Alþýðublaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 2
SIGRÍ8UR ÍTTRÆD 7
sig. É hef stundum notið hennar
viö samningu smágreina um fólk
hér i Hafnarfirði og þá fundið, hve
mannþekking hennar hefur verið
glögg og dómgreindin örugg i að
vita hvernig átti að koma orðum
að viðkvæmurii hlutum.
Ákaflega oft' hefur, "Sigriður
tekið til máls á fundúm i þeim fé-;
lögum, sem hún hefur aðallega
starfað i. En annars hefur hún
verið treg til að tala á almennum
fundum. Nú hef ég þó lengi vitað,
að hún kann vel að semja ræðu
svo að efni hennar komi i þeirri
röð, sem bezt á við, og henni er
auðvelt að koma orðum að hugs-
unum 'sinum hverri go einni, og
ekki skortir hana greind til þess
að finna hvað má helzt til varnar
verða eða sóknar i máli, þvi að
þetta hef ég sjálfur heyrt hana
gera. Ég er ekki i neinum efa um
það, að hefði hún lagt fyrir sig
ræðumennsku og sótzt eftir full-
komnun á þvi sviði, hefði hún
getað orðið með skæðustu fundar-
mönnum.
Sigriður er skapmikil kona og
ekki deig og hefur tiðum verið
ekki myrk i máli, við hvern sem
hefur verið að eiga. Hún mun
, vera þykkjuþung nokkuð, ef þvi
er að skipta, en trölltrygg vinum
sinum, og á það jafnt við um
menn og málefni. Og eins og titt
er um skapmikið fólk, sem sum-
um finnst jafnvel geta brugðið til
óbilgirni má Sigriður ekkert aumt
sjá án þess að henni gangist hug-
ur við og vilji gjarnan til hjálpar
koma.
Hvert það félag eða flokkur,
hvert það bæjarfélag eða þjóðfé-
lag, sem hefur á að skipa mörg-
um konum með skapgerð og hæfi-
leikum Sigriöar Erlendsdóttur, er
ekki illa á vegi statt.
Ólafur Þ. Kristjánsson.
UÖSIÐ ÚVENJULEGT EN NAUM-
AST ÁSTÆÐA BANASLYSSINS
,,Ég tel, aö ekki sé hægt að
rekja orsök banaslyssins á
Keflavikurvelli aðfaranótt laug-
ardags til þess, aö ökumaðurinn
hafi ekki séð umferðarljósin, þó
vissulega séu þau á óvanalegum
stað i augum Islendinga”, sagði
Björn Ingvarsson, lögreglu-
stjóri á Keflavikurflugvelli.
Hann sagöist ekki skilja
hvernig blöð þau, sem skýrðu
frá slysinu á sunnudag og i gær,
gætu fullyrt, að svo hefði verið,
og hann benti einnig á, að siðan
rétt fyrir áramót, er ljósin voru
sett upp yfir miöjum gatnamót-
unum, hafi aðeins orðið þar eitt
umferðaróhapp, og það hafi
ekki matt rekja til liósanna.
Þá benti Björn á, að hundraö
metra frá gatnamótunum sé að-
vörunarmerki og við þau stöðv-
unarskyldumerki. Auk þess
sagði hann, að oliubillinn, sem
fólksbillinn rakst á, hafi komið
upp Flugvallarveg, og þvi kom-
ið á hægri hlið fólksbflsins.
Slysið varð klukkan 4.35 að-
faranótt laugardags, og með
þeim hætti, að fólksbillinn, sem
er af Moskvitsgerð, skall meö
miklu afli framan á oliubilinn
vinstra megin og straukst siöan
aftur með honum. Við það fóru
báðir bílarnir útaf, og tengivagn
oliubilsins losnaöi frá og lagðist
yfir Moskvitinn.
Hann lagðist algjörlega sam-
an, þannig að moka varð flakinu
upp með vélskóflu, en talið er að
ökumaðurinn, Eirikur Halldórs-
son frá Húsavik, en siðast bú-
settur i Kópavogi, hafi látizt
samstundis.
