Alþýðublaðið - 08.07.1972, Page 12
KQPAVQGS APOTEK
Opið öll kvöld til kl. 7.
Laugardaga til kl. 2.
Sunnudaga milli kl. 1 og 3.
FYRIR
ÞAU
SEM
ÆTLA
ÚT ÚR
BÆNUM
—aí
v v -'J . ..2
Vegaþjónusta Félags Is-
len/.kra bifreiAaeigenda, helg-
ina S-!t júli 1!)72.
F.Í.B. 1. út frá Reykjavík
(umsjón og upplýsingar)
F.l.B. 2. Hvalfjörður.
F.t.B. 3. Mosfellsheiði-Þing-
vellir.
F’.t.B. 4. Hellisheiði-Árnes-
sýsla.
F.l.B. 5. Út frá Akranesi.
F.t.B. 13. Út frá Hvolsvelli.
F.I.B. 17. Út frá Akureyri.
Eftirtaldar loftskeytastöðv-
ar taka á móti aðstoðarbeiðn-
um og koma þeim á framfæri
við vegaþjónustubifreiðir
F.I.B.:
Gufunes-radio .........22384
Akureyrar-radio • • .96-11004
Einnig er hægt að koma að-
stoðarbeiðnum til skila i gegn-
um hinar fjölmörgu talstöðv-
arbifreiðar á vegum landsins.
Að endingu bendum við um-
ráðamönnum bifreiða, sem
þurfa á kranabifreiðum að
halda, að hringja i simsvara
F.t.B.: 91-33614, til að fá upp-
lýsingar um síma og kall-
merki kranabifreiða, sem
starfa i samvinnu við F.l.B.
Vegaþjónustubifreiðarnar
gefa upplýsingar um viðgerð-
arverkstæði, sem eru með
vaktaþjónustu um helgina.
MILLI
Það er svona okkar á milli
sagt nokkuð öruggt, að þrátt
íyrir allt hafa fáir beint athygli
heimsins meir að Islandi en
hinn umdeildi Bobby
Fischer • • • Það er lögreglu-
þjónn að nafni Sæmundur, sem
er einkavinur Fischers á
tslandi. Hann hefur m.a. boðið
skáksnillingnum heim að horfa
á kanasjón varpið og éta
lax»«»Ekki bætti það úr
taugastriði erlendu blaðamanna
i þráteflinu mikla, að islenzkir
barir eru lokaöir á miðviku-
dagskvöldum.
Einn blaðamanna
nna sagðist hafa heyrt, að hægt
’væri að drekka það kvöld á
Þórskaffi, en islenzkur blaða-
maður olli honum miklum von-
brigðum með þvi að segja, að
vildi hann drekka þar yrði hann
að hafa flöskuna með
sér«»»Fyrir skömmu var
gerð fjársöfnun meðal starfs-
manna álversins i Straumsvik
til að leggja i hjartabilssöfnun
Blaðamannafélags tslands. 500
krónur söfnuðust»»« Þá
vitum við það, að enginn má
skira skip sitt nafninu Hinrik
nema eigendur fyrirtækisins
Vighóls hf., að minnsta kosti
hefur sjálfur Hjálmar R.
Bárðarson siglingamálastjóri
sagt svo i Lögbirtingi • • • Axel
Kristjánssyni hefur verið veitt
viðurkenning sem aðal-
ræðismanni fyrir Suður-Afriku
i Reykjavik Samkvæmt
Lögbirtingablaðinu var upphæð
seðla i umferð 31. mai 1972 kr.
1.897.557.395.00» • • Heil-
brigðisrrrálaráð samþykkti með
samhljóða atkvæðum föstu-
daginn 30. júni að leggja til, að
Guðmundur Arnason, læknir við
Borgarspitalann, verði til-
nefndur i stjórn hjúkrunarskóla
i tengslum við Borgar-
spitalann • • • Þegar önnum i
kringum heimmeistaraeinvigið
i skák lýkur blasa ný og óleyst
verkefni við Guðmundi G.
Þórarinssyni, forseta Skáksam-
bands Islands og borgarfull-
trúa. 8. júni var hann skipaður
ásamt þremur öðrum borgar-
fulltrúum f hafnarstjórn til eins
árs • • • I fréttabréfi Félags
islenzkra bifreiðaeigenda, sem
nýlega er komið út, eru ýmsar
leiðbeiningar varðandi við-
gerðarþjónustu úti á vegum Þar
er m.a. greint frá hvers þeir
njóta, sem eru félagar i F.l.B.
og hafa greitt árgjaldið, krónur
500 • • •
EG ER AÐ REYNA AÐ
KOMAST TIL BOTNS í ÞVÍ
Hvort grafarar séu í
banastuði...
