Knattspyrna: Vestmannaeyjavöllur kl. 16. 1. deild, IBV-IA. Laugardalsvöllur kl. 16. 1. deild, Vikingur-KR. Keflavikurvöllur kl. 20. Afmælismót KSI, Celtic-Reykja- vik ’56 Cowal-Landið. Akureyrarvöliur kl. 16. 2. deild IBA-Armann. Selfossvöllur kl. 16. 2. deild, Selfoss-IBI. Framhald á bls. 4 BAYERN MUNCHEN Laugardagur 8. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.