Björn Ingvarsson sagði i gær,
að ökumaður oliubilsins hafi átt
að mæta til að gefa skýrslu i
dag, og í gær átti eftir aö athuga
nánar framburð tveggja sjónar-
votta, sem gáfu sig fram. Vildi
hann ekkert frekar um málið
segja á þessu stigi, nema það,
að annað vitnið hafi borið, að
Moskvitsbifreiðin hafi verið á
allmikilli ferð.
Áskorun um
greiðslu fast-
eignagjalda í
Seltjarnarneshreppi
Samkvæmt öðrum tölulið bráðabirgða
ákv. laga um tekjustofna sveitarfélaga no.
8/1972 var gjalddagi fasteignagjalda 1972
hinn 15. mai s.l.
Hér með er skorað á alla þá, sem enn eiga
ógreidd fasteignagjöld til sveitarsjóðs
Seltjarnarneshrepps að greiða þau nú
þegar, en gjöld þessi ásamt dráttarvöxt-
um og kostnaði verða innheimt samkv.
lögum no. 49/1951 um sölu lögveða án
undangengins lögtaks eigi siðar en 1. sept.
n.k.
Sveitarsjóður Seltjarnarneshrepps.
FJORAR VIKDR_________________3_
ins hafa boðað samúðarverkfall.
Tala rafvirkja, sem nú eru í verk-
falli, er 280 - 300 manns.
i gær var haldinn fjölmennur
félagsfundur i Félagi islenzkra
rafvirkja, og samþykkti fundur-
inn að sögn Magnúsar Geirsson-
ar, formanns félagsins, fullan
stuðning við samninganefnd sina
i viðræðum við atvinnurekendur.
i gærkvöldi hófst nýr sáttafund-
ur i rafvirkjadeilunni og stóð
hann, þegar blaðið fór i prentun.
Aðspurður sagði Magnús Geirs-
son við blaðið, áður en fundurinn
hófst: ,,Ég er ekki bjartsýnn á ár-
angur á fundinum i kvöld”.
Alþýðublaðið hafði i gær sam-
band við Sigurö Briem, raf-
magnsverkfræðing hjá islenzka
álfélaginu i Straumsvik, og
spurðist fyrir um afleiöingar raf-
virkja verkfallsins fyrir álverk-
smiöjuna. Kvað SJgurður áhrifin
veröa litil eöa engin fyrstu dag-
ana. Sagöist hann ekki lita svo á,
að um meiri háttar truflanir yrði
á ræða á starfseminni i Straums-
vik vegna verkfallsins.
Skrifstofustjóri Rafmagns-
vcitna rikisins sagði um áhrif
verkfallsins hjá rafmagnsveitun-
um: „Það hefur náttúrulega
nokkur áhrif fljótlega. en tæplega
alvarleg alveg strax. Verkfaiiið
getur þó fljótlega liaft allbagaleg
óþægindi i för með sér. —
EINN AFLAR 1
þriðjung alls afla-
magns frystihússins,
og 19 Bátar leggja upp
afganginn af aflanum.
Auk þess að veiða
vel, þá er Magnús skip-
stjóri öðrum bátum
hjálplegur við veiðar-
nar enda gjörkunnugur
öllum beztu fiski-
miðunum vestra.
SAMVINNUFELAE___________3_
F.L.R.R. (Félags löggiltra raf-
verktaka i Reykjavik) i yfir-
standandi kjaradeilu, telur
fundurinn eðlileg viöbrögð aö
stofna Samvinnufélag rafvirkja i
þeim tilgangi að opna félags-
mönnum F.t.R. (Félags islenzkra
rafvirkja) leiöinn á vinnumarkað
stéttarinnar án tengsla við
F.L.R.R. Fundurinn vekur
athygli félagsmanna F.I.R. á
yfirburða samkeppnisaðstöðu
Samvinnufélags rafvirkjasveina
gagnvart núverandi meistara-
fyrirkomulagi”.
