Alþýðublaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 5
jalþýðu Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. — Simi 86666. I][ll Blaðaprent h.f. SELDILUÐVIK LANDIÐ? Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum hafa samningar tekizt milli Islands og Efnahags- bandalags Evrópu um við- skiptamál. Viðræðum, sem staðið hafa um mál þetta tals- vert lengi, er nú lokið og svo virðist vera, a.m.k. i fljótu bragði, að islendingar hafi náð viðunandi samkomulagi. Samningaviðræður islands við EBE um viðskiptamál hóf- ust, þegar ljóst varð, að samn- ingar myndu takast milli Efna- hagsbandalagsins og fjögurra rikja i EFTA um fulla banda- lagsaðild hinna siðarnefndu. Þessi fjögur riki, sem inn i Efnahagsbandalagið hugðust ganga, voru aðal-viðskiptaríki islands i EFTA. Þegar allt virð- ist benda til þess, að þessi fjögur riki gengju i mjög náið efna- hags- og markaðssamstarf við Evrópurikin i hinni voldugu EBE-samsteypu þá var aug- Ijóst, að mikilvægt og nauðsyn- legt var orðið fyrir island að ná einhverjum viðskiptasamning- um við hið stækkaða Efnahags- bandalag. Allir stjórnmálaflokkar á is- landi voru sammála um, að is- land gæti undir engum kring- umstæðum fýlgt i fótspor þeirra fjögurra EFTA-ríkja, sem sóttu um inngöngu i Efnahagsbanda- lagið. islendingar geta alls ekki fallist á ýmis meginatriði Róm- arsáttmálans, svo sem frjálsan flutning fjármagns og vinnuafls milli landa. Aðild islands að Efnahagsbandalaginu kom þvi ekki til greina. Itikisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem sat að völdum á islandi um þetta leyti, hafði gert aðildarsamning við EFTA, — Friverzlunarsam- tök Evrópu. Sá samningur var eingöngu viðskiptalegs eðlis og fól i sér fyrst og fremst gang- kvæmar ivilnanir i tollamálum. Var samningur þessi mjög hag- stæöur fyrir island, enda þótt þáverandi stjórnarandstöðu- flokkar á islandi væru honum andvigir, — Framsóknarflokk- urinn með hjásetu við afgreiðslu málsins og kommúnistar, sem greiddu atkvæði á móti samn- ingnum og liktu honum jafnvel við landráðagjörning. Rikisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem fékk hin nýju viðhorf I efna- hagsmálum til úrlausnar sem fylgdu stækkuðu Efnahags- bandalagi, ákvað að óska eftir þvi við bandalagið að gera samning sem líkastan þeim, sem island hafði áður gert við EFTA, — þ.e.a.s., að EFTA- samningurinn i meginatriðum yrði látinn gilda milli islands og EBE. Þáverandi viðskiptaráð- herra, Gylfi Þ. Gislason, lýsti þessum óskum islenzku rikis- stjórnarinnar fyrir ráðamönn- um EBE á fundi erlendis. Þannig stóðu málin, þegar stjórnarskipti urðu á tslandi. Við stjórn markaðsmálanna tók þá ný rikisstjórn studd m.a. tveim flokkum, þar sem annar hafði setið hjá við afgreiðslu EFTA-samningsins en hinn greitt atkvæði á móti. Sjálfur markaðsmálaráðherrann var úr flokki, sem likt hafði EFTA- samningnum við landsölu og landráðagjörning. Og þjóðin spurði: Hvað ætla þessir menn nú að gera i markaðsmálunum? Já, hvað gerðu þeir? Það fréttum við i gær. Þá sendi við- skiptamálaráðherra frá sér fréttatilkynningu þar sem hann skýrir frá þvi, að samningar hafi tekizt við EBE og segir með hreykni að tekizt hafi að yfir- færa „landssölusamningana" við EFTA yfir á EBE I öllum meginatriðum. Ekki gagnrýnir Alþýðublaðið þessa samningagerð. Hún bygg- ist á stefnu, sem Alþýðuflokkur- inn hefur fylgt i málinu og einn ráðherra hans niótaði. En