Alþýðublaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 1
ÚLÍ 1972 — 53. ARG — 156. TBL.
EINN AFLAR A VIÐ18
Seinni helming júni-
mánaðar lögðu 19 bátar
upp afla sinn i hrað-
frystihúsið á Patreks-
firði, samtals 177 tonn.
Þetta þætti vart i frá-
sögur færandi, nema af
þeirri ástæðu, að einn
og sami báturinn lagði
inn 75 tonn af þessum
afla.
Hér er um að ræða
mótorbátinn Brimnes
frá Patreksfirði, og er
skipstjóri á bátnum
landskunnur afla-
maður, Magnús
Guðmundsson frá
Tálknafirði.
Brimnes er á drag-
nótarveiðum, og áhöfn
bátsins fimm manns.
Báturinn sjálfur er 30
lestir að stærð.
Auk Brimnes leggja
fjórir aðrir dragnótar-
bátar upp afla sinn á
hraðfrystihúsið á
Patreksfirði, og 14
handfærabátar.
Brimnesið eitt leggur
þvi upp rúmlega
Farmhald á 2. siöu.
BANASLYSIN f
UMFERBINNI
NÆR HELM-
INGIFLEIRI
EN í FYRRA
Það sem af er þessum mánuði
hafa orðið fjögur dauðaslys i um-
ferðinni og þar af þrjú um þessa
helgi. Eru þá dauðaslysin það sem
af er árinu orðin 14 talsins, en 15
hafa látizt alls.
Þaö eróhugnanleg staðreynd,
að þetta eru nærri helmingi
fleiri dauðaslys en á sama tima
i fyrra, en að sögn Péturs Svein-
bjarnarsonar hjá Umferðarráði
voru þau ekki nema 8 fyrstu sjö
mánuðina það ár.
Pétur fræddi okkur lika á þvi,
að meðalaldur látinna i dauða-
slysunum i ár er ekki nema 22
ár, en sá elzti, sem látizt hefur
var 47 ára gamall.
Fyrstu tvo mánuði ársins
létust tveir i umferðarslysum,
einn hvorn mánuð. í marz létust
tveir, en i april einn. Siðan tók
dauðsföllunum að fjölga, i mai
létust 3 i tveimur slysum, jafn-
margir i júni, og i júli hafa
þegar látizt fjórir, og enn er
mánuðurinn ekki nema rúmlega
hálfnaður.
Heildarfjöldi umferðaró-
happa hefur verið meiri það
sem af er þessu ári en i fyrra, en
fjöldi slasaðra hefur ekki vaxið
að sama skapi, ( fyrir utan
þessa ógnvekjandi aukningu á
banaslysum.
Ekki er unnt að segja enn sem
komið er, hvort vaxandi notkun
öryggisbelta á sinn þátt i
fækkun slysa á fólki, en Pétur
Sveinbjarnarson sagði Alþýðu-
blaðinu þó, að samkvæmt at-
hugunum, sem hann hefur gert i
sambandi við dreifingu happ-
drættismiða i öryggisbelta
happdrættinu, hafi komið i ljós,
að 40-70% ökumanna og farþega
hafi notað öryggisbelti, — en þá
eraðeins miðað viö þá bila, sem
i eru slik belti. Þetta sagði
Pétur, að þætti harla gott i
öðrum löndum, en viðast þykir
gott ef 20% ökumanna og far-
þega notar öryggisbeltin.
Umferðarráð vinnur nú m.a.
að all nákvæmri könnun á
notkun öryggisbelta, og væntan-
lega liggja niðurstöður þeirra
könnunar fyrir innan skamms.
HÚN KEMUR
Á MORGUN!
Avextir nýju skattalaganna
verða væntanlega birtir Reykvik-
ingum á morgun. „Ef engin stór-
slys verða, mun skattskráin
verða lögð fram á miðvikudag”,
sagði Halldór Sigfússon, skatt-
stjóri i Reykjavik, i simtali við
Alþýðublaðið i gær.
Skattskráin er nú birt um það
bil mánuði siðar en venjulegt er
vegna þess, hve skattalaga-
breytingar rikisstjórnarinnar
voru siðbúnar.
Almenningur hefur beðið eftir
skattskránni 1972 með meiri
óþreyju en oftast áöur, þar sem
verulegar breytingar voru gerðar
i vetur á lögunum um tekjuskatt
og lögunum um tekjustofna
sveitarfélaga.
Ötal útreikningar hafa birzt i
málgögnum rikisstjórnarinnar,
sem hafa átt að sanna að breyt-
ingarnar leiði ekki til skatta-
hækkunar hjá launafólki.