Sjö manna nefnd hefur verið
falið að vinna að framkvæmd og
undirbúningi félagsstofnunar-
innar. Hóf nefndin fundi um málið
strax i morgun.
Þess skal getið að rafvirkja-
sveinar i Danmörkustofnuðuslikt
samvinnufélag rafvirkjasveina
árið 1911 , er þeir áttu i löngu og
erfiðu verkfalli. Þetta félag
starfar enn og hefur lengi verið
stór aðili á dönskum vinnu-
markaði.—
SVEINSPROF
Sveinsprófum i húsgagnasmiði
lauk 14. júli sl. Að þessu sinni
gengu 12 nemar undir próf. Próf-
verkefni eru eftir vali hvers
nema. Flestir hafa þeir hannað
sveinsstykki sin sjálfir. Ber þar
mest á skrifborðum og borðstofu-
skápum.
Eins og undanfarin ár gangast
nýsveinar og Húsgagnameistara-
félag Reykjavikur fyrir sýningu á
sveinsstykkjunum og verðurhún i
samkomusal Iðnskólans um
helgina.
Auglýsingasíminn
okkar er 8-66-60
»tlVEk TRIANÓN
llJJÍ
jsijj xJJ zy ú
Mallorkaferðir Sunnu - Beint með DC 8
stórþotu, eða ferðir með Lundúnadvöl. Vegna
mikilla viðskipta og góðra sambanda gegnum
árin á Mallorca getur aðeins Sunna boðið
þangað „islenzkar" ferðir með frjálsu vali um
eftirsóttustu hótelin og íbúðirnar, sem allir
er til þekkja, vilja fá.
Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku
starfsfólki tryggir farþegum öryggi og góða
þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótélin
í Palma - eða baðstrandabæjunum Arenal,
Palma Nova, Magaluf, eða Santa Ponsa.
Sunna hefir nú einkarétt á Islandi fyrir hin
víðfrægu Mallorqueenes hótel, svo sem
Barbados-Antillas, Coral Playa, De Mar,
Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl. - Trianon
íbúðirnar í Magaluf og góðar ibúðir í Santa
Ponsa og höfuðborginni Palma. öll hótel og
ibúðir með baði, svölum og einkasundlaugum,
auk baðstrandanna, sem öllum standa opnar
ókeypis eins og sólin og góða veðrið.
Aðeins Sunna getur veitt yður allt þetta og
frjálst val um eftirsóttustu hótelin og íbúðirnar
’ og íslenzka ferð - og meira að segja á lægra
verði en annars staðar því við notum stærri
flugvélar og höfum fleiri farþega.
Mallorka, Perla Miðjarðarhafsins - „Paradis
á jörð“ sagði tónskáldið Chopin fyrir 150 árum.
- Land hins eilífa sumars, draumastaður .
þeirra sem leita skemmtunar og hvíldar. -
Vinsælasta sólskinsparadís Evrópu. - Mikil
náttúrufegurð - ótakmörkuð sól, - Borgir,
ávaxtadalir, fjöll, - Blómaskrúð og hvitar
baðstrendur.
Stutt að fara til stórborga Spánar, Frakklands
og Italíu, ogtil Afríku. Eigin skrifstofa Sunnu
í Palma með íslenzku starfsfólki veitir öryggi
og ómetanlega þjónustu, skipuleggur ótal
skemmti- og skoðunarferðir með íslenzkum
fararstjórum. A Mallorka veitir Sunna íslenzka
þjónustu. Þar er ekkert veður en skemmtana-
lífið, sjórinn og sólskinið'eins og fólk vill
hafa það. Athugið að panta tímanlega, því þó
Sunna hafi stórar þotur á leigu og pláss
fyrir um 500 manns á hótelum og íbúðum
þá komast oft ekki allir sem vilja. Við gefum
sjálfum okkur ekki einkunn en þúsundir
farþega sem ferðast með Sunnu ár eftir ár
eru okkar beztu meðmæli.
a
lERÐflSKHIFSTDÍAH SIINNA BANHSIIPI7 SÍHIAB1640012170
* é
Þriðjudagur. 18. júlí. 1972