fróð- legt væri að fá svar við þvi hjá Þjóðviljanum hvort viðskipta- málaráðherrann. Lúðvik Jósefsson, sé nu orðinn lands- sölumaður ellegar hvort afstaða hans og flokksbræðra hans til EFTA-samningsins á sinum tima hafi aðeins verið marklaus sýndarmennska. Sé svo, þá er það ekki i fyrsta sinn, sem þeir Alþýðubandalagsmenn hafa á siðustu mánuðum orðið uppvisir að slíkum vinnubrögðum. r AKUREYRI Formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, efndi til fundar s.l. föstudag með ýmsum trúnað- armönnum Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra. Var fundurinn á Akureyri. A fundinum var rætt um ýmis þau mál, sem nú eru ofarlega á baugi. Ræddi Gylfi Þ. Gislason einkum og sér i lagi um efnahags- ráðstafanir rikisstjórnarinnar og ástand efnahagsmálanna, land- helgismálið og sameiningarmál- ið. Margir trúnaðarmenn Alþýðu- flokksins á Norðurlandskjördæmi eystra sóttu þennan fund. Auk Akureyringanna kom til fundar- ins fólk frá Húsavik, ólafsfirði og Dalvik. Fundurinn fór hið bezta fram og var mjög ánægjulegur. ENCIR NflR EMBCmS- MENN OC MDURSKIIRB- UR Á FRAMKVÆMDUM! Nú fær „Danskurinn" aö spara. Per Hækkerup, for- maður sparnaðarnefndarinnar, ræðir hér við tvo ráðherra úr dönsku rikisstjórninni, þá Egon Jensen, innanrikisráð- herra (sitjandi) og Erling Jensen, verzlunarráðherra. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér i blaðinu hafa Danir átt við mikla fjárhagsörðugleika að etja i rikisfjármálum sinum. Danska jafnaðarmannastjórnin hófst handa strax eftir valdatöku sina til þess að finna leiðir til lausnar á vandamálunum og ein þeirra leiða er stórkostlegur sparnaður rikisútgjalda. Enda þótt búið væri að afgreiða f járlög yfirstandandi árs af danska þing- inu og gera ýmsar ráðstafanir og áætlanir um framkvæmdir á komandi árum, þá setti rikis- stjórnin sérstaka þingnefnd á laggirnar til þess að finna sparn- aðarleiðir i rikisrekstrinum og setti sem formann nefndarinnar utanrikisráðherrann fyrrverandi, Per Hækkerup. Nefnd þessi starfaði I vetur og kom fram með mjög róttækar sparnaðartillögur, sem m.a. var sagt frá hér i blaðinu á sinum tima. Meðal umræddra sparnað- arráðstafana má nefna tillögur um niðurskurð á lifeyrisgreiðsl- um til starfsmanna danska rikis- ins og frestun á rýmkun lifeyris- réttinda til þeirra. Þá lagði nefndin einnig til að hætt yrði við áður tilkynnta hækkun á almenn- um ellilifeyri. Fleiri slikar rót- tækar ráðstafanir voru i tillögum sparnaðarnefndarinnar. Gáfust ekki upp Þessum tillögum var eðlilega strax mjög illa tekið, — enda skiljanlegt, þvi hér var um að ræða niðurskurði, heldur óvægi- lega, á ýmsum þýðingarmiklum þáttum félagsmála og opinberrar aðstoðar við borgara. Það var ekki aðeins almenningur, sem tók sparnaðartillögunum illa. Stjórn- málamennirnir gerðu það lika og það var útfallið, að ákveðið var að hætta við að framfylgja ákveðn- um sparnaðartillögum nefndar- innar. Var það talinn talsverður pólitiskur ósigur fyrir nefndina, og pa ekki hvað sizt formann hennar, — Per Hækkerup. En Per og félagar hans i sparn- aðarnefndinni gáfust ekki upp. Þeir héldu þvert á móti áfram að þinga og leita að nýjum leiðum til þess að skera niður opinber út- gjöld. Tókst þeim þannig að fá fram sparnaðarráðstafanir, sem samtals minnka útgjöld danska rikisins á yfirstandandi ári um c.a. 500 millj. danskra króna. ERLENDIS FRÁ ' Margþættar ráðstafanir Og nú hefur nefndin kynnt nýj- ustu sparnaðartillögur sinar fyrir stjórninni dönsku. Það gerði nefndin á fundi með dönskustjórn inni s.l. fimmtudag, en til þess fundar var sérstaklega boðað með skömmum fyrirvara. A fundinum samþykkti rikisstjórn- in tillögur nefndarinnar a.m.k. i meginatriðum, og munu þær þvi koma til framkvæmda. Tillögur sparnaðarnefndarinn- ar eru tviþættar. 