Alþýðublaðið - 21.07.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.07.1972, Blaðsíða 5
alþýðu E aftið Alþýöublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Aðsetur rit- stjórnar Hverfisgötu 8—10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. Stððvið svikin! Það er orðin óhrekjandi stað- reynd að með hinum nýju skattalögum hefur rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar framkall- að gifurlegar skattahækkanir. Það leiða skattskrárnar ótvi- rætt i ljós. Við þeirri skatta- hækkun verður ekkert gert héð- an af. Rikisstjórnin vildi hafa þetta svona. Flest allir launamenn á ts- landi verða þvi að bita í það súra epli að greiða nú miklu hærri skatta hlutfallslega, en þeir hafa nokkru sinni þurft áð- ur. En það er ekki það, sem hin- um almennu ianþegum gremst hvað mest. Meginþorri is- lenzkra skattborgara hefur allt- af borgað öll sin gjöld skilvis- lega og mun halda áfram að gera það, þótt þau hækki. Það sem hinu aimenna launa- fólki gremst mest, er hið feyki- lega misrétti, sem ríkir i skatta- málum. Því gremst, að á sama tima og verið er að þyngja til muna skattana á tekjum þess, þar sem tindur hefur verið fram hver einn og einasti eyrir, sem það hefur borið úr býtum á ár- inu, þá eru aðilar sem sleppa þvi sem næst eða alveg skatt- frjálsir, þótt bæði guð og menn viti, að þeir hafi tekjur á við margar almennar launþegafjöl- skyldur. Þeir sem eyða mestu og lifa hæst borga sumir hverjir minnst til sameiginlegra þarfa. i krafti aðstöðu og rikidæmis liðst þeim að brjóta lög og regl- ur, sem strangiega er framfylgt gegn venjulegu fólki á landinu. Rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar lét á s.l. ári framkvæma endurskoðun á skattakerfinu og gera á þvi umfangsmiklar breytingar. Það hefði verið verðugt verkefni að efna til slikrar endurskoðunar til þess að vinna bug á misrétti þvi, sem rikir i skattamálunum. En þeir, sem kynnu að hafa vonað að slikar aðgerðir vektu fyrir ríkis- stjórninni urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hún lét fátt slikt misrétti leiðrétta. Það eina, sem kost að i hugum ráðherr- anna i sambandi við skattalaga- breytingarnar á siðasta Alþingi var að afla meira fjár i eyðslu- hitina með hækkuðum sköttum. Það tókst þeim og með þvi juku þeir enn á misréttið í skatta- málunum vegna þess, að öllum þessum viðbótarþunga var bætt á fólkið með meðaltekjurnar. Fyrrverandi rikisstjórn stofn- setti að kröfu Alþýðuflokksins sérstaka deild á vegum skatt- stjóraembættisins, sem al- mennt gengur undir nafninu skattalögreglan. Verkefni þess- arar skattrannsóknardeildar. var og er að hafa eftirlit með skattframtölum og'vinna gegn skattsvikum. Þar hefur skatta- lögreglan skilað ágætu starfi, þvi bæði hefur hún haft upp á skattsvikurum og eins stuðlað að réttari og áreiðanlegri fram- tölum. En enda þótt stórt skref væri stigið til aukins heiðarleiks og aukins jafnréttis i skattamálum með tilkomu skattalögreglunn- ar er mikið misrétti þar en ó- leiðrétt. Þegar rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur nú hækkaö svo stórkostlega skattaálögur á almennar launatekjur, að öllu hærra verður sennilega aldrei hægt að fara i beinni skattlagn- ingu er það algjör forgangs- krafa almennra skattborgara, að misréttinu i skattamálunum verði tafariaust útrýmt og hin stórfelldu skattsvik stöðvuð. Geri rikisstjórnin ekkert i þvi máli hið bráðasta mun enn auk- ast fyrirlitning launafólks á henni, — og