Alþýðublaðið - 21.07.1972, Page 7

Alþýðublaðið - 21.07.1972, Page 7
fif Auglýsing Að gefnu tilefni hefur borgarráð Reykja- vikur samþykkt að tilkynna þeim aðilum, er fengið hafa úthlutun lóða fyrir f jölbýlis- hús i Breiðholti III, norðurdeild, að lóðar- samningar verði ekki gerðir fyrr en full- nægt hefur verið skilyrðum um frágang lóða samkvæmt settum byggingarskil- málum. Athygli er vakin á þvi, að samkvæmt skil- málunum er byggjanda m.a. skylt að setja lóð i rétta hæð, gera leiksvæði og malbika bifreiðastæði og akbrautir á lóðunum. Ekki er heimilt að framselja þessar kvað- ir til væntanlegra kaupenda ibúða. Reykjavik, 14'. júli 1972. Bogarverkfræðingurinn i Reykjavik. Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborg h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. ENDURBYGGINGU HUSS BJARNA RIDDARA SÍVERTSEN A AD VERA LOKHJ FYRIR ÞJÓÐHÁTfDIHA 1974 mmaaammammmmmmmmmmmmmmmmmmKmm ÞAÐ STANZA FLESHR I STAÐARSKALA UM HRÚTAFJÖRÐ ; .-<**<$* • ' Viö bjóöum fjölbreyttar veit- ingar i rúmgóðum húsakynn- um. Opið alla daga frá kl. 8 til 23.30. Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður. Grillið er opið allan daginn, þar er hægt að fá Ijúffengar steikun kjúklinga, hamborg- ara, djúpsteiktan fisk, fransk- ar kartöflur o.fl. o.fl. Kaffi, te, mjólk, heimabakaðar kök- ur og úrval af smurbrauði. Stærri ferðahópar eru beðnir að panta með fyrirvara, simanúmer okkar er 95-TT50. Við útbúum gómsæta girni- lega nestispakka. I ferðamannaverzlun okkar eigum við ávalt úrval af mat- vöru, hreinlætisvöru, viðlegu- útbúnað, Ijósmyndavöru, gas- tæki o.fl. o.fl. Vegna mikillar aðsóknar að gistiaðstöðubkkar biðjum við þá sem ætla að notfæra sér hana að panta með fyrirvara, símanúmer okkar er 95-1150. Til að mæta eftirspurn eftir tjaldstæðum hér í Hrútafirð- inum höfum við útbúið þau hér neðan við skálann og geta þeir sem notfæra sér þá að- stöðu haft afnot af snyrtiher- bergjum í skálanum á þeim timum sem hann er opinn. Við önnumst afgreiðslu á ESSO og SHELL bensíni og olíum, einnig fyllum við á ferðagastæki. Rúmgóð aðstaða er til að þvo bifreiðina. Viðskiptavinir eiga kost á afnotum af hjól- barðadælu. Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður eða að norðan. HRÚTAFIRÐI SÍMI (95)1150 I Hafnarfirði er nú unnið að endurbyggingu ibúðarhúss Bjarna riddara Sivertsen fyrir milligöngu Þjóðminjasafnsins og ýmissa félagssamtaka i Firðin- um. Helzti ráðgjafi við endur- bygginguna er starfsmaður þjóð- minjasafnsins danska, Karsten Rönnow og kona hans, en þau hafa fengizt við svipuö verkefni áður. Hús Bjarna riddara er að verða 170 ára gamalt og er elzta hús i Hafnarfirði. t kring um þetta hús sem flutt var inn frá Danmörku og sett saman hér, myndaöist elzti kjarni kaupstaðarins, en annar kjarni myndaðist sunnan viö vikina. Sum þessara gömlu húsa eru nú horfim; en margir kannast viö Pakkhúsið, sem stendur austan við ibúðarhús Bjarna, svo og Hansensbúö, sem stendur næst Reykjavikurvegin- um. Hús Bjarna riddara hefur veriö mjög vandað á sinni tiö, valið timbur innan og utan og skarsúð úr tveggja tommu plönkum á þaki, sem enn stendur. Klæðningin að utan hefur verið endurnýjuð alveg, en panelþiljur inni standa viðast hvar. 1 her- bergjunum hefur veriö „múrað upp i binding” sem kallaö var, þ.e. múrsteinn á milli þilja. t eld- húsi stóð hlaðiö eldstæði, sem kallað var „kakkelofn”. Múr- steinarnir liggja i hrúgu á gólfinu og biða þess aö veröa raðað upp á ný. Uppi á lofti eru gólfborðin merkt og númeruð, en þau fara einnig á sinn stað við tækifæri. Karsten Rönnow kom hér fyrst árið 1965 og gerði þá frumathugun á húsinu að tilhlutan þáverandi þjóðminjavarðar, Kristjáns Eld- járns. Var til þess tekið, að Rönnow hélt að mestu til i húsinu óupphituðu i kuldagjósti til þess að gera athuganir sinar og fyrstu vinnuteikningar að endurbygg- ingu þess. En Karsten Rönnow hafði séö það svalara. Hann hafði þá unniö að svipuðu verkefni i Grænlandi, en þar getur einmitt að finna hús