En sem sagt: A morgun fá
launþegar sannleikann-svart á
hvitu.mánuði á eftir áætlun,—
Hess hefur
setið aldar-
fjórðung í
fangelsinu
SYHTI ÁTTATlO METRA IHHAH UM
JAKANA TIL HS$ AU SÆKJA HJÁIP
POLSKUR
LEIDAHGURS-
MADUR FÓRST
Um fimm leytið á laugardag
steyptist jeppabifreið út af brúnni
á Fjallsá á Breiðamerkursandi
með ökumanni og tveimur far-
þegum út i kolmórauða ána.
Annar farþeginn hvarf i iðandi
fljótið og drukknaði.
Ökumanninum, Sigurði Björns-
syni, bónda á Kviskerjum, tókst
fyrir undravert snarræði að
synda vatnsmikla ána i gifur-
legum jakaburði um 80 metra i
land og sækja hjálp, eftir að hafa
bjargað öðrum farþeganum upp á
þak bifreiðarinnar. Hinn far-
þeginn hvarf hins vegar i jökul-
vatnið og fannst lik hans rekið
rétt austan við útfall árinnar á
laugardagskvöld.
,,Ég vil ekkert um þetta segja
annaö en það, að ég er að sjálf-
sögöu ánægður að hafa sloppið
lifandi”, sagði Sigurður á Kvi-
skerjum, er Alþýðublaðið hafði
tal af honum i gær. Sagði hann, að
sér hefði ekki orðið neitt meint af
volkinu. "Mér var reyndar orðið
dálitið kalt og svo marðist ég á
nokkrum stöðum, en það er
ekkert. Ég er alveg jafngóður
eftir þetta”, sagði Sigurður.
Maðurinn, sem fórst, var Pól-
verji, 61 árs gamall, að nafni
Stephan Jewtuchow, en hann var
foringi pólsks rannsóknarleið-
angurs, sem undanfarinn einn og
hálfan mánuð hefur verið við
rannsóknarstörf á Kviárjökli.
Hinn farþeginn var einnig Pól-
verji og þátttakandi i sama leið-
angri. Hann heitir Leopold
Dutkiewicz er tæpra 42 ára
gamall.
Sigurði bónda tókst að hjálpa
Leopold upp á þak bifreiðarinnar
og þar beið hann, unz Sigurður
hafði synt i land og aðstoð barst.
Þremenningarnir voru á leið
yfir Breiðamerkursand og var
yfir brúna á Fjallsá að fara.
Brúin er gömul með trégólfi og er
hún að sögn kunnugra stórhættu-
leg yfjrferðar.
Yfir trégólfið er lagt slitlag,
sem er eins og venjuleg hjóla-
breidd á breidd og er erfitt að
forða slysi, ef hjól ökutækja lenda
út fyrir brúnir slitlagsins.
Jeppinn mun hafa runnið til, er
hann kom á brúna, og fór hann
þversum út af henni og steyptist
út i ána.
Elias Jónsson, löggæzlumaður
á Höfn i Hornafirði, sagði i sam-
tali við Alþýðublaðið i gær, að
björgun farþegans úr Fjallsá
væri i rauninni fáheyrt þrekvirki.
Hann lýsii þvi, sem gerðist á
þessa leið:
„Bilstjóranum, Sigurði bónda á
Kviskerjum, tókst að brjótast út
Framhald á bls. 4
í dag eru nákvæmlega 25 ár
liðin siðan Rudolf Hess, stað-
gengill Adolfs Hitler á timum
„þriðja rikisins”, var lokaður
inn i Spandau fangelsinu i
Berlin.
• Allir þeir, sem dæmdir voru
i fangelsi fyrir striðsglæpi við
Nurnberg réttarhöldin voru
fluttir i Spandau, en nú er
Hess eini fanginn þar innan
dyra. Er hann vafalaust
heimsins dýrasti fangi, þvi að
talið er að rekstur Spandau
fangelsisins kosti um 18,6
milljónir króna á ári.
Vesturveldin hafa marg-
sinnis reynt að ná samkomu-
lagi við Sovétrikin um, að hinn
78 ára gamli fangi verði látinn
laus, en sovézkir leiðtogar
hafa ætið visað þessum til-
lögum á bug.
SKÖLAMEISTARI MA
Forseti fslands hefur að tillögu
menntamálaráðherra skipað
Tryggva Gislason, lektor, skóla-
mcistara Menntaskólans á Akur-
eyri frá 1. september 1972 að
telja.