er þó vart miklu þar á bætandi. TANNLÆKNINGAR f TRYGGINGARKERFIÐ I félagslegu velferðarriki nú- timans eru öflugar skyldutrygg- ingar þjóðfélagsþegnanna, — al- mannatryggingar —, eitt af þýð- ingarmestu grundvallaratriðun- um. Með almannatryggingum er samfélagið, samtök einstaklinga, sem þjóðina mynda, að tryggja hverjum og einum það lifsaf- komuöryggi, sem honum verður að vera búið svo hann geti öðlast lifshamingju. Fyrr en slikt öryggi er fengið getur enginn maður not- ið fyllsta frelsis. Einn mikilvægasti þátturinn i þessu kerfi almannatrygginga eru sjúkratryggingarnar. Þær eru til þess ætlaðar að veita hverjum einstaklingi aðgang að læknishjálp án tillits til þess, hvort sá sjúki er rikur af þessa heims auði eða i hópi hinna, sem skipa sveit hinna snauðari þjóðfé- lagsþegna. Báðir, — hinn riki og hinn fá- tæki —, geta orðið sjúkir. Báðir hafa þá þörf fyrir læknishjálp og báðir eiga jafnmikinn siðferði- legan rétt á að njóta slikrar hjálp- ar. Sjúkratryggingarnar eru til þess ætlaðar, að tryggja báðum sem jafnasta möguleika til þess að öðlast nauðsynlega hjúkrun og læknishjálp, til þess að koma i veg fyrir að lif og heilsa einstakl- ingsins ráðist fyrst og fremst af peningaeign hans. Þannig er sjúkratryggingakerfið, eins og aðrir þættir almannatrygginga- kerfisins, eitt af mikilvægustu tekjujöfnunartækjum samfélags- ins fyrir utan það að vera eitt mikilsverðasta skjól hinna efna- minni. En það er eins með sjúkra- tryggingar og almannatrygg- ingar, að i þá hleðslu verður seint hægt að leggja siðasta steininn. Þar má aldrei verða stöðnun, heldur sifelld framför. Og ávallt má eitthvað finna, sem betur má gera, en gert er, — stundum miklu betur. Þegar sjúkratryggingar voru upphaflega innleiddar i islenzkt þjóðfélag var það gert gegn harðri andstöðu ihaldssamra afla. Nú dettur jafnvel ihalds- sömustu einstaklingum ekki i hug Pétur Pétursson, alþm., flutti á þingi i vetur frumvarp um að tannlækningar yrðu teknar I sjúkratryggingakerfið. Frum- varpið hlaut jákvæðar undirtekt- ir, en var ekki samþykkt. að halda þvi fram, að með sjúkra- tryggingum hafi verið stigið rangt spor hvað þá heldur, að sú rödd heyrist, að þessar trygg- ingar beri að leggja niður. En ihaldsöflin hafa samt sem áður hvergi nærri hætt allri and- stöðu sinni við tryggingakerfið og þær hugmyndir, sem liggja þvi að baki. Þau orða aðeins andstöðu sina eilitið öðru visi, en áður og beina henni að öðru, — að öllum frekari framförum i trygginga- málum og umbótum á trygginga- kerfi. 1 umræðum um slika hluti má strax kenna ihaldsraddirnar, sem hafa hljótt um sig, þegar verið er að ræða þær tryggingar, sem nú þegar eru i gildi i þjóðfé- laginu. Það var aldrei ætlun þeirra, sem fengu t.d. sjúkratryggingar lögfestar á Islandi, að þar með væri þvi máli lokið og meira væri ekki hægt að gera á þvi sviði. Þvert á móti. Þeir litu á innleiðslu sjúkratrygginga i samfélagið að- eins sem fyrsta áfanga. Miklu meira þurfti að gera. Ýmislegt hefur lika verið gert i þeim efnum. Sjúkratrygginga- kerfið hefur verið eflt mjög og styrkt á undanförnum árum, ekki sizt fyrir tilverknað Alþýðu- flokksins, og er nú mun viðtæk- ara, en áður var. En þvi verður hins vegar ekki neitað, að það miðast enn fyrst og fremst við al- mennar lækningar, en ýmis mjög mikilsverð heilsugæzlu- og hjúkrunarmál standa enn utan þessa kerfis. Tannlækningar eru án efa sá þáttur i almennri heilsugæzlu, sem veldur almenningi hvað mestum