frá 18. öld, innflutt frá Danmörku, sem þjóðmiðjasafnið danska hef- ur fengið áhuga á að varðveita. Rönnow kvaðst þvi þekkja byggingarstil þessa timabils all- vel. Kvaöst hann gjarnan vilja eiga þátt i að varöveita nokkur fleiri gömul hús i Reykjavik, sem hann hefði séð á ferðum sinum hér. Félagasamtökin, sem lagt hafa kostnað i endunbyggingú og varö- veizíu húss Bjarna riddara, ásamt riki og bæ, vonast til að geta lokiö verkinu fyrir þjóð- hátiöaráriö 1974 og flutt þá inn i húsið ýmsa muni, sem i húsinu voru i tið Bjarna, svo og aðra muni frá þessu timabili. I framhaldi af þessu er svo ætl- unin að koma minjasafni byggðarlagsins fyrir i Pakkhús- inu, en góður visir er þegar risinn að sliku safni, sem Gisli Sigurðs-, son hefur flokkað og varöveitir i húsnæði hafnarstjórans, Gunnars Agústssonar, sem er ötull baráttu maður um framgang þessara mála. Þar i húsinu vinna nú Rönnow hjónin að teikningum Framhald á bls. 8. Föstudagur. 21. júli 1972 Föstudagur. 21. júlíJ972 • • Oryggi í umferðinni: Er orðið tímabært að svipta þá menn ökuskírteininu sem hafa orðið fyrir hjartaáfalli? Nokkrar hnippingar hala átt sér staö i danska læknatimaritinu, ,,Uge- skrift for Læger” um það, hvort svipta beri ökuleyfi þá bilstjóra, sem vitað er að hafa fengiö aðkenningu af hjartabilun. Það var danskur lög- fræðingur, Erik Juul- mann,sem hreyfði þessari kröfu i læknatimaritinu, og einnig, að allir sem lát- ast i umferðarslysum, skuli krufðir, svo að hin sanna orsök slyssins verði leidd i ljós i öllum tilvik- um. Einkum sé þetta árið- andi, þegar um það geti verið að ræða að bilstjóri hafi dáið „eðlilegum” dauðdaga undir stýri, það er að segja af völdum blóðtappa eða annarrar hjartabilunar. Þá geti og krufning á þeim sem far- ast i umferðarslysum, leitt í ljós hvort um afbrot i sambandi við einstök slys, hafi ef til vill verið að ræða. Hjartabilun er tiðust hjá karlmönnum á aldrinum 50-60 ára, og telur lögfræð- ingurinn það einungis eðli- lega varúðarráðstöfun, að þeir sem aðkenningu hafi fengið af þeim sjúkdómi, séu sviptir ökuréttindum sinum, áður en hugsanleg slys hljótist af. Þannig voru sjónarmið og rök lögfræðings, en pró- fessorinn við réttarlæknis- fræðistofnunina i Kaup- mannahöfn, Harald Gormsen, en stofnunin er deild við háskólann i Kaupmannahöfn, er hon- um þar ekki sammála i alllangri og ýtarlegri svargrein. Hann telur til að mynda harla litla á- stæðu til að svipta þá bil- stjóra ökuskirteininu, sem fengið hafi að'kenn- ingu af hjartabilun eða kransæðastiflu. Styður hann það þeim rökum, að þeir sjúkdómar hafi átt óverulegan þátt i umferð- arslysum til þessa. Segir hann, að á þrettán ára timabili, 155-57, hafi áður nefnd stofnun staðið að rannsókn á samtals 187 dánartilvikum af eðlileg- um orsökum i umferðinni, eða ekki nema 14 á ári að meðaltali, af ibúatölu sem nemi 2,5 milljónum. Af þessum 187 hafi þó ekki verið nema 83 öku- tækisstjórar, sem sátu undir stýri, þegar dauða þeirra bar að höndum. Af þeim hafi 35 náð að stöðva ökutækið áður en þeir lét- ust, hinir 47, sem létust undir stýri, hafi i flestum tilvikum ekið á eitthvert fast viðnám, til dæmis múrveggi eða brúar- stöpla. Aðeins tvö slys á vegfarendum hafi átt sér stað af þeim orsökum, og i bæði skiptin tiltölulega lit- ilfjörleg meiðsli. 64 af þessum 187 voru hjólreiðamenn, 33 óku bif- skottum, 7 bifhjólum. Dauði þeirra hafði ekki nein slys i för með sér, eða skemmdir á eignum. Þá tekur prófessorinn fram, að undantekningarlitið séu krufin lik allra þeirra, sem látast i umferðarslysum á Stór-Kaupmannahafnar- Framhald á bls. 8. W Svona áttu að skrifa: Slys má víst ekki vera aðal- atriði í frétt og ekki auka- atriði heldur — eða hvað? . Nú um þessar mundir er einvaldsstjórn kommúnista i Tékkóslóvakiu i óða önn að framkvæma hreinsanir á starfsliði allra blaða og fréttastofnana i þvi landi. Allir fréttamenn, sem standa undir nafni, eru reknir burt og flokksmenn ráðnir i þeirra stað. Þeir flokksmenn eiga svo að skrifa og segja