Sigurvegarinn i einvíginu
Loksins er einvigi aldarinnar hafið
og ýmissa tiðinda að vænta úr herbúðum þeim,
hvert miskliðarefni að eilifu gleymt og grafið
og Grettisfang komið úr ferðalaginu heim.
i Laugardalshöliinni logar á þúsund perum
og loftið i salnum er spennuþrungnara en fyr,
og menn koma fljúgandi úr f jarlægum
kvikmyndaverum,
þvi Fischer og Spassky ganga þar um dyr.
En hvarvetna er spáð og spurt um hver
einvigið vinni
og spaklega rætt um hverja sigurvon,
þvi það eru óviss úrslit i skákkeppninni,
en island veðjar á GuðmundÞórarinsson.
AT SINN MAT
( MAKINDUM
Þeim brá nokkuð i brún matargestum, sem sátu að snæðingi í
Fjarkanum að Austurstræti 4 um hádegisbilið í gær, er matstofan
fylltist skyndilega af reyk. Allir forðuðu sér hið skjótasta. nema einn,
hann lét sér hvergi bregða heldur sat sem fastast og lauk við mat sinn.
Þetta mun hafa verið„r.ótarinn” hjá hljómsveitinni tskross.
Þegar hann kom út, vel mettur voru komnir á staðinn einir þrir
slökkvibilar sem lokuðu að sjálfsögðu allri umferð um Austurstrætið,
og albrynjaðir slökkviliðsmenn ruddust inn i matstofuna með tæki sin.
Eldurinn var slökktur á skömmum tima, en álitið er að hann hafi
kviknað út frá rafmagni. Skemmdir eru ekki taldar miklar.
WAILACE ER LAfiÐUR AF
STAÐ I BARATTUNA
George Wallace rikisstjóri Ala-
bamarikis yfirgaf sjúkrahúsið i
borginni Silver Springs i Mary-
land i gær. Á sjúkrahúsinu hefur
rikisstjórninn dvalið i samtals 53
daga, eða siðan skotið var á hann
úr launsátri og hann særður al-
varlega. Wallace er enn lamaður
fyrir neðan mitti.
Áður en Wallace var fluttur um
borð i flugvél, sem flaug með
hann til Alabama, sagði hann við
fréttamenn, að hann myndi halda
baráttunni áfram fyrir þvi að
verða veraforsetaefni Demo-
krataflokksins i kosningunum i
nóvember. Siöustu orð hans, áður
en hann hvarf inn i flugvélina
voru: „Sjáumst i Miami”.
SíCÆrA VlQrGA OQr iQj^TIL-VLRAW
i ii ——n—777 rx v—ict m wi m i : i
Rikisstjórinn var hinn
hressasti, þegar hann yfirgaf
sjúkrahúsiö i ga;r. Miklar
varúðarráðstafanir voru við
hafðar við brottförina frá sjúkra-
húsinu.
Wallace er ákveðinn i að taka
þátt i flokksþingi demokrata, sem
hefst á mánudag,—
HOPPADI AF
i ÍSRAEL
Tvö stórblöð i ísrael skýrðu frá
þvi i gær, að háttsettur
rúmenskur sendiráðsmaður sem
sambönd hefur innan leyni-
þjónustu rúmenska hersins, hafi
fyrir tiu dögum „hoppað af' i
tsrael.
Samkvæmt fréttum blaðanna
Aharanoth og Ha aretz eru um-
ræddur sendiráðsmaður fyrsti
fulltrúi við rúmenska sendiráðið i
tsrael. Hann heitir Constantin
Dumitrchesc og hefur hann
starfað og dvalið i Israel um
tveggja ár skeið.
tsraelska utanrikisráðuneytið
hefur þrátt fyrir þessar fréttir
neitað, að rúmenski sendiráðs-
maðurinn hafi sótt um pólitiskt
hæli i ísrael, en aðrar heimildir
herma, að mögulegt sé, að
Constantin Dumitrchesc sé
kominn til Bandarikjanna.
tsraelska útvarpiö segir, að
eiginkona og dætur flótta-
mannsins hafi fyrir nokkru horfið
heim til Rúmeniu. —