erfiðleikum og skapar hvað mest misrétti með þvi að vera algerlega utan verksviðs sjúkratrygginga. Tannskemmdir eru að verða hálfgerður þjóðar- sjúkdómur á tslandi og sérhver fjölskylda i landinu verður árlega að leggja i verulegan kostnað fyr- ir tannlæknishjálp. t sumum til- vikum er hér um svo fjárfreka heilsugæzlu að ræða, að venjuleg- ar launþegafjölskyldur geta vart eða ekki staðið undir útgjöldun- um við nauðsynlega tannlæknis- hjálp og fara þvi á mis við þennan þátt i almennri heilsugæzlu. Þar með er staðfest misrétti milli efn- aðra annars vegar og snauðra hins vegar hvað varðar þennar þátt i almennri heilsugæzlu, — misrétti, sem fyrir löngu hefur a.m.k. mestu leyti verið útrýmt varðandi flesta aðra þætti heilsu- Framhald á bls. 8. stöðum, þá eru úrræðin þau ein, að yfirmaður húsnæðismála, sjálfur félagsmálaráðherrann, lýsir þvi yfir i umræðum á Alþingi s.l. vor, að það muni vanta um 500 milljónir króna i nýja fasta tekju- stofna fyrir þessi lánakerfi ef fullnægja eigi löglegum lánsum- sóknum. Þetta er þá ástandið i húsnæðis- málum að loknum eins árs stjórnarferli núverandi rikis- stjórnar, auk þess sem hún hefur hleypt verðbólgugamminum óbeizluðum á húsbyggjendur, sem i raun þýðir fyrir þá hlut- fallslega lægri lán. Með eins árs aðgerðarleysi sinu i þessum viðkvæmu málum al- mennings, er aftur komið að sama ástandinu og rikti eftir feril fyrri „vinstri stjórnar” i árslok 1958. Niðurstaða: Færri og hlutfallslega lægri lán, miðað við ört vaxandi byggingar- kostnað. Lengri biðraðir og ný óvissa um hvenær lögmætar láns- umsóknir fá afgreiðslu. Þetta heitir að snúast ekki gegn vandanum og láta allt skeika að sköpuðu, e.t.v. mannlegt, — en ekki er það stórmannlegt og varla vcrður þessi stefna stjórnarinnar flokkuð undir félagslega vinstri- stefnu. Sagan segir okkur að i byggingu ibúðarhúsnæðis eins og i endurnýjun fiskveiði fiotans, hafa átt sér stað hættuleg logn- timabil, er siðan hafa breytzt i hávaðarok i seglin fram á við^ þannig að allt hefur ætlað um koll að keyra og mannlegur máttur of oft fengið litlu um ráðið, hver framþróunin hefur orðið. Um það hefur hinsvegar opin- berlega ekki verið ágreiningur meðal stjórnmálamanna, að æskilegt væri, að stjórnmálafor- ystan á hverjum tima fengi meiri tök á þessum málum, til trygg- ingar eðlilegri og árvissri þróun þar sem allt það nýjasta og bezta i tæknimálum væri nýtt til fullnustu i þágu þjóðarheildarinn- ar. Með þeirri „rykkjastefnu”, sem nú virðist til hástætis leidd þvert ofan i öll fyrirheitin og lof- orðin, sem gefin voru með laga- setningunni um „Framkvæmda- stofnun rikisins”, þá virðist svo sem stefnt sé i einu og öllu til þess sama viðskilnaðar af hálfu nú- verandi „vinstri stjórnar” eins og þeirrar fyrri (1956—1958). Helzti mismunurinn virðist sá, á þessum vinstri stjórnum, að það tók hina fyrri þó 2 1/2 ár að keyra t.d. húsnæðismálin i svo algjört strand að lánatala ibúðalána féll niður i algjört lágmark, ásamt þvi að lánsupphæð til hverrar ibúðar hefur aldrei, allt til þessa, verið ibúðareigendum jafn óhag- stæð. Þetta ófremdarástand tókst á tiltölulega skömmum tima að leiðrétta, þannig að unnt reyndist á árunum 1964—1971 að fullnægja öllum lánshæfum umsóknum i hinu almenna veðlánakerfi Hús- næðismálastjórnar og verka- mannabústöðum. Á meðan lánsumsóknir hrannast nú upp á þessum AÐGERDARLEYSIÐ I HdSNÆDISMÁLUNUM © Föstudagur. 21. júlí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.