fréttir eins og kommaforystan vill láta skrifa og segja fréttir. Ber öllum saman um, að aldrei hafi tékknesk blöð veriö lélegri, en nú, — nema hvaö foringjar kommúnista eru auðvitað á öndverðum meiöi. Einhver andlegur sam- gangur virðist vera á milli einræðisstjórnar komma i Tékkóslóvakiu og þeirra, sem ráða skrifum Þjóð- viljans. Að minnsta kosti er það eftirtektarvert, að einmitt um sama leyti og kommunistaflokkurinn i Tékkóslóvakiu hefst handa um hreinsanir i blaðamannastétt þá byrja dálkahöfundar Þjóðvilj- ans að þylja ásakanir yfir islenzkum fréttamönnum og fréttablöðum um brenglaö fréttamat, æs- ingaskrif og annað þvilikt, — þ.e.a.s. ákærur um, að islenzkir blaöamenn kunni ekki til verka. Þessi geðvonzkuskrif Þjóðviljans koma yfirleitt i kjölfar þess að hann missir af fréttum, sem önnur blöð segja. Er þess skemmst að minnast er einn af dálkahöfundum Þjóðviljans hellti sér yfir útvarp og önnur blöð fyrir æsifréttaflutning i frá- sögnum þessara aðila af stórfelldri misnotkun eit- urlyfja meðal islenzkra unglinga og eiturlyfja- smygl og annar Þjóðvilja- höfundur þóttist sanna það skömmu siðai* aö um upp- lognar æsifréttir heföi ver- ið aö ræöa vegna þess að blaðamaöur Þjóðviljans heföi ekki haft vitneskju um þær! önnur og eðlilegri skýr- ing er vitaskuld miklu nærtækari á fréttafátækt Þjóöviljans en sú, að hin blöðin væru bara að ljúga, en auðvitað skiljakommún- istar það ekki. Það gera þeir heldur ekki i Tékkó- slóvakiu. I fyrradag fær svo að- stoðarritstjóri Þjóðvilj- ans, sá sem auðkennir skrif sin með fyrra helm- ingi enska orðsins „error”, annað geð- vonzkukastið til. Þá tekur hann til við að skamma blaðamenn á fréttablöðun- um fyrir að segja frá þeim óhugnanlegu slysum, sem urðu um s.l. helgi. Talar hann þar um matreiðslu frétta i æsifréttamennsku- stil um leið og hann upp- lýsir, að Þjóðviljinn geri aldrei mikiö úr slysafrétt- um og mjög fátitt, sé að hann birti myndir af slys- stað (sem hann auðvitað hefur yfir að ráða i löngum bunum og gæti birt i stað- inn fyrir myndir af Magnúsi Kjartanssyni og Arnaldsstráknum ef hann bara kærði sig um). Siöan ræðst höfundur að Morg- unblaðinu fyrir frásögn þess að hörmulegu slysi og myndabirtingu i þvi sam- bandi. Þetta sé dæmi um æsifréttastil hinnar óá- byrgu blaðamennsku. Hvaða tilgangi á slikur fréttaflutningur að þjóna?, spyr greinarhöf- undur. Og hann heldur áfram að rausa um svivirðu fréttamannanna á Mogga. Þá dettur hann ofan á frétt um slys austur I Skafta- fellssýslu, þar sem pólsk- ur visindamaöur fórst, en íslendingur vann þaö af- rek, að synda 80 metra i jökulá til að sækja hjálp fyrir annan, sem bjargað- ist. Og hvað var athuga- vert við þessa frétt? Jú, það að fréttamenn Morg- unblaösins skyldu gera meira úr björgun annars Pólverjans en dauða hins. Og hvað ættu nú blaða- menn á islenzkum frétta- blööum aö taka til bragðs vildu þeir fara eftir fyrir- sögn aðstoðarritstjóra Þjóöviljans. Þeir mega ekki „slá upp” slysum i slysafréttum. Þeir mega ekki „gera meira úr” björgun en dauðaslysi ef hvorttveggja á sér stað. Væri ekki fyrirhafn- arminnst að hreinsa þá bara eins og veriö er að gera i Tékkóslóvakiu og fela svo t.d. formanni framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins að hafa yfirumsjón með frétta- flutningi islenzkra blaða. Þá verða auðvitað öll is- lenzk blöð „góð” blöð með það sama með mikið af góðum uppsláttarfréttum úr flokksstarfinu. Annar ámóta atburöur er tilefni þessara hugleiðinga. I Reykja- vikurblööunum i gær er skýrt frá slysi er varð austur i Skaftafells- sýslu þar sem pólskur visinda- maður fórst, en Islendingur vann það hetjulega afrek að synda 80 metra i jökulá og sækja siðan hjálp sex km. leiö. Vissulega er hér um hetjulegt afrek aö ræða, en i frétt er afrekiö „matreitt” sem aðalfrétt, en það að Pólverj- inn fórst var þriöja atriðið i fyrir- sögn af fréttinni. Finnst lesendum svona fréttamennska ekkert óeölileg?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.