1 fyrsta lagi er um að ræða tillögur um sparnað á útgjöldum yfirstandandi árs. Hefur rikisstjórnin þegar tekið afstöðu til þeirra. I öðru lagi er er um að ræða sparnaðartillögur á framtiðarverkefnum, sem þegar hafa verið ráðgerð eða áætlanir um. Þær sparnaðartillögur voru ræddar á fundinum með dönsku stjórninni s.l. fimmtudag, en eng- in endanleg afstaða tekin. Er ætl- unin að efna til sérstaks rikis- stjórnarfundar um þær tillögur siðar i sumar, — nánar tiltekið þann 15. ágúst, og á þá að ræða þær tillögur á heils dags fundi dönsku stjórnarinnar. Engin ný embætti Þær tillögur sparnaðarnefndar- innar sem samþykktar voru s.l. fimmtudag munu minnka útgjöld danska rikisins á yfirstandandi ári um 100 til 150 m. kr. til viðbót- ar við þær 500 milljónir, sem þeg- ar hafa verið sparaðar. Hinar nýju sparnaðarráðstafanir felast m.a. i þvi, að allt fram til 1. april á næsta ári verður óheimilt að stofna til nýrra embætta eða startsá vegum danska rikisins og stofnana þess. Þarna er ekki ver- ið að koma i veg fyrir eðlilega endurnýjun á starfskröftum i þjónustu hins opinbera eða bann við ráðið sé i þær stöður, sem nú þegar eru lausar, heldur hitt, að á timabilinu frám til 1. april á næsta ári megi ekki eiga sér stað stofnun nýrra embætta og starfa á vegum hins opinbera, — þ.e.a.s. fjölgun opinberra starfsmanna. Annar liður i sparnaðarráðstöf- unum er mjög aukið aðhald að ráðuneytunum i sambandi við al- menna eyðslu þeirra. Strangt eft- irlit og niðurskurður á fjárfest- ingu hvers konar og mjög aukin aðgát i sambandi við allar ný- byggingar og nýjar framkvæmdir á vegum rikisins. Þessar samþykktir rikisstjórn- arinnar ná að sjálfsögðu aðeins til rikisins og rikisframkvæmda. En einnig mun nauðsynlegt að sveit- arfélögin fylgi þessu sparnaðar- fordæmi, ef árangur á að nást. Ætlar danska stjórnin að reyna að semja um slikar sparnaðarað- gerðir viö sveitarfélögin á fund- um með sveitarstjórnum, sem hefjast eiga i næsta mánuði. Er talið liklegt, að á þeim fundum muni rikisstjórnin reyna að fá sveitarfélögin til þess að aðhyll- ast á margan hátt sams konar sparnaðaraðgerðir og rikisstjórn- in hefursjálf aðhylist, — m.a. fari þá leið til sparnaðar, að ráða ekki að sinni i fleiri nýjar stöður á sinum vegum. Milljarðasparnaður i vændum Starf sparnaðarnefndar þeirr- ar, sem Per Hækkerup, veitir forstöðu snýst einnig, eins og fyrr sagði, um tillögugerðir að sparn- aði i sambandi við framtiðaverk- efni og framtiðarfjárlagagerð. Hefur nefndin þegar tilbúnar miklar sparnaðarráðagerðir i þeim efnum og er haft eftir Hækkerup, að sá sparnaður muni koma til með að skipta m.lljörð- um. Fátt er um tillögurnar vitað i einstökum atriðum, enda hafa þær enn ekki verið fullræddar af rikisstjórninni, en þeir, sem þykj- ast eitthvað um þær tillögur vita, segja, að þær geri ráð fyrir allt að þriggja milljarða d. kr. sparnaði á opinberum útgjöldum á næstu þrem fjárhagsárum. NÚ KEPPIST DANSKA RÍKISSTJÚRNIN VID AÐ SPARA PENINGANA Miövikudagur. 19. júlí 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.